Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 33
við áttum saman og allt sem þú
kenndir mér. Hvíldu í friði.
Ásgeir Helgi Reykfjörð
Gylfason.
Elsku amma mín, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur kennt mér,
gert fyrir mig og sagt mér. Það eru
ákveðin forréttindi að fá að þekkja
manneskju eins og þig, ég mun aldrei
getað fullþakkað þér fyrir allt en af-
komendur mínir og vinir munu fá að
vita hversu mögnuð kona þú varst. Þú
átt rosalega stóran hluta af mér og
tekur stóran stað í hjarta mínu. Þú
hefur mótað mig á margan hátt,
hverju ég trúi, hvernig ég met hlutina
og lífið sjálft. Fæstir geta trúað hvað
ein amma getur haft mikil áhrif. Fjöl-
skylda þín ber mikla og djúpa virð-
ingu fyrir þér. Þú sýndir öllum ást
þína, örlæti og hlýju. Ég tel mig
heppna að hafa kynnst þér og fengið
að vera mikið í kringum þig allt mitt
líf. Það gerir auðvitað söknuðinn
sterkari og missinn meiri, en svona er
lífið. Þú lifðir löngu lífi, misgóðu en
alltaf svo þakklát og stolt með þitt.
Trú þín á Guð færðist til mín og er ég
þér mjög þakklát fyrir það.
Þegar ég var lítil vöktu mamma og
pabbi mig snemma morguns og
klæddu mig í hálfsofandi, keyrt var
aðeins neðar í götuna, bankað á
svefnherbergisgluggann eins og ætt-
ingjarnir áttu að gera, þá kom amma
með hvíta hárið í ljósum náttkjól, opn-
aði bæði lás og keðju, síðan skreið ég í
afaholu undir heitu sængina hennar
ömmu og þar sofnaði maður aftur.
Þegar ég eltist tóku helgarnar við,
næstum hverja helgi, þegar ekki voru
sundmót, hljóp ég yfir til ömmu svo
hratt, og horfði aftur fyrir mig vegna
myrkfælni, þá var alltaf svo gott að
koma í litla örugga húsið hennar
ömmu, þar var alltaf svo hlýtt og gott
að vera. Við horfðum á lögregluhund-
inn Rex og spiluðum langt fram á
kvöld – alltaf tók amma fleiri slagi.
Maður gat verið tímunum saman í
húsinu hennar ömmu og ekki gert
neitt sérstakt, mér leið svo vel þar og
þér þótti svo gott að hafa einhvern hjá
þér.
Enginn kom í heimsókn án þess að
fá heimalagaðar kökur og kaffi. Öll-
um börnum er áttu leið hjá var gefið
súkkulaði og alltaf þótti krökkunum í
vinnuskólanum gaman að fá að slá hjá
Dísu því öllum var boðið inn í kaffi og
kökur. Alltaf þurfti að vera til nóg og
bar ískápurinn merki um það – fullur
af mjólk. Gott er að lýsa ömmu Dísu
sem ömmu allra. Keypt var korn
handa fuglunum og matarleifunum
hent upp á skúrinn handa hrafninum,
henni þótti svo vænt um öll dýr.
Amma var sjálfstæð og dugleg,
aldrei gat hún skuldað neinum, þegar
reikningarnir komu inn um dyrnar
fyrir hádegismatinn var ekki hægt að
bíða eftir mömmu þar til seinnipart-
inn, hún sendi þá mig eða við fórum
saman í hádeginu út í banka til að
borga sem fyrst.
Ég kveð þig með söknuði en ást
mín og þakklæti er óendanlegt, elsku
amma.
Loksins færðu að hitta afa, stóru
ástina í lífi þínu. Takk fyrir allt.
Þín nafna, ömmubarn og vinkona
Þórdís Kolbrún.
Fleiri minningargreinar um Þór-
dísi Katarínusardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar þeirra eru:
Kristín, Ingvar, Ómar og Anna
Ólöf, Ásdís Björg, Sigríður Berg-
lind, Gylfi Veigar, Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, Hulda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÝR VIGGÓSDÓTTIR,
Skúlagötu 2,
Stykkishólmi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju mið-
vikudaginn 18. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á St. Franciskusspítalann,
Stykkishólmi.
Ólafur Þórir Sighvatsson,
Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir,
Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir,
Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson.
Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir,
María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FINNBOGI SIGMARSSON,
Garðavegi 15,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 9. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
fimmtudaginn 19. ágúst kl. 15.00.
Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg,
Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson,
Valgerður Birgisdóttir, Davíð Smári Jóhannsson,
Hjördís Birgisdóttir,
Elva Árnadóttir,
Finnborgi Árnason.
Útför ástkærrar eiginkonu minnar,
KÖRLU STEFÁNSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1b,
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
19. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsam-
legast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarfélög.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Friðrik Jónsson.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGURLAUG FRIÐGEIRSDÓTTIR,
Gullsmára 10,
áður Mosabarði 12,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13.30.
Konráð Sæmundsson,
Geir Viðar Guðjónsson,
Ómar Konráðsson,
Sævar Þór Konráðsson.
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ÁGÚSTS GUÐJÓNSSONAR
múrara,
Hjallaseli 33.
Svanhvít Gissurardóttir,
Anna K. Ágústsdóttir, Gunnar V. Andrésson,
Gróa G. Ágústsdóttir, Guðmundur Hilmarsson,
Gissur Þór Ágústsson, Sigríður Alla Alfreðsdóttir,
Auður Ágústa Ágústsdóttir, Finnbogi Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.Hjartkær eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STYRMIR GUNNARSSON,
Langholti 11,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 20. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
að láta Félag langveikra barna njóta þess.
Kristín Sigurðardóttir,
Guðný Styrmisdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Sigurður Styrmisson, Arnfríður Ólafsdóttir,
Birgir Styrmisson, Bára Ingjaldsdóttir,
Margrét Styrmisdóttir, Jón Ólafsson,
Sigurlína Styrmisdóttir,
Sigvaldi Már Guðmundsson, Agnes Jósavinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og fóstur-
bróður,
KARLS GEORGS KRISTJÁNSSONAR
frá Ármúla,
til heimilis í Kötlufelli 7.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
deildar Landspítalans við Hringbraut.
Rósa María Karlsdóttir,
Sigurður Guðmundur Karlsson,
Bylgja Hrönn Karlsdóttir, Hilmar Skúli Hjartarson,
Ármann Múli Karlsson, Stefanía Helga Ásmundsdóttir,
Kristján Bjarni Karlsson, Elísabet Margrét Jónasdóttir,
Óskar Gunnar Karlsson, Ásta Minney Guðmundsdóttir,
Aron Elmar Karlsson,
barnabörn, fóstursystkini
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HARALDUR KRISTJÁNSSON
fyrrv. kaupmaður,
andaðist á Landspítala Hringbraut mánu-
daginn 16. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gerða Herbertsdóttir,
Herbert Haraldsson,
Sigríður Haraldsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JAKOBS JÓNSSONAR
bónda,
Varmalæk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra í Borgarnesi.
Jarþrúður Jónsdóttir,
Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason,
Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir,
Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason,
Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir,
Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar og móður okkar,
GUÐBJARGAR SIGNÝJAR RICHTER,
Gljúfraseli 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á blóðmeina-
deild 11G Landspítalans við Hringbraut.
Guðmundur H. Magnússon,
Guðný Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Brynjólfur Guðmundsson.