Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 17 LANDIÐ Fljót | Ný fjárrétt, sem verið er að byggja í Austur-Fljótum, verður tekin í notkun næstkomandi laug- ardag. Réttin stendur í landi jarðarinnar Nýræktar, skammt frá þjóðveg- inum um sveitina. Nýja réttin, sem heitir Holtsrétt, leysir af hólmi mjög gamla og úr sér gengna rétt með sama nafni á Holtsdal og einn- ig að verulegu leyti Stíflurétt sem er talsvert framar í sveitinni, en hún stórskemmdist í snjóflóði síð- asta vetur. Nýja réttin er ásamt dilkum, sem eru átta talsins, 55 sinnum 25 metr- ar að stærð. Hún er að mestu byggð úr timbri en allar uppistöður eru járnrör sem eru steypt niður. Einn- ig eru allar hurðir á dilkum úr járni sem og hurðir á almenningi. Að jafnaði hafa fjórir menn unnið að byggingunni. Yfirsmiður er Óðinn Rögnvaldsson og Vélaverkstæði KS á Sauðárkróki sá um járnsmíði. Það er Sveitarfélagið Skagafjörð- ur sem kostar byggingu réttarinnar og er heildarkostnaður áætlaður liðlega 4 milljónir. króna. Með í þeim kostnaði er jarðvegsvinna á byggingarstað og vegalagning að réttinni. Þessi nýja rétt verður aðal- rétt sveitarinnar í stað Stífluréttar. Með tilkomu hennar verður gangnafyrirkomulagi í sveitinni breytt. Göngur hefjast nú á fimmtu- degi í stað föstudags áður. Á laug- ardegi verður rekið til hinnar nýju réttar og verður þá smalað frá jörð- inni Lundi og niður sveitina ásamt Holtsdal, en að norðan verður byrj- að við bæinn Hraun og smalað fram og munu gangnamenn svo mætast við Holtsréttina. Þess má geta að 2.800 kindur voru á forðagæsluskýrslu í Austur- Fljótum síðasta vetur og má bást við að talsverður hluti þeirra verði rekinn í nýju réttina á laugardag- inn. Ljósmynd/ÖÞ Smiðir: Þeir unnu við byggingu réttarinnar. Frá vinstri: Rúnar Númason, Óðinn Rögnvaldsson, Guðjón Ólafsson og Gunnar Steingrímsson. Ný Holtsrétt leysir tvær réttir af hólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.