Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 24
LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna
fagnar þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að
hefja undirbúning að því látið verði reyna á rétt
Íslendinga til að stunda veiðar á Svalbarða-
svæðinu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Alls hafa fimm íslensk skip stundað síldveiðar
á Svalbarðasvæðinu síðustu daga. Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að
bræla hafi verið á síldarmiðunum á Svalbarða-
svæðinu í gær og því engin skip þar á veiðum,
auk þess sem svo virðist sem síldin hafi gengið
út af svæðinu. Hann segir að skipin séu nú að
leita að síld á alþjóðlegu hafsvæði, í Síldarsmug-
unni svokölluðu, og þar hafi orðið vart við síld
þó ekki hafi hún veiðst. Hann segir að ekki liggi
fyrir hvort íslensk skip haldi til veiða innan
Svalbarðasvæðisins gangi síldin inn á svæðið á
ný.
Í tilkynningu frá LÍÚ kemur fram að und-
anfarin ár hafi komið til árekstra á milli Íslend-
inga og Norðmanna vegna veiða íslenskra skipa
á svæðinu og hafi Norðmönnum tekist að hindra
veiðar Íslendinga á svæðinu tímabundið.
„Að mati LÍÚ hefði verið óskandi að hægt
hefði verið að semja við Norðmenn um veiðar
okkar á Svalbarðasvæðinu á grundvelli Sval-
barðasáttmálans, en það hefur ekki verið unnt.
Því er nauðsynlegt að láta reyna á rétt Íslend-
inga fyrir Alþjóðadómstólnum.
Telja takmarkanir ekki standast
LÍÚ telur að þær reglur sem Norðmenn hafa
einhliða sett um veiðar á svonefndu „fiskvernd-
arsvæði“ eigi sér enga stoð í Svalbarðasáttmál-
anum og feli í sér brot á hafréttarsamningi
Sameinuðu þjóðanna og almennum reglum
þjóðaréttar. Ísland sé því óbundið af umrædd-
um reglum. Telur LÍÚ að Svalbarðasáttmálinn
sé eini lagalegi grundvöllur fullveldisréttinda
Noregs á hafsvæðinu við Svalbarða. Þær tak-
markanir á veiðiheimildum og veiðisvæðum,
sem mælt er fyrir um í reglugerð Norðmanna
frá 14. júní 2004, þar sem Norðmenn ákváðu
einhliða 80.000 tonna aflahámark á svæðinu,
fari í bága við samninginn um Svalbarða og
standist ekki, enda séu þær ekki byggðar á vís-
indalegum grunni,“ segir í tilkynningu LÍÚ.
LÍÚ fagnar ákvörðun
íslenskra stjórnvalda
Nauðsynlegt að
láta reyna á réttinn
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir
Norðmönnum lengi hafa verið ljóst að Íslend-
ingar teldu sig í fullum rétti til veiða á Sval-
barðasvæðinu, úr þeim stofnum sem þeim er
heimilt. Það hafi verið fullreynt að ná sátt og
því verði málinu vísað til alþjóðadómstóla.
„Með hegðun sinni neyða Norðmenn okkur til
þess að grípa til þessara ráða. Málið hefur aldr-
ei farið í þennan farveg, við höfum ekki staðið
frammi fyrir því áður að Norðmenn hóti því að
taka skipin okkar og setja þau á svartan lista
verði þau ekki farin af svæðinu fyrir tiltekinn
tíma. Við verðum vitanlega að verja hagsmuni
okkar skipa og getum ekki látið Norðmenn
vinna að þessum málum þvert á Svalbarðasamn-
inginn. Ég lít svo á að Norðmenn hafi ákveðið
að við færum með málið fyrir alþjóðlegan dóm-
stól, fremur en að vinna málin á grundvelli Sval-
barðasamningsins,“ segir Árni.
Getur tekið langan tíma
Sjávarútvegsráðherra segir undirbúning
málsins og meðferð þess geta tekið langan tíma
en erfitt sé að segja til um hver réttur íslensku
skipanna sé á svæðinu þangað til niðurstaða
liggur fyrir. Hann er bjartsýnn á jákvæða nið-
urstöðu. „Við teljum okkur hafa heimild til
veiða á svæðinu og hljótum að trúa því að dóm-
stóllinn verði okkur sammála um það.“
Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra
Neyða okkur til
þessara ráða
N
u
a
M
ú
b
þ
h
e
b
n
h
i
f
þ
ú
e
N
v
i
n
i
g
s
h
s
m
v
E
h
v
s
F
h
U
t
u
t
L
agt verður til á fundi ríkisstjórnar-
innar í dag að vísa deilum Íslend-
inga og Norðmanna um veiðar á
Svalbarðasvæðinu til Alþjóðadóm-
stólsins í Haag. Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra segir það taka nokkurn
tíma að undirbúa málið áður en það fari fyrir
dómstólinn. Rætt hafi verið við norsk stjórn-
völd í gær og ákveðið að hann hitti utanrík-
isráðherra Noregs vegna málsins þegar þeir
sækja fund utanríkisráðherra Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna um miðja næstu viku.
„Það hefur alltaf verið okkar skoðun að það
væri farsælt fyrir báðar þjóðirnar að leysa
þetta mál við samningaborðið. Ég vona að það
sé líka skoðun Norðmanna,“ segir Halldór. Já-
kvætt sé að þeir stingi upp á þessum fundi við
þetta tækifæri.
Halldór telur það hafa verið rétt hjá útvegs-
mönnum að sigla af Svalbarðasvæðinu fyrir
miðnætti í fyrradag og hætta þar síldveiðum
þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið það skylt
samkvæmt samkomulagi um veiðar á svæðinu,
sem Ísland sé aðili að. Það geti verið heppilegt,
sérstaklega í ljósi komandi viðræðna við norsk
stjórnvöld. Norðmenn hafi ekki heimild til að
hindra veiðar íslenskra skipa við Svalbarða.
Vísa Svalbarðadei
Alþjóðadómstólsin
Íslendingar veita Norðmönnum vaxandi samkeppni
auðveldara með að laga sig að breyttum markaðsað
DÓMSTÓLALEIÐ EÐA
SAMNINGALEIÐ?
Ákvörðun Halldórs Ásgríms-sonar utanríkisráðherra, umað leggja til við ríkisstjórn-
ina í dag að hafinn verði undirbún-
ingur að því að vísa til alþjóðlegs
dómstóls deilu Íslands og Noregs
um aðgang að hafsvæðinu umhverfis
Svalbarða, er vel skiljanleg. Í deilu
ríkjanna um veiðar úr norsk-ís-
lenzka síldarstofninum hafa Norð-
menn sýnt Íslendingum bæði óbil-
girni og ósanngirni. Þeir hafa ekki
viljað halda í heiðri það samkomu-
lag, sem náðist milli Íslands, Nor-
egs, Rússlands, Færeyja og Evr-
ópusambandsins árið 1996 eftir
áralangt þref og ærna fyrirhöfn.
Norðmenn hafa viljað sölsa undir
sig hærri hlutdeild í veiðum úr
stofninum en þá samdist um, eða
70% í stað 57%, á kostnað hinna
landanna. Þannig vilja þeir að 15,5%
hlutdeild Íslands í veiðunum minnki
um helming. Í síðustu viku hótuðu
norsk stjórnvöld svo íslenzkum
skipum á Svalbarðasvæðinu aðgerð-
um, héldu þau áfram veiðum eftir að
80.000 tonna kvóti, sem Norðmenn
ákváðu einhliða að mætti veiða þar,
væri veiddur.
Það er afar dapurlegt að norsk
stjórnvöld skuli enn á ný vilja efna
til ófriðar við grannríkin um fisk-
veiðistjórnun í Norður-Atlantshafi
og Barentshafi. Fiskveiðideilur Ís-
lands og Noregs á síðasta áratug
voru erfiðar fyrir samskipti þessara
nánu vinaríkja og mörgum, í báðum
löndum, raunar afar þungbærar.
Þær leystust hins vegar farsællega
með víðtækum samningum, sem
voru báðum ríkjum til sóma. Það er
auðvitað fyrst og fremst fyrir þrýst-
ing frá hagsmunasamtökum innan-
lands, sem norsk stjórnvöld vilja nú
taka upp þessa samninga á nýjan
leik, þrátt fyrir að síldveiðarnar
skipti Norðmenn hlutfallslega miklu
minna máli en Íslendinga. Norskir
stjórnmálamenn virðast ekki hafa
haft þrek til að standa gegn þröng-
sýnum kröfum útgerðar- og sjó-
manna um hærri hlutdeild í síld-
veiðunum, á kostnað farsællar
sambúðar nágrannaríkja.
Ísland hefur aldrei viðurkennt
rétt Noregs til að stjórna veiðum á
fiskverndarsvæði því við Svalbarða,
sem Norðmenn lýstu yfir einhliða
árið 1977, á grundvelli laga um
norsku efnahagslögsöguna. Íslenzk
stjórnvöld – rétt eins og stjórnvöld
allra annarra ríkja, sem hagsmuna
eiga að gæta, nema Finnlands og
Kanada – telja að fiskveiðistjórnun
á svæðinu verði að byggjast á Sval-
barðasáttmálanum frá 1920. Með
honum var Noregi falið að fara með
stjórn mála á Svalbarða, sem fram
að því hafði verið umdeilt einskis
manns land. Fullveldisrétti Noregs
voru hins vegar settar ríkar skorður
með sáttmálanum. Þannig er kveðið
á um að allir þegnar ríkjanna, sem
aðild eiga að sáttmálanum, skuli
hafa jafnan rétt til að veiða dýr eða
fisk á eyjunum og í landhelgi þeirra,
sem var með sáttmálanum ákveðin
aðeins fjórar mílur. Jafnframt mega
Norðmenn ekki mismuna samnings-
aðilum á nokkurn hátt varðandi nýt-
ingu dýra- og plöntustofna á svæð-
inu. Það er þessi jafnræðisregla,
sem íslenzk stjórnvöld hafa vísað til
í deilum við Noreg um Svalbarða-
svæðið, en Norðmenn hafa haft til-
hneigingu til að líta á fiskverndar-
svæðið sem norska efnahags-
lögsögu. Ísland gerðist aðili að
sáttmálanum árið 1994, eftir að deil-
ur komu upp árið áður um veiðar ís-
lenzkra skipa á svæðinu.
Sú ákvörðun Norðmanna að opna
fiskverndarsvæðið fyrir síldarskip-
um annarra strandríkja, sem nytja
norsk-íslenzka síldarstofninn, er til
marks um að þeir séu ekki of vissir í
sinni sök og vilji forðast deilur um
yfirráð sín við Svalbarða. Þær regl-
ur um hámarksafla og veiðitilhögun,
sem norsk stjórnvöld hafa sett, telja
Íslendingar hins vegar brjóta í bága
við jafnræðisregluna og ekki vera
reistar á vísindalegum grunni.
Þrátt fyrir þetta verður að telja
það rétta ákvörðun hjá útgerðar-
mönnum íslenzku skipanna, sem
voru á Svalbarðasvæðinu um síð-
ustu helgi, að sigla þeim út af svæð-
inu áður en lokafrestur Norðmanna
til að yfirgefa það rann út. Með því
afstýrðu útgerðarmenn því að til
átaka kæmi, sem hleyptu deilunni í
enn harðari hnút, eins og gerðist
sumarið og haustið 1994 þegar ís-
lenzkir togarar voru teknir á svæð-
inu og færðir til hafnar – og jafnvel
hleypt af skotum. Hitt er svo annað
mál að hefði slíkt gerzt í þetta sinn,
hefði það verið óþolandi ögrun af
hálfu Norðmanna.
Íslenzk stjórnvöld hafa áður þurft
að hefja undirbúning að málskoti til
alþjóðlegs dómstóls vegna deilna
við Norðmenn um þorskveiðar á
Svalbarðasvæðinu um miðjan síð-
asta áratug. Til þess kom hins vegar
ekki að vísa þyrfti málinu í dóm, því
að loks náðist samkomulag, sem
báðir gátu unað við.
Þar til annað kemur í ljós verður
að líta svo á að ákvörðun um að
hefja undirbúning málssóknar sé
fyrst og fremst aðferð til að knýja
Norðmenn að samningaborði. Þann-
ig má ná niðurstöðu, sem báðir geta
sætt sig við. Ef engir samningar
nást og málið fer í dóm, er atburða-
rásin hins vegar komin úr höndum
stjórnvalda í ríkjunum tveimur og
niðurstaðan getur orðið báðum í
óhag.
Það er þess vegna jákvætt að
Halldór Ásgrímsson og norski
starfsbróðir hans, Jan Petersen,
hyggjast ræða málið í næstu viku.
Raunar verður öðru ekki trúað en
að þessi nánu, norrænu vinaríki geti
leyst deilur sínar með samningum.
Þannig hefur það verið og þannig á
það áfram að vera. Dómstólaleiðin
er auðvitað friðsamleg leið í sam-
skiptum ríkja og hefur stundum
verið farin í milliríkjadeilum nor-
rænu ríkjanna, en síðan eru liðnir
margir áratugir. Hún er neyðarúr-
ræði, þegar önnur friðsamleg ráð
þrýtur. Bæði íslenzk og norsk
stjórnvöld hljóta að leggja alla
áherzlu á samningaleiðina.
FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, mun ekki hitta Arnold Schwarzen-
egger ríkisstjóra Kaliforníu í dag eins og til stóð, en Halldór er ásamt
sendinefnd frá þinginu í heimsókn í Kaliforníu.
Halldór og kona hans Kristrún Eymundsdóttir, sem er með í förinni
ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, Gunnari Birgissyni og mökum, hafa í
heimsókninni m.a. hitt þingmanninn Tom Torlaksson sem er af íslenskum
ættum en Halldór og Torlaksson munu vera fjórmenningar. Torlaksson
hefur aldrei komið til Íslands en afi hans var Íslendingur sem fluttist ung-
ur til Kaliforníu.
Heimsóknin stendur til 19. ágúst. Í dag munu þingforsetinn og föru-
neyti hitta aftur forseta þings Kaliforníu og fleiri þingmenn fylkisins.
Meðal þess sem ræða á við ráðamenn í fylkinu í dag eru viðskipti, fjár-
mögnun vegaframkvæmda með tollum, menntamál og fleira. Þá heimsæk-
ir sendinefndin skrifstofu neyðarþjónustu fylkisins þar sem jarð-
skjálftavarnir verða kynntar.
Gærdeginum varði íslenska sendinefndin í Sacramento, höfuðborg Kali-
forníu, og kynnti sér m.a. sjávarútveg sem er stundaður í fylkinu.
Heimsókn forseta Alþingis til Kaliforníu
Halldór Blöndal, forseti A
John Burton, forseti þings
Hittir ekki
Schwarzenegger