Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 13 Ný tækifæri til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú ert með góða hugmynd um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá gæti tækifærið verið á næsta leiti. Efnt verður til forvals um verslunarrekstur í flugstöðinni. Um er að ræða brottfarasvæði bæði í eldri og nýrri byggingu stöðvarinnar sem og á móttökusvæði farþega utan fríverslunarsvæðisins. Allir sem telja sig vera með góða hugmynd um rekstur sem á erindi inn á þetta eftirsótta verslunarsvæði eru hvattir til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu. Kynningarfundur Kynning á forvalinu og þeim breytingum sem framundan eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður á Grand Hótel fimmtudaginn 16. september n.k. og hefst hún klukkan 13.30. KYNNINGARFUNDUR á Grand Hótel 16. september kl. 13.30 Rekur þú verslun? Á kynningarfundinum verður hægt að kaupa forvalsgögn og kosta þau 5.000 krónur. Einnig verður hægt að nálgast gögn um forvalið eftir fundinn á rafrænu formi á heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, www.airport.is. Í forvalsgögnunum er meðal annars að finna leiðbeiningar um forvalið og hvernig skila beri umsóknum. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tæplega 200 týna lífi í Kína AÐ minnsta kosti 180 hafa látist af völdum óveðurs, sem gengið hefur yfir suðvesturhluta Kína undanfarna daga, og 64 til við- bótar er saknað. „Fram að þessu hafa 97 manns farist og 39 er saknað. Um 10.880 hafa slasast eða veikst af völdum veðursins,“ sagði embættismaður í Sichuan-héraði í samtali við AFP- fréttastofuna í gær. Í Chongqing- héraði, sem er í næsta nágrenni, hafa 75 látist og 25 er saknað að sögn yfirvalda þar. Talið er að enn fleiri eigi eftir að láta lífið af völdum veðursins. Manntjónið hefur einkum orðið af völdum flóða og aurskriða. Áfangasigur Fischers BOBBY Fischer, fyrrum heims- meistari í skák, fékk sett lögbann á það fyrir dómi í Japan í gær að honum yrði vísað úr landi. Úr- skurðurinn kveður á um að fyrst þurfi að ganga dómur í máli sem Fischer hef- ur höfðað gegn því að verða framseldur til Bandaríkjanna. „Það gæti tekið um eitt ár að ljúka málinu fyr- ir dómi,“ sagði John Bosnitch, sem fer fyrir samtökum sem reyna að fá Fischer leystan úr haldi. Hann hefur verið eftirlýstur af bandarískum stjórnvöldum frá því 1992 fyrir að þiggja meira en þrjár milljónir dollara í verð- launafé á skákmóti í fyrrum Júgó- slavíu í í andstöðu við alþjóðlegt viðskiptabann sem þá var í gildi gagnvart Júgóslavíu. Sjálfsvíg mann- skæðari en stríð Á ÁRI hverju styttir tæp milljón manna sig lífi og þeir sem fyr- irfara sér eru fleiri en þeir sem eru myrtir eða falla í stríði. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) skýrði frá þessu í gær og sagði að sjálfsmorð væri fram- ið einhvers staðar í heiminum á hverjum 40 sekúndum. Sjálfs- morðstíðnin er mest í Eystrasalts- ríkjunum þar sem um 40 af hverj- um 100.000 íbúum fyrirfara sér. Hollendingi bregður í brún HOLLENDINGUR varð fyrir óskemmtilegri reynslu á dög- unum. Hann var á ferð í bíl sínum þegar tankbíll með fljótandi saur sprakk skyndilega við hliðina á bílnum og skall eðjan þá á honum. „Þetta var hlýtt og notalegt kvöld svo að hann hefur sennilega opnað gluggann þegar hann stoppaði við umferðarljós,“ sagði talsmaður lögreglu í Drenthe í Hollandi. Um 1.700 lítrar af saur voru í tankbílnum. Maðurinn mun ekki hafa orðið fyrir líkamstjóni en bíll hans var dreginn af staðnum. AP Hús á kafi í Chongqing í Kína. Bobby Fischer GENESIS, mannlaust geimfar bandarísku geimvísindastofnunar- innar (NASA), brotlenti í eyði- mörkinni í Utah í gær eftir að fallhlífar, sem hægja áttu á för þess til jarðar, opnuðust ekki. Óljóst er hvað hefur orðið um brothættan farm geimfarsins, sýni úr atómum í sólvindi sem vonast var til að gætu meðal annars veitt upplýsingar um uppruna sólkerf- isins. Vísindamenn töldu að viðkvæm- ir diskar sem sýnin, ótaldir millj- arðar atóma úr sólvindi, söfnuðust á myndu brotna, jafnvel þótt fall- hlífarnar drægju úr hraða farsins í lendingunni. Átti því að reyna að krækja í farið með sérútbúnum þyrlum undir stjórn áhættuleikara frá Hollywood áður en það lenti. „Við munum ná sýnunum út, en það verður mun erfiðara ef allt er brotið og bramlað,“ sagði Roger Wiens, talsmaður NASA. Rann- sóknarleiðangur Genesis tók þrjú ár og kostaði um 260 milljónir dollara. Sýnin eftirsóttu eru sam- anlagt á stærð við nokkur salt- korn. Genesis brotlenti Dugway-rannsóknastöðinni í Utah. AP. AP Maður nálgast Genesis eftir lendinguna í eyðimörk Utah-ríkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.