Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞETTA ER EINN AF ÞESSUM DÖGUM SEM MAÐUR KEMUR ENGU Í VERK ÉG VEIT ALVEG HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ... 1994 VAR ÞANNIG HJÁ MÉR Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD HÆ KALLI! ÞETTA ER PATTA... HVAÐ SEGIR ÞÚ? ÉG ÞARF Á HJÁLP ÞINNI AÐ HALDA KALLI. LIÐIÐ OKKAR Á AÐ SPILA Á EFTIR OG EINN LEIKMAÐURINN OKKAR ER VEIKUR ÞANNIG AÐ... VILTU AÐ ÉG SPILI FYRIR LIÐIÐ ÞITT Í DAG? NEI, OKKUR VANTAR BARA AÐ FÁ HANSKANN ÞINN LÁNAÐANN... MAMMA, FÆ ÉG PENING TIL ÞESS AÐ KAUPA PLÖTU MEÐ DJÖFLADÝRKANDI ROKKHLJÓMSVEIT Í SJÁLFSVÍGS- HULEIÐINGUM KALVIN, SÚ STAÐREYND AÐ ÞEIR ERU EKKI BÚNIR AÐ FREMJA SJÁLFVÍG Í TRÚARATHÖFN TIL HEIÐURS MYRKRAHÖFÐINGJANUM SÝNIR AÐ ÞEIR ERU BARA Í ÞESSUM BRANSA TIL ÞESS AÐ FÁ PENING EINS OG ALLIR AÐRIR. ÞANNIG AÐ ÞETTA HNEYSLAR ENGANN LENGUR ER ÞÁ EKKI EINU SINNI HÆGT AÐ TREYSTA SJÁLFS- HATRI?! ÞVÍ MIÐUR KALLINN MINN ÞAÐ ER SVO ERFITT FYRIR KRAKKA AÐ BERJAST GEGN KERFINU EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA LALLI? FARÐU AÐ BÚA TIL KUBBINN ÞINN OG BRJÓTA ÞANNIG LÖG UM UMHVERFISVÆNT UMHVERFI FYRIR NEMENDUR? NEI! ÞÚ FÆRÐ MIG EKKI TIL ÞESS. ÉG ER ENGINN BARBARI SEM SPILLIR UMHVERFINU BARBARI? SJÁÐU BARA ÞETTA! ÞETTA ER KARTON OG HVAÐ MEÐ KARTONIÐ? ÞAÐ ER KLÓRHREINSAÐ UMHVERFISVÆNN NEMANDI VINNUR EKKI MEÐ PAPPÍR SEM HEFUR VERIÐ HREINSAÐUR MEÐ KLÓR! VEISTU HVAÐ MARGIR HEKTARAR AF SKÓGI ERU LAGÐIR Í EYÐI Á HVERJUM DEGI? EF ÉG FÆ ENDURUNNINN PAPPÍR ÞÁ SKAL ÉG GERA ÞENNAN HEIMSKULEGA KUBB AUMI GRÆNFRIÐUNGUR!! ÞÚ ERT EKKI Í SKÓLA TIL ÞESS AÐ VERNDA REGNSKÓGANNA HELDUR TIL ÞESS AÐ EYÐA BUXUNUM ÞÍNUM Á SKÓLABEKK!! Dagbók Í dag er fimmtudagur 9. september, 253. dagur ársins 2004 Víkverji naut þessað heyra aftur í Bjarna Felixsyni lýsa samantekt frá ensku úrvalsdeildinni á Rík- issjónvarpinu. Það var líkast því að hverfa mörg ár aftur í tím- ann að heyra í Bjarna, allt með sama sniðinu og áður og Víkverji minntist vetrardaga sem barn þegar hann að loknum leik í ensku deildinni undir tryggri lýsingu Bjarna hljóp út á snævi þakinn fótbolta- völl hverfisins til þess að fá útrás fyrir óhemjandi sparkhneigð, sem vaknaði við það að horfa á enska boltann og hlusta á Bjarna Fel- ixson. x x x Nú, einum þrjátíu árum síðar, erVíkverji enn að sparka bolta nokkrum sinnum í viku, sér til heilsubótar og meiðsla annað veif- ið. Það er engin kvöð heldur hrein ánægja að mæta og aðra hreyfingu stundar Víkverji ekki. Hann hefur hins vegar þegar nokkrar áhyggjur af því hvað við taki þegar hann getur ekki lengur spilað fótbolta enda nokkur forréttindi, miðað við það sem hann heyrir utan á sér, að geta stundað hreyfingu sem hann hefur hreinlega gaman að. Víkverji hefur reynt að stund sund, hlaupa einsamall nokkra kíló- metra í hverri viku en hefur alltaf gefist upp á endanum og yf- irleitt ekki enst lengi í þessu þar sem ánægj- una hefur vantað og oft hreinasta pína að koma sér af stað. Ein- mitt af þessum sökum hefur Víkverji reynt að halda sig við fótboltann. x x x Víkverji sér sig alls ekki í andamæta í þreksali og hlaupa þar á brettum eða hjóla á þrekhjóli horfandi á sjónvarpsskjái, finnst eins og allur leikur og gaman sé þá út úr myndinni. En er á meðan er og „den tid, den sorg“ eins og Dan- ir segja. Víkverji heyrir á orðum margra kunningja og félaga að það er þeim þó nokkurt erfiði að stunda hreyf- ingu eða líkamsrækt, svona ekki ósvipað og að mæta til tannlæknis: ekki skemmtilegt en nauðsynlegt eigi að síður. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Gamla bíó | Íslenska óperan kynnti í gær vetrardagskrá sína með óhefð- bundum hætti. Óperan sýnir í vetur óperutryllinn Sweeney Todd, sem fjallar um ógurlega hefndarför bartskerans Sweeney Todd gegn úrkynjuðum dóm- ara sem svipti hann lífinu og hamingjunni. Sweeney hakkar fórnarlömb sín niður og nýtur aðstoðar frú Lóett, sem býr til úr þeim kjötbökur. Í þeim anda bar sópraninn Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem fer með hlutverk hennar fram „girnilegar kjötbökur.“ Örn Árnason leikari, sem þreytir nú frumraun sína hjá Óperunni, kunni vel að meta veitingarnar. Það er barítóninn Ágúst Ólafsson sem fer með hlutverk Sweeney, en frændi hans Davíð Ólafsson fer með hlutverk hins „kynferðislega brenglaða“ dómara, sem að sögn Davíðs er vægast sagt viðbjóðsleg persóna. Ágúst segir hlutverk Sweeney afar krefjandi og óhefðbundið barítónhlutverk. „Ég hef aldrei séð svona barítónhlutverk, það er skrifað mjög lágt og gerir kröfur til breiðs raddsviðs,“ segir Ágúst sem kveðst nú vinna á fullu við að koma sér inn í persónu Sweeney. Morgunblaðið/Golli Kynjóttar kjötbökur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa. (Sl. 19, 2.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.