Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 25
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
Sími 594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.vík
Fjöldi lita og gerða
Marley þakrennur
Sjáum einnig um uppsetningu
SMÁRALIND - KRINGLUNNI
MARGAR GERÐIR - VERÐ FRÁ 6.995
NÝ SENDING FRÁ
OG
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UMRÆÐAN um jafnréttismál hef-
ur að undanförnu einkennst af
hugtakaruglingi og grundvall-
armisskilningi á fyrirbærinu já-
kvæð mismunun. Þennan misskiln-
ing er nauðsynlegt að leiðrétta og
hef ég gert a.m.k. tvær tilraunir til
þess á opinberum vettvangi, í
Speglinum á Rás 1 hinn 20. apríl
og í Fréttablaðinu 24. apríl. Enn
kom sami misskilningur fram í
máli jafnréttisráðherra í dæg-
urmálaútvarpi Rásar 2 þriðjudag-
inn 24. ágúst og af því tilefni er
þetta áréttað hér.
Það er jákvæð mismunun þegar
einstaklingur af því kyni sem hall-
ar á er ráðinn í starf, að upp-
fylltum lágmarksskilyrðum, jafnvel
þótt hæfari einstaklingur af hinu
kyninu sé meðal umsækjenda.
Þannig mætti veita karli starf leik-
skólakennara að uppfylltri lág-
markshæfni, jafnvel þótt hæfari
kona sæki um. Sama hugmynd
liggur að baki umræðunni um að
veita tilteknum fjölda karla skóla-
vist í kennaranámi jafnvel þótt
hæfari konur séu meðal umsækj-
enda, en sú hugmynd hefur verið
viðruð í þeim tilgangi að fjölga
körlum í stéttinni. Þetta eru tvö
dæmi jákvæðrar mismununar sem
tíðkast víða, t.d. í Bandaríkjunum,
Noregi og ekki síst í Svíþjóð þar
sem beiting slíkra ákvæða fer eftir
ströngum skilyrðum. Í jafnrétt-
isumræðunni hérlendis er þessari
jákvæðu mismunun þráfaldlega
ruglað saman við ákvæði jafnrétt-
islaga um bann við mismunun.
Meginreglur íslensku laganna hafa
verið skýrðar þannig að þegar val
stendur milli tveggja JAFN-
HÆFRA einstaklinga skuli veita
starfið einstaklingi af því kyni sem
er í minnihluta. Enginn afsláttur
er því gefinn í samkeppni um
hæfni. Þetta má kalla forgangs-
reglu jafnréttislaganna. Þessi túlk-
un er viðtekin og þykir sjálfsögð
og eðlileg leið til að leiðrétta
kynjahlutföll í nútímasamfélögum.
Jákvæð mismunun hefur hins veg-
ar ekki hlotið brautargengi á Ís-
landi og er almennt ekki viðhöfð
hér í jafnréttisstarfi. Hugmyndum
um hana var hreyft á Alþingi 1980
og olli miklum deilum. Þá gerði
nefnd félagsmálaráðherra tillögu
um jákvæða mismunun árið 1988
og kom hún fram í frumvarpi um
endurskoðuð jafnréttislög árið
1989. Hugmyndin fékk litlar und-
irtektir og náði ekki fram að
ganga.
Þessi hugtakaruglingur stendur
jafnréttisumræðunni og framþróun
jafnréttis fyrir þrifum. Með honum
er ýtt undir þá algengu rangtúlkun
að konur á Íslandi njóti nú sér-
meðferðar á kostnað hæfari karla, í
krafti jafnréttislaganna. Með þessu
bréfi er skorað á ráðherra jafnrétt-
ismála að leggja sitt af mörkum til
þess að réttur skilningur sé lagður
í grundvallarhugtök þess mála-
flokks sem hann ber ábyrgð á.
ÞORGERÐUR EINARS-
DÓTTIR, lektor í kynjafræði við
Háskóla Íslands
Opið bréf til Árna
Magnússonar ráð-
herra jafnréttismála
Frá Þorgerði Einarsdóttur:
ÞÆR eru ófáar kannanirnar
sem sýna mikilvægi þess að for-
eldrar sýni áhuga á því sem börn-
in okkar taka sér fyrir hendur.
Hvaða fullorðnum einstaklingi
þykir ekki gott að fá
viðurkenningu sam-
starfsmanna eða yf-
irmanna sinna, fyrir
vel unnið starf? Á
sama hátt sækjast
börnin eftir við-
urkenningu foreldra
sinna. Viðurkenn-
ingin þarf hins vegar
ekki bara að vera
fólgin í klappi á bak-
ið, t.d. þegar vel
gengur í íþróttum
eða í skólanum. Það
að foreldrar taki
virkan þátt í lífi
barnsins er vænt-
anlega ein sú mik-
ilvægasta viðurkenn-
ing sem hvert barn
getur fengið.
Hinn 29. ágúst
mun Skíðasamband
Íslands standa fyrir
fyrirlestri þar sem
fjallað verður um æfingar og þjálf-
un barna og unglinga í skíða-
íþróttinni. Farið verður yfir æf-
ingar, skipulag og uppbyggingu
þeirra og hvernig staðið hefur ver-
ið að þjálfun barna og unglinga í
skíðaíþróttinni í Noregi hin síð-
ustu ár. Fyrirlesarar verða þeir
Einar Witteveen og Jørund Li frá
Noregi og verður fyrirlesturinn
haldinn á ensku. Einar og Jørund
hafa mikla reynslu af störfum sín-
um fyrir Norska
skíðasambandið og
einnig hafa þeir haldið
fyrirlestra víða um
heim, fyrir Al-
þjóðaskíðasambandið.
Fyrirlesturinn er
opinn öllum áhuga-
sömum um börn og
unglinga án gjalds og
skráningar, á meðan
húsrúm leyfir.
Með því að fá þessa
tvo herramenn til
landsins vill Skíða-
samband Íslands
leggja sitt af mörkum
til að auka þátttöku
foreldra í leik og
starfi barna sinna.
Foreldrar eiga að
hafa skoðanir á því
hvernig æfingum og
þjálfun barna sinna er
háttað. Með því að
mæta á fyrirlestur
SKÍ, gefst foreldrum tækifæri á
að kynna sér hvað nágrannaþjóðir
okkar eru að gera fyrir börn og
unglinga.
Við hjá Skíðasambandi Íslands
vonumst til að fylla fund-
arherbergi ÍSÍ í Íþróttamiðstöð-
inni Laugardal nk. sunnudag kl.
12.00 með áhugasömum foreldrum
sem vilja taka virkan þátt í lífi
barna sinna. Allar nánari upplýs-
ingar eru á www.ski.is
Foreldrar – sýn-
um áhuga á því
sem börnin okkar
eru að gera!
Friðrik Einarsson fjallar um
þjálfun barna og unglinga í
skíðaíþróttinni
Friðrik
Einarsson
’Á sama hátt sækjast
börnin eftir
viðurkenningu
foreldra sinna. ‘
Höfundur er formaður Skíða-
sambands Íslands.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er eng-
in tilviljun að hlutabréfa-
markaðurinn í Bandaríkjun-
um er öflugri en
hlutabréfamarkaðir annarra
landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt
af markmiðum með stofnun
þjónustumiðstöðva er bætt
aðgengi í þjónustu borgar-
anna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meiri-
hluti jarðarbúa, svokallaður
almenningur þjóðanna, unir
jafnan misjafnlega þolinmóð-
ur við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr
vatnsorku til álframleiðslu
verði í framtíðinni fyrst og
fremst unnin í tiltölulega fá-
mennum, en vatnsorkuauðug-
um, löndum ...“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla
þessum mikilvægu verðmæt-
um fyrir meinta hagsæld
vegna frekari álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson:
„Ég hvet alla Seltirninga til
kynna sér ítarlega fyrirliggj-
andi skipulagstillögu bæjaryf-
irvalda ...“
Gunnar Finnsson: „Hins
vegar er ljóst að núverandi
kerfi hefur runnið sitt skeið
og grundvallarbreytinga er
þörf ...“
Eyjólfur Sæmundsson og
Hanna Kristín Stefánsdótt-
ir: „Öryggismál í landbúnaði
falla undir vinnuverndarlög
og þar með verksvið Vinnu-
eftirlitsins.“
Jakob Björnsson: „Með því-
líkum vinnubrögðum er auð-
vitað lítil von um sættir.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
ATVINNA mbl.is