Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 46
Erlendir dómar Roger Ebert: USA Today: www.imdb.com: 7,4/10 Metacritic.com: 7,1/10 The Hollywood Reporter: 60/100 (skv. útr. metacritic.com) Variety: 70/100 (skv. útr. metacritic.com) The New York Times: 90/100 (skv. útr. metacritic.com) ÞÁ ER hann mættur aftur, laun- morðinginn snjalli, Jason Bourne í The Bourne Supremacy. Hér er á ferðinni önnur kvikmyndin um hinn sjalla Bourne en hann er hug- arfóstur rithöfundarins Roberts heitins Ludlums. Þegar aðgerð CIA-leyniþjónust- unnar til að útvega leynileg skjöl frá Rússlandi fer út um þúfur er leitað á náðir þeirra Bourne og heitkonu hans, Marie, sem dveljast í kyrrlátu þorpi við sjávarsíðuna undir fölskum nöfnum. Bourne, sem heitið hafði hefndum hverjum þeim frá hinu fyrra lífi sínu sem hefði við hann samband, neyðist nú til að beita kunnáttunni í lifi- brauði sínu til að komast lífs af. Það er sem fyrr Matt Damon sem fer með hlutverk Bourne og hin þýska Franka Potente sem fer með hlutverk Marie. Með önnur hlutverk fara Julia Stiles, Brian Cox, Karl Urban og Joan Allen. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass en Tony Gilroy skrifar handritið eftir samnefndi sögu Ro- berts Ludlums. The Bourne Supremacy er frum- sýnd í dag í Sambíóunum, Há- skólabíói og Laugarásbíói. Frumsýning | The Bourne Supremacy Matt Damon og Franka Potente í The Bourne Supremacy. Bourne á kreik á nýjan leik 46 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HASARBLAÐAHETJUR eru þrátt fyrir ótrúlega velgengni síðustu ára, engin trygging fyrir aðsókn, hvað þá gæðum. Kattarkonan er marflöt og lítil skemmtun, vonandi gerast þær ekki verri í ár. Halle Berry leikur Patience Phil- lips, auglýsingateiknara hjá risavöxn- um snyrtivöruframleiðanda sem er að setja nýtt krem á markaðinn. Það á að viðhalda eilífri æsku en Patience kemst óvænt að því að smyrslið hefur alvarlegar aukaverkanir og er henni snarlega komið fyrir kattarnef. Í orðsins fyllstu merkingu því dularfull kisulóra blæs í hana nýju lífi þar sem hún liggur dauð á haugunum. Upp sprettur Kattarkonan ógurlega, þ.e.a.s. um nætur, og mál til komið að hefna. Sagan er ófrumleg og persónurnar grunnar. Hver er Kattarkonan? Við fáum lítil svör við því,. hún er e.k. við- undur sem gefur hinni íturvöxnu Halle Berry tækifæri til að klæða sig í latex, hefja svipu á loft og hoppa á milli húsþaka – en ekki að segja stakt orð af viti frekar en aðrir. Brellurnar eru lítilsigldar í samanburði við myndir á borð við Spiderman 2 og mörg spennuatriði beinlínis vond, líkt og uppnámið í parísarhjólinu. Undir lokin færist óvænt líf í tusk- urnar og myndin nær sögulegum hæðum þegar Stone og Berry, tvær af fegurstu og ofmetnustu leikkonum samtíðarinnar, ganga í skrokk hvor á annarri. Það atriði verður undarlega fyndið, en slíkt var ekki ætlunin. Ben- jamin Bratt leikur ástmann Katt- arkonunnar og þessi athyglisverði leikari (Piñero) má sannarlega gæta sín á því að verða ekki næsti Lou Dia- mond Phillips kvikmyndaborg- arinnar. Stone og Berry eru þegar heillum horfnar. Mjahá KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Pitof. Aðalleikendur: Halle Berry, Benjamin Bratt, Sharon Stone. 90 mínútur. Bandaríkin. 2004 KATTARKONAN (CATWOMAN)  Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIN Minnisbókin (The Notebook) er frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum í dag. Eldri maður les sögu fyrir vinkonu sína en þau eru sambýlingar á elliheimili. Sagan segir frá ungum elsk- endum að nafni Allie og Noah en eins og í öllum alvöru ástarsögum er þeim meinað að eigast. Foreldrar Allie eru ósátt við fjárskort fjölskyldu Noah og flytjast á brott. Allie trúlofast ungum hermanni, Lon að nafni, en gleymir þó aldrei Noah. Dag einn ákveður hún að heimsækja hann og verða afleiðingar heimsókn- arinnar afdrifaríkar. Allie neyðist til að velja á milli mannsins sem hún elskar og þess sem fjölskyldan hennar samþykkir. Það eru þau Ryan Gosling og Rachel McAdams sem fara með hlutverk elskendanna ungu en með önn- ur hlutverk fara þau James Garner, Gena Rowlands, James Marsden, Sam Shepard og Joan Allen. Leikstjóri myndarinnar er Nick Cassavetes. Frumsýning | Minnisbókin Ást í meinum Erlendir dómar Roger Ebert: USA Today:  www.imdb.com: 7,6/10 Metacritic.com: 8,3/10 The Hollywood Reporter: 40/100 (skv. útr. metacritic.com) Variety: 60/100 (skv. útr. metacritic.com) The New York Times: 70/100 (skv. útr. metacritic.com) ÞRUMUFUGLARNIR eru nýkomn- ir heim á leynilegan samastað sinn, TB5, þegar geimstöð þeirra eyði- leggst í spengingu sem talin er stafa af stjörnuhrapi. Það kemur svo í ljós að meint stjörnuhrap var sprengja runnin undan rifjum glæpamannsins Aristotle Spode í tilraun hans til að hrekja Þrumufuglana í burt. Hinn illi Spode hreiðrar um sig á geimstöðinni sem er mannlaus ... að því er hann heldur. Þrumufuglarnir eru ekki langt undan og sækjast að sjálfsögðu eftir endurheimtingu híbýla sinna. Með aðalhlutverk í Þrumufuglum (Thunderbirds) fara þau Bill Paxton, Ben Kingsley, Anthony Edwards, Brady Corbet, Debora Weston, So- ren Fulton og Lou Hirsch. Leikstjóri myndarinnar er Jonathan Frakes. Þrumufuglar verður frumsýnd í dag í Sambíóunum og Háskólabíó. Frumsýning | Þrumufuglar Þrumufuglar gefast aldrei upp! Baráttan um geimstöðina Erlendir dómar Roger Ebert: USA Today: www.imdb.com: 4,5/10 Metacritic.com: 3,3/10 The Hollywood Reporter: 70/100 (skv. útr. metacritic.com) Variety: 50/100 (skv. útr. metacritic.com) The New York Times: 60/100 (skv. útr. metacritic.com) Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Ó.H.T Rás2 „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL S.K., Skonrokk „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði Frábær gamanmynd með toppleikurum CHRISTOPHER WALKEN BETTE MIDLER FAITH HILL CLENN CLOSE NICOLE KINDMAN MATTHEW BRODERICK Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! Tvær vikur á toppnum ! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 5.20, 8 og 10.40. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra- spennumynd! Ein besta ástarsaga allra tíma. Ein besta ástarsaga allra tíma. FRUMSÝNINGFRUMSÝNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.