Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 2

Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐUR Í NAJAF Ali al-Sistani, andlegur leiðtogi sjíta, og uppreisnarklerkurinn Moq- tada al-Sadr sömdu í gær um að koma á friði í hinni helgu borg Najaf en þar hafa liðsmenn þess síð- arnefnda og bandarískir hermenn barist í meira en þrjár vikur. Verða Najaf og systurborgin Kufa vopn- laust svæði og mun allur erlendur her og aðrar vopnaðar sveitir hverfa burt. Íraska bráðabirgðastjórnin hefur fallist á samkomulagið. Vextir lækka Vextir á útlánum Íbúðalánasjóðs verða 4,35% í septembermánuði sem er 0,05 prósentustigum lægra en á nýjum íbúðalánum bankanna og 0,15 prósentustigum lægra en vextir á útlánum sjóðsins eru nú. Lífeyr- issjóðir íhuga nú einnig lækkun vaxta á sjóðfélagalánum sínum og hefur Lífeyrissjóður sjómanna þeg- ar ákveðið að lækka vexti um rúm- lega hálft prósentustig, í 4,3%. Blair á Íslandi Cherie Blair, lögmaður og eig- inkona Tonys Blair forsætisráð- herra Bretlands, verður sérstakur gestur á málþinginu Konur, völd og lögin, sem fram fer í Háskólabíói í dag. Frú Blair kom til landsins í gær en með henni í för er fjögurra ára sonur þeirra hjóna, Leo. Lausn í sjónmáli? Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra telur möguleika vera á lausn í deilu Íslendinga og Norð- manna í síldveiðimálum eftir fund utanríkisráðherra landanna í gær. Halldór ætlar að vera í sambandi við norskan starfsbróður sinn á næstu dögum og freista þess að koma við- ræðum á skrið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Úr verinu 11 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Minningar 28/36 Erlent 16 Dagbók 38/40 Höfuðborgin 19 Víkverji 38 Akureyri 19 Staður og stund 40 Suðurnes 20 Listir 41/43 Austurland 20 Leikhús 42 Landið 21 Fólk 46/49 Daglegt líf 22 Bíó 46/49 Neytendur 23 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 24/25 Veður 51 Bréf 25 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl   !  "#$ "                              ! " #           $         %&' ( )***                          FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Ragnhildi Arnljótsdóttur, lögfræðing, í embætti ráðuneytis- stjóra félags- málaráðuneytis- ins til fimm ára frá og með 15. september. Ragnhildur hefur undanfarin tvö ár starfað sem fulltrúi félags- málaráðuneytis- ins og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis- ins í sendiráði Íslands í Brüssel. „Ég var ánægð þegar ég gerði mér grein fyrir því að þessi ráðning færi í faglegan feril. Þarna voru margir hæfir umsækjendur þannig að ég er að sjálfsögðu ánægð með niðurstöð- una. En fyrst og fremst er ég ánægð með að fá þetta tækifæri, að fá að starfa með þessu fjölmarga góða fólki sem er þarna fyrir og sem ég hef fengið tækifæri til að kynnast í starfi mínu í Brüssel undanfarin tvö ár. Starfsemi í stjórnarráði er í eðli sínu sérstök og ég hef kynnst henni og starfsemi Alþingis undanfarinn áratug. Ég hlakka til að fá að starfa áfram á þessu sviði,“ segir hún. Ragnhildur er fædd árið 1961. Á árunum 1995-2002 starfaði hún í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu, fyrst sem deildarstjóri og síðan sem skrifstofustjóri almennrar skrifstofu frá 1999. Einnig hefur hún starfað sem lögfræðingur í nefndadeild á skrifstofu Alþingis, hjá barnavernd- arnefnd Reykjavíkur og verið fram- kvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands. Þar á undan starfaði hún hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður. Ragnhildur Arnljótsdótt- ir skipuð ráðuneytisstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir TVEIR stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps mótmæla ráðningu Vil- hjálms Baldurssonar, núverandi for- stöðumanns fyrirtækjasviðs Byggða- stofnunar, í stöðu sparisjóðsstjóra. „Þegar litið er á vinnubrögð við brott- hvarf fyrrverandi sparisjóðsstjóra, sem bolað var burt vegna krafna full- trúa Kaupfélagsins, er okkur nú full- ljóst að búið var að semja um þessa ráðningu löngu fyrirfram. Við ótt- umst að með ráðningu þessa manns verði sparisjóðurinn í raun orðinn deild í Kaupfélagi Skagfirðinga,“ seg- ir í yfirlýsingu Sverris Magnússonar og Valgeirs Bjarnasonar. Auglýsingin hafi því verið hrein sýndarmennska. Auk þeirra eiga sæti í stjórn spari- sjóðsins þeir Sigurjón Rafnsson og Jón Eðvald Friðriksson, sem tengjast KS, og Magnús D. Brandsson, sem á að sitja sem hlutlaus aðili fyrir hönd Sambands íslenskra sparisjóða. Mikl- ar deilur hafa verið um stjórn spari- sjóðsins milli gömlu stofnfjáreigend- anna, sem Sverrir og Valgeir eru fulltrúar fyrir, og stjórnenda KS. Hefur meðal annars komið til úr- skurðar Fjármálaeftirlitsins um at- kvæðisrétt einstakra manna á aðal- fundum. Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaup- félagsstjóri KS, segir fjarri lagi að bú- ið hafi verið að ákveða hver yrði ráð- inn sparisjóðsstjóri eins og haldið sé fram í yfirlýsingunni. Ekki sé heldur rétt að búið sé að ráða sparisjóðs- stjóra. Formanni stjórnarinnar hafi verið falið að ganga til samninga við einn aðila og óskað var eftir trúnaði. Sá trúnaður hafi ekki verið haldinn. Harma vinnubrögðin „Við hörmum þessi vinnubrögð og biðjum aðra umsækjendur afsökunar að vera plataðir til að sækja um starf- ið. Við drögum í efa að hér sé löglega að staðið og áskiljum okkur rétt til að láta reyna á hvort svo sé,“ segir í yf- irlýsingu tvímenninganna. Valgeir Bjarnason segir koma til greina að fara dómstólaleið en verið sé að skoða alla möguleika með aðstoð lögfræð- ings. Hann segir að 13 hafi sótt um stöð- una og hægt var að ná sátt um annan umsækjanda að hans mati. Þessi sem verði ráðinn sé of nátengdur Kaup- félagi Skagfirðinga og því ekki fulltrúi allra stofnfjáreigenda. Sigurjón segir það fjarri lagi og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Á síðasta ári var ágreiningur uppi í Sparisjóði Hólahrepps um atkvæðis- rétt stjórnenda og stjórnarmanna í dótturfélögum KS, sem eignaðist verulegan hlut af stofnfé sjóðsins þeg- ar það var aukið á árunum 2000 og 2001. Vildu gömlu stofnfjáreigend- urnir að stofnfé í eigu stjórnendanna yrði talið til virks eignarhlutar KS og þessir aðilar færu ekki með nema 5% atkvæða á aðalfundi eins og lög um fjármálafyrirtæki og samþykktir sparisjóðsins segðu til um. Dóttur- félög KS eiga um 40% af stofnfé sparisjóðsins og einstaklingar sem því tengjast milli 8–9% samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Var ágreiningnum vísað til Fjármálaeft- irlitsins sem taldi ekki tilefni til að skerða atkvæðisrétt stjórnendanna. Þeir færu því með sinn atkvæðisrétt óháð virkum eignarhluta KS. Vill efla sparisjóðinn Sigurjón telur að þessar deilur muni ekki halda áfram. Það sem vaki fyrir öllum stofnfjáreigendum sé að efla þessa fjármálastofnun heima í héraði – ekkert annað. Hann getur ekki ímyndað sér hverjar forsendurn- ar eru fyrir þessum deilum. „Maður reynir bara að vinna af heilindum fyr- ir sparisjóðinn. Það nær ekkert lengra,“ segir Sigurjón. Miklar deilur hafa risið á ný um Sparisjóð Hólahrepps Ráðningu sparisjóðs- stjóra mótmælt ENDURFJÁRMÖGNUN eldri íbúðarlána á ekki ein og sér að leiða til hækkunar á vaxtabótum þar sem ein- göngu höfuðstóll þeirra lána sem tekin voru til öflunar eig- in húsnæðis og greiðslur af þeim eru stofn til útreiknings vaxtabóta, samkvæmt upplýs- ingum Indriða H. Þorláksson- ar, ríkisskattstjóra. Indriði sagði aðspurður að endurfjármögnun íbúðalána væri stofn til vaxtabóta að svo miklu leyti sem þau eru ekki hærri en eftirstöðvar þeirra lána sem verið er að endurfjármagna og tekin voru vegna íbúðakaupa. Indriði sagði að ef til dæm- is eftirstöðvar af láni sem tekið var til öflunar eigin hús- næðis væru fimm milljónir með verðbótum væri hægt að taka jafnhátt lán til að greiða það upp og vextirnir af því reiknuðust sem stofn til vaxtabóta, en það sem væri umfram ætti ekki að falla undir vaxtabótaákvæðið. Endurfjár- mögnun breytir ekki vaxta- bótum ÞRJÁR ungar stúlkur gáfu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans leikföng, tölvuleiki og spil að verð- mæti 72.231 krónur í gær. Stelpurnar, þær Sandra Sif Smáradóttir, Snædís Gígja Snorra- dóttir og Áslaug Benediktsdóttir söfnuðu fénu í ágúst með því að halda tombólur á Eiðistorgi. Þær segja að mjög ánægjulegt hafi verið að afhenda leikföngin og sjá afrakstur alls erfiðisins. Rosalega gaman „Það var rosalega gaman. Starfsfólkið vissi ekki af þessu og varð mjög ánægt,“ segir Áslaug. Vistmenn á deildinni voru ekki á staðnum þegar stúlkurnar afhentu leikföngin en fengu að sjá dótið seinna um daginn. Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, yf- iriðjuþjálfi á BUGL, segir að deildina muni mikið um að fá leik- föngin og eins hafi skipt miklu máli að finna fyrir hinni fallegu hugsjón stelpnanna, sem voru til- búnar að leggja svona mikið á sig. „Þetta var alveg frábært og al- veg sérstaklega gaman þegar krakkar eru tilbúnir að leggja svona mikið á sig fyrir börn sem líður illa,“ segir Sigríður. Auk þess að styrkja góð málefni eiga stelpurnar sér ýmis áhugamál utan skóla. Sandra er að byrja að æfa djassballet og hefur einnig æft söng. Hún segir að Birgitta Hauk- dal sé í mestu uppáhaldi hjá sér og að hún hlusti mikið á lög með henni. Áslaug og Snædís spila báð- ar á fiðlu auk þess sem Ásdís æfir körfubolta með KR og Snædís stundar frístældans og er í skát- unum. Sandra segir að þeim hafi geng- ið best um verslunarmannahelgina því þá hafi verið svo mikið að gera í vínbúðinni á Eiðistorgi og margir keypt af þeim í leiðinni. Stelp- urnar eiga afgang af dótinu og stefna á að endurtaka leikinn seinna og safna auknu fé í þágu góðra málefna. Morgunblaðið/Jim Smart Sandra Sif, 11 ára, Snædís Gígja, 12 ára og Áslaug, 12 ára, afhentu Barna- og unglingageðdeild LSH leikföng að verðmæti 72.231 krónur í gær. Gáfu BUGL rúmlega 72 þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.