Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann Halldórs-son fæddist á Fá-
skrúðsfirði 24. okt.
1942. Hann lést að
kvöldi miðvikudags-
ins 18. ágúst síðast-
liðins. Foreldrar
hans voru hjónin
Anna Erlendsdóttir
(1924-1998), frá
Brekkuborg í Fá-
skrúðsfirði, og Hall-
dór Jónsson (1919-
1982), sjómaður og
útgerðarmaður, frá
Hafnarnesi. Systir
Jóhanns er Brynja, f.
1944, gift Haraldi Benediktssyni
skipstjóra. Eitt barna Önnu og
Halldórs lést í frumbernsku 1947.
Uppeldisdóttir þeirra er Erna
Þórsdóttir, f. 1963 (dóttir
Brynju), gift Halldóri Hjörleifs-
syni. Fjölskyldan fluttist frá Fá-
skrúðsfirði til Vestmannaeyja
1951 og bjó þar æ síðan, lengst á
Boðaslóð 16.
Jóhann kvæntist 21. nóv. 1964
Aðalbjörgu Jóhönnu Bernód-
usdóttur (Lillu), f. 28. maí 1944,
dóttur Bernódusar Þorkelssonar
(1920-1957) skipstjóra og Aðal-
bjargar Jóhönnu Bergmundsdótt-
ur (1919-2003) sem bæði voru
fædd í Eyjum og kennd við húsið
Borgarhól. Börn Jóhanns og Að-
albjargar eru 1) Anna Dóra, f. 9.
júní 1962, forstöðumaður Líkams-
ræktarstöðvarinnar Hressó í Eyj-
um; maður hennar er Vignir Sig-
urðsson, f. 8. apríl 1966,
sjómaður, dóttir þeirra er Ann-
ika, f. 14. sept. 1988, en fyrir á
Anna Dóra soninn Jóhann Braga
Stefánsson, f. 20. júní 1984. 2) Jó-
hanna, f. 3. apríl 1968, kennari við
Varmalandsskóla, hún á soninn
Gabríel Kárason, f. 22. júlí 1996.
3) Heimir, f. 28. júní
1972, kerfisfræðing-
ur, sambýliskona
hans er Ásdís Har-
aldsdóttir, f. 11. jan.
1979, rannsóknar-
lögreglumaður, þau
eiga tvo syni, Ísak, f.
19. júlí 1999 og
Bóas, f. 20. maí
2004, en fyrir á
Heimir dótturina
Söru, f. 12. febr.
1991. 4) Birgit, f. 28.
okt. 1979, námsmað-
ur, sambýlismaður
Guðmundur Tómas
Sigurðsson, f. 2. des. 1980, flug-
maður; þau eiga soninn Tómas
Tinna, f. 1. jan. 2004.
Jóhann lauk skyldunámi við
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
1957. Hann fór ungur til sjós,
varð vélstjóri 1962 og síðar skip-
stjóri eftir að hann lauk námi við
Stýrimannaskólann í Vestmanna-
eyjum 1972. Hann rak útgerð frá
1966, fyrst í félagi við aðra, frá
1968 með Herði Jónssyni skip-
stjóra, en síðar einn, eða frá 1980.
Uppistaðan í útgerð hans var
Andvari VE 100, nú rækjuskip, en
auk þess gerði Jóhann út aðra
minni báta og tók þátt í ýmiss
konar öðrum atvinnurekstri
tengdum sjávarútvegi í Vest-
mannaeyjum. Hann starfaði í
samtökum útvegsmanna í Eyjum,
var um árabil í stjórn Báta-
ábyrgðarfélags Vestmannaeyja,
virkur í Útvegsbændafélagi Vest-
mannaeyja og sótti aðalfundi
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Hann var enn fremur
lengi félagi í Oddfellow-reglunni.
Útför Jóhanns fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ó, elsku pabbi, mér verður orða
vant. Það eru ekki til nógu stór lýs-
ingarorð til þess að segja frá þér. Þú
varst einfaldlega flottastur. Ég var
svo stolt af þér. Þú varst lang-
skemmtilegasti pabbi sem hægt var
að hugsa sér. Þegar ég var barn öf-
unduðu aðrir krakkar mig af þér. Þú
varst sá eini sem nenntir að gera
hlutina með okkur. Koma með í fót-
bolta í útilegunni og setja upp krik-
ket-völlinn. Búa til alls konar keppn-
ir til að gera tilveruna skemmtilegri
meðan aðrir fullorðnir lágu á melt-
unni.
Minningarnar streyma, þær gætu
fyllt þykka bók. Að missa þig núna.
Alla tilveruna skók. Ég mun sakna
þín alltaf. Hvað get ég sagt. Svo
mikilfenglegur persónuleiki sem þú
varst. Og sögurnar þínar og gull-
kornin þín finnst mér núna vera dýr-
mætasta eignin mín. Minningin þín
mun að eilífu lifa með þeim.
Greiðvikni, hjálpsemi, mann-
gæska og gjafmildi voru samofin
þér. Þú gerðir allt fyrir alla og það
gleði gaf þér. Leiftrandi húmor,
kaldhæðni og skot voru yndislegir
þættir sem ávallt fylgdu þér. Og
ólatari mann er vart hægt að hugsa
sér. Nenntir að gera hlutina og
gerðið það með bros á vör. Þú kunn-
ir svo sannarlega að lifa lífinu. Þú
gerðir það flott. Þú varst fyndinn og
skemmtilegur. Þú elskaðir lífið.
Náttúruna og sport. Þú elskaðir
veiði af öllum sortum. Jeppinn og
jöklarnir vöru hluti af þér. Hver ger-
ir nú allt þetta skemmtilega með
mér? Þú elskaðir hafið og bátinn
þinn. Þú elskaðir börn og að leika
þér með þeim. Öll börn sem við
þekktum soguðust að þér. Þú varst
ótrúlegur maður. Þú varst svo mik-
ilvægur mér. Ég þakka fyrir allar
stundirnar sem ég átti með þér. Í
framtíðinni skal ég gera eins og þú.
Lifa lífinu lifandi. Njóta þess að vera
hér og nú. Ég vildi núna að ég hefði
oftar sagt þér hvað þeir voru mikils
virði. Þessir tímar með þér. Og ég
hefði oftar faðmað þig og kysst.
Synd að við skulum oft ekki skilja
fyrr en við höfum misst. Nú segi ég
orðin sem sagði ei við þig. Ó, elsku
pabbi, ég elska þig.
Lítið tár lekur á brauðið.
Látlaust hugsa um þig.
Aldrei aftur auðið.
Að þú kyssir mig.
Hjartað harmþrungið, stolt
Ég hafði þig.
Hefur heiminum hvolft.
Hvað verður um mig?
Sjálf ég, litla sálin,
sem treysti á þig.
Þegar þutu upp vandamálin.
Þú leystir fyrir mig.
Tíminn tifar leið sína
þú skilur tóm eftir þig.
Í minningu þína.
skal ég standa mig.
Þín dóttir
Jóhanna.
Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Takk fyrir allt, pabbi minn,
þinn
Heimir.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sorgin hitti mig í hjartastað, hann
pabbi minn er dáinn.
Það er oft sagt að maður geti ekki
valið sér foreldra, aðeins vini. Ég
hefði samt valið hann pabba, bæði
sem pabba og vin. Mikið þykir mér
erfitt að hugsa um framtíðina án
hans, hafa hann ekki við hlið mér.
Hann var svo stór hluti af mínu lífi.
Ég gleðst svo innilega yfir því að ég,
Gummi og Tómas Tinni fluttum til
hans og mömmu núna í maí og feng-
um að eyða sumrinu með honum. Sá
tími er mér ómetanlegur, ógleyman-
legur og dýrmætur. Að sjá hann
með Tómasi Tinna, litla afastrákn-
um eru ómetanlegar minningar.
Hann var svo mikill afi. Þegar hann
labbaði inn um dyrnar um kvöldmat-
arleytið, eftir sína daglegu sundferð,
voru hans fyrstu orð „Hvar er
hann?“ Hann sá ekki sólina fyrir
honum, hann elskaði hann svo mikið
og Tómas Tinni elskaði afa sinn svo
mikið. Barnabörnin hafa ekki aðeins
misst heimsins besta afa, heldur hef-
ur mamma misst manninn sinn til 40
ára og við systkinin yndislegasta
pabba sem gengið hefur á þessari
jörð. Söknuðurinn er svo mikill.
Hann var svo mikill öðlingur, það
er ekkert í þessum heimi sem hann
hefði ekki gert fyrir fjölskylduna.
Það var alltaf svo lítið mál að biðja
hann um eitthvað, hann var alltaf
boðinn og búinn.
Pabbi hafði svo marga góða eig-
inleika, hnyttinn og kaldhæðinn
húmor, lífsgleði, vinnusemi og hlýj-
an faðm. Það eru ekki til orð yfir hve
duglegur hann var, aldrei féll honum
verk úr hendi. Gummi sagði oft að
það væri ekkert frí að fara með hon-
um í sumarfrí. Við vorum varla sest
niður, þegar hann kom með setn-
ingar eins og „Jæja, eigum við að
fara að slá blettinn?“ eða „Eigum við
að mála þakið?“ Alltaf vildi hann
vera að.
Pabbi hafði gaman af útivist, veiði,
fjallaferðum. Aldrei naut hann sín
betur en uppi á jökli, í Grenlæk eða
uppi í sumarbústað. Ég hugsa að
hann hefði viljað enda lífið í Gren-
læk, þann stað elskaði hann svo mik-
ið. Heimir og Jóhanna voru farin að
smitast af áhuga hans á nátturunni,
og oftast fór annað hvort þeirra með
honum. Hann var svo stoltur af því.
Pabbi var ekki maður mikilla
orða, en maður fann þó hve mikið
honum þótti vænt um okkur öll.
Hann var maður verka. Ást hans til
mömmu var mikil, hann færði henni
morgunmat í rúmið á hverjum ein-
asta morgni, hann vaskaði alltaf
upp, hélt alltaf á töskum fyrir hana,
það má segja að hann hafir dýrkað
jörðina sem hún gekk á. Hann sagði
alltaf „Hún mamma þín er alveg
meiriháttar“. Hann pabbi elskaði
sjóinn og allt sem í honum var. Ég
veit ekki hve marga bryggjurúnta
við höfum farið, hann þekkti alla
báta með nafni og sögu þeirra. Hann
var nýbúinn að kaupa nýtt og stærra
skip, missti aldrei áhugann þótt ald-
urinn færðist yfir. Það hvarflaði
aldrei að honum að hætta í útgerð,
það var það sem hélt honum gang-
andi.
Mikið er ég stolt af því að hafa
verið dóttir hans, ég vona bara að ég
hafi eitthvað af hans eiginleikum í
mér, því þá veit ég að ég er góð
manneskja.
Hann var manna bestur, ég sakna
hans svo mikið.
Elsku pabbi, ég lofa að segja
Tómasi Tinna frá því hve góður þú
varst við hann, hve mikið þú dekr-
aðir hann og af hve miklu hann er að
missa.
Þú áttir Tómas Tinna með okkur
Gumma. Minning þín lifir í hjarta
okkar allra.
Pabbastelpan
Birgit.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Það var sólfagur sumardagur og
karlinn ég var að fagna 78 ára af-
mælinu mínu þegar helfregnin barst
mér, mig setti hljóðan. Jóhann Hall-
dórsson hefði orðið 62 ára 24. októ-
ber nk. Annálað hraustmenni sem
stakk sér til sunds næstum daglega
og synti í vetur svokallað „Guðlaugs-
sund“ sér til gamans. Að hann skyldi
finnast látinn í uppáhalds veiðihyln-
um sínum við Grenlæk voru undur.
En vegir Drottins eru margvíslegir,
við krufningu kom í ljós að bana-
meinið var blóðtappi í hjarta en Guð
valdi svo sannarlega rétta staðinn,
þennan stað og þetta umhverfi dáði
Jói. Í þetta sinn var hann ásamt
Heimi syni sínum og félaga hans.
Búið var að grilla morgunveiðina og
strákarnir voru að laga til og slá
blettinn við veiðihúsið og fl. Jóhann
brá sér einn upp í veiðistaðinn sinn
þar sem þeir fundu hann látinn,
seinna um daginn.
Fyrir rúmum fjörutíu árum tók
amerísk fólksbifreið af Chrysler
gerð að venja komur sínar á Kirkju-
veginn um kvöldmatarleytið og
flauta smá. Þannig hófst ástarsaga
Jóa Halldórs og heimasætunnar í
Borgarhól. Jóhann Halldórsson bar
nokkur nöfn meðal bæjarbúa, Jói á
Andvara, Jói hennar Lillu, Jói út-
gerðarmaður. Alls staðar þar sem
Jói kom að málum fóru hlutirnir að
gera sig. Jóhann var þekktur fyrir
orðheldni og góðmennsku. Barna-
gæla var hann með eindæmum og
margir afalingar eiga eftir að furða
sig á því að sjá aldrei afa á bílnum.
Mörg góðverk þeirra hjóna verða
ekki tíunduð hér, en margur illa
staddur samferðamaður og kona
þakka með fögrum hugsunum með
bænum.
Þau hjónin ráku útgerð sína af
skörungsskap og rausn. Þegar
kvótakerfið fór að sverfa að íslensk-
um útgerðum fór Jóhann í farar-
broddi fyrir því að menn nýttu sér
færi sem gáfust erlendis og sigldi þá
Andvari undir erlendum veiðifánum.
Þegar menn sáu að þetta gekk vel
runnu fleiri þessa slóð. Svona maður
var Jóhann Halldórsson, hann var
óhræddur við að ryðja veginn. Í fjöl-
skyldulífinu var Jóhann alsæll með
glæsilega eiginkonu, fjögur mann-
vænleg börn og sjö barnabörn.
Á Höfðaveginum eru nú daprir
dagar, ég votta Lillu og börnunum
mína dýpstu samúð og kveð með
orðum séra Matthíasar.
Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.
Vertu sæll, vinur, það eiga margir
eftir að sakna þín.
Magnús Magnússon
(Maggi Magg).
Miðvikudaginn 18. ágúst fengum
við að finna fyrir því hve bilið milli
lífs og dauða er ótrúlega stutt. Hann
Heimir minn var staddur í veiði
austur í Grenlæk með pabba sínum
og Eika vini þeirra. Ég talaði við þá
um kvöldmatarleytið og þá heyrði
ég svo innilega á Heimi hvað lífið var
yndislegt. Gott veður, mikil veiði og
þeir félagar höfðu átt góðar stundir
saman. Tæpum tveimur tímum síðar
fæ ég annað símtal frá Heimi,
greinilegt var að eitthvað hræðilegt
hafði gerst. Já, Jói var allur, horfinn
frá okkur á sviplegan hátt.
Mín fyrstu kynni af Jóa og Lillu
voru sumarið ’96 þegar ég og Birgit
urðum vinkonur. Ég sá þá strax að
þarna voru sómahjón á ferð, ekki
grunaði mig þá að þetta ættu eftir að
verða tengdaforeldrar mínir.
Jói var um margt sérstakur mað-
ur. Þegar ég segi sérstakur þá
meina ég það á jákvæðan hátt því
hann var einstakur, það finnst ekki
annað svona eintak. Góðmennskan
uppmáluð, hann mátti ekkert aumt
sjá. Hann var mikill húmoristi og
hvernig hann gat orðað hlutina var
með ólíkindum. Til dæmis kallaði
hann kjúkling skíthoppara, hrís-
grjón hvítan rottuskít og salat var
bara óétandi gras og pizzur kallaði
hann pappaspjöld, maður gat ekki
annað en brosað út í annað þegar
maður heyrði Jóa orða hlutina á sinn
hátt.
Það var nú alltaf brandari í fjöl-
skyldunni varðandi starf Jóa en við
sögðum hann vera eina „atvinnu-
hringlarann“ á Íslandi. Titilinn fékk
hann þegar eitt barnabarnið spurði
afa við hvað hann ynni eiginlega. Jói
varð hugsi í smá stund en sagði svo
„ég er bara svona að hringla“. Málið
var það að þó að Jói hefði ekki unnið
„venjulega“ vinnu í mörg ár þá var
alltaf brjálað að gera hjá honum, við
að „hringla“. Enda var maðurinn
með eindæmum „nenninn“ ef það
má orða það svo. Hann nennti bara
öllu. Svona afi sem nennti að gera
allt með barnabörnunum sínum.
Ég dvaldi hér í Eyjum í júní sl.
með strákana mína og á þeim tíma
sá ég Ísak varla því hann var svo
mikið að „hringla“ með afa Jóa.
Hann fór með krakkana út á sjó á
sjóstöng, í sundlaugina, í fjallgöngu
upp á Klif, svo var farið í pottinn á
hverju kvöldi, þeir slógu blettinn,
fóru bryggjurúnta, fóru upp á rusla-
hauga. Hann hafði nógan tíma og
þolinmæði og fannst bara svo
skemmtilegt að gleðja litlar sálir.
Hann var ótrúlegasti afi sem ég hef
á ævinni kynnst enda er missir
barnabarnanna mikill. Hann leyfði
þeim að gera allt með sér. Enda sog-
uðust börn gjörsamlega að honum
og hundar líka. Mjög sérstakt að sjá
það. Það var bara eitthvað svo góð-
legt við Jóa.
Í jeppanum var hann alltaf með
disk í spilaranum en sá mest spilaði
var líklegast diskurinn með Vil-
hjálmi Vilhjálms enda er uppáhalds-
lag afastrákanna þina Ísaks og
Gabríels „Bíddu pabbi“. Nú í þinni
síðustu veiðiferð var það Cat Ste-
vens sem varð fyrir valinu.
Jói var mikill ævintýramaður og
veiðimaður af Guðs náð. Þeir Heimir
fóru saman í margar skemmtilegar
jeppaferðir, þeir fóru alltaf saman á
Hveravelli að veiða rjúpuna í jóla-
matinn, nú síðustu ár hafa þeir líka
farið saman á hreindýraveiðar og
ekki má gleyma paradísinni ykkar
Grenlæk. Ég er þess fullviss að ef þú
hefðir mátt velja þér stað til að
deyja á þá hefðir þú valið Grenlæk.
Þegar þú talaðir um þennan stað
gastu ekki haldið aftur af brosinu.
Settir upp svipinn þinn sem ég kalla
alltaf montsvipinn. Þennan montsvip
settirðu upp við mörg tækifæri, t.d.
þegar við töluðum um Lillu þína,
þegar þú talaðir um börnin ykkar
Lillu gastu ekki falið það hve stoltur
þú varst af þeim öllum fjórum, þú
ljómaðir líka þegar við töluðum um
barnabörnin ykkar. Svo má nú ekki
gleyma gamla jeppanum þínum sem
við keyptum af þér og gerðum upp.
Þú varst ekkert smá montinn með
hann, V 47. Talan 47 var líka þín tala
og mun minna á þig alla tíð.
Alltaf gafstu þér tíma til að labba
yfir til okkar þegar þú varst í bæn-
um. Þú sýndir okkur svo sannarlega
hve vænt þér þótti um okkur. Þú
varst stór hluti af okkur öllum,
hlekkurinn í fjölskyldunni, svona allt
í öllu.
Sorgin er sár og sársaukinn þarf
sinn tíma en minningin um Jóa okk-
ar lifir með okkur alla tíð. Ég bið
góðan Guð að vaka yfir þér um leið
og ég þakka þér fyrir allt sem þú
varst mér og mínum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég á svo gríðarlega margar minn-
ingar um Jóa sem ég get ekki komið
á blað. Við Heimir munum þó segja
strákunum okkar hve yndislegur afi
þeirra var. Ég veit að Heimir mun
halda í hefðirnar og taka strákana
okkar með sér í þessar ferðir sem
Jói hafði farið með hann í. Ég kveð
þig að sinni Jói minn um leið og ég
óska þér góðrar veiðar þarna hinum
megin, ég veit að þú ert að gera það
sem þér fannst skemmtilegast.
Guð gefi Lillu styrk í sorginni og
okkur hinum sem syrgjum Jóa sárt.
Þín tengdadóttir,
Ásdís Haralds.
JÓHANN
HALLDÓRSSON