Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 19
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 19
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
standist fyllilega samanburð við
Landspítala – háskólasjúkrahús og
hliðstæð bresk sjúkrahús, þegar met-
in séu afköst og gæði þeirrar þjón-
ustu sem veitt sé. Uppbygging á hús-
næði sjúkrahússins hafi hins vegar
verið ómarkviss undanfarin ár og al-
mannafé illa nýtt. Þá hafi ekki tekist
að halda kostnaði við rekstur sjúkra-
hússins innan ramma fjárlaga.
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendur-
skoðunar á sjúkrahúsinu er leitast við
að meta starfsemi þess á árunum
1999–2002. Sérstaklega er horft til
skilvirkni, afkasta og gæða þeirrar
heilbrigðisþjónustu sem veitt er, en
einnig til almenns rekstrar, stjórnun-
ar og rannsókna. Til samanburðar er
tekið mið af starfsemi Landspítala –
háskólasjúkrahúss og nokkurra
breskra sjúkrahúsa.
Í skýrslunni kemur fram, að á Ak-
ureyri sé almenn heilbrigðisþjónusta
í meginatriðum í höndum sjúkrahúss
og heilsugæslu. Þetta sé í raun annað
fyrirkomulag en í Reykjavík þar sem
sjálfstætt starfandi sérfræðingar
gegni stóru hlutverki. Þar leiti hver
íbúi að jafnaði um fjórum sinnum oft-
ar til sjálfstætt starfandi sérfræðinga
en íbúar Akureyrar gera að meðal-
tali. Fram kemur í úttektinni að ef
Reykvíkingar notuðu þjónustuna í
svipuðum mæli og Akureyringar
myndi kostnaður vegna sérfræði-
lækna lækka úr 1,7 milljörðum króna
í um 400 milljónir eða um 1,3 millj-
arða króna.
Heilbrigðisyfirvöld verði að meta
hvaða fyrirkomulag tryggi best hag-
kvæmni og jöfnuð og stýra þróun
heilbrigðiskerfisins í þá átt. Það meg-
infyrirkomulag sem sé á Akureyri
eigi sér stoð í ýmsum fyrirmælum
stjórnvalda. Það hefur þann kost að
vera einfalt og auðveldi það yfirsýn
um þjónustuna og skipulagningu
hennar.
Árið 1994 var tekin fyrsta skóflu-
stunga að nýju viðbótarhúsnæði
sjúkrahússins. Vegna fjárskorts hafði
aðeins ein af fjórum hæðum hússins
verið innréttuð í lok árs 2002 og stóð
það því að mestu ónotað. Þá hefur
komið í ljós að vegna hönnunar nýtist
húsnæðið afar illa fyrir legudeildir
eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Rík-
isendurskoðun segir, að óljóst sé hver
beri ábyrgð á þessu ómarkvissa upp-
byggingastarfi og þeirri fjársóun sem
því tengist, en endanlega hljóti hún
að liggja hjá fjárveitingavaldinu og
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að skilvirkni Fjórðungs-
sjúkrahússins breyttist lítið á árun-
um 1999 til 2002 þegar miðað sé við
þann mannafla sem var til ráðstöfun-
ar. Vegna launaþróunar innan
sjúkrahússins fékkst hins vegar hlut-
fallslega minni þjónusta miðað við þá
fjármuni sem varið var til starfsem-
innar í lok tímabilsins en í byrjun
þess. Segir stofnunin, að ástæðu
þessa megi þó fremur rekja til ytri
aðstæðna en frammistöðu stjórnenda
sjúkrahússins.
Ríkisendurskoðun segir, að al-
mennt sé ekki ástæða til að gera at-
hugasemdir við afköst og eininga-
kostnað Fjórðungssjúkrahússins.
Hlutfallslega veiti það álíka mikla
þjónustu miðað við fjármuni og
mannafla og Landspítalinn og bresku
sjúkrahúsin sem horft var til. Þá hafi
samanburður einnig leitt í ljós að
sjúklingum Fjórðungssjúkrahússins
reiddi í fleiri tilvikum betur af eftir
aðgerð en sjúklingum hinna sjúkra-
húsanna. Þetta gefi til kynna að það
veiti almennt góða þjónustu.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hefur lent í sömu stöðu og aðrar inn-
lendar sjúkrastofnanir að útgjöld
hafa aukist umfram fjárheimildir.
Þyngst vegur aukinn launakostnaður
en lyf og lækninga- og hjúkrunarvör-
ur hafa einnig hækkað umtalsvert.
Þá segir Ríkisendurskoðun, að
ljóst sé að heilbrigðisstofnanir á
landsbyggðinni verði að taka mið af
þeim miklu umskiptum sem hafi orðið
á rekstrarumhverfi þeirra, t.d. vegna
tæknibreytinga, fólksflutninga og
aukinna krafna um gæði þjónustu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið þurfi hins vegar að stýra þeirri
þróun á markvissan hátt þannig að
veitt sé góð þjónusta á sem hag-
kvæmastan hátt hverju sinni en til-
viljanir séu ekki látnar ráða ferðinni.
Þá kemur fram í úttektinni að einn af
helstu möguleikum FSA til að þróa
starfsemi sína sé að styrkja enn frek-
ar hlutverk sitt sem bakhjarl og sam-
starfsaðili smærri sjúkrahúsa á
Norður- og Austurlandi. „Með því
opnast leið til að veita fjölbreyttari
þjónustu á þessum stöðum og nýta
betur mannafla,“ segir í úttektinni.
Ríkisendurskoðun um Fjórðungssjúkrahúsið
Stenst fyllilega samanburð
varðandi gæði og afköst
AKUREYRI
Mosfellsbær | Varmárskóli mun í
vetur starfrækja leikskóladeild frá
leikskólanum Reykjakoti. Alls
verða þar 16 leikskólabörn í umsjá
og kennslu hjá leikskólakennurum.
Um er að ræða börn sem hafa verið
í leikskólum bæjarins, flest í
Reykjakoti, og eru þau öll 5 ára.
Að sögn Gunnhildar Sæmunds-
dóttur, leikskólafulltrúa í Mos-
fellsbæ, hafa miklar umræður átt
sér stað meðal skólafólks, yf-
irstjórnar fræðslumála og foreldra
um það hvort og með hvað hætti
mætti styrkja og þróa starf meðal
elstu leikskólabarnanna. Vilji kom
fram hjá hópnum til að fara nýja
leið og var að sögn Gunnhildar
ákveðið að nýta það besta frá báð-
um skólastigum, þ.e. leik- og
grunnskóla, til að móta nýja nám-
skrá fyrir 5 ára börn í Mosfellsbæ.
Gæti ýtt undir
mikla þróun
Gunnhildur segir leikskóladeild í
grunnskólanum gefa kennurum
beggja skólastiga mikla möguleika
á samvinnu og samstarfi. Í nám-
skránni verður lögð áhersla á læsi
hvers konar, undirbúning og örvun
fyrir formlegt lestrarnám, stærð-
fræði og talnaskilning, sam-
skiptaþjálfun og rökhugsun. Þá
verður lögð áhersla á tjáningu,
framkomu og skapandi starf.
„Þetta er þróunarverkefni sem
bæði leikskóla- og grunnskólafólk
mun koma að,“ segir Gunnhildur og
bætir við að hópurinn muni hittast
reglulega í vetur, skoða framvind-
una og taka púlsinn á verkefninu
og bæta í og draga úr eftir því sem
þurfa þykir. „Við munum meta
þetta í vetur bæði með tilliti til
áframhalds fyrir næstu fimm ára
börn og ekki síður með tilliti til
fyrsta bekks í grunnskóla, hvaða
undirbúning þau börn hafa fengið.
Þetta er ekki bundið við þennan
aldur heldur ætti þetta að geta ýtt á
undan sér upp aldursstigann.“
Krakkarnir í leikskóladeildinni eru hinir hressustu með nýbreytnina.
Leikskóladeild í Varmárskóla
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
5
6
4 %3 7 8
7
9 + 8 ':
8
(
4 (
' ; ' <8 6 ! !
%/ 6 %22%; 6
8
<8 ! !
3 6 %22-
=
'>
( 7
( 8 <
;
6
9'> '> ( ' !
'
'>
< 6>
8
6> $ (
8 (
! 6 <!
8 + 8 ! ; ?7
0; 4'
;
3 (
< 9
;
<
& %22-;
< <
8
:
'
'
$
( '6
+ 8 !
!" #
$ ,
'
> 4322
& %22- '
@' + 8 ! ; ? 0; /
'
( '
9
< '
<8
%1 (> %22-
" #
%
&
%'(
Bílskúrshurðir
Iðnaðarhurðir
Sími 594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.vík
BIFREIÐASMÍÐI!
Starfsmenn óskast!
Áhugasamir umsækjendur hafi samband við
Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóra,
í síma 862-2295 eða skili skriflegum umsóknum
með upplýsingum um starfsferil og menntun
á netfanginu sigurjon@mtbilar.is Ó L A F S F I R Ð I
MT bílar ehf. í Ólafsfirði óska að ráða starfsmenn í bifreiðasmíði.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu
á sviði bifvélavirkjunar, bílasmíði, vélvirkjunar eða blikksmíði.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
MT bílar ehf. er ungt og vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði
slökkvibifreiða og sjúkrabíla fyrir innanlandsmarkað og útflutning.
Ein með öllu
Spektro
www.islandia.is/~heilsuhorn
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889,
fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum,
Árnesapóteki Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Multivitamín, steinefnablanda
ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe
vera o.fl. fæðubótarefnum.
ERFIÐLEIKAR hafa verið í rekstri
Vélaverkstæðis Dalvíkur og ríkir
nokkur óvissa með framtíð fyrirtæk-
isins. Að sögn Ólafs Sverrissonar
framkvæmdastjóra er framtíð fyrir-
tækisins til skoðunar „en þetta leið-
indastaða sem uppi er“.
Öllum starfsmönnum Vélaverk-
stæðis Dalvíkur, um 10 manns, var
sagt upp störfum í vor og eru ein-
hverjir þeirra hættir en aðrir að vinna
sinn uppsagnarfrest. Fyrirtækið er
bæði með bíla- og vélaverkstæði og
hafa starfsmenn verið að vinna á
heimaslóðum og einnig fyrir Sam-
herja og Slippstöðina á Akureyri.
Ólafur sagði að breytingar á útgerð-
arháttum á Dalvík, þar sem minna er
um landanir og þar með viðgerðar-
verkefni, og samdráttur á Akureyri
hefðu haft mikið að segja varðandi
samdrátt í rekstri fyrirtækisins.
Óvissa um reksturinn
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið