Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar
✝ Sigurjón Sig-urðsson fyrrver-
andi lögreglustjóri
fæddist í Reykjavík
16. ágúst árið 1915.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 6. ágúst
síðastliðinn, 88 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru Sigurður
Björnsson bruna-
málastjóri, f. 14.
mars 1867 á Höfnum,
d. 16. maí 1947, og
Snjólaug Sigurjóns-
dóttir, f. 7. júlí 1878 á
Laxamýri, d. 19.
mars 1930. Systkini Sigurjóns voru
Sigurjón (lést á fyrsta aldursári),
Elín, gift Ludvig Storr, Snjólaug,
gift Kaj Aage Bruun og síðar Ottó
Baldvins, Ingibjörg, gift Sigur-
steini Magnússyni, Jóhanna, gift
Sveini Péturssyni, og Björn sem
kvæntur var Sólveigu Sigurbjörns-
dóttur, en sjálfur var Sigurjón
yngstur í hópnum. Samfeðra hálf-
systir Sigurjóns og elst í hópnum
var Guðrún. Öll systkini Sigurjóns
eru látin og makar þeirra einnig
nema Sólveig.
Hinn 31. júlí 1942 kvæntist Sig-
urjón Sigríði Kjaran, dóttur Soffíu
Kjaran (f. Siemsen) og Magnúsar
Kjarans stórkaupmanns, og lifir
hún mann sinn. Börn þeirra Sigríð-
ar og Sigurjóns eru sex: a) Soffía, f.
3.10. 1944, kennari og bókavörður,
gift dr. Stefáni J. Helgasyni yfir-
lækni, og eiga þau þrjú börn, Sig-
urjón Örn (kvæntur Bryndísi Böðv-
arsdóttur; þau eiga tvö börn),
Ragnheiði Hrönn (gift Þórarni
Kristmundssyni; þau eiga tvö börn)
og Sigríði Helgu (sambýlismaður
Hann kom til starfa hjá lögregl-
unni í Reykjavík árið 1944 sem
fulltrúi, eftir að hafa starfað um
tveggja ára skeið hjá Sjóvátrygg-
ingafélagi Íslands hf. Hann var
settur lögreglustjóri í Reykjavík
frá 1. ágúst 1947 en skipaður í emb-
ættið í febrúar 1948 og gegndi
stöðu lögreglustjóra óslitið í tæp-
lega fjóra áratugi eða til loka árs-
ins 1985 er honum var veitt lausn
frá störfum fyrir aldurs sakir. Sig-
urjón hafði yfirumsjón með Bif-
reiðaeftirliti ríkisins í meira en
þrjá áratugi, var skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins í tvo áratugi
1965–1985 og kenndi við skólann
nokkuð fram á áttræðisaldur. Sam-
hliða lögreglustörfum gegndi hann
setudómarastörfum í ýmsum mál-
um.
Sigurjón var formaður og
fulltrúi í mörgum opinberum
nefndum, m.a. formaður heilbrigð-
isnefndar og umferðarnefndar
Reykjavíkur um langt árabil. For-
maður umferðarlaganefndar var
hann á árunum 1955–1987 og var
um langt skeið í Almannavarnaráði
ríkisins og almannavarnanefnd
Reykjavíkur. Þá var hann formað-
ur Umferðarráðs í fjórtán ár. Með-
al mikilvægra verkefna í embætt-
istíð Sigurjóns var breyting í hægri
umferð árið 1968 og bygging lög-
reglustöðvarinnar við Hlemm.
Eftir Sigurjón liggja rit tengd
lögreglustörfum og umferðarmál-
um og á farsælum ferli sem emb-
ættismaður hlaut hann fjölmargar
heiðursviðurkenningar hér á landi
sem erlendis, m.a. hina íslensku
fálkaorðu (stórriddarakross með
stjörnu), heiðursmerki allra nor-
rænu ríkjanna og gullmerki Lög-
reglufélags Reykjavíkur, Öku-
kennarafélags Íslands og Um-
ferðarráðs.
Sigurjón verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Jón Þór Grímsson). b)
Sigurður, f. 24.3. 1946,
hæstaréttarlögmaður
í Reykjavík, kvæntur
Hönnu H. Jónsdóttur,
BA, og eiga þau þrjú
börn, Tómas, Soffíu
Elínu og Jóhann. c)
Magnús Kjaran, f. 3.5.
1947, arkitekt hjá
Framkvæmdasýslu
ríkisins, kvæntur Þór-
unni Benjamínsdóttur
kennara og eiga þau
þrjú börn, Kristbjörgu
(gift Þorsteini Jó-
hannssyni, börn þeirra
eru þrjú), Árna og Sigríði. d) Birgir
Björn, f. 20.2. 1949, forstöðumaður
kjaraþróunardeildar Reykjavíkur-
borgar, maki dr. Ingileif Jónsdótt-
ir, dósent við Háskóla Íslands og
eiga þau tvo syni, Magnús og Árna.
e) Jóhann, f. 25.10. 1952, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar,
maki Helga Bragadóttir, skipu-
lagsfulltrúi Reykjavíkur, og eiga
þau þrjú börn, Fríðu Sigríði, Soffíu
Dóru og Sigurjón. f) Dr. Árni, f.
28.12. 1955, framkvæmdastjóri
Landskerfis bókasafna, kvæntur
dr. Ástu Bjarnadóttur, lektor við
Háskólann í Reykjavík, og eiga þau
þrjú börn, Ólaf Kjaran, Soffíu
Svanhvíti og nýfæddan son, en fyr-
ir átti Árni Snjólaugu með Lilju
Valdimarsdóttur.
Sigurjón varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1935 og lauk lögfræðiprófi frá Há-
skóla Íslands árið 1941. Kynnti sér
skipulagningu og framkvæmd lög-
reglumála á Norðurlöndum og í
Bretlandi árið 1948, í Bandaríkjun-
um árið 1952 og í Þýskalandi 1954.
Sigurjón tengdafaðir minn er all-
ur. Hann kvaddi þessa jarðvist tíu
dögum fyrir 89 ára afmælisdaginn
sinn. Hugurinn reikar til baka er
fundum okkar bar fyrst saman fyrir
liðlega þrjátíu árum. Tók hann mér
af slíkri hlýju að aldrei kólnaði. Auð-
vitað vissi ég hver Sigurjón, lög-
reglustjóri í Reykjavík, var frá því ég
komst til vits og ára og fyrir bregður
svipmyndum af honum frá embætt-
isverkum, svo sem þegar tekin var
upp hægri umferð hér í Reykjavík.
En fyrstu minningar mínar um Sig-
urjón eru hins vegar tengdar heim-
ilisföður á stóru rausnarheimili
þeirra Sigríðar á Ægisíðunni, þegar
hann sinnti umfangsmiklu og eril-
sömu starfi.
Sigurjón var glæsilegur maður svo
af bar og hafði yfir sér suðrænt yf-
irbragð, eins og fylgt hefur ætt hans.
Hann hafði til að bera meðfædda
hæversku og sjálfsögun, var á stund-
um alvarlegur á svip, er vék á auga-
bragði fyrir blíðu og ótrúlegri hlýju
er stafaði frá augum hans. Hann var
á vissan hátt hlédrægur og afar
heimakær.
Ekki skal hér rakinn áratuga lang-
ur starfsferill Sigurjóns, en hann
segir ekki nema hálfa sögu. Mér er
tengdafaðir minn minnisstæðastur
sl. tvo áratugi þegar hann réð yfir
eigin tíma, því við starfslok hófst
mikilsverður kapítuli í lífi Sigurjóns.
Hann hafði ungur þurft að axla þá
byrði að missa móður sína og naut
þess að sjá börnin sín sex vaxa úr
grasi í skjóli foreldra sinna. Ekkert
launungarmál er að heimilisrekstur
og barnauppeldi hvíldi aðallega á
herðum Sigríðar því annir voru mikl-
ar í starfi Sigurjóns, þótt hann gæfi
sig allan heima við þegar stundir gáf-
ust.
Nú gat hann gefið sig fjölskyld-
unni óskiptur. Það var eins og hann
væri að endurgjalda Sigríði þann
skilning og tillitssemi sem hún sýndi
honum í starfi, slíkur var áhugi hans
á hugðarefni hennar til margra ára,
myndlistinni. Síðasta árið sem við
Jóhann vorum við nám í Osló dreif
Sigríður sig þangað til myndlistar-
náms í nokkra mánuði. Hún bjó á
stúdentagarði, hann kom í heim-
sóknir en hélt heimili á Ægisíðunni,
þar sem Eyþór mágur hans var dag-
legur gestur. Þau hjón voru samvöld
öllum stundum, hvort sem var við
myndlistina, garðyrkju, þar sem þau
ræktuðu það sem vaxið gat í íslenskri
sumarsól, eða á ferðalögum.
Þegar við fjölskyldan dvöldum í
Frakklandi um skeið komu þau
tengdaforeldrar mínir auðvitað í
heimsókn.
Þau voru í einni af fjölmörgum
menningarreisum sínum um Evrópu
þar sem Sigurjón sat við stýrið
óbanginn við að aka hraðbrautir og
fjallavegi, þótt kominn væri hátt á
áttræðisaldur. Tengdaföður mínum
gafst kærkomin stund til að sinna
hinum ört vaxandi hópi barnabarna
og gat hann sennilega varið meiri
tíma með þeim en eigin börnum er
ung voru. Þau gerðu sér grein fyrir
hversu lánsöm þau voru að eiga afa
sem naut svo lengi við.
Afi Sigurjón varðveitti í sér barnið
og kunni að hlakka til og hrífast. Það
var alltaf gaman að skoða kríu og
taka upp kartöflur á Álftanesi, þar
sem hann dvaldi löngum sem ungur
drengur, eða spila, galdra og kippa í
knall á gamlárskvöld. Þá sýndi hann
námi og tómstundum krakkanna
áhuga og var ætíð reiðubúinn að aka
þeim á áfangastað. Um leið og hann
naut návista við þau og stytti þeim
stundir, fannst honum líka gefandi
að létta undir með sínu fólki í erli
dagsins.
Sigurjón var mikill Reykvíkingur
og þótti vænt um borgina sína. Hann
sýndi störfum mínum að byggingar-
og skipulagsmálum ætíð áhuga og
ræddum við um verndun byggðar,
nýbyggingar og umferðarmál, þar
sem hann var sannarlega á heima-
velli. Þá hafði hann það tómstunda-
gaman seinni árin að kynna sér
kirkjustaði á landinu, skrá sögu
þeirra og ljósmynda og hafði áhuga-
verða skoðun á því hvernig til hefði
tekist með kirkjubyggingarnar.
Sigurjón naut langra lífdaga en
varð aldrei gamall maður. Hann hélt
fullri reisn fram í andlátið.
Og við, sem kynntumst honum
best og áttum því láni að fagna að
eiga hann að, kveðjum hann í dag
með söknuði og trega. Ég þakka ekki
hvað síst þann kærleika sem Sigur-
jón sýndi mér og börnunum okkar
Jóhanns og bið honum blessunar á
nýjum vegum.
Helga Bragadóttir.
Á sólskinsdegi renndi svartur
Dodge að húsinu gegnt æskuheimili
mínu á Rauðalæk og út stigu ung
hjón, unglingsstúlka og 5 strákar.
Þetta voru Sigurjón og Sigríður með
börnin að heimsækja Þórunni, syst-
ur Sigríðar. Ég var 6 eða 7 ára og
man vel hvað mér fannst þau glæsi-
legt par og glaðvær fjölskylda. Þeg-
ar við Birgir Björn fórum að vera
saman kynntist ég yndislegum
tengdaforeldrum mínum, sem strax
tóku mér opnum örmum og hafa um-
vafið fjölskylduna ást og umhyggju
alla tíð.
Sigurjón var skarpgreindur, fróð-
ur og einstaklega minnugur. Oft sát-
um við á Ægisíðu og hlustuðum á lif-
andi frásagnir Sigurjóns af
barnæskunni, menntaskólaárunum,
ferðalögum víða um heim, en einkum
af samferðafólki, frændum og vinum,
og alltaf var stutt í kímnina. Þjóð-
málin voru rædd. Sigurjón fylgdist
vel með og hafði sterkar skoðanir, en
virti skoðanir annarra og var alltaf
tilbúinn að hlusta. Það sem ein-
kenndi frásagnir Sigurjóns, og það
sem hann lagði til mála, var einlægur
áhugi hans á fólki.
Sigurjón og Sigríður voru einstak-
lega samrýnd og alltaf eins og nýtrú-
lofuð. Þau áttu mörg sameiginleg
áhugamál, ferðuðust mikið og oft
voru börn og barnabörn með í för.
Ein fyrsta tjaldferðin okkar Birgis
Björns með þeim er mér minnisstæð.
Við tjölduðum á grasbala við Mark-
arfljót í skjóli jökla og í kyrrðinni var
spjallað fram á nótt. Í Suður-Vík, þar
sem Sigurjón var ungur í sveit, rifj-
aði hann upp bjargsig, fýlaveiðar og
sögur af Kötlu. Í Skaftafelli nutum
við náttúrufegurðarinnar og að
kvöldi útbjó Sigríður veislu með
„omhu og kærlighed“. Sigurjón var
fróður um náttúru landsins, sögu og
staðhætti. Hann ljósmyndaði flestar
kirkjur landsins og skráði hjá sér
sögu þeirra. Strákarnir okkar,
Magnús og Árni, minnast ferðalag-
anna með afa og ömmu. Börnin
fengu vasabækur til að skrifa í ferða-
söguna og nöfn fugla sem þau sáu.
Alltaf var boðið uppá Kók & Prins.
Þeir komu heim uppfullir af fróðleik
um land og þjóð. Ferðin í Aðaldal og
Náttfaravíkur og frásögn Sigurjóns
af æsku móður sinnar á Laxamýri er
mér ógleymanleg.
Sigurjón var mikill fjölskyldumað-
ur. Þau Sigríður héldu oft stórveislur
og þá var glatt á hjalla. Á gamlárs-
kvöld var hátíðarstund þegar Sigur-
jón las „Hvað boðar nýárs blessuð
sól“. Sigurjón fylgdist af áhuga með
lífi, störfum og áhugamálum barna
sinna, tengdabarna og barnabarna,
deildi með okkur reynslu sinni og
visku og hvatti okkur til dáða. Sig-
urjón hafði tíma fyrir okkur öll.
Hann var traustur vinur og kær-
leiksríkur.
Ég kveð Sigurjón tengdaföður
minn með söknuði og þakklæti fyrir
allt. Blessuð sé minning hans.
Ingileif Jónsdóttir.
Þegar ég kynntist Sigurjóni
tengdaföður mínum var hann hættur
opinberu starfi. Hann var svo hepp-
inn að eiga 19 góð eftirlaunaár, og þá
naut fjölskyldan nærveru hans í
meira mæli en áður og þau Sigríður
undu sér saman við sameiginleg
áhugamál. Það vakti strax athygli
mína hversu vel Sigurjón, sem á
starfsárunum hafði gegnt umsvifa-
miklu embætti, fann sig í því að um-
gangast aðallega fjölskylduna og
styðja konu sína í hennar listsköpun,
sem þá tók að blómstra. Það er ekki
öllum gefið að skipta svona um gír
við starfslok, en Sigurjón átti auðvelt
með það, enda var hann í raun ekki
mikið gefinn fyrir að vera í sviðsljós-
inu sjálfur. Samband þeirra Sigríðar
og Sigurjóns var framúrskarandi fal-
legt alveg fram á síðasta dag, og ein-
kenndist af mikilli hlýju, djúpri virð-
ingu og fallegri framkomu í hinu
daglega lífi. Það er gott veganesti
fyrir okkur sem eftir lifum að minn-
ast þessa, og ótalmargra gleðistunda
með þeim, til dæmis daganna sem við
héldum upp á 50 og 60 ára hjúskap-
arafmæli þeirra hjóna. Síðasta brúð-
kaupsafmælið, daginn þegar þau
höfðu verið gift í 62 ár, héldu þau há-
tíðlegan með litlu samsæti með börn-
um og tengdabörnum í glampandi
sólskini á Ægisíðunni, tæpri viku áð-
ur en Sigurjón lést. Þann dag bað
hann um að keyptar yrðu rósir
handa Sigríði og stóðu þær við rúmið
hans þegar hann lést.
Yngstu börnin okkar Árna eiga
ekki eftir að muna eftir afa sínum
þegar þau vaxa úr grasi, og ekki
heldur mörg barnabarnabörnin,
fædd og ófædd. Við sem vorum svo
heppin að kynnast honum munum
halda minningunni lifandi með frá-
sögnum og myndum, og ég veit að
þessi börn verða stolt af því að til-
heyra hans ættboga. Sigurjóns verð-
ur sárt saknað og erfitt verður að
venjast því að sjá hann ekki framar í
stólnum sínum í kontórnum á
Ægisíðunni. Vonandi berum við
gæfu til að taka okkur hans góða inn-
ræti, hlýlega viðmót og fallega líf til
fyrirmyndar.
Ásta Bjarnadóttir.
Afi minn er dáinn.
Ein af fyrstu minningum mínum
um afa var þessi áleitna spurning:
Hvernig stendur á því að afi er lögga
og á fullt af orðum og fínan búning en
er samt aldrei í löggubúning? Ég var
nú ekki gamall þá og í ljósi aldurs
míns hlaut svarið að verða það að afi
væri leynilögga. Sumir sögðu raunar
að það væri ekki þannig heldur væri
afi eitthvað sem hét lögreglustjóri en
það gat bara ekki verið – hann afi var
svo góður og alls ekki nógu strangur
til að vera stjóri.
Seinna komst ég samt að því að afi
var lögreglustjóri. Það þótti mér
heldur lakara en afi varð nú samt
ekkert minna merkilegur fyrir þetta,
afi var til dæmis töframaður sem átti
dularfullan kassa fullan af töfradóti,
hann vissi allt um fugla og kunni
nöfnin á öllum stöðum á Íslandi,
enda alltaf á ferðalagi.
Afi naut ferðalaga. Við hvert tæki-
færi voru þau amma rokin af stað,
ýmist innanlands eða til útlanda og
þegar heim var komið var öllum
smalað saman í myrkvað herbergi,
afi skellti niður hvíta tjaldinu til að
sýna allar slidesmyndirnar og út-
skýrði hvað var að sjá á hverri mynd.
Í rökkrinu ákvað ég að sjá alla þá
staði sem afi og amma höfðu heim-
sótt en þar á ég víst langt í land enn.
Í dag er ég orðinn heldur eldri og á
dreng á svipuðum aldri og ég var
þegar ég man fyrst eftir afa mínum.
Drengurinn minn veit líka fyrir víst
að langafi hans var galdramaður og
vissi allt um fugla. Sjálfur veit ég nú
að afi minn hafði mikið á sinni könnu
en það sem var allra best við afa
minn var að hann hafði alltaf tíma
fyrir okkur barnabörnin. Alltaf tíma
til að sýna nokkur töfrabrögð, tíma
til að leyfa okkur að skoða bækur
inni á „kontór“, tíma til að koma út í
stofuglugga til að kíkja á merkilega
fuglinn niðri í fjöru – þótt það hafi
bara verið enn einn sílamáfurinn.
Tíminn er einmitt það mikilvæg-
asta sem hægt er að gefa börnum og
ég mun alltaf vera þakklátur fyrir
þann tíma sem afi gaf mér. Samveru-
stundir skapa minningar sem ekki
verða frá manni teknar þótt annað
hverfi. Ég á eftir að sakna afa míns.
Sigurjón Örn Stefánsson.
Elskulegur afi okkar er dáinn. Í
huga okkar hafa afi og amma alltaf
verið eitt, óaðskiljanleg og samstiga.
Afi rólyndur, skipulagður og traust-
ur maður og amma einstaklega líf-
leg, eljusöm og skapandi. Þau voru
SIGURJÓN
SIGURÐSSON