Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 29 ✝ Friðfinnur JúlíusGuðjónsson fæddist í Byggðar- holti á Búðum í Fá- skrúðsfirði 7. maí 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði fimmtudaginn 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Bjarnason, f. 15. mars 1892, d. 25. apr- íl 1979 og Ólafía Björg Jónsdóttir, f. 2. desember 1892, d. 25. júní 1964. Hálf- systkini Friðfinns eru Björgvin Sigurður Stefánsson, f. 26. janúar 1915, látinn og Kristín Stefáns- dóttir, f. 13. júlí 1916. Alsystkini Friðfinns eru Sigbjörn, f. 14. júní 1918, látinn; Jón Ársæll, f. 15. jan- úar 1920, látinn; Lilja, f. 11. apríl 1921, látin; Þorleifur Bragi, f. 23. júlí 1922, Heiðveig, f. 15. október 1923, látin; Unnur, f. 16. júlí 1925, látin; Baldur Marinó, f. 6. desem- ber 1926, látinn; Axel, f. 17. jan- úar 1928, látinn; Arnfríður, f. 1. nóvember 1932, Baldvin, f. 25. apríl 1935 og Reynir, f. 14. júní 1936. Hinn 12. apríl 1952 kvæntist Friðfinnur Rut Gíslínu Gunn- laugsdóttur, f. 21. september 1928, d. 28. september 1970, þau skildu. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 15. ágúst 1906, d. 16. janúar 1979 og Berghildur Aradóttir, f. 10. ágúst 1891, d. 20. nóvember 1941. Börn Friðfinns og Rutar eru Sævar Bjarni, f. 3. febrúar 1951, d. 10. ágúst 2004; Hörður Trausti, f. 8. nóvember 1953, d. 30. ágúst 2002; Garðar Borg, f. 29. október 1955, maki Hulda Sigurðardóttir; Ólaf- ur Guðjón, f. 8. júní 1957, d. 3. febrúar 1993, hann átti tvö börn; Rut, f. 17. september 1958, maki Tómas Kristinn Sigurðsson, þau eiga þrjú börn; Björk, f. 29. apríl 1960, maki Jón Ósk- ar Hauksson, þau eiga tvo syni; Viðar Már, f. 25. febrúar 1963, maki Monika Rusnáková, hann á fimm börn og Jökull Ægir, f. 23. desem- ber 1964, d. 8. apríl 1999, hann átti þrjú börn. Eftirlifandi eigin- kona Friðfinns er Lára Kristjana Hannesdóttir, f. í Keflavík 27. október 1926. Þau gengu í hjónaband 27. janúar 1968. Foreldrar hennar voru Hannes Einarsson, f. 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947 og Arnbjörg Sigurðardóttir, f. 29. september 1887, d. 21. maí 1981. Friðfinnur og Lára áttu engin börn saman en Lára á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. Þau heita, Aðalheiður Hall- dórsdóttir, f. 4. janúar 1946, maki Valdimar Jónsson, þau eiga tvær dætur en fyrir á Valdimar tvær dætur; Hannes Halldórsson, f. 14. apríl 1947, maki Kristín Ólafs- dóttir, þau eiga fjórar dætur en fyrir á Hannes eina dóttur og Gunnar Halldórsson, f. 13. nóvem- ber 1950, maki Guðrún Ingv- arsdóttir, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörn Láru eru þrett- án talsins. Friðfinnur stundaði ýmis störf til sjós og lands áður en hann réði sig sem verkstjóra hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Árið 1966 fór hann að starfa sem verkstjóri hjá Hafskipum og síðar hjá Eimskipa- félagi Íslands. Á árunum 1966 til 1982 vann hann einnig sem dyra- vörður á veitingahúsinu Klúbbn- um í Reykjavík. Útför Friðfinns verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, mig langaði að kveðja þig með nokkrum línum, þó að veikindi þín hafi verið þess eðlis að ég mætti búast við að þú færir hvenær sem var, þá er enginn tilbú- inn að kveðja þegar að þeirri stund kemur. Ég dáðist að sjá að þú kvartaðir ekki undir það síðasta, sama hvað þú kvaldist. Þú vildir ekki að neinn vorkenndi þér í þess- um hræðilega sjúkdómi, krabba- meininu. Helst mátti enginn sjá þig þjást, því þú vissir að hann mundi þá þjást með þér. Aldrei vorkenndir þú þér þegar þú kvaldist mest. Þú gafst í raun aldrei upp og ætlaðir þér sigur til hinstu stundar. Ég sakna þín, pabbi minn. Í bernsku lærði ég margt af þér. Ég man í Ljósheimunum þegar þú varst að kenna mér hvernig ætti að gera krossgátur og kenna mér að tefla. Ég var alltaf stolt af þér, pabbi minn, hvað þú varst alltaf virðulegur, vel klæddur, rólyndið var alltaf til staðar. Til vinnu varst þú alltaf duglegur enda lítið heima vegna þess þú þurftir að vinna svo mikið enda marga munna að melta. Rólyndið hjálpaði þér mikið enda varst þú vel liðinn í vinnunni og við höfnina sem dyravörður og vinur. Alltaf var stutt í grínið og glensið hjá þér enda oft hlegið þegar þú varst að segja frá. Ekki má gleyma bílnum sem var alltaf stífbónaður, já þú varst snyrtipinni í alla staði. Megi Guð og gæfa hugga eftirlif- andi eiginkonu pabba, afkomendur hans, systkini hans og alla ástvini. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Björk Friðfinnsdóttir. Það eru margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég á um hann afa minn. Þegar ég var lítil var ég mikið í pössun hjá honum og ömmu. Þegar ég eltist hélt ég svo áfram að vera mikið hjá þeim, alveg fram á fullorðinsár. Afi hafði mjög gaman af ferðalögum og fóru hann og amma mikið í útilegur og aðrar ferðir innanlands og í seinni tíð einnig til útlanda og þá mikið til Kanaríeyja. Snemma smitaðist ég af þessum áhuga þeirra á ferðalög- um og fannst því einstaklega skemmtilegt þegar ég fékk að fljóta með. Ekki skipti neinu máli þótt ekki væru aðrir krakkar með í för því hann afi var vel liðtækur í fót- bolta, badminton, yfir og þannig leikjum. Afi átti það líka oft til að reyta af sér brandarana og fannst ekki verra ef maður átti nokkra í pokahorninu sjálfur. Afi átti alltaf flotta bíla og hafði gaman af því að fá sér nýjan bíl og aldrei sáust bíl- arnir öðruvísi en nýbónaðir og tandurhreinir. Ég kveð hann afa minn með kæru þakklæti fyrir allar góðu stundirn- ar. Halldóra Klara. FRIÐFINNUR JÚLÍUS GUÐJÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Friðfinn Júlíus Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Margrét Valdimarsdóttir. ✝ Eiríkur Þor-valdsson, fyrr- verandi símamaður, fæddist í Kárabæ á Akranesi 22. febrúar 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson, f. á Bræðraparti á Akra- nesi 18.9. 1872, d. 16.5. 1944, og Sigríð- ur Eiríksdóttir, f. á Skildinganesi við Skerjafjörð, f. 22.11. 1883, d. 28.5 1934. Systkini Eiríks voru 9 talsins, en þau voru, Ólafía, húsfreyja á Hálsi í Kjós, f. 9.11. 1908, d. 8.12. 1947; Tómas Jó- hannes sjómaður, f. 30.10. 1910, d. 19.2. 1939; Sigurður Kristinn vél- stjóri, f. 1.7. 1912, d. 13.12. 1979; Málfríður, f. 15.9. 1914, Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi; Mar- grét Sigríður, f. 15.6. 1916, d. 23.5. 1920; Teitur, f. 7.1. 1920, d. 16.4. sama ár; Ólafur verkamað- ur, f. 21.6. 1922, d. 23.5. 1990, og Þorsteinn, fv. vélstjóri á Akranesi, f. 30.6. 1924. Hálfsystir Eiríks, samfeðra var Valdís, f. 21.6. 1902, látin. Eiríkur kvæntist 30.10. 1943 Guðrúnu Finnbogadóttur, f. 24.5. 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Finnbogi Sigurðsson frá Seilu í Skagafirði, f. 21.8. 1873, d. 4.3. 1936 og Þuríður Guðjónsdótt- ir frá Seljateigi í Reyðarfirði, f. 28.6. 1888, d.15.3. 1989. Börn Ei- ríks og Guðrúnar eru tvö: 1) Sig- ríður, f. 18.2. 1944, gift Vigni G. Jónssyni, þau starfa að hrognaverkun og útflutningi. Þau eru búsett á Akranesi. Sonur þeirra er Ei- ríkur, matvælafræð- ingur og fram- kvæmdarstjóri, kvæntur Ólöfu Lindu Ólafsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn, Katrínu Björk, Vigni Gísla og Eirík Hilm- ar. 2) Sigþór banka- maður, f. 30.3 1952, kvæntur Mínervu Margréti Haraldsdóttur tónlistar- kennara og á hann tvær upp- komnar stjúpdætur og einn upp- eldisson, Kolbein Helga. Þau eru einnig búsett á Akranesi. Eiríkur ólst upp á Akranesi og bjó þar alla sína tíð. Hann var fyrstu starfsárin til sjós á bátum frá Akranesi, lærði múraraiðn og starfaði við það um tíma en var lengst af símamaður hjá Pósti og Síma á Akranesi. Eiríkur sat í stjórnum Íþróttabandalags Akra- ness sem gjaldkeri og í knatt- spyrnuráði Akraness, bæði sem formaður og gjaldkeri. Hann var einn stofnfélaga í Golfklúbbi Akraness og hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ og silfurmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyf- ingarinnar á Akranesi. Einnig starfaði hann mikið fyrir Tafl- félag Akraness. Hann var félagi í Lionsklúbbi Akraness í 43 ár. Útför Eiríks fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var á fallegum íslenskum sumarmorgni sem elskulegur faðir okkar lagði af stað í það ferðalag sem við öll munum takast á hendur að lokum. Á þeirri stundu var hann umvaf- inn fjölskyldu sinni. Fjölskyldu þar sem hann var kletturinn og sú styrka stoð sem allir gátu leitað til. Þótt sorgin og söknuðurinn nísti okkur nú þá getum við ekki annað en verið þakklát almættinu fyrir þau mörgu og góðu ár sem við áttum með pabba okkar, og það að hann og mamma gátu verið saman í 61 ár að Vesturgötu 90 í húsinu sem hann byggði algerlega sjálfur og meira að segja steypti hleðslusteinana sem fóru í að reisa húsið. Það var alltaf yndislegt að fara á Vesturgötuna og hitta pabba sem við gerðum eins oft og við gátum. Hann fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast og hægt var að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. En hugsun hans var svo skýr alveg fram á hinstu stundu. En pabbi var umfram allt Skaga- maður í húð og hár. Fæddur á Akra- nesi og bjó þar alla sína ævi. Því voru málefni bæjarins honum hug- leikin og fylltist hann alltaf miklu stolti yfir velgengni Skagamanna á öllum sviðum. Íþróttir voru eitt af helstu áhuga- málunum hans og að sjálfsögðu gengi Skagamanna í knattspyrnunni og hin síðari ár þegar hann treysti sér ekki lengur á völlinn komum við alltaf saman hjá honum á Vesturgöt- unni eftir leiki og farið var yfir leik- inn og yljað sér með heitu kakói sem mamma hafði alltaf á boðstólum eftir oft á tíðum heldur kalsama dvöl á vellinum. Pabbi var mikill félagsmálamaður og lagði sig allan í það sem hann tók að sér. Sagði oft að annaðhvort ert þú í því sem þú tekur að þér af alhug eða sleppir því. Lionshreyfingin var stór þáttur í lífi hans og var hann gegnheill Lionsmaður í rúm 40 ár og fékk hann margoft viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf og mætingar og átti þar stóran hóp tryggra og góðra vina. Hann sat einnig í stjórnum Íþróttabandalags Akraness og í knattspyrnuráði Akraness og var þar um tíma formaður. Stærsta hluta starfsævi sinnar vann hann sem símamaður hjá Pósti og síma, sem þá hét, á Akranesi. Var til fjölda ára eini símamaðurinn í bænum og var hann algerlega sjálf- menntaður í þeirri tækni og gerði við og lagfærði sem til féll og auk þess sinnti hann viðgerðum í hreppunum í nágrenni Akraness. Það hefur yljað okkur að heyra hversu vel og fallega fólk talaði um störf hans og lipurð eftir að starfsferli hans lauk. Minningarnar streyma fram um yndislegan föður. Ferðirnar með þér í sveitina þegar þú varst að gera við símann í sveitinni og ganga með þér meðfram loftlínunum í leit að bilun- um. Keyra með þig um bæinn okkar þar sem þú varst hafsjór af fróðleik um Akranes, menn og málefni. Ógleymanleg hringferð um landið og síðar á Vestfirði. Í þeim ferðum var þekking þín á landinu ótrúleg þótt þú hefðir aldrei komið á marga þessara staða áður. En þú varst svo fróðleiksfús og last þér svo mikið til alla tíð um landið og þú þekktir þetta allt í gegn um þann fróðleik. Þá vor- uð þú og mamma óþreytandi að fara um helgar og í fríum í styttri og lengri ferðir um landið og sérstak- lega um Borgarfjörðinn þar sem þið þekktuð nánast hverja þúfu. En þetta er aðeins brot af minn- ingum sem við geymum um þig, elsku pabbi okkar. Elsku mamma. Missir þinn er mikill en þú hefur staðið þig eins og sönn hetja eins og alltaf. Við stönd- um öll saman í sorginni og munum styðja þig og vernda. Þið voruð ynd- isleg hjón, alltaf svo samrýnd og gát- uð verið saman á Vesturgötunni nánast til hinstu stundar. Þú vildir hafa pabba hjá þér til loka. Allra síð- ustu árin var það fyrir þinn dugnað að það var mögulegt, þú hugsaðir svo vel um hann. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Elsku pabbi. Takk fyrir allt það sem þú gafst okkur, kærleikann, umhyggjuna og hvatninguna. Bless að sinni, sjáumst seinna. Sigríður og Sigþór. Fallinn er frá Eiríkur Þorvalds- son, fyrrverandi símamaður á Akra- nesi, eftir stutta en snarpa glímu við manninn með ljáinn. Fram í hugann streyma minningar um tæplega fjögurra áratuga samleið í lífsins göngu. Kynni okkar hófust þegar undirritaður fór að gera hosur sínar grænar fyrir Sigríði dóttur hans. Í seinni tíð hefur mig oftlega undrað af hversu miklu umburðarlyndi Ei- ríkur og kons hans Guðrún Finn- bogadóttir tóku mér þegar ég fór að venja komur mínar á Vesturgötu 90 á Akranesi. Frá fyrsta degi mætti ég þar ástúð og væntumþykju. Í biblíunni stendur: Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma ... Þessi orð koma upp í huga minn í dag þegar Eiríkur Þorvaldsson er kvaddur. Eiríkur var rúmlega hálfníræður þegar hann lést. Hann hefur því munað tímana tvenna. Eins og títt var um Skagamenn á þeim árum fór hann ungur á sjó og reri margar vertíðar héðan frá Akranesi og eins var hann á síld fyr- ir Norðurlandi. Þegar tækifæri gafst sparkaði hann fótbolta eins og alsiða er á Akranesi og var vel liðtækur á þeim vettvangi. Síðar á ævinni var hann um skeið formaður knattspyrnuráðs ÍA og var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1978 og silfurmerki KSÍ 1979 fyrir störf sín að íþróttamálum. Eiríkur var alinn upp á barn- mörgu sjómannsheimili á fyrsta fjórðungi síðustu aldar. Systkini Ei- ríks voru níu talsins og var Eiríkur sá sjötti í röðinni. Vafalaust hefur þurft að gæta ýtrustu hagsýni og sparsemi við heimilisreksturinn svo endar næðu saman. Aðeins 16 ára gamall varð Eiríkur fyrir þeirri sáru reynslu að missa móður sína. Eiríkur var mjög félagslyndur maður. Hann var einn af stofnend- um Lionsklúbbs Akraness svo og Golfklúbbsins Leynis hér á Akra- nesi. Einnig starfaði hann af krafti innan íþróttahreyfingarinnar um langt skeið. Hann fylgdist mjög vel með öllum íþróttamótum og keppn- um. Einkum hafði hann mikinn metnað fyrir hönd ÍA og þegar hann lá banaleguna mættust gömlu erki- fjendurnir ÍA og KR. Dóttir Eiríks kveið mjög fyrir úrslitum leiksins og sagðist ekki geta fært föður sínum þær fréttir að ÍA hefði orðið að láta í minni pokann fyrir þeim eitt skiptið enn. Sem betur fór kom ekki til þess. Eiríkur var búinn að hlakka lengi til að útsendingar hæfust frá Ólymp- íuleikunum í Aþenu. Örlögin höguðu því hins vegar þannig, að sama dag var hann fluttur fárveikur á Sjúkra- hús Akraness, þar sem hann lést 13 dögum síðar. Ég kveð Eirík Þorvaldsson með djúpri virðingu og þökk. Vignir Gísli Jónsson. EIRÍKUR ÞORVALDSSON  Fleiri minningargreinar um Ei- rík Þorvaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Mínerva M. Haralds- dóttir, Eiríkur, Ólöf Linda, Katrín, Vignir og Eiríkur, Gunnar Sigurðs- son, Guðni Björgólfsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.