Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hörður Bjarna-son fæddist í
Stóru-Mástungu í
Gnúpverjahreppi 18.
febrúar 1920. Hann
lést á heimili sínu
Stóru-Mástungu II
sunnudaginn 22.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bjarni Kolbeinsson í
Stóru-Mástungu, f.
18.6. 1886, d. 27.10.
1974 og Þórdís Ei-
ríksdóttir, f. 18.4.
1880, d. 13.7. 1946.
Systkini Harðar voru
Kolbeinn, f. 27.1. 1915, Halla, f.
21.8. 1916, Eiríkur, f. 8.6. 1918, d.
5.12. 2003, Haraldur, f. 39.11. 1924
og Jóhanna, f. 2.2. 1933.
Hörður kvæntist 5. ágúst 1944
eftirlifandi eiginkonu sinni Aðal-
heiði Ólafsdóttur, f. 14. janúar
1926. Hörður og Aðalheiður eign-
uðust sex börn, þau eru: 1) Þórdís,
f. 22.6. 1944, hún á þrjú börn, Hörð
Lúðvíksson, alinn upp í Mástungu
og Laufeyju og Sigurlaugu Rún-
arsdætur. Þórdís er í sambúð með
Þórði Haraldsyni. 2) Jóna Sigur-
björg, f. 24.7. 1945, í sambúð með
Hauki Aðalsteinsyni. 3) Ólöf Unn-
ur f, 10.2. 1947, gift Einari Hall-
dórssyni, þau eiga þrjú börn, Að-
alheiði, Sigrúnu
Gretu og Eydísi. 4)
Jóhanna, f. 6.4. 1948,
hún á tvö börn, Tóm-
as og Christinu Gre-
gers. Jóhanna er í
sambúð með Magn-
úsi Ólafssyni. 5)
Hulda, f. 16.3. 1955,
d. 8.1. 2004, var í
sambúð með Stein-
dóri Stefánssyni, þau
eignuðust þrjú börn
Ólaf, Kristin sem lést
á fyrsta ári og
óskírðan sem lést
einnig á fyrsta ári. 6)
Bjarni, f. 4.8. 1956, kvæntur Jór-
unni Lilju Andrésdóttur, þau eiga
fjögur börn, Önnu Heiðu, Bryn-
dísi, Hörð Má og Jóhönnu Ýr.
Hörður ólst upp í Stóru-Más-
tungu hjá foreldrum sínum, stund-
aði nám í Ásaskóla, Íþróttaskólan-
um í Haukadal og vann að búinu
ásamt ýmsum tilfallandi störfum
og vörubílaakstri. Hörður og Að-
alheiður hófu búskap í Stóru-
Mástungu 1944 en reistu síðan ný-
býlið Stóru-Mástungu II og byrj-
uðu búskap þar árið 1950 og hafa
búið þar síðan.
Útför Harðar fer fram frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, nú ert þú kominn yfir
móðuna miklu og sjálfsagt búinn að
finna hana Huldu okkar, sem fór á
undan þér í vetur, ég veit að ykkur
líður vel saman. Ég er elst okkar
systkinanna og man fyrstu búskap-
arárin ykkar mömmu í rjómabúinu
þeirra afa og ömmu. Þú varst alltaf
ákveðinn að eignast þína eigin jörð
og verða þinn eigin herra, sem þú
varðst með heiðri og sóma. Þið
mamma byggðuð síðan upp jörðina
Stóru-Mástungu, og með elju og
samheldni komuð þið upp ykkar búi
og börnum.
Margs er að minnast og er þá of-
arlega í huga umhyggja þín fyrir öllu
sem lífsandann dregur, og ekki síst
skepnunum sem áttu hug þinn allan
seint og snemma fram á síðustu
stundu. Mér voru mikið dýrmætar
stundirnar sem ég átti með þér í
sumar, pabbi minn, ég veit að þú
varst að vona að þér entist heilsa til
að sjá féð koma af fjalli í haust og
gera þær ráðstafanir sem þú ætlaðir
þér að gera en svo fór sem fór.
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn,
blessuð sé minning þín.
Þórdís.
Ég er farinn „inn fyrir fjall,“ kall-
ar hann inn um dyrnar, snýst á hæli
og er horfinn. Það að fara „inn fyrir
fjall“ þýddi að þræða eftir vegaslóða
og einstigi yfir fjallið fyrir ofan bæ-
inn, þar fyrir innan tók við fjallasal-
ur, friðsæll og fallegur og þar eru
túnin hans landið sem hann hefur
erjað frá byrjun.
Þar var paradísin.
Faðir minn vissi fátt eftirsóknar-
verðara en að dvelja þar og stundum
fékk maður á tilfinninguna að hann
léti sér vænna um túnin innfrá en
heimafyrir.
Mamma vissi að hann yrði seinn í
matinn, reyndar voru mestar líkur á
að hann kæmi ekki fyrr en í kvöld-
mat.
Innfrá var margt sem þurfti að
hlúa að, það þurfti að líta eftir gras-
sprettunni, huga að girðingum og á
hverju vori þurfti að laga vegaslóð-
ann.
Ef ekki þurfti að huga að einhverj-
um þessara hluta, mátti allt eins fara
og líta yfir landið og finna kyrrðina.
Hann var sannur bóndi, alúð við
landið, fádæma næmi fyrir búfénaði
var honum í blóð borin og í Más-
tungu var hann fæddur og í Más-
tungu vildi hann vera, þar var hans
líf.
Pabbi hafði þessa ljúfu og gefandi
návist, það að vera nálægt honum
var lærdómur, hann hélt ekki langar
ræður um hvernig hlutirnir ættu að
vera, hann hafði áhrif með sinni
breytni, með sínu viðhorfi, sinni
framkomu og glaðværð.
Að hnjóða í aðra var ekki hans
stíll, að berast á ekki hans háttur,
hann sagði mér eitt sinn sögu frá því
þegar hann var ungur, lítið atvik sem
mótaði hans framkomu upp frá því.
Á sínum ungdómsárum ók hann
vörubíl, flutti vikur frá Reykholti til
Reykjavíkur. Í einni ferðinni bilaði
bíllinn svo hann varð að skilja hann
eftir og hélt af stað fótgangandi.
Lítil umferð var á þessum tíma en
að lokum ekur hjá honum bíll en
stoppar ekki.
„Það vildi ég að það springi hjá
honum þessum,“ segir hann upphátt
við sjálfan sig, og svo varð.
Þá hét hann því að senda aldrei
neikvæðar hugsanir til nokkurs
manns því hugsanir hafa mátt.
Prakkaraskapur var honum krydd
í tilveruna og ætíð tókst honum að
vekja með honum gleði og kátínu en
aldrei á kostnað annarra.
Núna seinnipart vetrar þegar
hann var farinn að takast á við sín
veikindi sagði hann mér að hann ætl-
aði að tóra fram yfir sauðburð, hann
ætti ennþá nokkrar kindur og brosti
glettnislega.
Honum tókst þetta æðruleysi síð-
ustu mánuði, fékk óskina að vera
heima uppfyllta, að halda upp á sex-
tugs brúðkaupsafmælið, að njóta
umönnunar mömmu minnar, „bestu
hjúkrunarkonunnar“, að kveðja sátt-
ur heimanfrá.
Pabbi minn, ég sé það nú að þú
hefur átt gott líf þó það hafi ekki allt-
af verið auðvelt, þú hefur alltaf átt
svo auðvelt með að gefa, alltaf verið
fús að hjálpa og alltaf verið tilbúinn
að fyrirgefa, ég kveð þig nú með
söknuði, þakka fyrir allt sem þú hef-
ur kennt mér og gefið, finn ró og frið
í hjarta mínu þegar ég hugsa til þín.
Bjarni Harðarson.
Mig langar að minnast Harðar
Bjarnasonar, bónda í Stóru Más-
tungu 2, sem lést sunnudaginn 22.
ágúst sl. eftir erfið veikindi. Alltaf er
léttir þegar mikið veikt fólk fær
hvíldina, en að sama skapi er sökn-
uðurinn mikill.
Ég átti því láni að fagna að fá að
umgangast Hörð og fjölskyldu í 20
ár og tel það forréttindi. Mörgum
stundum eyddi maður í heyskap að
reyna að létta undir með Herði, enda
mikið starf að vera bóndi. Hafði ég
mikla ánægju af þessu, enda fann
maður fyrir miklu þakklæti frá hon-
um. Hann rak nokkuð stórt bú í
Stóru Mástungu lengstum og gerði
það af miklum myndarskap. Það var
mikið gaman að vera með Herði við
gegningar, hann hafði svo gott lag á
skepnum að stundum brosti maður,
það var eins og skepnurnar skildu
hann og öfugt.
Það væri hægt að segja frá mörgu
skemmtilegu þessi ár en upp úr
stendur hvað Hörður var skipulagð-
ur við vinnu sína og alltaf jafn róleg-
ur. Gekk hann alltaf til sinna verka
með bros á vör og fannst manni þetta
allt leika í höndunum á honum.
Elsku Heiða, þú hefur misst mik-
ið, en þetta er gangur lífsins og hjá
þessu verður ekki komist. Ég bið
góðan Guð að styrkja þig á erfiðri
stundu. Þú átt góða að og ég veit að
börnin munu gera allt fyrir þig sem
hægt er til að þér líði vel. Kæri Hörð-
ur, ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og fengið að eyða þess-
um árum í návist þinni. Þú varst mik-
ið góður maður sem ég lærði margt
af.
Rúnar Sigurðsson.
HÖRÐUR
BJARNASON
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
ÁGÚST HALLMANN MATTHÍASSON,
Heiðarhvammi 6,
Keflavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu-
daginn 26. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Matthíasdóttir, Kjartan Ólason,
Guðmundur Matthíasson, Inga Björk Hólmsteinsdóttir,
Hjörleifur Matthíasson.
Faðir okkar,
EIRÍKUR BALDVINSSON,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
24. ágúst sl.
Silja Sjöfn Eiríksdóttir,
Edda Völva Eiríksdóttir,
Vésteinn Rúni Eiríksson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGHVATUR FANNDAL TORFASON
kennari
Laugatúni 11,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga á Sauð-
árkróki miðvikudaginn 25. ágúst.
Sigurlaug Pálsdóttir,
Guðrún Sighvatsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörnsson,
Páll Sighvatsson, Margrét Grétarsdóttir,
Gunnlaugur Sighvatsson, Elín Gróa Karlsdóttir
og barnabörn.
Dóttir okkar og systir,
HRÖNN SIGURÐARDÓTTIR JONES,
lést í Mesa, Arizona, laugardaginn 21. ágúst.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn H. Kristinsson,
Björg Kristinsdóttir Arnesen,
Siggi Kristinsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR GEIRSSON
frá Reyðará,
síðast til heimilis í
Gullsmára 8,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju, Höfn,
laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði, Lóni.
Ásta Guðlaugsdóttir,
Ásgeir Grétar Sigurðsson, Þorgerður Gunnarsdóttir,
Gunnlaugur Sigurðsson, Sólveig Edda Bjarnadóttir,
Anna Dóra Sigurðardóttir, Hafliði Magnús Guðmundsson,
Þrándur Sigurðsson, Rakel Guðmundsdóttir,
afabörn og langafabarn.
Elskuleg móðir okkar,
HELGA HERMUNDARDÓTTIR,
Eyrargötu 6,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar aðfara-
nótt mánudagsins 23. ágúst sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.