Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 25 George W. Bush Banda-ríkjaforseti veitti eðlis-fræðingnum RichardGarwin orðu í nóvember fyrir „vísindalega ráðgjöf um mik- ilvæg álitaefni sem varða þjóðarör- yggi“. Aðeins þremur mánuðum síð- ar undirritaði Garwin yfirlýsingu þar sem stjórn Bush er gagnrýnd harkalega fyrir að misnota, bæla niður eða rangfæra ráðgjöf vísinda- manna. Yfir 4.000 vísindamenn, þeirra á meðal 48 nóbelsverðlaunahafar, hafa nú undirritað yfirlýsinguna. Einstakir vísindamenn og hreyf- ingar vísindamanna hafa áður hafið upp raust sína til að gagnrýna stefnu stjórnvalda í ákveðnu máli, til að mynda þegar deilt var um eldflauga- varnaáætlun Ronalds Reagans. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem svo fjölmennur hópur sérfræð- inga á mörgum sviðum vísinda lætur í ljósi andstöðu við vísindastefnu for- setans í heild. Deilur vísindamannanna og Bush- stjórnarinnar hófust fyrir nær fjór- um árum og hafa magnast í aðdrag- anda kosninganna í nóvember. For- setinn hefur vikið þekktum vísindamönnum úr ráðgjafarnefnd- um sínum, hreyfingar vísindamanna hafa birt langan lista yfir meinta misnotkun stjórnarinnar á vísind- um, auk þess sem vísindamenn og fulltrúar stjórnarinnar hafa skipst á ásökunum á fundum og síðum vís- indatímarita. „Fólk er hneykslað á því sem er að gerast,“ sagði Kurt Gottfried, eðlis- fræðingur við Cornell-háskóla og formaður Sambands áhyggjufullra vísindamanna, sem hefur verið í fylkingarbrjósti í herferðinni gegn vísindastefnu stjórnarinnar. Megin- markmið þessarar hreyfingar er að stuðla að því að stjórnvöld noti ná- kvæmar vísindalegar upplýsingar við stefnumótunina. Þótt hreyfingin taki yfirleitt ekki pólitíska afstöðu hefur hún stundum verið sökuð um að aðhyllast vinstristefnu, t.a.m. þegar hún barðist gegn kjarnavopn- um. Sagðir reka erindi demókrata Embættismenn stjórnarinnar vísa gagnrýni vísindamannanna á bug, saka þá um að reka erindi demókrata og reyna að grafa undan stjórn Bush með því að halda því fram að stefna hans byggist á hæpn- um vísindum. „Ég vil ekki að vísindin séu notuð í pólitískum tilgangi og tel að það sé að gerast núna,“ sagði John H. Mar- burger III, vísindaráðgjafi forset- ans. Margir vísindamannanna, sem hafa gagnrýnt stefnu Bush, hafa ekki farið í launkofa með að þeir vilja að forsetinn bíði ósigur í kosningun- um í nóvember. 48 nóbelsverðlauna- hafar hafa lýst yfir stuðningi við John Kerry, forsetaefni demókrata. Vísindamennirnir, sem hafa und- irritað yfirlýsinguna, koma þó úr báðum stóru flokkunum í Bandaríkj- unum og nokkrir þeirra voru emb- ættismenn í fyrri ríkisstjórnum repúblikana, meðal annars í forseta- tíð George Bush, föður núverandi forseta. Kerry og aðstoðarmenn hans hafa reynt að færa sér óánægju vísinda- mannanna í nyt. Í vikunni sem leið voru þrjú ár liðin frá því að Bush ákvað að takmarka fjárstuðning al- ríkisins við rannsóknir á stofnfrum- um og demókratar notuðu tækifærið til að gagnrýna vísindastefnu stjórn- arinnar. „Nú þegar eru nokkrar af mikil- vægustu uppgötvunum læknisfræð- innar innan seilingar en vegna stofn- frumubannsins getum við ekki seilst eftir þeim,“ sagði Kerry í útvarps- ávarpi 7. ágúst. Deilur óhjákvæmilegar Það hefur alltaf verið vandkvæð- um bundið að fella vísindin inn í stjórnarstörfin, enda er mikill mun- ur á þessu tvennu. Vísindamenn safna upplýsingum og gera tilraunir í því skyni að draga upp hlutlæga mynd af raunveruleikanum – lýsa heiminum eins og hann er en ekki eins og við viljum að hann sé. Stjórn- arstörfin snúast hins vegar um allt annað en hlutlægan sannleika. Þau snúast um grá svæði, andstæð gildi, úthlutun takmarkaðra auðlinda og mótast af umræðu og samningavið- ræðum. Í stað þess að leita að algild- um sannindum er leitast við að finna málamiðlun sem meirihlutinn getur sætt sig við. Þegar þessar tvær andstæður mætast eru deilur óhjákvæmilegar. Nefnd sérfræðinga samþykkti til að mynda í desember með 28 at- kvæðum gegn engu að óhætt væri að setja tiltekið lyf á markað og bjóst við því að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) samþykkti fljótlega að lyfið yrði ekki lyfseðils- skylt. Hálfu ári síðar komst þó stofn- unin að annarri niðurstöðu og sagði að ekki lægju fyrir nægar upplýs- ingar um hvort stúlkum á aldrinum 11–14 ára kynni að stafa hætta af lyf- inu. Þrír læknar í ráðgjafarnefnd Mat- væla- og lyfjaeftirlitsins mótmæltu þessu í grein sem birt var í New England Journal of Medicine. Þeir héldu því fram að stofnunin hefði farið rangt með vísindaleg gögn í pólitískum tilgangi. Um er að ræða lyf sem taka á inn eftir samfarir til að hindra þungun. „Meðferð við öllu öðru, frá annögl eða höfuðverk til hjartasjúkdóma, með álíka öryggi og verkun, hefði verið samþykkt tafarlaust,“ skrifuðu læknarnir. Trúnaður rofinn Hundruð vísindamanna og tækni- sérfræðinga eru stjórninni og stofn- unum hennar til ráðgjafar í fjöl- mörgum málaflokkum áður en ákvarðanir eru teknar. Á meðal ráð- gjafanna eru líffræðingar með sér- fræðiþekkingu á dýrum í útrýming- arhættu og eðlisfræðingar sem aðstoða við þróun nýrra vopna, svo dæmi séu tekin. Þegar ráðgjöf vísindamanna er felld inn í ákvarðanatökuna þarf að vera traust milli þeirra og embættis- manna stjórnarinnar. Vísindamenn- irnir þurfa að geta treyst því að ráð þeirra séu metin með heiðarlegum hætti, án þess að reynt sé að rang- færa þau, hafna þeim eða hrekja þau. Embættismennirnir þurfa að geta treyst því að vísindamennirnir veiti ekki ráð í pólitískum tilgangi eða í þágu eigin hagsmuna. Báðir aðilar eru stundum sakaðir um að rjúfa þennan trúnað. Nefnd sérfræðinga lækkaði til að mynda í júlí mat sitt á æskilegu kólester- ólstigi fyrir þá sem eiga á hættu að fá hjartasjúkdóma. Samtök neyt- enda drógu þetta mat í efa og bentu á að nokkrir sérfræðinganna voru í fjárhagslegum tengslum við fram- leiðendur lyfja sem minnka kólest- eról í líkamanum. Vísindamennirnir saka nú stjórn Bush um að hafa rofið trúnaðinn með því að hagræða vísindalegum upplýsingum í pólitískum tilgangi og velja menn í ráðgjafarnefndirnar eftir pólitískum skoðunum þeirra. Ágreiningurinn snýst yfirleitt um pólitísk deilumál, svo sem um getn- aðarvarnir eða fóstureyðingar og stefnuna í lyfja- eða umhverfismál- um. Loftslagssérfræðingar kvarta til að mynda yfir því að þeir hafi ekki fengið að koma tæmandi og ná- kvæmum upplýsingum um breyt- ingar á loftslaginu í opinberar skýrslur stjórnarinnar. Stjórn Bush vísar þeirri ásökun á bug. Stjórnin hefur einnig deilt við vís- indamenn, sem stunda rannsóknir á sviði læknisfræði, um notkun stofn- fruma úr fósturvísum. Bush óttast að eyða þurfi fósturvísum til að nota stofnfrumurnar og ákvað árið 2001 að takmarka rannsóknirnar. Vís- indamennirnir telja að rannsóknirn- ar geti orðið til þess að hægt verði að lækna marga sjúkdóma og segja að ákvörðunin hindri starf þeirra. „Ég tel ekki að vísindin hafi gegnt hlutverki í þeirri ákvörðun,“ sagði Elizabeth Blackburn, líffræðingur við Kaliforníu-háskóla í San Franc- isco. „Mikilvægustu álitamálin snúast um siðfræði og eru ekki vísindaleg álitaefni,“ sagði hins vegar Mar- burger, vísindaráðgjafi forsetans. Demókratar notfærðu sér þessa deilu þegar þeir buðu Ron Reagan, syni forsetans fyrrverandi, að flytja ræðu á flokksþinginu í Boston í lok júlí. „Við getum valið á milli framtíðar og fortíðar, milli skynsemi og van- þekkingar, milli sannrar umhyggju og einskærrar hugmyndafræði,“ sagði Reagan í ræðu sinni. Hann hvatti kjósendur til að „greiða at- kvæði með rannsóknum á stofn- frumum úr fósturvísum“. Sérfræðingum hafnað Þegar menn deila leggja þeir oft áherslu á þær upplýsingar sem renna stoðum undir afstöðu þeirra en hunsa vísbendingar sem eru í andstöðu við hana, segir Roger Pielke, vísindamaður við Colorado- háskóla. Hann telur þetta lögmæta rökræðuaðferð. „Það er hins vegar allt annað að hagræða eða breyta vísindalegu úr- vinnslunni á þann veg að hún tryggi að niðurstaðan verði í samræmi við afstöðu stjórnvalda,“ segir Pielke. Þeir sem gagnrýna Bush-stjórn- ina segja að þetta sé einmitt það sem hún geri þegar hún velji sérfræðinga í ráðgjafarnefndirnar eftir pólitísk- um skoðunum þeirra. Þeir segja að þegar vísindin eru annars vegar eigi fagleg hæfni að vega þyngra en holl- usta við stjórnmálaflokk. Blackburn var vikið úr ráðgjafar- nefnd forsetans um siðfræði raun- vísindanna í febrúar og margir vís- indamenn rekja brottvikninguna til ágreinings hennar við stjórnina um stofnfrumurannsóknir og önnur mál. Gerald T. Keusch, deildarforseti við Boston-háskóla, segist hafa sagt af sér sem forstöðumaður Alþjóða- miðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna (NIH) í fyrra eftir að stjórnin hafnaði 19 af 26 sérfræðing- um sem hann hafði valið til ráðgjaf- arstarfa. Einum þeirra hafi verið hafnað vegna þess að hann átti sæti í stjórn samtaka, sem hafa beitt sér fyrir takmörkun barneigna í fátæk- um löndum, og öðrum vegna þess að hann er hlynntur því að konur hafi rétt til fóstureyðingar. „Ég varð fokreiður,“ sagði Keusch. Faðir Bush réð D.A. Henderson, sérfræðing í sýklavopnum, til starfa sem ráðgjafi í Hvíta húsinu þótt hann væri demókrati og kona hans færi fyrir samtökum sem eru hlynnt rétti kvenna til fóstureyðinga. Henderson segir að sérfræðiþekk- ing hans hafi verið það eina sem skipti máli við ráðninguna. „Ég get ekki ímyndað mér að þetta gerist núna,“ sagði Hender- son. Vísindaráðgjafi Bush segir að þessar ásakanir séu fráleitar. „Ég get sagt af eigin reynslu að ásakanir um að menn þurfi að standast póli- tískt próf til að fá sæti í ráðgjafar- nefnd eru fjarri öllum sanni,“ sagði Marburger í apríl þegar hann svar- aði yfirlýsingu Sambands áhyggju- fullra vísindamanna. Máli sínu til sönnunar nefndi hann sjálfan sig. Hann er demókrati. Árekstur vísinda og stjórnmála kveikir deilur Fréttaskýring | Yfir 4.000 vísindamenn í Bandaríkjunum, þ.á m. 48 nóbelsverð- launahafar, saka stjórn Bush um að hafa misnotað eða rangfært vísindalega ráðgjöf í pólitískum tilgangi. Stjórnin neitar þessu og ásökunum um að hún velji vísindaráð- gjafa eftir pólitískum skoðunum þeirra. AP Bush Bandaríkjaforseti veitir eðlisfræðingnum Richard L. Garwin orðu fyrir „vísindalega ráðgjöf um mikilvæg álitaefni sem varða þjóðaröryggi“. Ron Reagan John H. Mar- burger III New York. AP. ’Ágreiningurinn snýstyfirleitt um pólitísk deilumál, svo sem um getnaðarvarnir eða fóstureyðingar og stefnuna í lyfja- eða umhverfismálum.‘ NORÐMENN telja sig hafa unnið sigur í deil- unni um síldveiðarnar á verndarsvæðinu við Svalbarða eftir að íslenzku skipin sigldu út af svæðinu á sunnudagskvöldið. Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna, segist ekki óttast að Sval- barðamálið verði tekið upp á vettvangi Al- þjóðadómstólsins í Haag. Þetta er haft eftir honum á fréttavefnum skip.is Þar segir hann ennfremur: „Hvort heldur sem stuðst verður við Sval- barðasáttmálann eða norsk lög þá verður niðurstaðan alltaf sú sama og Noregur mun hafa rétt til veiðistjórnunar á svæðinu. Eng- inn alþjóðlegur dómstóll mun opna fyrir frjálsar veiðar þar.“ Maråk segist vonast til þess að íslensku skipin séu endanlega farin út af Svalbarðasvæðinu og að þau sjáist þar ekki aftur.“ Lagaprófessorinn Geir Ulfstein telur að Norðmenn verði að taka skipin, hefji þau veiðar á svæðinu á ný, en segir að Íslend- ingar og Norðmenn hafi hvorir tveggja nokkuð til síns máls. „Ég er sammála Íslend- ingum um það að Svalbarðasamkomulagið gildi líka á verndarsvæðinu. Þetta felur líka í sér það grundvallaratriði að allar þjóðir sem hafi staðfest samálann fái sömu meðferð, en svo má líka spyrja sig hvað felist í sömu meðferð. Kvótasetning sem byggð er á fisk- veiðireynslu er nýtt víða, meðal annars innan ESB. Með tilliti til þess tel ég að Norðmenn hafi rétt til að ákveða heildarafla og stöðva veiðarnar þegar honum er náð,“ segir Ulf- stein í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren. Kvóti byggður á veiðireynslu og hætta á ofveiði eru grundvöllur þess að mati Ulfstein, að Íslendingar ættu að virða veiði- takarkanirnar sem Norðmenn hafi sett. Norskur lagaprófessor um Svalbarðadeiluna Báðir hafa nokkuð til síns máls ilunni til ns í Haag Morgunblaðið/Sigurgeir á mörkuðum fyrir síldarafurðir og eiga mun stæðum. Alþingis, sem er í heimsókn í Kaliforníu, og s Kaliforníu, hittust í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.