Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 35 Líkamsvara sem mótar línurnar eins og sokkabuxur? Ótrúlegt. GEL SEM MÓTAR, STYRKIR OG GRENNIR heimsæktu www.lancome.com Body Sculptesse, með Tight Skin™ tækni, þéttir húðina strax við fyrstu notkun svo það er engu líkara en þú hafir farið í sokkabuxur. Silkikennt gelið gerir húðina fíngerðari og þéttari og útlínurnar mótaðri og grennri. T R Ú Ð U Á F E G U R Ð Sími: 568 5170 Haustið er komið og því fylgja ákveðnar áherslur! Ráðgjafi frá Lancôme verður í versluninni í dag og á morgun föstudag. Virkar líkamsvörur, haust- og vetrarlitirnir eru komnir, tilboðspakkningar í ýmsum kremum og margt fleira. Flottir, veglegir kaupaukar. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • Einbýli/parhús/raðhús í vesturbæ Rvíkur og Seltjarnarnesi. Kaupendur að eignum að verðbili 25-100 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum húsum í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum. • Hæðum í Hlíðunum, Laugarneshverfi og Vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 VANTAR EIGNIR Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. M aríus Sverrisson verður stjarna kvöldsins á fyrstu tónleikum starfsárs Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld, en Maríus var ein af stjörnum sýningar Neue Flora leikhússins í Hamborg á söngleiknum Titanic. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í tíu mánuði og alls sá hana hálf milljón manna. Maury Yeston, höfundur þessa Tony- verðlaunaða Broadway-söngleiks um glæsi- skipið ósökkvandi, varð svo hrifinn af flutn- ingnum í Hamborg að hann samdi nýjan dúett sérstaklega fyrir Maríus og söngkonuna Jasm- in Madwar og bætti honum við verkið. En nú er Maríus kominn heim, og verður hér framan af hausti. „Ég varð mjög spenntur þegar það var hringt í mig í vetur og ég beðinn um að syngja með hljómsveitinni. Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri til að koma heim og syngja með svona frábærri hljómsveit, og svo er þetta líka svo spennandi og skemmtilegt. Útsetning- arnar sem við erum með eru alveg frábærar, og fyrir söngvarann er það mjög mikilvægt. Það er ekkert skemmtilegra en að syngja svona góða tónlist í góðum útsetningum,“ segir Maríus. Hann hafði sitt að segja um val efnisskrár- innar, og segir það hafa strax verið ákveðið að taka eitt lag úr Titanic, söngleiknum sem hann hefur verið að syngja í Þýskalandi síðustu misserin. „Úr því ég hef ekki enn haft tækifæri til að syngja söngleikinn allan fyrir Íslendinga, þá ákvað ég að syngja í það minnst eitt lag úr honum, vegna þess hvað þetta verkefni hefur verið mikilvægt fyrir mig á mínum ferli. Ég syng líka þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Þórarinssonar, og það er nokkuð sem ég hafði mikinn áhuga á að gera og fannst viðeig- andi. Þetta eru mansöngvar og Jón útsetti þá sérstaklega fyrir þessa tónleika. Hetjur og andhetjur Hetjur eru eins konar þema í efnisskránni, og þá á ég ekki bara við hetjur í hefðbundnum skilningi, heldur líka hvunndagshetjur, hetjur hafsins, og jafnvel líka andhetjur. Ég syng líka lag eftir Stephen Sondheim, sem er höfundur Sweeney Todd, sem Óperan frumsýnir á næst- unni. Þetta lag heitir Broadway Baby, og er það sem kallað er ekta showstopper.“ Hljómsveitin heldur hetjuþemanu á lofti í verki eftir Erich Korngold um Hróa hött og Birni að baki Kára úr Sögusinfóníu Jóns Leifs. „Það verður mikill kraftur í þessum tón- leikum,“ segir Maríus. Hetjan í Titanic, sem Maríus ljær rödd sína á tónleikunum, er kyndarinn; karlinn á botni þess lagskipta samfélags sem var um borð í þessu sögufræga skipi, og mokar kolum í vél- arnar sem knýja það áfram. Og saga hans er sönn, þótt margar persónur söngleiksins séu uppdiktaðar. „Kyndarinn bjargaði ótal manns- lífum á Titanic, og í lagi sínu er hann að syngja um fólkið um borð og muninn á háum og lág- um.“ Maríus hefur auðheyrilega komið sér vel fyrir á evrópska söngleikjasviðinu á liðnum ár- um. Hann hefur sungið í Sound of Music í Innsbruck, í Cabaret í Vínarborg, sungið í söngleikjum í Schiller Théater í Berlín og víð- ar og víðar og í fleiri, fleiri verkum. Fyrir blaðamann, sem ekki hefur heyrt í Maríusi síð- an hann söng Hans Grétubróður í Skilaboða- skjóðu Þorvaldar Þorsteinssonar í Þjóðleik- húsinu fyrir um áratug, eru þetta talsverð afrek á ekki lengri tíma. „Skilaboðaskjóðan – já, hún var rosalega skemmtileg,“ segir Mar- íus og hlær, „henni var líka svo frábærlega leikstýrt af Kolbrúnu Halldórsdóttur. Það er alveg kominn tími til að sýna verkið aftur.“ Maríus segir Íslendinga kunna vel að meta söngleikjatónlist og hafi mikinn áhuga á henni. „Mér finnst ekkert erfitt að segja að við séum söngelskasta þjóð í heimi. Við erum söng- þjóðin, par excellence. Þess vegna er sér- staklega spennandi og mikill heiður að syngja fyrir Íslendinga – maður veit að þeir hafa vit á því sem maður er að gera. Og áhuginn er ekki að minnka, því fólk hefur stöðugt auðveldari aðgang að alls konar músík.“ Maður er alltaf að segja sögu Þótt Maríus sé fyrst og fremst söngvari í dag, þá hófst ferill hans á söngleikjasviðinu úti ekki í söngnum, heldur í dansinum. „Í mörgum söngleikjum er mikil og góð dansmúsík, og það var eitt af því sem heillaði mig strax við söng- leikina. Þar var tækifæri til að nýta hæfileika bæði í dansi, söng og leik, og sú blanda hreif mig. Ef maður hefur hæfileika í þessar áttir, og kann að meta þessa tónlist, þá vill maður auðvitað geta nýtt hæfileikana alla – ekki bara að hluta. En það er fleira sem mér finnst heillandi við söngleikjatónlist. Textinn er mjög mikilvægur. Maður er alltaf að segja sögu. Auðvitað er það þannig í allri söngmúsík, en í söngleikjunum er gríðarlega mikið lagt upp úr skilningi á textanum, túlkun hans og fram- burði. Í söngleikjum eru textar unnir út frá leiknum – ekki út frá röddinni, eins og í óper- unni. En röddin fylgir auðvitað. Í óperunni er það þannig, að verulega góður óperusöngvari getur túlkað allt með röddinni einni. Hann þarf ekki annað. Þar er munurinn að mínu mati.“ Maríus segir að söngleikurinn hafi gengið í gegnum hæðir og lægðir eins og önnur list. „Þetta er commercial leikhús,“ segir hann, og mikið lagt upp úr skemmtanagildinu og af- þreyingunni, jafnvel þótt um dramatísk verk sé að ræða. Hann segir að söngleikurinn hafi verið á miklu flugi fyrir um fimmtán árum, þegar Webber og slíkir kappar sömdu hvern smell- inn á fætur öðrum, Phantom of the Opera, Vesalingana, Cats, og slík verk. „Það er auð- vitað ennþá verið að semja söngleiki, en þróun- in hefur samt verið sú að í dag er mikið verið að semja poppsöngleiki, þar sem lögum, sem þegar hafa öðlast vinsældir er skellt saman ut- an um nýjan söguþráð, en svo er líka verið að lífga gömlu klassísku söngleikina við upp á nýtt; verk eins og Annie get your Gun, Gypsy og 42nd Street. Stóru söngleikirnir, eins og Lion King og Cats halda samt alltaf velli og eru stöðugt í gangi.“ Maríus þreytir frumraun sína í Íslensku óperunni nú í haust, í söngleiknum Sweeney Todd eftir Sondheim, og hann fer einnig með hlutverk í kvikmynd Róberts Douglas, Strák- unum okkar, sem verður frumsýnd eftir ára- mót. Fleiri verkefni bíða hans, bæði á Ítalíu, í Þýskalandi og víðar. Hann kýs lausamennsk- una, og kann henni vel. „Maður getur hagað seglum eftir vindi, og ég kýs þann sveigjan- leika sem því fylgir. Það hentar ekki öllum, en það hentar mér. Ég er líka farinn að hugsa um næsta geisladisk, sem ég hlakka mjög til að gera, og mig langar að hafa hann í klassískari kantinum, með nútímalegu ívafi, þótt ég sé ekki að tala um klassíska tónlist.“ Ísland er ennþá „heim“ í huga Maríusar, jafnvel þótt það sé ekki á dagskrá í bili að dvelja langdvölum á Íslandi. „Ég er farinn að hugsa þetta svolítið öðruvísi núna. Ég á heima á Íslandi, og þegar ég kem heim er alltaf tekið vel á móti mér. Þess vegna finnst mér ég eiga heima hér þótt ég sé ekki hérna öllum stund- um. Ég er ekki búin að koma mér upp heimili eða athvarfi á Íslandi, en það er á dagskrá.“ Tónlist | Maríus Sverrisson syngur á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar Við erum söngþjóðin Morgunblaðið/Sverrir „Það verður mikill kraftur í þessum tónleikum,“ segir Maríus Sverrisson, en hann er gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrstu tónleikum starfsársins í Háskólabíói í kvöld. begga@mbl.is Nýlega kom út 293. bindiDictionary of Literary Bio-graphy (DLB) og er það helgað íslenskum rithöfundum. Þetta er mikið rit, 476 blaðsíður í stóru broti. Fjallað er um rithöf- unda frá nítjándu öld fram til okkar daga. Elstur þeirra er Jónas Hall- grímsson og sá yngsti er Gyrðir Elí- asson, fæddur 1961. Alls er fjallað um 44 höfunda. Um hvern og einn er skrifað talsvert mál, eigi að síður er ritið fremur takmörkuð heimild um íslenskar bókmenntir síðustu tveggja alda. Það er ágætt uppfletti- rit um þá fjörutíu og fjóra höfunda sem um er fjallað en sem uppflettirit um íslenskar bókmenntir á nítjándu og tuttugustu öld er það ekki gott.    Í formála bókarinnar fjallar rit-nefnd DLB um hlutverk þessara bóka. Þar segir að lögð sé áhersla á rithöfunda, verk þeirra og feril. Það er þó ekki aðeins ætlunin að veita upplýsingar um höfunda heldur og að setja þá í stærra bókmennta- sögulegt samhengi. Ritstjóri bókarinnar er Patrick J. Stevens, sem starfar í bókasafni Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, og ritar hann inngang um sögu Ís- lands og íslenskra bókmennta. Eins og í ritgerðum um einstaka höfunda er megináhersla lögð á að skoða bókmenntir í sögulegu og fé- lagslegu samhengi í innganginum. Minna er rýnt í bókmenntalega þró- un og einkenni höfunda, stíl, frá- sagnarhátt, hugmyndafræðilegt samhengi o.s.frv. Er þetta í raun megingalli ritsins. Sá sem ætlar að nota það til þess að átta sig á bók- menntasögu síðustu tvö hundruð ára á Íslandi á satt að segja erfitt verk fyrir höndum. Í innganginum hefur hann svolítið efni úr að moða um sögu Íslands frá landnámi og fremur ágripskennda bókmennta- sögu. Í meginköflunum 44 fær hann svo ævisögur jafnmargra höfunda, oft ævisögulegan lestur á helstu verkum þeirra eða ferilslýsingu. Lesandinn stendur því uppi með grunnþekkingu á sögu lands og þjóðar, allbrotakennda mynd af því hverjir eru höfundar íslenskra bók- mennta síðustu tvö hundruð ár og fremur takmarkaða tilfinningu fyr- ir samhenginu á milli þeirra, við út- lönd, við hugmyndafræðilega og bókmenntalega strauma. Lesandinn veit með öðrum orðum kannski ekki nægilega mikið um það hvernig bókmenntir hafa verið skrifaðar hér á þessu tímabili og í hvaða sam- hengi. 44 dæmi ’… sem uppflettirit umíslenskar bókmenntir á nítjándu og tuttugustu öld er það ekki gott.‘ AF LISTUM Þröstur Helgason throstur@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.