Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÖÐRU útboði Íbúðalánasjóðs á
íbúðabréfum er lokið. Voru bréfin
seld erlendum fjárfestum í lokuðu út-
boði eins og gert var í fyrsta útboði
sjóðsins fyrir réttum mánuði.
Að þessu sinni voru boðin út íbúða-
bréf í tveimur flokkum, annars vegar
að nafnvirði 4,5 milljarðar króna með
gjalddaga eftir 40 ár, og hins vegar að
nafnvirði 2,5 milljarðar með gjald-
daga eftir 20 ár.
Ávöxtunarkrafa í útboðinu var
3,70% fyrir lengri íbúðabréfaflokk-
inn, en 3,78% fyrir hinn flokkinn.
Vegin heildarávöxtunarkrafa fyrir
báða flokkana er 3,73%. Umsýslu-
þóknun er 0,5% og vegin ávöxtunar-
krafa útboðsins með þóknun er því
3,77%.
Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði
segir að í ljósi markaðsaðstæðna hér
á landi, og til að stækka hóp erlendra
fjárfesta enn frekar, hafi sjóðurinn
ákveðið að fara í lokað útboð sem ein-
göngu var beint til og selt erlendum
fjárfestum. Tilboða hafi verið leitað
hjá nokkrum erlendum bankastofn-
unum og ákveðið að semja við Ís-
landsbanka í London um sölu á út-
boðinu til erlendra fjárfesta.
Vextir af peningalánum 4,35%
Vextir af peningalánum Íbúðalána-
sjóðs til íbúðakaupa og húsbygginga
eru ákvarðaðir á grundvelli útboðs á
íbúðabréfum. Í byrjun þessa mánað-
ar voru vextirnir ákvarðaðir 4,5%, í
kjölfar fyrsta útboðs sjóðsins á íbúða-
bréfum. Ávöxtunarkrafan í fyrsta út-
boðinu, að viðbættri söluþóknun, var
3,91%. Sjóðurinn lagði því um 0,6%
álag á ávöxtunarkröfuna að viðbættri
söluþóknun í fyrsta útboði sínu á
íbúðabréfum.
Vaxtaálag Íbúðalánasjóðs er til að
mæta mögulegu útlánatapi, upp-
greiðsluáhættu og til að standa undir
rekstri fjármögnunarkerfis íbúða-
lánanna. Það er stjórn Íbúðalána-
sjóðs sem gerir tillögu um vaxtaálag
til félagsmálaráðherra hverju sinni
eftir útboð á íbúðabréfum og tekur
ráðherra ákvörðun um álagið.
Stjórn Íbúðalánasjóðs lagði til í
gær að vextir af útlánum sjóðsins í
september yrðu 4,35%. Vaxtaálagið
er því 0,58%.
Lægri en bankarnir
Þegar hið nýja peningalánakerfi
Íbúðalánasjóðs tók gildi þann 1. júlí
síðastliðinn voru vextir af útlánum
sjóðsins ákvarðaðir 4,8% fyrir júl-
ímánuð. Þá var ekki efnt til útboðs á
íbúðabréfum. Ávöxtunarkrafa verð-
tryggðra skuldabréfa var þá um
3,9%, svipuð og í fyrsta útboði Íbúða-
lánasjóðs á íbúðabréfum tæpum
mánuði síðar, þ.e. í lok júlí síðastlið-
ins. Lækkun á vöxtum af peningalán-
um Íbúðalánasjóðs úr 4,8% fyrir júl-
ímánuð í 4,5% fyrir ágústmánuð
stafaði því af lækkun á vaxtaálagi
sjóðsins úr 0,9% í 0,6%.
Eins og kom fram fyrr í þessari
viku hafa innlánsstofnanir, sem bjóða
sérstök íbúðalán, boðið viðskiptavin-
um sínum lán með 4,4% vöxtum. Nú
hefur verið ákveðið að vextir af útlán-
um Íbúðalánasjóðs í septembermán-
uði verði 0,05% lægri en vextir af
íbúðalánum bankanna eru nú.
Aftur lokað útboð
Greiningardeildir KB banka og
Landsbankans gagnrýndu á sínum
tíma þá ákvörðun Íbúðalánasjóðs um
mánaðamót júlí og ágúst, að bjóða
íbúðabréf út í lokuðu útboði. Það væri
ekki gott að verðmyndun íbúðabréfa
færi ekki fram fyrir opnum tjöldum
og að markaðsaðilar hefðu ekki jafn-
an aðgang að útgáfunni.
Í framhaldi af aðfinnslum grein-
ingardeilda bankanna sagði í tilkynn-
ingu frá Íbúðalánasjóði að hann
myndi í framtíðinni leitast við að hafa
þá meginreglu að útboð á íbúðabréf-
um verði opin. Sjóðurinn myndi þó
ekki útiloka lokuð útboð ef talið væri
að það hefði jákvæð áhrif á útlána-
vexti sjóðsins til langs tíma. Og aftur
var útboð Íbúðalánasjóðs lokað.
Fréttaskýring
Grétar Júníus Guðmundsson
Ávöxtunarkrafa lækkar í
útboði á íbúðabréfum
Vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs
verði 4,35% í september
gretar@mbl.is
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● BURÐARÁS hefur aukið við hlut
sinn í breska bankanum Singer &
Friedlander og á nú 9,44% hlutafjár
en átti fyrir 8,03%.
Í tilkynningu til kauphallarinnar í
London segir að Burðarás hafi tilkynnt
bankanum þetta í gær, að félagið eigi
16.282.420 hluti í bankanum en
nafnverð hvers hlutar 13,5 pens.
Lokaverð hlutabréfa í Singer &
Friedlander var 275 pens í gær og
lækkuðu um 2,65% innan dagsins.
Burðarás með 9,44% í
Singer & Friedlander
*+ ,
-
12! &3 '
4 &3 '
4
(
!" (%1!
3 ")
$ ") "
54 "
") "$ ")
6
$
6
)2
$
7( '!
7'"
(
8
! (
!" %
9
.
/- )
1($( (
!" (:$
$ ")
$$
; ' "
;$! 0 4<" %
; (=!!%>08 ("
? "
5 $)
5"
(!*"0 ""
.@8
$) &""$ " $ !(:$ $ ")
*'$ !
$ ! 8 (=!8%
# "
#=" ! "
A""$! "
> % ,*
/! 0+ 1!
$)B= (
") $ ") #*(*
A !=" (:$ $ ")
!
& %&
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
4
=!"(
(= & %&
, , ,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
C,DE
CDE
CDE
C,DE
,
CDE
C,DE
CDE
,
C
DE
CDE
CDE
,
CDE
C
DE
,
,
,
,
CDE
,
C DE
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
C
DE
,
,
,
;
$) & '!
) "
#$ $ ) F
5 ' $
%
%
% %
% %
%
% %
% % %
% % %
,
% % ,
%
,
%
% ,
,
,
,
,
,
% ,
,
,
,
%
,
,
,
,
A '!/<%%
1#;%G1!8" $! $)
& '!
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
TAP á rekstri HB Granda hf. á fyrri
helmingi ársins nam 107 milljónum
króna. Á sama tíma í fyrra var 750
milljóna króna hagnaður af rekstri
Granda hf., en HB Grandi varð til úr
samruna Granda og Haraldar Böðv-
arssonar hf. fyrr á árinu.
Rekstrartekjur HB Granda hf. á
fyrri árshelmingi 2004 voru 4.485
milljónir króna og rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir (EBIDTA) var 995
milljónir eða 22,2% af rekstrar-
tekjum. Til samanburðar segir í
fréttatilkynningu HB Granda að
samanlögð velta Granda og HB hafi
numið 5.220 milljónum króna á fyrri
helmingi ársins 2003. Það tímabil var
rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
1.138 m.kr. eða 21,8% af veltu.
Rekstrarhagnaður af eigin starf-
semi HB Granda var 275 milljónir
króna. Fjármagnsliðir voru nei-
kvæðir um 333 milljónir króna og
áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga
voru neikvæð um 43 milljónir. Veltu-
fé frá rekstri nam 816 milljónum á
fyrri helmingi ársins 2004 eða 18,2%
af veltu.
Heildareignir félagsins í lok tíma-
bilsins voru 22,6 milljarðar og eigið
fé 6,5 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er
28,7%. Félagið gerir út fimm frysti-
skip, fjögur ísfiskskip og þrjú upp-
sjávarveiðiskip. Heildarafli skipa
HB Granda hf. var um 128 þúsund
tonn á tímabilinu.
Í tilkynningu HB Granda til
Kauphallar Íslands segir að afkoma
félagsins sé í samræmi við þær að-
stæður sem það hafi búið við að und-
anförnu. Afli helstu fisktegunda hafi
verið minni en gert hafi verið ráð
fyrir og ýmiss kostnaður, t.d. elds-
neytiskostnaður, hafi hækkað um-
talsvert. Hvort tveggja hafi haft nei-
kvæð áhrif á rekstur félagsins á
öðrum ársfjórðungi. Þá hafi verð-
lækkun á karfa og ufsa verið HB
Granda hf. verulega þungbær. Segir
í tilkynningunni að afkoma land-
vinnslunnar sé því óviðunandi á fyrri
helmingi ársins, en að hærra afurða-
verðs sé að vænta á síðari hluta árs-
ins. Stjórn og stjórnendur HB
Granda hf. segjast bjartsýnir á fram-
tíðarrekstur félagsins þar sem það
hafi góðan grunn til að eflast.
HB Grandi tapar
107 milljónum
%&& '"
()
* " !
" ! +
,!(
--&.
)/-&0
)1%2
)///
)1
%312
)%21&
)/%4
-00
)4/4
,-./01,
AFKOMA HB Granda á fyrri hluta
ársins var undir væntingum grein-
ingardeilda bankanna, sem allar
höfðu spáð jákvæðri afkomu fyr-
irtækisins á tímabilinu. Rekstr-
arhagnaður fyrir afskriftir á fyrri
hluta ársins nam tæpum milljarði,
miðað við meðalspá upp á rúma 1,3
milljarða króna. Tap á tímabilinu
nam 107 milljónum, en meðalspá
bankanna hljóðaði upp á 44 milljóna
króna hagnað.
Eins og segir í tilkynningu HB
Granda til Kauphallar Íslands hafa
ýmis ytri skilyrði fyrir sjávarútveg-
inn versnað það sem af er ári s.s.
minni afli helstu fisktegunda en gert
hafði verið ráð fyrir og eldsneyt-
isverð hefur hækkað umtalsvert.
Þá er bent á í Morgunkorni Ís-
landsbanka að mikil gírun félagsins
eftir kaupin á HB hafi hækkað fjár-
magnsgjöld miðað við minni skulda-
stöðu Granda áður og afkoma dótt-
urfélaganna Salar Islandica hf. á
Djúpavogi og Baltic Seafood SIA í
Lettlandi hafi verið neikvæð um ríf-
lega 40 milljónir á tímabilinu.
Óhagstæðar ytri aðstæður
innherji@mbl.is
INNHERJI| HB Grandi
● LITLAR breytingar urðu á banda-
rískum hlutabréfamarkaði í gær, þó
lækkaði Dow Jones-vísitalan, eftir
talsverða hækkun fyrr í vikunni
vegna lækkunar á olíuverði, og Nas-
daq-vísitalan lækkaði lítillega en við-
skipti dagsins á Nasdaq í gær voru
þau minnstu innan dags það sem af
er ári. Úrvalsvísitala Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 0,28% í 3.397
stig í hlutabréfaviðskiptum gærdags-
ins eftir að hafa hækkað um rúm 6%
á einni viku. Alls námu viðskipti með
hlutabréf rúmum 3 milljörðum króna,
þar af voru 1.164 milljóna viðskipti
með hlutabréf í KB banka og 747
milljóna króna viðskipti með bréf
Burðaráss. Mest hækkun var á verði
bréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar 16,67% í
litlum viðskiptum og í Landsbank-
anum 5,8%. Mest lækkun varð á
verði bréfa í Líftæknisjóðnum 5,26%
en hlutabréf í KB banka lækkuðu um
3% eftir hækkun undanfarna daga.
Lítil viðskipti á Nasdaq
. ) H
IJ
D
D
#B
K1L
D
D
M1M 76L
D
D
5L
.
D
D
NMBL K O? "
D
D
● BIRGIR Ísleifur
Gunnarsson
seðlabankastjóri
segir mjög slæmt
ef hin nýju fast-
eignalán sem
bankar og spari-
sjóðir eru farnir að
bjóða í samkeppni
við Íbúðalánasjóð,
ýti undir einka-
neyslu og þenslu.
Hann segir samt erfitt að leggja mat á
hvaða áhrif tilkoma þessara lána hafi
á fjármálamarkaðinn og ákvarðanir
Seðlabankans í framtíðinni. „Það fer
allt eftir því hvernig þessi nýju lán
verða notuð hvernig fjármálamark-
aðurinn og Seðlabankinn bregst við.
Ef þau verða notuð til að fjárfesta upp
á einkaneyslu þá er það mjög slæmt.
Við teljum að allt sem ýtir undir einka-
neyslu og þenslu um þessar mundir
sé ekki gott, og það gæti haft einhver
áhrif í framtíðinni á okkar vaxta-
ákvarðanir,“ segir Birgir.
Aðspurður segir hann að sú hætta
sé fyrir hendi að lánin ýti undir einka-
neyslu. „Já sú hætta er vissulega fyrir
hendi eins og þetta er lagt upp. Ég
held að það sé skynsamlegt eins og
ýmsir varfærnir menn hafa sagt, að
menn taki því rólega og hugsi vel sinn
gang. En það er ómögulegt að leggja
nokkurt mat á hvaða áhrif þetta hefur
á okkar ákvarðanir, hvenær og í hve
ríkum mæli [vextir verða hækkaðir].“
Í Vegvísi Landsbankans í fyrradag
var fjallað um viðbrögð Seðlabank-
ans. Þar er því spáð að bankinn
mundi væntanlega bregðast við auk-
inni samkeppni á fasteignalánamark-
aði með því að hækka stýrivexti sína
fyrr en ella, og þá um 25-50 punkta á
næstu dögum. Telur greiningardeild
bankans að stýrivextirnir verði komnir
í 7% fyrir árslok og fari hæst í 8% á
fyrri hluta næsta árs.
Mjög slæmt ef lánin
ýta undir einkaneyslu
Birgir Ísleifur
Gunnarsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn