Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ klæddar í sitt fínasta samkvæmt tísku þess tíma. Eftir að fjölskylda mín flutti í sveit- ina og skreppa þurfti til Reykjavíkur þá var oftar en ekki gist hjá þeim hjónum Siggu og Munda, enda stóð heimili þeirra okkur ávallt opið og sama má segja þegar ég sem ungling- ur fór að vinna í Reykjavík og ná- grenni. Fyrri maður Sigríðar var Guð- mundur Bjargmundsson sem lést um aldur fram aðeins fimmtugur að aldri, þau eignuðust þrjú börn, Erling Ró- senberg sem lést af slysförum aðeins fjögurra ára, Unu og Erling. Seinni maður Sigríðar var Indriði Friðbjarn- arson en hann lést í júní sl. Skömmu eftir að Indriði lést kom ég til Sigríðar að Hrafnistu, en þá nokkru áður hafði hún dottið illa og var komin í hjólastól, ég heyrði það á frænku minni þar sem ég sat hjá henni þessa stund í sumar að hún var orðin þreytt, en til staðar var einlæg umhyggja hennar fyrir ættingjum sínum, sem sést best á því að hún hringdi í mig reglulega til að fregna af mér og mínu fólki, fyrir það vil ég þakka kærri frænku minni. Ég og fjölskylda mín sendum Unu, Erling og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Svavar Þorvaldsson. Móðursystir mín og uppáhalds- frænka, Sigríður Egilsdóttir, er látin 89 ára gömul. Sigga frænka, eins og ég kallaði hana, var ættuð frá Galtalæk í Bisk- upstungum, yngst Galtalækjarsystk- inanna sem öll eru nú látin. Ég man fyrst eftir Siggu frænku í lengri og skemmri dvöl hjá foreldrum mínum í Hafnarfirði þegar ég var að alast þar upp. Ung og glæsileg stúlka með ljós- gullið liðað hár, geislandi af fegurð og léttleika, eins og hún var alla tíð. Móð- ir mín, Lovísa Aðalbjörg og Sigga voru mjög samrýndar og héldu alla tíð mjög vel saman og átti ég eftir að njóta þess alla tíð. Sigríður giftist fyrri mann sínum Guðmundi Rósenberg Bjargmunds- syni rafvirkja og bjuggu þau fyrst í Reykjavík og síðar á Selfossi. Þeim varð þriggja barna auðið, Erling Ró- senberg sem lést af slysförum 8.9. 1940 og var öllum ættmennum mikill harmdauði, Una Oddbjörg hjúkrunar- fræðingur og Erling Rósenberg raf- virki. Barn að aldri dvaldi ég líka oft lang- dvölum með Siggu frænku á Galta- læk, þar sem ég var sumarstrákur, fram um fermingu, hjá afa mínum og ömmu. Una frænka mín var þar líka og tókst með okkur góð vinátta sem haldist hefur alla tíð síðan. Eftir að foreldrar mínir fluttu aust- ur í Tungur og hófu þar búskap, naut ég þess að hafa Siggu frænku í Reykjavík að Grettisgötu 55, þar sem ég átti öruggt skjól öll unglingsárin í mínu íþrótta- og félagsmálavafstri í Reykjavík og hefi ég verið í ævarandi þakkarskuld við þau Guðmund og Siggu fyrir þetta liðsinni sem aldrei fékkst að greiða neitt fyrir. Vegna þessa og þess skilnings sem Sigga frænka mín hafði á þessu áhugasviði mínu sem margoft kom fram, lagði ég hana og móður mína að jöfnu í mörg- um skilningi. Guðmundur fyrri maður Sigríðar lést 13. október 1966. Seinni maður Sigríðar var Indriði Salómon Friðbjarnarson, verkamað- ur, Vestfirðingur að ætt. Hann lést 5. júní sl. 95 ára gamall. Sambúð þeirra Sigríðar og Indriða, bar með sér glað- værð og hamingju og snyrtimennska var í öllu heimilishaldi svo af bar. Við hjónin nutum þess að heimsækja þau og miðla þeim fréttum af okkar fólki og ræða við þau um menn og málefni á líðandi stund, þar á meðal íþróttir og árangur okkar fólks á því sviði, en Indriði fylgdist vel með þeim málum. Þá nutum við jafnan fádæma gest- risni þeirra í öllum góðgerðum. Um árabil tóku þau Sigríður og Indriði virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra í Reykjavík ásamt vinkonu þeirra Guðrúnu Hjartardóttur, sem þá bjó í Breiðholtinu eins og þau. Guðrún var gift föðurbróður mínum og lifir vinkonu sín Sigríði í hárri elli nú í ábúð að Hrafnistu í Reykjavík. Síðustu árin nutu þau Sigríður og Indriði þess einnig að búa á Hrafnistu í Hafnarfirði við gott atlæti og að- stöðu alla og þar hafa þau nú látist bæði í hárri elli á þessu ári. Í þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum vil ég að lokum þakka þeim Siggu og Indr- iða fyrir ótaldar heimsóknir þeirra til móður minnar á Selfossi, eftir að hún var farin að eldast og bjó þar ein í húsinu sín sem þá var orðið eitt alls- herjar byggðasafn. Ljósmyndir frá þessum gleðistundum þeirra vitna um ævarandi tryggð og vináttu þeirra systra þar sem Indriði virkaði sem einskonar leikstjórnandi undir lokin og tók þá jafnvel lagið enda söngmað- ur góður. Það mætti segja mér að nú verði þráðurinn tekinn upp að nýju, með sömu glaðværð og áður. Aðstandendum Sigríðar, sendum við Hildur einlægar samúðarkveðjur og vona ég að frændsemin haldi áfram að virka í Galtalækjarættinni, þótt gömlu systkinin átta að tölu hafi nú kvatt þennan heim. Þar við liggur heiður okkar í minn- ingu þeirra sem farnir eru. Hafsteinn Þorvaldsson. SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ritari óskast Fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa hálfan daginn. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnslu og almennum ritara- störfum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjón- ustulund, geta unnið sjálfstætt, vera stundvís og geta hafið störf fljótlega. Áhugasamir sendi inn svör til auglýsingadeild- ar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir miðvikudaginn 15. september, merkt: „Ritari — 15710.“ Dreamweaver/ Flashforritari Skólavefurinn óskar eftir að ráða aðila með mikla reynslu í forritunum Flash og Dream- weaver frá Macromedia til starfa. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á html og javascript og geta sett upp sniðskjöl í Dreamweaver. Hann þarf að geta útbúið gagn- virkt efni í flash í formi kennsluleikja, einfaldri animation og annað sem snýr að vefnum. Gerð er krafa um góða kunnáttu á forritunar- málinu Actionscript. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera hugmyndaríkur og unnið flókin verkefni hratt og örugglega. Æskileg er grunnþekking á Photoshop, Imageready og Illustrator. Í boði eru fjölbreytt og skemmtileg verkefni hjá stærsta náms- og fræðsluvef landsins. Um er að ræða tímabundna vinnu til áramóta, en hugsanlega lengur ef vel gengur. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir Hlíðarvegur 14, fastanr. 215-4053, þingl. eig. Björgvin Björnsson og Vaka Njálsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður sjómanna og Ólafsfjarðarkaupstaður, fimmtudaginn 16. september 2004 kl 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 7. september 2004. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Austurvegur 31, fastanr. 218-5429, Selfossi, þingl. eig. Tómas Þór- oddsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga, sýslu- maðurinn á Selfossi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudag- inn 15. september 2004 kl. 9:30. Bjarnastaðir, fastanr. 168-230, Grímsnes- og Grafningshreppi, þingl. eig. Sigurður Gunnarsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðar- ins, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 13:45. Brattahlíð 1-3, fastanr. 221-0009, Hveragerði, þingl. eig. Blómavellir ehf., gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins, sýslumaðurinn á Selfossi og Veitustofnanir Hveragerðis, miðvikudaginn 15. septem- ber 2004 kl. 10:30. Gauksrimi 22, fastanr. 218-6087, Selfossi, eignarhl. gerðarþ., þingl. eig. Freydís Fannbergsdóttir og Júlíus Sveinsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Landsbanki Íslands hf., útibú og Landssími Íslands hf., innheimta, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 8:30. Háengi 7, fastanr. 218-6286, Selfossi, ehl. gþ., þingl. eig. Snæbjörn Óli Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudag- inn 15. september 2004 kl. 9:00. Heiðarbrún 68, fastanr. 221-0327, Hveragerði, þingl. eig. Ólafía Guð- rún Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 11:45. Jörðin Hæðarendi, Grímsnes- og Grafningshreppi, ehl. gþ., þingl. eig. Guðmundur Sigurfinnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 14:30. Jörðin Hæðarendi, Grímsnes- og Grafningshreppi, ehl. gþ., þingl. eig. Birgir Sigurfinnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 14:45. Kjarrheiði 11, fastanr. 226-6074, Hveragerði, þingl. eig. Landherji ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 10:00. Kjarrheiði 9, fastanr. 226-6072, Hveragerði, þingl. eig. Landherji ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 10:15. Oddabraut 10, fastanr. 221-2574, Þorlákshöfn, þingl. eig. Magnús Georg Margeirsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, mið- vikudaginn 15. september 2004 kl. 12:45. Þórsmörk 2, fastanr. 221-0974, Hveragerði, þingl. eig. Þorvaldur Snorrason, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Kaupþing Búnað- arbanki hf., miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 11:00. Þórsmörk 4, fastanr. 221-0982 og 221-0983, Hveragerði, þingl. eig. Þorvaldur Snorrason, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær, miðvikudag- inn 15. september 2004 kl. 11:15. Þórsmörk 6, Hveragerði, þingl. eig. Blómavellir ehf., gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins, Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík og sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 11:30. Öndverðarnes 2, lóð 14a, fastanr. 220-8681, Grímsnes- og Grafnings- hreppi, þingl. eig. Hjörtur Lárus Harðarson, gerðarbeiðandi Jónar Transport hf., miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 15:30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 8. september 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Helgugrund 5, 010101, Kjalarnesi, þingl. eig. Guðrún Þóra Magnús- dóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 13. september 2004 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. september 2004. Í kvöld kl. 20.00. Lofgjörð- arsamkoma. Umsjón Björn Tómas Kjaran. Allir velkomnir. Fimmtudagur 9. sept. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Ræðumaður Halldór Lárusson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 14. sept. Ungsam í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is Móðir okkar, GUÐNÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR FANNDAL hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari, Suðurgötu 6, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánu- daginn 30. ágúst sl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. september nk. kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Kvenfélagið Von, Siglufirði. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Jóhanna Þórðardóttir, Sigurður Fanndal, Sigurbjörn Fanndal. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við útför KARLS FRIÐRIKS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Skeljatanga 3, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeild- ar Landspítala við Hringbraut. Berglind Bragadóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Hrefna Björk Karlsdóttir, Kristján Friðrik Karlsson, Steinunn Egilsdóttir, Hulda Egilsdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.