Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 24
DAGLEGT LÍF
24 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Glæsibæ s. 552 0978
www.damask.is
Silkimjúkur
svefn í
sægurfötum
frá okkur.
Glæsilegar
brúðargjafi r.
ÞESSA dagana stendur yfir á
Seltjarnarnesi kynning á tillögu að
breytingu á aðalskipulagi og tillögu
að deiliskipulagi á Hrólfsskálamel
og Suðurströnd. Hugmyndir að
breyttri nýtingu á
svæðinu við Suður-
strönd hafa fengið
nokkra umfjöllun í
fjölmiðlum að und-
anförnu.
Minna hefur farið
fyrir umræðu um til-
lögu að fram-
kvæmdum á Hrólfs-
skálamel. En á því
svæði gerir tillagan
ráð fyrir blandaðri
byggð með aðal-
áherslu á íbúðar-
húsnæði. Í stuttu máli
er gert ráð fyrir að á
horni Nesvegar og
Suðurstrandar
(Hrólfsskálamel)
verði tvö fjölbýlishús.
Þessi hús verða stað-
sett norðan Suður-
strandar og síðan er
gert ráð fyrir einu nokkru minna
húsi sunnan hennar. Ekkert
húsanna verður hærra en fjórar
hæðir.
Þarna bjóðast um 50 nýjar íbúðir
og verða flestar þeirra á bilinu 80–
100 fermetrar en lítið hefur verið
um húsnæði af þeirri stærð á Sel-
tjarnarnesi. Til dæmis hafa mögu-
leikar ungra Seltirninga til að eign-
ast sína fyrstu íbúð í sinni
heimabyggð verið takmarkaðir. Yf-
irhöfuð hafa möguleikar til að
stækka og minnka við sig húsnæði
innan bæjarfélagsins verið af
skornum skammti. Byggðin á Sel-
tjarnarnesi er fyrst og fremst ein-
býlis- og raðhús.
Á fyrrnefndu svæði við Suður-
strönd þar sem nú er fremur lítið
notaður malarvöllur verða sam-
kvæmt tillögunni fjögur fjölbýlis-
hús sem stallast niður í samræmi
við landhalla. Þessi hús verða dýr-
ari í byggingu en húsin á Hrólfs-
skálamel auk þess sem gert er ráð
fyrir að í þeim verði tiltölulega
stórar íbúðir. Því má gera ráð fyrir
að íbúðirnar á Hrólfsskálamel verði
kærkomin valkostur fyrir marga.
Staðsetning þeirra er líka frábær.
Öll þjónusta er í nokkurra mínútna
göngufjarlægð s.s. verslanamið-
stöðin við Eiðistorg, leikskólinn,
grunnskólinn, sundlaugin, heilsu-
gæslan og þjónusta fyrir eldri
borgara svo nokkuð sé nefnt.
Ekki skemmir heldur nálægðin
við væntanlegan gervigrasvöll. Ég
bjó í nokkur ár í fjölbýlishúsi við
KR völlinn og það var gott sambýli.
Börnin mín nutu góðs af aðstöð-
unni, umhverfið var líflegt og
skemmtileg stemning skapaðist í
hverfinu þá daga sem
leikir voru.
Ég veit að margir
fagna uppbyggingu á
Hrólfsskálamel, svæðið
hefur allt of lengi verið
í niðurníðslu og blettur
á ásýnd bæjarins. Ég
veit líka að þarna
myndu margir vilja sjá
litlar verslanir og kaffi-
hús. En staðan er í
raun sú að nú þegar er
of mikið af auðu versl-
unar- og þjónustu-
húsnæði á Seltjarn-
arnesi. Við sjáum líka
of mörg auð versl-
unarpláss í miðbæ
Reykjavíkur. Í ljósi
þessa er ekki raunhæft
að bæta við fleirum.
Hins vegar er nú hafin
uppbygging á Nesstofu
og við þær framkvæmdir skapast
margir möguleikar. Þá hafa stjórn-
endur bæjarins tekið jákvætt í hug-
myndir um kaffihús í námunda við
göngustíginn á Snoppunni.
Við fjölgun íbúa á Seltjarnarnesi
og aukna fjölbreytni í íbúðar-
húsnæði eflist bærinn og mannlífið
verður fjölbreyttara. Ég vil hvetja
Seltirninga og þá sem áhuga hafa á
að flytja á Nesið að kynna sér til-
lögurnar sem bornar hafa verið í
hvert hús í bænum. Skipulagstil-
lögurnar eru einnig aðgengilegar á
Bókasafni Seltjarnarness, á Bæj-
arskrifstofunni við Austurströnd
og á heimasíðu bæjarins.
Þeim sem hafa haft uppi stór orð
um ,,Sovétblokkir“ og fleira í þeim
dúr vil ég segja að einsleitni er
aldrei til góðs. Þó Seltjarn-
arnesbær verði kannski aldrei ið-
andi af fjölbreytni ólíkra menning-
arstrauma þá höfum við nú
möguleika á að auka aðeins við
margbreytileika mannlífsins á Nes-
inu með því að bjóða fleiri kosti í
húsnæðismálum en verið hefur.
Því hvet ég það ágæta fólk að
skoða með jákvæðum huga þá
möguleika sem þessar nýju tillögur
bjóða uppá og reyna að sjá skóginn
fyrir trjánum.
Að sjá ekki skóg-
inn fyrir trjánum
Sólveig Pálsdóttir fjallar um
skipulagsmál á Seltjarnarnesi
Sólveig Pálsdóttir
’Ég veit aðmargir fagna
uppbyggingu á
Hrólfsskála-
mel …‘
Höfundur er formaður menningar-
nefndar Seltjarnarness.
Í ÖLLUM samfélögum eru ráð-
andi öfl. Og til þess að samfélag
geti þrifist, þurfa hugmyndir
hinna ráðandi afla, og annarra
sem byggja samfélögin, að fara
saman. Ef á þessu verður mis-
brestur, þá sundrast samfélögin
með einum eða öðrum
hætti. Á Íslandi eru
það viðskiptablokkir
(bankar), fjölmiðlar
þeirra, Samfylkingin
og forsetinn, sem eru
hin ráðandi öfl en
ekki lengur stjórnvöld
eða eftirlitsstofnanir.
Frelsið misnotað
Fjármagnsfrelsið og
samþjöppun valda og
auðs hafa verið að
sundra samfélögum á
Íslandi á síðustu ár-
um. Nýja hagkerfið
byrjaði allt vel en hefur verið mis-
notað. Samlegðaráhrifin hafa sem
sé sundrað. Sameining fyrirtækja
hefur vissulega sameinað fjár-
magn og aukið auð fjármagnseig-
enda, en hefur um leið sundrað
samfélögum á Íslandi. Þetta sést
best í afleiðingum kvótakerfisins,
samþjöppunar í verslunargeir-
anum og svo hlutafélaga- eða
einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Það eru ekkert óskaplega mörg
ár síðan fólk í litlu landsbyggð-
arsamfélögunum bjó við nokkuð
örugg búsetuskilyrði. En nú eru
þessar Snorrabúðir flestar aðeins
stekkir hringinn í kringum landið.
Auðmenn stunda viðskipti með
hlutabréf eins og frímerkjasafn-
arar sem skiptast á skild-
ingamerkjum.
Menn rækta fremur garðinn
sinn en garð nágrannans, og hvað
þá garða fólks í næstu sveit. „Il
faut cultiver mon jardin“, sagði
Candide.
Forseti Íslands telur það hins
vegar hlutverk sitt að rækta við-
skiptasambönd íslensku auðhring-
anna við ákveðnar þjóðir! Það er
merkileg hugsjón vinstrimanns.
Getur verið að Karl Gústaf Svía-
konungur ræði við Davíð Oddsson
um að heimila Televerket að
kaupa Símann þegar hann kemur
hingað bráðlega? NEI. Það gera
ekki „konungar“ jafnaðarmanna.
„Manngildi ofar auðgildi“
Þegar auðgildið er sett skör
hærra en manngildið og auðurinn
er ekki lengur í höndum heima-
manna á hverjum stað, þá er ekk-
ert öryggi lengur til staðar.
Við trúðum því mörg að einka-
rekstur og einkavæðing væri
heppilegri en sameignarstefna, fé-
lags- eða ríkisrekstur.
Raupið er „fé án hirð-
is“. Að gróðasjón-
armiðið sé öllum hug-
sjónum og
markmiðum æðra. Að
þeir sem starfa fyrir
aðra en sjálfa sig séu
gjörsneyddir sjálfs-
virðingu og metnaði
og hafi aldrei heyrt
að „það sem er þess
virði að það sé gert,
er þess virði að það
sé gert vel“. Það eru
hlutfallslega jafn
margir ábyrgð-
arlausir letingjar og blábjánar í
einkarekstri og hjá hinu opinbera.
Kvótakerfið, sameining stórfyr-
irtækja, samruni og samþjöppun
valds og fjármagns og einkavæð-
ing. Allt hefur þetta gerst undir
því yfirskini að þessi þróun sé,
þegar upp er staðið, öllum í hag.
Þessu hafa m.a. stjórnmálamenn
haldið fram.
Stjórnmálamenn eiga ekki að
þjóna sérhagsmunum nema slíkt
auki hagsæld fjöldans. En hverjir
hafa hagnast á kvótakerfinu, á
sameiningu stórfyrirtækja, á
einkavæðingu ríkisfyrirtækja?
Þjóðin í heild sinni? Eða örfáir
auðmenn?
Spyrjum fólkið sem búið hefur á
landsbyggðinni. Spyrjum þetta
fólk hvort það búi við sama öryggi
nú og það gerði fyrir 15–20 árum.
Er efnahagur þess betri eða verri
nú en þá? Hefur eignastaða þess
breyst á þessum tíma? Hefur stór-
aukinn gróði banka, verðbréfafyr-
irtækja og auðmanna bætt vel-
ferðarkerfið um leið, eins og
væntanlega lagt var upp með?
Greifinn af Monte Christo hefði
reyndar sagt að leyndardómur
lífsins væri falinn í tveimur orð-
um: Bíða og vona.
Brjálsemi eða arðsemi?
Tugþúsundir landsmanna hafa
tapað aleigunni á undanförnum ár-
um. Hinn þögli og þessi nafnlausi
landsbyggðar„lýður“ sem hefur
unnið baki brotnu áratugum sam-
an og skapað þau verðmæti, það
fjöregg þjóðarinnar sem örfáir
angurgapar kasta nú á milli sín í
taumlausu fjárfestingar- og
eyðslufylliríi, stendur nú uppi
eignalaus. Fólk, sem taldi sig hafa
búið í haginn fyrir börnin sín, á nú
ekkert til að arfleiða þau að.
Nema verðlausar fasteignir.
Þegar arðsemiskrafa hluthafa er
orðin 20% og laun forstjóranna
nema milljónatugum á mánuði, ja,
þá verður eitthvað undan að láta.
(Finnska reglan er að forstjórar
fái að hámarki fimmföld meðallaun
annarra starfsmanna.)
Þjónusta sem ekki skilar 10–
20% arði er skorin niður úti um
land allt. Allt sem er „ónauðsyn-
legt“ svo sem stuðningur við
menningu og frjálsa félaga-
starfsemi, er skorið við nögl.
Verslunum í fámennum sam-
félögum er lokað. Skellt er í lás í
fyrirtækjum sem skila aðeins 5%
hagnaði á ársgrundvelli.
Fjármagnsfrelsið eflir hag fárra
en hneppir fjöldann í helsi, því
miður. Frjálshyggjumennirnir,
með Thatcher og Reagan og á Ís-
landi nú Samfylkinguna í far-
arbroddi, hafa fallið í nákvæmlega
sömu gryfju og gömlu „sossarnir“
og kommúnistarnir á sínum tíma.
Útópíur beggja byggjast á þeirri
fáránlegu meinloku að mann-
skepnan sé í eðli sínu góð, óeig-
ingjörn og „altruistic“, en ekki
hluti af náttúrunni, eitt af dýrum
merkurinnar. Sósíalistarnir trúðu
því að maðurinn þráði þann jöfnuð
sem hvergi er að finna í nátt-
úrunni. Og frjálshyggjumennirnir
trúa því að allir njóti góðs af auð-
söfnun hinna fáu.
Samfylkingin, óskiljanlega,
hringsólar þarna á milli. Sumir
eru jafnvel svo galnir að halda að
velferðarkerfið sé að finnna í
Brussel, en við sjáum til hvað ger-
ist. Konungur íslenskra jafn-
aðarmanna, Jón Baldvin, er kom-
inn heim með nýtt módel
jafnaðarmanna. Guði sé lof!
Það er hins vegar mikilvægast
fyrir íslenskt samfélag í dag að
forsætisráðherra nái fullum bata.
Hann er ekki hugmyndasnauður
þræll auðhringa þó hann velji sér
vissulega sérstaka vini.
Velkominn heim,
Jón Baldvin, í ís-
lenska „módelið“!
Jónína Benediktsdóttir
skrifar um samfélagsmál
’Stjórnmálamenn eiga ekki að þjóna
sérhagsmunum
nema slíkt auki
hagsæld fjöldans.‘
Jónína
Benediktsdóttir
Höfundur er íþróttafræðingur.