Morgunblaðið - 17.08.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.08.2004, Qupperneq 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eyjólfur Hall-dórsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1939. Hann lést af slysförum 9. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Málfríð- ur Laufey Eyjólfs- dóttir, f. í Reykjavík 10. maí 1918 og Halldór Dagbjarts- son frá Gröf á Rauðasandi, f. 4. nóvember 1911, d. 31. desember 1986. Eyjólfur ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Herdísi Sigurðardóttur og Eyj- ólfi Guðbrandssyni á Grímstað- arholti í Reykjavík. Alsystir Eyj- ólfs var Hrefna, f. 27. október 1936, d. 12. desember 1936. Hálf- systir hans sammæðra er Edda Eðvaldsdóttir, f. 1955. Systkini hans samfeðra eru Rósa, f. 1947, Haukur, f. 1952 og Stella, f. 1957. Eiginkona Eyjólfs er Elsa H. Sigurðardóttir, f. í Reykjavík 16. apríl 1941. Börn þeirra eru: 1) Fríða, gift Sigmari Ó. Jónssyni, dóttir þeirra er Agnes. 2) R. Linda, gift Ólafi Þorgeirs- syni, börn þeirra Ísak Andri og Elsa Rakel. 3) Halldór Eyjólfur, kvæntur Elvu J. Th. Hreið- arsdóttur, dætur þeirra Sunneva Thomsen og Sandra Thomsen. Eyjólfur vann á jarðvinnsluvél- um í tuttugu ár og vann síðan sem lagermaður. Hann keypti sér sendibíl og var á Sendibíla- stöðinni hf. Útför Eyjólfs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matthías Joch.) Það er með söknuði og sorg í hjarta sem ég kveð elskulegan tengdaföður minn, Eyjólf Halldórsson, sem lést af slysförum hinn 9. ágúst síðastliðinn. Eftir sitjum við hin, dofin. Eyfi var mér alltaf góður og í nær- veru hans leið mér vel. Hann var óspar á hrós í minn garð, hlýtt faðm- lag og klapp á bakið og var ekki laust við að mér fyndist ég vera svolítið sér- stök í návist hans. Dætrum okkar Halldórs var hann gleðigjafi, óþreytandi í að kalla fram hlátur og svolítil ærsl, svo ekki sé tal- að um hlýja og trausta faðminn hans afa, þar sem alltaf var gott að kúra. Það sem einkenndi Eyfa öðru fremur var hversu bóngóður hann var. Alltaf var hann tilbúinn að hlaupa undir bagga og aðstoða, hvernig sem á stóð á hjá honum sjálfum, jafnvel þótt erfiður vinnudagur væri að baki. „Ekkert mál, elskan mín,“ sagði hann, „segðu mér bara hvert ég á að koma og hvað ég á að gera.“ Eyfi hafði svo sannarlega munninn fyrir neðan nefið og í dagsins önn gustaði af honum, hvort heldur var til orðs eða æðis. Eyfi hafði sérstaka kímnigáfu og gat verið beittur á stundum. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum en alltaf var það vel meint. Eyfi var lífsnautnamaður í bestu merkingu þess orðs og kunni að njóta líðandi stundar til hins ýtrasta. Stundum fannst mér sem tengdafaðir minn kynni betur en aðrir að vera, lifa núið og gera það að gæðastundu. Hans gæðastundir fólust meðal ann- ars í lestri góðra bóka, að standa með stöng í vatni, grilla í góðra vina hópi eða að gæta afabarna með ömmu. Svo ekki sé minnst á Lionsfélagana en Eyfi naut mjög samfélagsins við þá. Allar voru þessar stundir „alveg júník“ eins og hann orðaði það sjálfur. Tengdafaðir minn var börnum sín- um sannur félagi og ræktaði hann samband sitt við þau á einstakan hátt, hvort heldur var í hversdagslegu amstri eða á gleðistundum. Minning- arnar frá fyrri árum eru margar og stóð heimili tengdaforeldra minna vinum barna þeirra ávallt opið. Stundirnar í Úthlíðinni ber þar hæst en þar var margt brallað um leið og grunnur var lagður að traustri vin- áttu sem haldist hefur æ síðan. Tryggð þessa hóps við tengdafor- eldra mína alla tíð ber þessari traustu vináttu gott vitni. Sama viðmóti mættum við tengda- börnin og fannst mér tengdaforeldrar mínir frekar koma fram við okkur eins og við værum börnin þeirra. Skarð hefur nú myndast í fjöl- skyldu okkar. Eyfa verður sárt sakn- að. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Eyfa þakka ég samfylgdina. Eiginkonu, börnum og fjölskyldum þeirra, móður, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Elva. Elsku afi er nú dáinn og farinn til Guðs. Hann var alltaf svo góður við okkur og skemmtilegur. Við söknum afa. Nú er enginn til að purra í hálsinn eða að telja dísurnar. Góði Guð passaðu elsku afa og líka hana ömmu Elsu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Sunneva og Sandra. Kæri Eyfi. Að setjast niður og skrifa kveðju til þín er erfiðara en orð fá lýst og í huga okkar koma upp margar og góðar minningar. Fyrst kemur stríðnin upp í hugann og hvað þú gast oft séð bros- legu hliðina á hlutunum, sama hvað gekk á. Eða þegar þú tókst okkur og kitlaðir svo að við emjuðum úr hlátri. Og þegar þið pabbi voruð saman þá var nú oft glatt á hjalla og gaman að vera nálægt ykkur því þið höfðuð svo svipaðan húmor. Eyfi var stóri bróðir okkar sem við litum upp til. Ógleymanlegar eru margar samverustundir með þér þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar og stýrðir yfirleitt alls konar sprelli þannig að allir viðstaddir veltust um af hlátri. Það var alltaf gaman að koma til ykkar hjónanna á ykkar fallega heim- ili og móttökurnar alltaf góðar og hlý- leikinn í fyrirrúmi. Það má segja að það var sama hvað Eyfi gerði, snyrti- mennskan var honum í blóð borin, sama hvort það var heimilið, bíllinn eða annað sem hann kom nálægt. Á slíkri stundu kemur margt upp í hugann og minnumst við sérstaklega hinna mörgu ánægjulegu sunnudags- bíltúra sem við með pabba og mömmu og þið Elsa með börnin fórum með nesti út í náttúruna og áttum þá margar ógleymanlegar samveru- stundir. Einnig minnumst við annarra stunda með stórabróður, þá voru eng- in ærsl og læti heldur sest niður í ró- legheitum og rætt um hin ýmsu mál í þjóðfélaginu og lífinu og var það oft mjög ánægjulegt og fróðlegt, þar sem Eyfi var vel lesinn og ótrúlega fróður um hin fjölbreyttustu málefni. Þessar stundir verða okkur alltaf ógleyman- legar og hafa þesar umræður og spjall oft komið að góðum notum á lífsleiðinni. Elsku bróðir, svona gætum við haldið lengi áfram að minnast góðu stundanna með þér og þinni fjöl- skyldu, en allir dagar enda með kvöldi, eins er með lífshlaupið, þar kvöldar einnig og kveðjum við þig nú með söknuði um leið og við vottum eiginkonu þinni Elsu, börnunum Fríðu, Lindu og Halldóri og allri fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð. Far þú í friði og góður guð blessi þig. Rósa, Haukur og Stella. Maðurinn með ljáinn liggur víða í leyni. Fyrirvaralaust heggur hann og lífsþráður okkar slitnar sem hvert annað hismi og við kveðjum þetta líf. Þannig fór fyrir Eyjólfi frænda og uppeldisbróður okkar bræðra sem á góðri stundu með kærum ættmenn- um kvaddi þetta líf á voveiflegan hátt. Eyvi frændi, eins og við kölluðum hann, og við Hilmar bróðir ólumst upp á Grímstaðarholtinu, þar sem við bjuggum hjá hjá afa og ömmu fyrstu 6 ár ævi okkar. Þannig litum við bræður ávallt á Eyjólf sem upp- eldisbróður en 8 ár skilja okkur að. Margrét systir okkar fæddist eftir að við fluttum af Grímstaðarholtinu og kynni hennar og Eyva hófust fyrir al- vöru þegar hún, á unglingsárunum, passaði börnin þeirra Eyva og Elsu. Eyvi var ákaflega hress náungi í viðkynningu, gamansamur, stundum svolítið stríðinn og orðstór. Við systk- inin minnumst hans ætíð á þennan hátt, sem hins brosleita, gamansama hressa frænda sem hafði gaman af að segja sögur og gantast í okkur. Það er nú einhvern veginn svo að þrátt fyrir svo náin kynni sem voru á milli okkar bræðra og Eyva þá getur tognað á þessum þræði án nokkurra skýringa. Hilmar býr í Svíþjóð og ég hef búið úti á landi og í Danmörku í mörg ár og því var samgangur okkar minni en ella. Nú fyrir tæpum þremur vikum hafði ég samband við Eyva frænda í sambandi við flutning á gleri í bústað sem ég er að reisa. Það var eins og við frændur hefðum hist í gær og glaðleg, gamansöm rödd hans yljaði mér um hjartarætur þegar hann sagði eftir að ég hafði kynnt mig: „Sæll og bless- aður, elsku drengurinn minn.“ Á leið okkar austur fyrir fjall rifj- uðum við upp ýmsar sögur frá því á Grímstaðarholtinu. Var hrein unun að hafa frænda þarna við hlið sér sem með sínum einstaka frásagnarmáta gat sagt mér sögur af okkur bræðrum frá því að við vorum ómálga og fram á 6 ára aldurinn þannig að allt þetta varð mér ljóslifandi. Þegar hann fékk fregnir um að Hilmar bróðir væri væntanlegur til landsins var hann ekki lengi að bjóða okkur bræðrum heim því hann hefði sko engan veginn lokið sér af í að rifja upp gamla tíð. Við bræður og eiginkonur okkar áttum dásamlega kvöldstund saman með Eyva og Elsu á heimili þeirra, og sagði hann okkur sögur af afa og ömmu og okkur bræðrum. Hafði hann á orði að það vantaði bara Mar- gréti systur í hópinn þetta kvöld. Margt var okkur óljóst í endurminn- ingunni en Eyvi, þetta mörgum árum eldri en við bræður, hafði þetta allt á hreinu. Frásagnargáfa hans naut sín nú til fulls og er langt síðan að við bræður höfum átt svo góða kvöld- stund saman og það í viðurvist frænda okkar og uppeldisbróður. Þetta var næstsíðasta kvöld Hilmars hér á landi áður en hann fór aftur til Svíþjóðar. Hann tók skýrt fram að einn af hápunktum Íslandsferðar hans hefði verið heimsóknin til Eyva frænda. Ég hafði á orði við Eyva að hann ætti nú inni heimboð í bústaðinn sem ég væri að reisa. Á sinn hressa og gamansama hátt sagði hann: „Ég mun sko ganga fast eftir því að svo verði.“ Þetta var í síðasta skipti sem við bræður sáum Eyjólf heitinn. Það var mér og eiginkonu minni mikil harmafregn að fá frétt um skyndilegt fráfall Eyva þar sem við vorum stödd í Amsterdam. Þá dró ský fyrir sólu. Nú fáum við systkinin ekki lengur notið frásagnanna þinna, Eyvi minn, sem voru sterk tenging við fortíðina, ekki lengur notið hláturs þíns og kímninnar einstæðu. Þín er sárt sakn- að. Blessuð sé minning þín. Við systk- inin vottum Elsu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innilega samúð okkar. Rúnar Sædal Þorvaldsson, Hilmar Sædal Þorvaldsson, Margrét Þorvaldsdóttir. Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. (K.S.) Sagt er að enginn ráði sínum næt- urstað. Við vorum áminnt um það með harkalegum hætti nú á dögun- um. Eyjólfur, tengdafaðir eldri dóttur okkar, varð fyrir hörmulegu slysi sem dró hann til dauða innan tveggja sól- arhringa. Dauðinn kemur alltaf á óvart en aldrei eins og þegar hann birtist skyndilega með svo óvægnum hætti. Við hjónin kynntumst Eyfa, eins og hann var alltaf kallaður, og eiginkonu hans Elsu, fyrir 16 árum þegar dóttir okkar Elva Jóhanna og sonur þeirra Halldór, felldu hugi saman og hófu búskap. Eyfi og Elsa komu okkur strax vel fyrir sjónir. Hress og skemmtileg og sýndu hvort öðru slík- an kærleika og nærgætni að eftir var tekið. Þeir feðgar, Eyfi og Halldór, voru einnig mjög nánir og samrýndir og ræktuðu samband sitt með árlegum ferðum úti í íslenskri náttúru við veið- ar, ýmist tveir einir eða með vinum sínum. Eftirtektarvert fannst okkur að vinir barnanna þeirra Eyfa og Elsu voru einnig vinir þeirra hjónanna og ræktuðu samband sitt við þau með heimsóknum auk þess að taka virkan þátt í ýmsum viðburðum í fjölskyld- unni. Þykir okkur það segja sína sögu um hvað þau hjón hafa gefið unga fólkinu mikið af sér. Dóttur okkar reyndist Eyfi elsku- legur og hlýr tengdafaðir og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing. Eyfi var bóngóður maður og leituðum við hjónin oft til hans þegar okkur vant- aði aðstoð við flutninga. Brást hann ætíð vel við og kom á sendiferðabíln- um og þá var ekki spurt um hvort það væri utan hans hefðbundna vinnu- tíma eða ekki. Hann lét heldur ekki sitt eftir liggja ef það þurfti að rétta fram hendi til annarra hluta og minnumst við þess sérstaklega þegar aldraðar mæður okkar hjóna áttu í hlut. Skipti þá ekki máli hvort þurfti að rífa teppi af gólfi eða bera kassa, alltaf var Eyfi tilbúinn til að leggja hönd á plóg. Eyfi var víðlesinn og fróður og minnugur á atburði, menn og málefni. Hann bjó yfir sérstökum frásagnar- máta og sagði skemmtilega frá í kjarnyrtu máli, eins og hann átti kyn til. Við hjónin minnumst Eyfa með söknuði og þökkum honum samfylgd- ina. Eiginkonu, móður, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. „Drottinn, gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Svala Sigríður Thomsen, Hreiðar Þórir Skarphéðinsson. Eyjólfur minn, þú varst alltaf hress og kátur. Það var alltaf gaman að hitta þig, ég á rafmagnshjólinu, þú á bílnum. Ég trúi ekki að þessi góði drengur sé farinn. Ég votta ættingjum og vin- um samúð. Guð veri með þér. Stefán sendill. Hann Eyfi, pabbi Lindu vinkonu minnar, er nú fallinn frá og er missir allra sem hann þekktu mikill. Það var engin lognmolla í kringum Eyfa og eru orðin „skál í boðinu“ og „Úthlíð- arglenna“ dæmigerð fyrir Eyfa en þau táknuðu alltaf eitthvað skemmti- legt. Eyfi var sannkallaður heiðurs- maður, frábær pabbi og vinur vina sinna. Ég var mikið inni á heimili þeirra Elsu og Eyfa í Úthlíðinni. Þar var mér alltaf vel tekið og ófáar eru þær „Úthlíðarglennur“ (veislur í Út- hlíðinni) sem ég tók þátt í. Eyfi kunni að njóta lífsins og það gerði hann með sinni góðu eiginkonu Elsu og börnum. Þau misstu ekki einungis föður og eiginmann heldur einnig vin. Fjöl- skyldan hefur alltaf verið mjög sam- heldin og er það þeirra styrkur á stundu sem þessari. Elsku Elsa, Linda, Fríða, Halldór og fjölskyldur. Þið hafið misst mikið en eigið góðar minningar um góðan mann. Við Hannes sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásgerður. Leiðir okkar Eyjólfs lágu fyrst saman þegar við unnum við sendi- akstur. Eyjólfur varð strax einn af þessum mönnum sem gott var að leita til þegar mikið gekk á. Síðan eru liðin 17 ár og ætíð síðan hefur verið sam- band milli okkar, bæði í vinnunni og svo í starfinu með Lions. Þar var Eyj- ólfur mjög virkur og kom að þeim verkefnum sem vinna þurfti hverju sinni, að ógleymdum skemmtikvöld- um þar sem minn maður kunni vel til verka. Okkur finnst þetta hafa verið stutt- ur tími og svo sannarlega áttum við ekki von á því að samverustundirnar yrðu ekki fleiri. 6 ágúst hafði Eyjólfur verið að sendast fyrir mig og þar sem hann var á heimleið fékk ég að sitja í heim og á leiðinni ræddum við um veiði og klúbbsstarfið framundan En dagurinn var ekki búinn hjá honum því síminn hringdi og enn þurfti að halda áfram, ekki þýðir að sitja kyrr. Okkur bárust síðan váleg tíðindi á sunnudagskvöld þegar Óli tengdason- ur hans hringdi og það hafði orðið slys, hann Eyjólfur hafði slasast og ljóst var að það var alvarlegt, hann lést síðan á mánudag. Við sjáum nú á bak traustum félaga en minningin mun lifa með okkur um ókomin ár. Kæra Elsa og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur. Jón og Hólmfríður. EYJÓLFUR HALLDÓRSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.