Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Dubli
n
37.810kr.
Dublin bíður þín
á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu,
íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar.
Netverð
4., 11., og 25. nóvember
GARÐAR Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir
að fjölgun örorkulífeyrisþega megi
rekja til breytts atvinnuástands hér á
landi, þ.e. til þess að atvinnuleysi sé
nú viðvarandi. Segir hann í því sam-
bandi að örorka sé í langflestum til-
vikum annað orð yfir atvinnuleysi
fólks sem á það sameiginlegt að vera
ekki álitið gjaldgengt á vinnumark-
aðnum. Garðar fjallar um þetta á vef-
síðu ÖBÍ, www.obi.is.
„Í umræðunni hefur því ítrekað
verið slegið upp að öryrkjum hafi
fjölgað um 50% frá miðbiki síðasta
áratugar. Án nánari skoðunar og
samhengis er eðlilegt að við hrökkv-
um við og spyrjum okkur hvað sé eig-
inlega á seyði, hvort heilsu okkar hafi
farið svona ört hnignandi eða trygg-
ingalæknum orðinn svona laus penn-
inn,“ segir Garðar í greininni.
„Til að vitræn umræða geti orðið
um þessi mál verðum við í fyrsta lagi
að gera okkur grein fyrir því hvað ör-
orkulífeyrisþegar eiga sameiginlegt.
Það sem þeir eiga öðru fremur sam-
eiginlegt er að þeir eru fólk sem
vegna fötlunar sinnar, jafnvel lítils-
háttar fötlunar, er ekki talið uppfylla
þær ört harðnandi kröfur sem gerðar
eru á íslenskum vinnumarkaði. En
hvers vegna skyldu kröfurnar hafa
farið svona ört harðnandi?
Viðvarandi atvinnuleysi
Svarið er sú gerbreyting sem hér
hefur orðið á atvinnustigi – á eftir-
spurn eftir vinnuafli. Allt fram á síð-
asta áratug hafa fatlaðir Íslendingar
átt því láni að fagna að hér hefur ver-
ið mjög mikil og góð eftirspurn eftir
vinnuafli, raunar svo mjög að á átt-
unda og níunda áratug síðustu aldar
var atvinnuleysi liðlega 0,5% að með-
altali. Síðan þá hefur það á hinn bóg-
inn verið í kringum 3%. Viðvarandi
atvinnuleysi hefur því að minnsta
kosti aukist um 500% – tíu sinnum
meira en nemur hlutfallslegri fjölgun
öryrkja.“
Garðar segir að viðvarandi at-
vinnuleysi hafi
orðið til þess að
styrkja samnings-
stöðu vinnuveit-
enda til mikilla
muna. „Með
fimmföldun á við-
varandi atvinnu-
leysi þarf ekki að
fara mörgum orð-
um um að öll
samningsstaða
vinnuveitenda hefur styrkst til mik-
illa muna, vald þeirra til að velja og
hafna, ráða og reka,“ skrifar hann.
„Ekki þarf heldur að hafa um það
mörg orð að í hópi launþega koma
þessar gerbreyttu aðstæður verst við
þá einstaklinga sem vegna fötlunar
og heilsubrests standa höllustum fæti
þegar fækka þarf starfsfólki eða
keppa um þau störf sem laus eru til
umsóknar.“
Garðar skrifar einnig að margir,
sem nú hafi verið metnir til örorku,
eigi að baki áralanga hrakningasögu
á þessum gerbreytta vinnumarkaði.
Oft án nokkurra atvinnuleysisbóta.
„Hitt er ef til vill enn meira áhyggju-
efni, en það eru þau margvíslegu
heilsuspillandi áhrif sem atvinnuleys-
ið sjálft hefur. Læknar hafa bent á að
ótrygg vinna og atvinnuleysi stuðli
mjög að þunglyndi og leysi gjarnan
úr læðingi ýmsa undirliggjandi veik-
leika sem ella hefðu seint eða aldrei
haft úrslitaáhrif á atvinnumöguleika
þess sem fyrir verður. Hér er því um
að ræða örorku sem rekja má beint til
atvinnuleysis. Þessir nýju öryrkjar
valda síðan enn frekari fjölgun í hópi
öryrkja, einstaklinga sem margir
hverjir gætu svo hæglega unnið fyrir
sér ef atvinnuástand hefði ekki versn-
að svo mjög sem raun ber vitni.“
Í lokin segir Garðar að ráðast þurfi
gegn sjálfri meinsemdinni, þ.e. því
böli sem gerbreytt atvinnuástand sé.
„Með þögninni erum við á hinn bóg-
inn að mynda áður óþekkta þjóðar-
sátt – þjóðarsátt um aukinn fjölda ör-
yrkja.“
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands
Fjölgun öryrkja má skýra
með breyttu atvinnuástandi
Garðar
Sverrisson
fjármagna bifreiðakaup að einhverju
leyti með fasteignalánum bankanna.
Talsmenn bæði Vátrygginga-
félags Íslands (VÍS) og Sjóvár-Al-
mennra segja hugsanlegt að þeir
muni mæta meiri samkeppni í bíla-
lánunum þótt þeir telji alls ekki
skynsamlegt fyrir fólk að fjármagna
neyslu með langtímalánum og auk-
inni veðsetningu fasteigna. Þeir
hafa hins vegar ekki mikla trú á
að skammtímavextir fari lækkandi;
þeir ráði einmitt mestu um vexti á
bílalánum til einstaklinga.
Kristján Björgvinsson, fjármála-
stjóri Sjóvár-Almennra, segir þó
ekki ólíklegt að vöxtum á bílalánum
félagsins verði breytt á næstunni en
Helgi M. Baldvinsson, deildarstjóri
hjá VÍS, segir að þar á bæ hafi menn
ekki áform um lækkun vaxta á bíla-
lánum, a.m.k ekki að svo stöddu.
Má búast við að
eitthvað gerist fljótlega
Spurður um mögulega lækkun
vaxta á bílalánum svarar Kristján:
„Menn eru auðvitað alltaf að skoða
vextina og það má fastlega búast við
því að eitthvað gerist í þeim málum
fljótlega. En ég hef ekki mikla trú á
VEXTIR á bílalánum eru nú al-
mennt 7,5% en vextir á íbúðalánum
banka og sparisjóða eru nú 4,2%
þannig að munurinn er orðinn 3,3%
og því hafa vaknað spurningar um
hvort einstaklingar kjósi ekki að
lækkun skammtímavaxta og ekki
heldur að lækkun fasteignavaxta sé
til frambúðar.“
Kristján segist ekki sjá fram á
miklar breytingar en það geti vissu-
lega orðið sveiflur. Sjóvá-Almennar
sé einmitt að skoða þessi mál núna.
Kristján segir vexti á íbúðalánum
auðvitað hafa óbein áhrif á vaxta-
stefnu félagsins en það séu samt
aðrir hlutir sem ráði þar meira um.
„Fasteignalán eru gersamlega sér á
báti en auðvitað er hættan sú að fólk
fari með skammtímahugsun að fjár-
magna neysluna einmitt núna en
vakni svo upp við vondan draum eft-
ir tvö, þrjú eða fjögur ár.“
Kristján segir menn fylgjast
grannt með umfangi viðskipta hjá
félaginu í bílalánum og engar breyt-
ingar hafi orðið á því og enginn sam-
dráttur.
Helgi M. Baldvinsson, deildar-
stjóri hjá Vátryggingafélagi Íslands
(VÍS), segir muninn á vöxtum á bíla-
lánum og á fasteignalánum vissu-
lega vera orðinn meiri en hann var
og oftast hafi verið tekið tillit til
vaxta á húsnæðislánabréfum í vaxta-
stigi hér á landi, a.m.k. fram að
þessu.
Hann segir VÍS hugsanlega þurfa
að mæta meiri samkeppni í bílalán-
um með tilkomu íbúðalána bank-
anna en telur ólíklegt að menn muni
bregðast beint við henni með lækk-
un vaxta á bílalánum, VÍS hafi ekki
hugsað sér að lækka vextina að svo
stöddu.
„Það hefur miklu frekar áhrif
hversu mikið almennir vextir koma
til með að breytast, s.s. almennir
innlánsvextir, útlánsvextir bank-
anna, jafnvel yfirdráttarvextir, þ.e.
hver breytingin verður á þessum
skammtímavaxtamarkaði.“
Helgi tekur fram að töluverður
munur sé á þessum fjárfestingakost-
um, annars vegar skammtímalánum
til einkaneyslu og hins vegar fjár-
mögnun á íbúðarhúsnæði.
Seðlabankinn leggur línurnar
„Þannig að það veltur heilmikið á
því hvað Seðlabankinn gerir, hvort
hann hækkar stýrivexti á skamm-
tímalánum eins og hann hefur eig-
inlega gefið í skyn að geti komið til
greina ef þensla eykst í kjölfar þess-
ara nýju íbúðalána. Það er fyrst og
fremst sá grunnur sem við höfum til
viðmiðunar,“ segir Helgi.
Ekki er útlit fyrir mikla
lækkun vaxta á bílalánum
BÆNASTUND í Dómkirkjunni í
hádeginu í gær var helguð fórn-
arlömbum hryðjuverka í Beslan í
Rússlandi. Hádegisbænastund
hefur verið haldin í Dómkirkjunni
á miðvikudögum undanfarinn ára-
tug og hefur að sögn Hjálmars
Jónssonar fest sig í sessi í dag-
skrá kirkjunnar.
„Það er alltaf nokkur kjarni
sem kemur. Í gær var nokkru
fleira fólk en venjulega. Þetta
málefni snertir okkur með sér-
stökum hætti. Þeir sem komu
sýndu augljósa hluttekningu og
samúð,“ segir Hjálmar.
Hann segist finna fyrir vaxandi
áhuga, t.d. meðal fólks á vinnu-
stöðum í miðborginni, á hádeg-
isbænastundinni. Bænastundin er
um hálftíma löng og hefst klukkan
tólf á hádegi.
„Við biðjum fyrir ýmsum þeim
málefnum sem liggja fólki á
hjarta, stundum er beðið sér-
staklega fyrir ákveðnum mál-
efnum eins og gert var í gær.
Þarna myndast notalegt sam-
félag og maður finnur svo vel
samstöðuna hjá því ágæta fólki
sem kemur. Sumir koma svo bara
til að slaka á í hádeginu, setjast
inn og hlusta á orgeltóna, ritning-
arorð og bæn,“ segir Hjálmar.
Morgunblaðið/Golli
Frá bænastund vegna hryðjuverkanna í Beslan í Dómkirkjunni í hádeginu í gær. Um 30–70 manns mæta jafnan á
hádegisbænastundir Dómkirkjunnar og njóta kyrrðarstundar við orgeltóna, bænir og ritningarorð.
Beðið fyr-
ir fórnar-
lömbum í
Rússlandi
NORÐMENN geta lært margt af því
hvernig Íslendingar reka sjávar-
útveg sinn, að mati Kjell-Inge
Røkke, eiganda
norska útgerð-
arfélagsins
Norway Sea-
foods. Þetta kom
fram í máli hans á
sjávarútvegs-
ráðstefnu Ís-
landsbanka, Haf-
sjór tækifæra,
sem haldin var á
Akureyri í gær.
Kjell Inge Røkke er einn þekkasti
útgerðarmaður heims og einn um-
svifamesti athafnamaður Noregs.
Norway Seafoods er stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki Noregs en er
jafnframt með starfsemi í Dan-
mörku og Argentínu. Fyrirtækið er
dótturfélag Aker Group, sem jafn-
framt er í eigu Røkkes.
Røkke sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Íslendingar hefðu margt
gott til málanna að leggja þegar
kæmi að sjávarútvegi og að Norð-
menn gætu tileinkað sér margt á Ís-
landi til að bæta sinn eigin sjávar-
útveg. „Íslendingum hefur tekist að
reka sjávarútveg sinn á hagkvæman
hátt og íslensk fyrirtæki hafa haslað
sér völl á erlendum vettvangi. Það
er margt sem þarf að bæta í norsk-
um sjávarútvegi og ég hef sagt að
við ættum að líta til Íslands um það
hvernig standa á að því, einkum
hvað varðar þá hagræðingu og sam-
þjöppum sem orðið hefur í greininni
á Íslandi. Því hefur löngum verið
haldið fram að það komi of mikið
fjármagn inn í norskan sjávarútveg
en staðreyndin er sú að fjármagns-
streymið er ekki nógu mikið. Við
höfum fjárfest fyrir hundruð millj-
óna norskra króna í nýjum verk-
smiðjum en fram til þessa hafa fjár-
festingarnar ekki skilað sér
nægilega vel.“
Hann kvaðst eiga erfitt með að
taka afstöðu til þess hvort Norð-
menn ættu betur heima innan Evr-
ópusambandsins en utan þess. Hann
sagðist þó ekki draga í efa þau orð
sem Halldór Ásgrímsson lét falla um
Evrópusambandið á ráðstefnunni.
Kjell Inge Røkke flutti
fyrirlestur á Akureyri
Norðmenn
ættu að líta
til Íslands
Kjell-Inge Røkke