Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 5.45. Nicole Kidman Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4, 6 og 10. Enskt tal. Yfir 25.000 gestir! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. NOTEBOOK NOTEBOOK HJ MBL "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Kem í bíó 10 sept kl. 8 og 10. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Mjáumst í bíó! ÝMISSA grasa kennir í hljómplötu- útgáfu þetta haustið, en nú fer í hönd aðalútgáfutími ársins, enda er plötu- sala jafnan mest fyrir jólahátíðina. Margt áhugavert er að finna í útgáfu- áætlun hljómplötufyrirtækjanna, sem láta ekki deigan síga þótt sagt sé að lögleg útgáfa fari halloka fyrir nið- urhali á Netinu. Hér á eftir fer yfirlit yfir það helsta í dægurtónlistinni þetta haustið. Skífan Skífan gefur út tvær plötur í sept- ember; Meira sítt að aftan, óbeint framhald Sítt að aftan, safnplötu með lögum frá níunda áratugnum, og Bestu barnaplötuna í öllum heim- inum, sem er tvöföld safnplata með vinsælustu barnalögum Íslands. Aðalfjörið hjá Skífunni hefst þó ekki fyrr en í október, þegar flestir titlarnir líta dagsins ljós. Einna at- hyglisverðust er ný plata með Sölva, Tiny og félögum í Quarashi, en ekki er komið nafn á gripinn. Þá kemur út safnplata með hljómsveitinni Maus, Maus 1994–2004. Safn bestu laga sveitarinnar, prufutökur og nýtt efni. Einnig sendir Bubbi Morthens frá sér nýja plötu, en nú hefur hann snú- ið sér að sveitatónlistinni, svokallaðri „bluegrass“-tónlist. Annar meistari, Björgvin Halldórsson, fer fyrir Brimkló, sem sendir frá sér nýtt efni eftir 23 ára hlé. Platan heitir Brimkló við heygarðshornið og er að sögn í svipuðum stíl og fyrri plötur sveit- arinnar. Því má segja að þessir tveir pólar íslenskrar popptónlistar mæt- ist í sveitatónlistinni árið 2004. Rokkaðasta plata Skífunnar þetta árið verður ugglaust ný plata frá Brain Police. Poppararnir eiga þó líka skjól hjá fyrirtækinu, ber þar fyrstar og fremstar að nefna tvær Idol-stjörnur, Kalla Bjarna og Jón Sigurðsson. Kalli syngur íslensk lög sem samin eru fyrir plötuna, en Jón einbeitir sér að erlendum lagasmíð- um. Nylon söngflokkurinn vinsæli lætur ekki sitt eftir liggja og ljær geislaplötu raddir sínar fyrsta sinni. Óli Palli heldur áfram með Rokk- landssafnplötuna; Rokkland 2004 inniheldur það helsta úr útvarps- þættinum þetta árið. Skífan uppfyllir óskir í október með safnplötunum Óskalögin 8 og Óskastundin 3, en sú fyrrnefnda hef- ur að geyma íslenskar dæg- urlagaperlur frá seinni hluta tíunda áratugarins. Óskastundin 3 er safn- plata með íslenskum dægurlagaperl- um frá sjöunda áratugnum, í umsjá Gerðar G. Bjarklind. Aðrar plötur sem sækja í alíslenskan brunn eru plata frá skagfirska söngbóndanum Jóhanni Má Jóhannssyni og safn- plötur með lögum hinna ástsælu söngkvenna Helenu Eyjólfsdóttur og Ellýjar Vilhjálms. Hvalreki fyrir unnendur þeirra. Börnin eru ekki skilin útundan hjá Skífunni í október. Stóru börnin okk- ar, Birgitta, Jónsi, Sveppi og fleiri, syngja fyrir krakkana. Unnendur R&B-tónlistar fá líka eitthvað fyrir sinn snúð, með erlendri safnplötu. Á henni verða ný, nýleg og eldri lög úr þeim geira. Þá ber að nefna slökunarplötu frá Friðriki Karlssyni, gítarleikaranum snjalla, sem teljast verður ókrýndur konungur slíkrar tónlistar á Íslandi og jafnvel víðar. Í nóvember þeysast strákarnir í Í svörtum fötum fram á útgáfusviðið með fjórðu plötu sína. Annar jöfur ís- lenskrar popptónlistar, Páll Rósin- kranz, sendir líka frá sér plötu í mán- uðinum, með nýjum lögum með íslenskum textum. Hipp-hopp sveitin Igore sendir frá sér fyrstu plötuna og ein af jólaplötunum í ár verður plata systranna Dísellu, Ingibjargar og Þórunnar Lárusdætra. Síðast en ekki síst ber að nefna safnplötuna Pottþétt, sem verður númer 36 í röð- inni, hvorki meira né minna. Zonet Zonet-útgáfa sendir frá sér athygl- isvert efni. 20. september kemur „nýtt gamalt“ efni frá KK, á plötu sem heita mun Upphafið. Þar er um að ræða áður óútgefnar upptökur KK og The Grinders, frá því áður en Lucky One kom út. Tvær væntanlegar plötur frá Zon- et koma frá endurreistum goðsögn- um íslenskrar tónlistar. Hljómar senda frá sér plötuna Hljómar 1. nóv- ember og Fræbbblarnir halda upp á aldarfjórðungsafmæli sitt mánuði seinna með glænýrri plötu, Trubbbl. Allt í góðu eftir Ólaf Hauk Sím- onarson kemur út 1. október, en þar koma fram listamenn á borð við Heiðu, KK, Björn Jörund og Jón Ólafsson. 7. nóvember gefur Zonet út aðra plötu sjálfra Búdrýginda, sem unnu Músíktilraunir 2002. Forvitnilegt verður að heyra afraksturinn, sem ekki hefur enn hlotið nafn. 15. nóv- ember koma út tvær ólíkar plötur; ný hljóðversplata með KK og geislaplata með fleiri perlum frá barnastjörn- unni Robertino. Þá er verið að vinna að útgáfu á safnplötu með perlum ís- lenskrar dægurtónlistar. 12 tónar 12 tónar ætla að láta til sín taka fyrir jólin. Tvær plötur koma frá Erni Elíasi Guðmundssyni, Mug- isyni, en Mugison samdi tónlistina við kvikmyndina Næsland eftir Friðrik Þór Friðriksson auk þess sem önnur hljómplata hans kemur út fyrir jólin. Færeyska drottningin Eivör Páls- dóttir sendir frá sér aðra plötu sína fyrir 12 tóna, en á henni verða lög á íslensku, færeysku, ensku og sænsku. Þórir Georg Jónsson, nítján ára gítarleikari úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Hryðjuverkum, sendir frá sér fyrstu plötu sína, I Believe in This, á vegum 12 tóna. Tónlist hans er harla ólík harðkjarn- anum, lágstemmd og í ætt við þjóð- lagatónlist Nicks Drakes, Wills Old- hams og Elliotts Smiths. Þá gefa 12 tónar út tónlistina úr leikriti Þjóðleikhússins um Edith Piaf og jólaplötu með Sigrúnu Hjálm- týsdóttur, Diddú, og Blásarasextett Reykjavíkur. Geimsteinn Geimsteinn Rúnars Júlíussonar gefur út nokkra titla fyrir jólin. M.a. nýjan disk með Breiðbandinu, Af full- um þunga, plötu reggíbandsins Hjálma, Hljóðlega af stað og 60 ára af- mælisútgáfu með tónlist Þóris Bald- urssonar. Þar verður um tvöfalda plötu að ræða, enda ekki annað við hæfi þegar maður á við Þóri á í hlut. Steinsnar Fjórar nýjar plötur koma út frá Steinsnar, útgáfufyrirtæki Steinars berg Ísleifssonar. Fyrst er að nefna sólóplötu frá Ragnheiði Gröndal sem ber heitið Aðventan með Ragnheiði Gröndal. Plötuna umleikur hlý og vetrarleg stemning og inniheldur hún ný og gömul íslensk lög, m.a. fjögur ný eftir Magnús Þór og fjögur eftir Ragnheiði sjálfa. Það er Jón Ólafsson sem sér um upptökustjórn. Helgi P., meðlimur úr Ríó Tríó, sendir þá frá sér sólóplötu. Hér er á ferðinni safn laga sem heillað hafa Helga í gegnum tíðina, þekkt erlend lög sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fótfestu hér á landi og verða öll þeirra með nýjum íslenskum textum eftir Jónas Friðrik, hirðskáld Ríó tríós. Að sögn Steinars langaði Helga til að fjarlæga sig aðeins frá hljóðheimi Ríósins en á þessari plötu má heyra óm kántrí- blúss og honkí tonks. Hinn kunni gít- arleikari Björn Thoroddsen mun gefa út nýstárlega sálmaplötu, byggða á sálmum Marteins Lúthers, upp- færðum í þann djassaða bræðings- búning sem Björn hefur orðið þekktur fyrir. Söngkonan Ellen Kristjáns gefur einnig út sálmaplötu og um er að ræða íslenska sálma í nútímabúningi. Þá koma tvær eldri plötur frá Stein- snar út aftur og nú í tvöföldum hátíð- arbúningi, þ.e. Íslensk ástarljóð og Ís- lenska vísnaplatan. Smekkleysa Nýútkomin er sérstök viðhafn- arútgáfa af plötu múm, Summer Make Good að ógleymdri Medúllu Bjarkar. Þá er væntanleg breiðskífa með hljómsveitinni Jan Mayen, sem vakti athygli í fyrra með stuttskífu, samnefndri sveitinni. Ske gefa þá út nýja plötu í október, sem fylgir í kjöl- far hinnar lofuðu Life, Death, Happ- iness & Stuff. Einnig verða gefnir út tónleikar sem fram fóru á Listahátíð í sumar þar sem stórsveit undir stjórn Samúels J. Samúelssonar lék sér með tónlist Tómasar R. Tómassonar. Ný plata hinna funheitu fönkhunda í Jagúar kemur svo í nóvember. Síðast ber að nefna Lagboða Iðunn- ar, fjóra geisladiska og 300 blaðsíðna bók sem gefið er út af tilefni 75 ára af- mælis rímnafélagsins Iðunnar. Rímnakveðskapur hefur verið nokkuð í deiglunni undanfarinn ár, ekki síst fyrir tilstilli Steindórs Andersen, for- manns Iðunnar og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Tónlistarútgáfa | Fjöldi athyglisverðra platna á leiðinni fyrir jólin Bubbi og Bo mætast í sveita- tónlistinni Í svörtum fötum gefur út fjórðu plötu sína fyrir jólin. Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal gefur út Aðventan með Ragnheiði Gröndal. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir KK stendur að tveimur hljómplötum þetta haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.