Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 21

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 21 SÉRTILBOÐ Á CITRÉ SHINE-HÁRVÖRUM SHINE MIRACLE: F A B R I K A N Gljái sem róar úfið hár Sérvalið sjampó fylgir Shine Miracle Gefur hárinu mikinn og fallegan gljáa og róar úfi› hár. Ver hári› gegn umhverfisáhrifum og hita frá hárgrei›slutækjum. Me›höndlar slitna hárenda og gerir hári› me›færilegra. Notist me› Citré Shine Smooth Out-sjampói til a› ná auknum árangri. Allar Citré Shine vörur eru framleiddar me› náttúrulegum sítrusolíum og vitamínum sem gefa hárinu gullfallegan gljáa og heilbrigt útlit. Citré Shine hárvörurnar fást í verslunum Lyfju. K AU PAU K I K I SmoothOutsjampó 118 ml 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 5627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó.Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri FERÐALÖG Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is Ljúfir dagar í London Eyða þeim í London Zoo, á bökkum Thames eða Hyde Park; rölta milli tískuverslana, sem óðum eru að fyllast af haust- og vetrartískunni, eða njóta drykklangrar stundar á notalegu kaffihúsi eða ölkrá? Hvernig væri að bæta nokkrum góðum dögum við sumarið og skella sér til London? Bókaðu flug á icelandexpress.is Ódýrar ferðir til London á icelandexpress.is H im in n o g h af - 9 04 05 39 NÚ MEGA George W. Bush og John Kerry vara sig því nýr fram- bjóðandi hefur bæst í hópinn. Og það er kona. Hún er fönguleg og fjölhæf, á yfir 90 ólík störf að baki og er nafntoguð um veröld víða. Jafnvel að því marki að nafn hennar er nú skrásett vörumerki. Frambjóðandinn er – að sjálf- sögðu – Barbie. Snjallt markaðsbragð, segja sumir og hafa að mörgu leyti rétt fyrir sér. Enda hefur Barbie reglulega komið fram í nýjum búningi eftir því sem tímarnir breytast. Barbie® hefur m.a. birst sem hjúkrunarkona, fyrirsæta, kennari, sendiherra, leikkona, hefðarfrú, skurðlæknir og dáti, en þessi fjölbreytta starfsreynsla er einmitt talin geta orðið henni til framdráttar í kosningabaráttunni. Þá er Barbie tiltölulega yngri en hinir tveir frambjóðendurnir, fædd árið 1959 í Wisconsin. Forsetaút- litið nýja byggist á látlausri hár- greiðslu, slæðu í bandarísku fána- litunum, rauðum varalit og almennum settlegheitum. En að baki nýju ímyndinni ligg- ur að þessu sinni meira en von um söluaukningu. Ásamt framleiðand- anum Mattel og leikfangaversl- ununum Toys ’R Us er „fram- boðið“ nefnilega stutt af her- ferðinni Vote, Run, Lead sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í bandarískum stjórnmálum, bæði með nýtingu kosningaréttar og framboði til ábyrgðarstarfa. For- sprakkar herferðarinnar telja að Forseta-Barbie gefi foreldrum gott tækifæri til þess að hefja samræður við dætur sínar um leiðtogahæfileika stúlkna, einmitt þegar einvígi Bush og Kerry er alltumlykjandi í fréttum. Barbie býður sig fram fyrir hönd Stúlknaflokksins og telur nýráðinn kosningastjóri hennar, Liza Strauss, að með framtakinu verði hún tvímælalaust jákvæð og holl fyrirmynd allra stúlkna. Liza Strauss er 11 ára. Hver verður forsetamaki? Að baki herferðinni Vote, Run, Lead stendur kvennahreyfingin The White House Project, eða Hvíta húss-áætlunin, sem vill „skapa þannig aðstæður og and- rúmsloft í Bandaríkjunum að eðli- legt verði að sjá konur í embætti ríkisstjóra, forstjóra stórfyr- irtækja og forseta landsins“. Og kannski ekki vanþörf á. Engin kona hefur gegnt forsetaembætti í Bandaríkjunum. Engin blökku- kona hefur orðið ríkisstjóri vestan hafs og í sögu Bandaríkjaþings hafa alls 12 þúsund þingmenn ver- ið kjörnir, þar af 215 konur. Af 180 ríkjum heims er aðeins tólf stjórnað af konum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu hreyfing- arinnar. Barbie er nú í kosningaferð um landið og ungir aðdáendur hennar geta fræðst um bandarískt kosn- ingakerfi og konur í stjórnmálum á barbie.com. Síðast en ekki síst geta þeir/þær sent inn tillögur að stefnumálum, því það er „aldrei of snemmt að láta til sín heyra“. Ein- mitt þannig má móta (kven) leiðtoga framtíðarinnar. Í ljósi nýlegra frétta af sam- bandsslitum Barbie og Ken – kær- asta hennar til 40 ára – spyrja hins vegar margir vestra hver muni gegna stöðu eiginmanns for- setans, ígildi „First Lady“, fari svo að Barbie sigri í kosningunum. Snúið? Varla. Íslensk sam- tímasaga kennir að Barbie geti sem best verið einhleyp í embætti, eins og Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti þjóðkjörni kvenleiðtogi lýð- veldis, gaf glæsilegt fordæmi um árin 1980–1996.  STJÓRNMÁL Barbie í forsetaframboð Forseta-Barbie: Hún er vel til höfð og líka með háleit markmið. TENGLAR .............................................. www.voterunlead.org www.thewhitehouseproject.org www.barbie.com MIKILVÆGT er að eyða þeirri flökkusögu að sykurlausar gosvörur séu skaðlegar heilsunni, segja aðilar á vegum norska heilbrigðisráðu- neytisins, en stofnunin sendi nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum yfir vaxandi sykurneyslu norskra barna, sem m.a. á rætur að rekja til mikillar neyslu sætinda og sykraðra gosdrykkja. Í nýlegu viðtali á P4-útvarpsstöð- inni vísaði Bjørn Inge Larsen hjá norska heilbrigðisráðuneytinu til þess að börn á Vesturlöndum neyti allt of mikils sykurs er hann hvatti foreldra til þess að gefa börnum sín- um sykurlausa gosdrykki, sé verið að gefa börnum gos á annað borð. „Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að óhætt er að drekka sykur- lausa gosdrykki í stað þeirra sykr- uðu. Efnin sem notuð eru við fram- leiðslu sykurlausu drykkjanna eru algerlega óskaðleg í því magni sem þau er að finna í venjulegum gos- skömmtum.“ Á vefsíðu norska fé- lags- og heilbrigðissráðuneytisins er þó minnt á að hátt sýrumagn í bæði sykruðum og ósykruðum gos- drykkjum hafi skaðleg áhrif á tenn- ur. Þá er ekki mælt með að börnum undir þriggja ára aldri séu gefnir sykurskertir gosdrykkir.  HEILSA Sykurskert gos fremur en sykrað Morgunblaðið/Sverrir TENGLAR .............................................. www.shdir.no AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.