Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 9
Laugavegi 53, s. 552 1555.
TÍSKUVAL
Kynning á þýskum buxum
frá ROBELL, 20% afsláttur
Góðar buxur - betra verð
Nýjar peysur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Str. 38-60
Flauelspils
síð - stutt
Gallapils
síð - stutt
Share gallabuxurnar komnar aftur
í nýjum litum, síðar og með uppábroti.
Einnig flauelisdragtir og bolir
og mikið úrval af fatnaði frá Esprit.
Verið velkomnar!
Mjódd, sími 557 5900
GALLA-
BUXNA-
DAGAR
Allar gallabuxur
kr. 3.990
Stærðir 26-50
Ath. Nýkomnar
háar í mittið
Laugavegi 54,
sími 552 5201.
Skráning og upplýsingar
í síma 544 8030 og á makeupforever.is
makeupforever.is
í 13 vikna nám í Ljósmynda- og
tískuförðun sem hefst 13.september.
Skráning
er hafin
Ath. höfum opið hús í skólanum á
morgun frá kl. 11-16. Sjáumst!
DAGVISTUN barna í Öskjuhlíðar-
skóla er tryggð fyrir þetta skólaár,
en Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra hefur ákveðið í samráði við
fjármálaráðherra að greiða helming
af kostnaði vegna dagvistunarinnar
á móti Reykjavíkurborg. Foreldra-
og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla
fagnar því að nauðsynlegt fjármagn
til starfrækslu skóladagvistar fyrir
nemendur 5.–10. bekkjar hafi verið
tryggt og óvissu varðandi starfsem-
ina þannig eytt.
Félagsmálaráðherra segir að
þessi ákvörðun hafi eingöngu verið
tekin með hagsmuni barna og for-
eldra í huga, en í henni felist ekki
viðurkenning á því að verkefnið sé í
verkahring ráðuneytisins. Borgar-
ráð hafði áður ákveðið að standa
undir helmingi kostnaðarins og gerði
ráð fyrir því að félagsmálaráðu-
neytið greiddi hinn helminginn á
móti.
Ákvörðun borgarinnar
sérkennileg
„Ég tel þessa einhliða ákvörðun
borgarinnar mjög sérkennilega,
vegna þess að þetta er þjónusta sem
borgin ákvað á sínum tíma að setja
fram við þessi börn og foreldra
þeirra, en ákvað síðan að hverfa frá –
og sendir ríkinu reikninginn. Ég tel
alls ekki hafa verið sjálfgefið að við
tækjum við því, en hins vegar í ljósi
aðstæðna þá höfum við ákveðið að
gera það. Þetta er eitt af því sem
mun koma til skoðunar við endur-
skoðun laga um málefni fatlaðra,“
segir Árni, en vinna við endurskoðun
laganna mun hefjast í haust.
Foreldra- og styrktarfélag Öskju-
hlíðarskóla hefur sent frá sér frétta-
tilkynningu þar sem því er fagnað að
óvissu um starf skóladagvistar í vet-
ur hafi nú verið eytt. Þá óskar félagið
eftir því að Íþrótta- og tómstunda-
ráði Reykjavíkur verði falið að sjá
um starfrækslu skóladagvistar, enda
sé þar að finna fagfólk sem hafi
mikla reynslu af starfi með fötluðum
börnum. „Það er von okkar að vel
gangi að fá fólk til starfa og að hús-
næðismál skóladagvistar leysist á
farsælan hátt þannig að starfsemin
geti hafist sem fyrst,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Þá beinir félagið því til Fé-
lagsþjónustu sveitarfélaganna og
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík og Reykjanesi að þessir
aðilar komi til móts við foreldra
varðandi viðbótarþjónustu þar til
skóladagvist kemst í fullan gang.
„Félagsmenn treysta því að ráða-
mönnum sé nú fullljóst mikilvægi
skóladagvistar fyrir fötluð börn
þannig að slík þjónusta verði tryggð
í framtíðinni, ekki einungis í Öskju-
hlíðarskóla, heldur einnig í öðrum
skólum landsins,“ segir í tilkynning-
unni.
Ríki leggur til helming kostnaðar á móti Reykjavíkurborg
Óvissu um dagvistun í Öskju-
hlíðarskóla hefur verið eytt
ENDANLEGAR niðurstöður mæl-
inga á grunnstöðvaneti Íslands
munu liggja fyrir í mars. Mæl-
ingum lauk þann 14. ágúst og seg-
ir Þórarinn Sigurðsson for-
stöðumaður mælingasviðs
Landmælinga Íslands að gæði
mælinganna lofi mjög góðu um
niðurstöðurnar. Nú þurfi að reikna
út úr gögnunum.
Grunnstöðvanetið var síðast
mælt árið 1993 en það er nú mynd-
að úr 119 mælistöðvum. Í mæling-
unum nú var landinu skipt upp í
fimm svæði og allar stöðvar þar
mældar samtímis í tvo daga. Þór-
arinn segir að vegna jarðskjálft-
anna árið 2000 séu menn spennt-
astir að sjá niðurstöður mælinga á
Suðurlandi. Þar sem jöklar hafi
hopað, en þar með hefur fargi ver-
ið létt af landinu, sé búist við að
land á milli jökla hafi lyfst. „Þann-
ig að allir jarðeðlisfræðingar eru
mjög spenntir að sjá hvað kemur
út úr þessu,“ segir Þórarinn.
Hann vill þakka öllum þeim sem
að verkefninu hafa staðið, jafnt
stofnunum, sveitarfélögum, björg-
unarsveitum og öðrum.
Niðurstöður mælinga á grunnstöðvaneti tilbúnar í mars
Jarðeðlis-
fræðingar
mjög
spenntir
Sumir mælingarstaðirnir voru býsna afskekktir. Hér sjást mælingarmenn
við störf sín á Hornströndum en þangað voru þeir fluttir með TF-SIF,
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Grunnstöðvanetið var síðast mælt 1993.
EKKI hefur tekist að hafa hendur í
hári tveggja manna sem réðust að
stúlku í Reykjavík aðfaranótt
sunnudags, skömmu eftir að form-
legri dagskrá menningarnætur
lauk. Talið er að annar þeirra hafi
komið fram vilja sínum við stúlk-
una.
Þá hefur stúlka sem kom henni
til aðstoðar ekki gefið sig fram og
lýsir lögregla enn eftir henni.
Enginn yfir-
heyrður vegna
nauðgunar
ATVINNA mbl.is
UMSÓKNARFRESTUR um stöðu
hæstaréttardómara rennur út á
miðnætti í dag, 27. ágúst. Hjá
dómsmálaráðuneytinu fengust
ekki upplýsingar um nöfn eða
fjölda umsækjenda en það væri al-
vanalegt að umsóknir bærust ekki
fyrr en á síðustu stundu. Upplýs-
ingar um umsækjendur yrðu því
ekki gerðar opinberar fyrr en eftir
helgi.
Fresturinn
rennur út
á miðnætti
Embætti hæsta-
réttardómara
♦♦♦