Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 27
einstaklings- og markaðsviðskipta bankans, segir þegar búið að af- nokkur íbúðalán á 4,4% vöxtum. þjónusta sé því komin í gang en ein- tíma geti tekið að afgreiða umsóknir. purður segir hann eyðublöð fyrir og tæknilega sé ekki erfitt að setja þjónustu á laggirnar. Þetta byggist annarri tegund heimilislána sem fast- jónusta bankans sjái um. s og hjá Íslandsbanka segir Ingólfur ki vandamál að fjármagna þessi lán. Kostnaður fellur strax til mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri N, segir þau byrjuð að afgreiða án til viðskiptavina. Talvert mikið ð undirbúa og hvetur Guðmundur að fara til þjónusturáðgjafa SPRON eysa úr álitamálum. Til dæmis hve mikill kostnaður fellur til strax á móti sparnaði sem oft safnast saman yfir langan tíma. Vextir séu einn þáttur af mörgum en fólk verði að horfa á heildarmyndina og hlaupa ekki af stað. Guðmundur segir SPRON vel settan hvað snertir fjármögnun lánanna og hann hafi ekki áhyggjur af því til skamms tíma. Spáir hann að markaðurinn muni líka þróast þegar tíminn líður og viðbrögð ann- arra aðila, eins og lífeyrissjóða og Íbúða- lánasjóðs, skýrist betur. Ráða sjálfir greiðslumatinu Það er á ábyrgð bankanna sjálfra hvern- ig þeir meta greiðsluhæfni viðskiptavina sinna við lántöku íbúðalána. Þurfa þeir þá ekki endilega að fara eftir sömu forsendum og gert er þegar þeir meta greiðsluhæfni fólks fyrir Íbúðalánasjóð. greiða íbúðalánin MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 27 Deilurnar umframmistöðu JohnKerrys, forseta-frambjóðanda demókrata, í Víetnamstríðinu hafa í næstum þrjár vikur skyggt á flest annað í kosn- ingabaráttunni vestra. Margir telja, að þær hafi skaðað hann en á endanum kunna þær líka að reynast hættulegar keppi- nauti hans, George W. Bush forseta. Kosningastjórar demókrata viðurkenna undir fjögur augu, að árásirnar á Kerry geti dregið úr trúverðugleika hans meðal kjósenda og skiptir þá einu hvort þær eru sannar eða lognar. Ástæðan er sú helst, að með þeim er verið að hnykkja á þeim áróðri repú- blikana, að Kerry sé óáreið- anlegur og ekki traustsins verður þrátt fyrir, að margir fyrrverandi hermenn og fé- lagar Kerrys í Víetnam hafi vísað því á bug sem þvætt- ingi. Í herbúðum repúblikana hafa þó sumir áhyggjur af þessum deilum og óttast, að þær geti komið í bakið á þeim. Ekki sé víst, að Bush græði neitt á því að gera Víetnamstríðið og framlag hans í þágu lands og þjóðar á þeim tíma að stóru máli í kosn- ingabaráttunni. Sjálfur þurfi hann að vinna bug á efasemdum kjós- enda um forystuhæfileika hans, um Írak og efnahagsástandið og á grunsemdum um, að hann og hans menn hafi lagt á ráðin um óhróð- ursherferð gegn Kerry. „Þetta mál getur skaðað Kerry en ef kosningarnar munu snúast um Bush, þá skil ég ekki tilgang- inn með því að vekja upp Víet- namstríðið,“ sagði maður nokkur í kosningaherbúðum Bush og vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við ofanígjöf frá ráðgjöfum forset- ans. Kerry bregst til varnar Enginn veit enn hvort þessar deilur um Kerry og Víetnam séu bara uppákoma, sem lognist út af, eða hvort þær muni hafa einhver raunveruleg áhrif í kosningabar- áttunni, sem er ein sú harðasta í sögu bandarískra kosninga á síð- ari tímum. Skoðanakannanir á fylgi frambjóðendanna gefa engar öruggar vísbendingar um það en Kerry og hans menn hafa nú brugðist við árásunum af hörku og ekki vonum fyrr að mati margra demókrata. Hermannahópurinn, sem stend- ur fyrir árásunum á Kerry, hélt þeim áfram síðastliðinn þriðjudag og tók þá fyrir baráttu hans gegn Víetnamstríðinu eftir að hann lauk herþjónustu. Ráðgjafar Kerry trúa því hins vegar, að þeir muni vinna sigur í þessari orrustu. „Þegar þessum árásum er svarað með sannleikann að vopni, skaðar það óhróðursöflin en styrkir Kerry,“ sagði Ted Devine, einn ráðgjafa Kerrys. Ráðgjafar Bush telja aftur á móti, að sú ákvörðun Kerrys að svara fyrir sig sé veikleikamerki. „Frambjóðandi, sem þarf að hamra á því við kjósendur hvers vegna þeir eigi að kjósa hann, stendur ekki vel,“ sagði einn Bush-ráðgjafanna. Margir demó- kratar hafa áhyggjur af áróðrinum gegn Kerry og óttast, að hann grafi undan einum helsta horn- steini baráttu frambjóðandans sem er ævisaga hans og það, sem hann segir um Víetnamstríðið. Minna þeir á áróður repúblikana gegn Al Gore í síðustu kosningum en eitt meginstefið í honum var, að hann færi stundum dálítið frjálslega með sannleikann og hætti til að ýkja. Telja þeir, að eins gæti farið fyrir Kerry, að kjósendur fengju það á tilfinn- inguna, að honum væri ekki alveg treystandi. Framburður Kerrys fyrir þingnefnd Í þessu sambandi má nefna, að kosningastjórar Kerrys hafa dreg- ið til baka fullyrðingar um, að Kerry hafi tekið þátt í bardögum í Kambódíu um jólin 1968 en með því væri í raun verið að við- urkenna, að hann hefði tekið þátt í ólöglegu stríði. Að vísu með bless- un Nixons, sem á þessum tíma hafði þó ekki tekið formlega við forsetaembættinu. Demókratar vilja trúa því, að sú staðreynd, að Kerry barðist sem sjálfboðaliði í Víetnam, muni vega nægilega þungt meðal óákveðinna kjósenda. Þeir telja samt, að það hafi verið rangt að leggja jafn- mikla áherslu á Víetnamstríðið og gert var á flokksþingi demókrata enda nota repúblikanar það nú sem röksemd fyrir árásunum á Kerry. Burtséð frá Víetnamstríðinu, þá telja repúblikanar, að barátta Kerrys gegn því að herþjónustu lokinni muni kannski skaða hann mest. Það var einmitt fyrir þessa andstöðu, sem Kerry vakti fyrst athygli á sér en 1971 kom hann fyrir þingnefnd og tíndi þá til dæmi um stríðsglæpi og grimmdarverk bandarískra her- manna. Bob Dole, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, sagði í viðtali sl. þriðjudag, að hann hefði farið yfir framburð Kerrys fyrir þingnefndinni og ekki geðj- ast að honum. Á það er líka lögð áhersla í nýrri auglýsingu frá hermönnunum, sem standa fyrir árásunum á Kerry. Gagnrýna þeir harðlega framburð hans, til dæmis það, sem hann sagði um bandaríska hermenn, sem hefðu nauðgað og hálshöggvið fólk. Mike Rogers, fyrrverandi her- maður og repúblikani, segist enn, meira en 30 árum síðar, vera æfareiður Kerry og finnist sem hann hafi úthrópað alla bandarísku hermennina í Víet- nam sem stríðsglæpamenn. Reyna að tengja Bush við áróðurinn Til að svara óhróðrinum hefur kosningavél Kerrys hafið gagn- sókn á nokkrum vígstöðvum. Í fyrsta lagi með því að afla gagna og leiða fram vitni og ekki síður með því hamra á því, að áróðurinn sé kominn beint úr herbúðum Bush forseta. Tilgangurinn er að koma Bush í vörn með því að halda því fram, að rauði þráðurinn í kosningabaráttu hans, fyrr og síðar, sé óhróður af þessu tagi. Minnt er á, að menn Bush hafi ófrægt flokksbróður hans, John McCain, og hermennskuferil hans í forkosningabaráttunni fyrir síð- ustu kosningar og það hafi þeir einnig gert gagnvart Max Cleland, þáverandi öldungadeildarþing- manni demókrata í Georgíu, tveimur árum síðar. „Að tengja óhróðurinn beint við forsetann er mjög öflugt vegna þess, að það hvetur kjósendur til að velta fyrir sér ferli hans að þessu leyti,“ sagði Devine. Saka Kerry um hræsni Ráðgjafar Bush neita því, að nokkurt samband sé á milli kosn- ingabaráttu hans og her- mannahópsins og saka Kerry um hræsni. Segja þeir, að Kerry hafi skorað á Bush að fordæma hinar neikvæðu auglýsingar her- mannanna, sem kostað hafi nokk- ur hundruð þúsunda dollara, á sama tíma og hann hafi neitað að fordæma nema eina af 46 nei- kvæðum auglýsingum ýmissa demókratahópa. Hafi sú herferð kostað milljónir dollara. Flokksþing repúblikana verður í næstu viku og hugsanlegt er, að þessi deila um Víetnamstríðið verði brátt úr sögunni. „Þetta er alveg dæmigert þras á milli sanntrúaðra flokksmanna í hvorum flokki,“ segir Geoffrey Garin, sem vinnur fyrir demó- krata, „en hún skiptir óákveðna kjósendur á miðjunni ákaflega litlu máli.“ Hvað sem því líður er ljóst, að Kerry telur sig tilneyddan til að svara fullum hálsi. Verður Víetnam en ekki Írak stóra málið í kosningunum? Líklegt er, að deilurnar, sem sprottið hafa upp í kosninga- baráttunni vestra um hermennskuferil John Kerrys, hafi skaðað hann en sumir repúblikanar eru þó hræddir við, að með umræðunni um Víetnamstríðið sé verið að vekja upp draug, sem geti komið í bakið á þeim sjálfum Washington. Los Angeles Times. Kápa nýrrar bókar með frásögnunum her- mannanna, sem staðið hafa fyrir auglýs- ingherferðinni gegn Kerry. ’Þetta mál getur skaðað Kerry en ef kosningarnar munu snúast um Bush, þá skil ég ekki tilganginn með því að vekja upp Víetnamstríðið‘ AP g má í því bankana n verðgildi r að ræða kkru lægri hingað til tu kjörin, og er þá akerfisins. ndi benda vo áratugi húsnæðis- r á lagg- dæmi um m. Vextir opinbert lánakerfi sem stofnað var til í kjölfar kjarasamninga á því ári, voru í upp- hafi 3,5% en hækkuðu nokkrum misserum síðar í 4,9% auk þess sem lánamöguleikarnir voru ýmsum tak- mörkunum háðir. Húsbréfakerfið leysti þetta kerfi af hólmi árið 1989 og hefur síðan þá verið meginstoðin í lánafyrirgreiðslu vegna fasteigna- kaupa þar til nú. Annað útboð Íbúðalánasjóðs vegna nýja lánakerfisins fór fram í gær og lækkaði ávöxtunarkrafan um 13 punkta. Vænta má þess að vextir íbúðalána í september verði lægri sem því nemi þar sem vext- irnir á hverjum tíma ráðast af nið- urstöðu útboðsins. Samkvæmt núgildandi reglum er hægt að greiða upp peningalán Íbúðalánasjóðs hvenær sem er á lánstímanum án sérstaks upp- greiðslugjalds og einnig er heimilt að greiða inn á lánin til að lækka höfuðstól þeirra ef óskað er. Í þess- um efnum gilda sömu reglur og giltu í húsbréfakerfinu, sem peningalánin hafa nú leyst af hólmi. Hins vegar segir í lögum um nýju peningalánin sem samþykkt voru í maí í vor að fé- lagsmálaráðherra sé heimilt, við sérstakar aðstæður og að fenginni umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs, að ákveða að aukaafborganir og upp- greiðsla ÍLS-veðbréfa, eins og pen- ingalánin eru nefnd, verði aðeins heimilar gegn greiðslu þóknunar sem jafni út að hluta eða að öllu leyti muninn á uppgreiðsluverði ÍLS- veðbréfs og markaðskjörum sam- bærilegs íbúðabréfs. Íbúðalán er eingöngu hægt að taka hjá Íbúðalánasjóði við kaup á fasteignum. Þau er ekki hægt að taka til að endurfjármagna óhag- stæðari lán ef ekki er skipt um fast- eign. Lækki vextir í útboðum sjóðs- ins í framtíðinni, eins og sumar spár standa til, og vextir íbúðalána lækka frekar verður hagstætt fyrir fast- eignakaupendur að taka nýtt lán á lægri vöxtum og greiða upp það lán sem fyrir er með hærri og óhag- stæðari vöxtum. Það er vegna þess- arar áhættu vegna uppgreiðslu- heimildarinnar að ofangreint heimildarákvæði var sett í lögin ef uppgreiðslur lána yrðu miklar. Vaxtaálagið hækkaði Vaxtaálag í húsbréfakerfinu var 0,35%, en hækkaði í 0,60% með nýja peningalánakerfinu í sumar. Guð- mundur Bjarnason, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, segir að álagið hafi hækk- að sem þessu nemi vegna þeirrar uppgreiðsluáhættu sem sjóðurinn taki á sig í nýja kerfinu. 0,15% af vaxtaálaginu séu vegna rekstrar- kostnaðar sjóðsins, 0,20% sé vegna útlána- eða tapsáhættu í kerfinu og loks sé vaxtaáhættuálag upp á 0,25% sem bæst hafi við í nýja kerf- inu vegna þess að hægt sé að greiða upp lánin hvenær sem er. Guðmundur benti á að ef ekki væru fyrir hendi ákvæði sem heim- iluðu uppgreiðslur lánanna á láns- tímanum og bréfin væru að því leyt- inu til sambærileg við bréf bankanna sem ekki væri hægt að greiða inn á eða greiða upp á láns- tímanum nema gegn uppgreiðslu- gjaldi, gætu vextirnir verið lægri sem næmi þessu 0,25% álagi eða 4,25% miðað við vexti í útboðinu í sumar. öguleikum a hérlendis fa gjörbreyst síðustu dag- á þessu sviði. Í samantekt að segja megi að bylting á skömmum tíma Morgunblaðið/ÞÖK ingum síðustu daga og vikur. hjalmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.