Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert skapandi og nýjungagjörn/gjarn í eðli þínu og nú langar þig til að gera ein- hvers konar breytingar í vinnunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Foreldrar ættu að reyna að forðast valdabaráttu við börn sín í dag. Sýndu umburðarlyndi og þolinmæði og minntu þig á að oft vægir sá sem vitið hefur meira. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er hætt við valdabaráttu innan fjöl- skyldunnar í dag. Reyndu að missa ekki stjórn á þér. Það mun ekki styrkja mál- stað þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir orðið fyrir hörðum aðgangi ein- hvers sem vill sannfæra þig um eða selja þér eitthvað í dag. Stattu fast á þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki ganga of hart fram í peningamál- unum í dag. Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem þú sækist raunverulega eftir. Annars er hætt við að þú missir sjónar á því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir þurft að takast á við einhvers konar andstöðu í dag. Reyndu að gera velgengni þína að velgengni hópsins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er óvenjumikil hætta á því að þú verðir fórnarlamb einhvers konar glæps í dag. Haltu þig frá hættulegum stöðum og ofbeldishneigðu fólki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinur þinn gæti reynt að sannfæra þig um eitthvað í dag eða þá að þú reynir að sannfæra vin þinn um eitthvað. Ekki láta þetta þróast út í valdabaráttu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er óvenju hætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Reyndu að forðast að leggja of mikið undir því það eru mestar líkur á að þú mætir ofjarli þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki reyna að telja aðra á skoðanir þín- ar í trúmálum og heimspeki í dag eða láta aðra telja þig á sitt band. Fólk hefur rétt á sínum skoðunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það eru miklar líkur á að einhvers konar spenna komi upp varðandi sameigin- legar eignir í dag. Þetta er því ekki góð- ur dagur til að ganga frá samningum eða eignaskiptum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér. Annað mun einungis koma í bakið á þér síðar. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru greind og fljót að hugsa og hafa mikla þörf fyrir að sanna sig bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Næsta árið verður mikið að gera hjá þeim í félagslífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 karlmenn, 4 slá, 7 skrökvar, 8 hreysi, 9 kvendýr, 11 hina, 13 fyrr, 14 svalls, 15 ryk, 17 skaði, 20 hugsvölun, 22 áma, 23 látnu, 24 rödd, 25 víðan. Lóðrétt | 1 bunga, 2 hor- aður, 3 magurt, 4 hjól- barði, 5 örðug, 6 sigar, 10 núningshljóð, 12 ílát, 13 kærleikur, 15 gleður, 16 sólar, 18 Gyðingum, 19 yndi, 20 til sölu, 21 belti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 munnræpan, 8 mögur, 9 illar, 10 Týs, 11 nærri, 13 terta, 15 laufs, 18 hruns, 21 ker, 22 gagna, 23 aðall, 24 þrásinnis. Lóðrétt | 2 uggur, 3 narti, 4 ærist, 5 aular, 6 smán, 7 brúa, 12 rif, 14 eir, 15 laga, 16 ungur, 17 skass, 18 hrafn, 19 un- aði, 20 sálm. Myndlist Gallerí i8 | Fimmtudaginn 9. september kl. 17 opnar Gjörningaklúbburinn sýninguna Fjölleikahús hjartans í i8. Þetta er önnur sýning hópsins í i8, en þær sýndu í gallerí- inu árið 2000. Skemmtanir Kaffi List | Spilabandið Runólfur leikur létta syrpu fimmtudagskvöld frá 22.30. Tónlist Kaffi Rosenberg | John Michaelz, tónlist- armaður frá Nýja Sjálandi, flytur tónlist á Kaffi Rosenberg á fimmtudag klukkan tíu. Þá mun Michael Pollock telja í nokkur lög með John. Grand Rokk | Hljómsveitirnar Líkn og Númer núll spila á Grand Rokk fimmtudag- inn 9. september kl. 22. Múlinn - Hótel Borg | Jazzklúbburinn Múl- inn er að hefja sitt áttunda starfsár í Gylltasalnum á Hótel Borg fimmtudags- kvöldið 9. september. Sænska jazztríóið Daisy með þeim Joakim Rolandson saxó- fónleikara, Thommy Larsson trommur og bassaleikaranum Peter Janson munu ríða á vaðið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tónlistarskóli Garðabæjar | Haukur Páll Haraldsson, söngvari við Ríkisóperuna í München, kemur fram á hádegistónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ, fimmtu- daginn 9. september kl. 12.15. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Alberto Alesina, prófess- or við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og forseti hagfræðideildar skólans, heldur op- inn fyrirlestur um stærð þjóða föstudaginn 10. september kl. 12.15–13.15, í stóra saln- um í Öskju. Alberto Alesina er virtur hag- fræðingur á sínu sviði í heiminum í dag. Oddi | Fyrsti hádegisfyrirlestur Rann- sóknastofu í kvenna– og kynjafræðum (RIKK) verður haldinn fimmtudaginn 9. september kl. 12.15–13.15 í stofu 101 í Odda. Katarina Leppänen heimspekingur flytur erindið „Er siðmenningin ónáttúruleg? Hugleiðingar um „Vekjaraklukku“ Elínar Wägner.“ Snorrastofa | Í skólahúsinu í Reykholti, föstudaginn 10. september kl. 13–17. Að málþinginu standa Snorrastofa, Fornleifa- vernd ríkisins, Þjóðminjasafn Íslands og Háskólinn á Hólum. Frekari upplýsingar um dagskrá á vef Snorrastofu, www.snorra- stofa.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jóga hefst kl. 9 í dag og myndlist kl. 13 hjá Sheenu. Árskógar 4, | Bað kl. 8–12, handavinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði kl. 13–16.30, myndlist kl. 13.30. Félag eldri borgara | Hafnarfirði Bingó í dag kl. 13.30. Félag eldri borgara | Reykjavík Brids í dag kl. 13. Félagsstarf aldraðra, | Garðabæ Kynning- ardagur félagsstarfsins kl. 14 í Garðabergi. Starfið fram að jólum kynnt. Karlaleikfimi kl. 13. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10. Opin vinnustofa allan daginn, bútasaumur, hann- yrðir. Félagsvist kl. 13.30. Á morgun, föstu- dag verður síðdegiskaffi og klassískur söngur. Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa/gler- skurður kl. 9, leikfimi kl. 10–11, hárgreiðslu- stofa kl. 9–12, aðstoð við böðun kl. 9, hver með sínu nefi kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Kl, 9–12 leirmótun, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 leirmótun. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, boccia kl. 10–11, handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerðir kl.10–16, brids frjálst kl.13–16. Kirkjustarf Akraneskirkja | KK, Kristján Kristjánsson, heldur tónleika í Akraneskirkju fimmtu- dagskvöldið 9. sept. kl. 20.30. Þeir bera yfirskriftina: Ljós af ljósi og eru trúarlegir tónleikar og standa í klukkustund. Enginn aðgangseyrir. Tónleikarnir eru í boði Akra- nessafnaðar. Allir velkomnir. Digraneskirkja | Foreldramorgnar á fimmtudagsmorgnum kl. 10–12 í fræðslusal á neðri hæð. Allir eru velkomnir. Grensáskirkja | Hversdagsmessur eru hvert fimmtudagskvöld í Grensáskirkju. Frá kl. 18.15 er hægt að fá léttan kvöldverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Kl. 19 hefst guðsþjónusta með léttu sniði fyrir alla fjöl- skylduna. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í hádegi alla fimmtudaga kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður eftir stundina. Laugarneskirkja | Kyrrðarstundir eru í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Léttur máls- verður á kostnaðarverði í safnaðarheim- ilinu á eftir. Óháði söfnuðurinn | Boðið verður upp á tólf sporin, andlegt ferðalag, í kirkju Óháða safnaðarins í vetur. Annar kynningarfundur verður fimmtudaginn 9. september kl. 19 og er öllum opinn. Umsjón og upplýsingar hjá Ragnari í síma 690 6694. Landspítali Háskólasjúkrahús | Grensás. Guðsþjónusta Grensás kl. 20. Sr. Gunnar R Matthíasson. Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12, æfing barnakórs kl. 15.30. æf- ing stúlknakórs kl. 17, samhygð kl. 20.30. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á „Staður og stund“ undir „Fólkið“ á mbl.is. Meira á mbl.is HLJÓMSVEITIN Grafík heldur afmælistónleika í Austurbæ í kvöld. Þar munu þeir meðal annars leika lög af plötunni „Get ég tekið Cjéns,“ sem var endurútgefin á dögunum. Egill Rafnsson, sonur Rafns heitins Jónssonar, trommara Grafíkur, tekur við hlutverki föður síns á tónleikunum og hefur þótt standa sig með prýði. Drengirnir voru við æfingar í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins heimsótti þá og var ekki annað að heyra en þeir næðu vel saman, enda um atvinnutónlistarmenn að ræða. Morgunblaðið/Þorkell Æft fyrir afmælistónleika Á opnu borði. Norður ♠-- ♥ÁKDG2 ♦ÁD ♣765432 Vestur Austur ♠1098762 ♠543 ♥-- ♥1087654 ♦KG ♦432 ♣KDG98 ♣10 Suður ♠ÁKDG ♥93 ♦1098765 ♣Á Suður spilar sex grönd og fær út laufkóng. Hver er vinningsleiðin á opnu borði? Lausn: Stefið í þessari þraut er fyrst og fremst skemmtilegt. Sagn- hafi fær fyrsta slaginn á laufás og tekur svo fjóra efstu í spaða. Sem er svo sem ekkert merkilegt, nema hvað hann hendir fjórum efstu í hjarta úr blindum! Svo svínar sagn- hafi tíguldrottningu og tekur tígulás- inn. Spilar loks hjartatvisti úr borði að níunni. Austur á ekkert nema rauð spil eftir, hjörtu og einn tígul- hund. Hann getur tekið á hjarta- tíuna, en neyðist svo til að spila suðri inn. E.s. Í sjónvarpsþáttunum The Fear Factor eru áhorfendur varaðir við að leika eftir listir þátttakenda. Sem er undarleg viðvörun, því það skásta sem þarna er gert er að éta ánamaðka og velta bílum. Nokkuð sem enginn gerir ótilneyddur. Hið sama má segja um spilamennskuna að ofan – að henda ÁKDG í sex gröndum. En til að hafa allt á hreinu er rétt að segja eins og þeir í Fear Factor: – „Dońt do this at home!“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is DEMANTSBRÚÐKAUP | Í dag, 9. september, eiga 60 ára hjúskapar- afmæli hjónin Lára Herbjörnsdóttir og Ásgeir Ármannsson, Ásgarði 63, Reykjavík. Þau eru að heiman í dag. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0–0 8. h3 d6 9. c3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Rd7 12. Rbd2 exd4 13. cxd4 Rc6 14. d5 Rce5 15. Rxe5 Rxe5 16. a4 Bb7 17. f4 Rg6 18. Rf3 Bh4 19. Hf1 Bg3 20. f5 Re5 21. Rg5 Bh4 22. f6 g6 23. Dd2 Rd7 Staðan kom upp á franska meistara- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’sere. Laurent Fressinet (2.637) hafði hvítt gegn Jean Roux (2.498). 24. Rxh7! Bxf6 ill nauðsyn þar sem svart- ur hefði verið mátaður hefði hann þeg- ið riddarafórnina. 25. Rxf6+! Rxf6 26. Dh6 Rh7 27. Hf4 og svartur sá sig knúinn til að gefast upp enda staðan harla vonlítil eftir 27. … Dg5 28. Dxg5 Rxg5 29. Hf6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.