Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 37
HAROLD og Kumar er næst-
vinsælasta myndin í bíóhúsum
landsins þessa dagana en hún var
frumsýnd um síðustu helgi. Enn
sem áður er Bourne Supremacy
vinsælust en íslenska myndin Dís
kom ný inn í þriðja sætið.
Borgari
og franskar
!
"#
$
%&
% $
#'
%
( #'
') *
# #'
+ , %
( -++
, ' .'
#'
)
/+ 0$
!
"#
$%&''
(
""! )(
*!
+(
,
1
2
3
1
4
5
11
6
7
18
8
1
12
3
3
&
5
6
2
3
2
5
5
7
4
8
! )9: ;)&&< =>&:)9:< ,&
< ?
9&< >)9:
)9: ;)&&< ?< ,&
< ?
9&
>)9:< -
)< >)9:< ()9:
>)9:< -
)< >)9:< ()9:< ,&
>)9:< -
)< ()9:
=>&:)9:
)9: ;)&&< ?< =>&:)9:< ,&
< ?
9&
)9: ;)&&<=>&:)9:< ?< @A
)9: ;)&&< ,&
< ?
9&< ?
)9: ;)&&< ? >)9:< ,&
>)9:< ()9:
?)9:
=>&:)9:
=>&:)9:
=>&:)9:
)9: ;)&&< ?< =>&:)9:< ,&
-
)< >)9:
()9:
-
)< @A
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 37
Ég kem
á morgun
Girl Next Door
Sjóðheit og sexí
gamanmynd um strák
sem fórnar öllu fyrir
ást sína á fyrrum
klámmyndastjörnu.
Frumsýnd á morgun í
Smárabíói og Laugarásbíói
SJÓNVARPSSTÖÐ, sem sýnir að-
eins auglýsingar, hefur hafið göngu
sína í Bretlandi en stöðin er send út
stafrænt. Þetta er fyrsta stöðin af
þessu tagi í heiminum. Margir kann-
ast við að skipta stöðugt á milli
stöðva en finna samt ekkert til að
horfa á. Auglýsingar geta verið
skemmtilegar og vel gerðar og á The
Advert Channel er ekkert annað á
dagskrá en auglýsingar.
Á fyrsta útsendingardegi stöðv-
arinnar sýndi hún margar þekktar
auglýsingar, eins og frá Sony Play-
station og líka Mohammed Ali í
Adidas-auglýsingu. Auglýsingar
hafa menningarsögulegt gildi og
einnig eru sýndar gamlar auglýs-
ingar sem sýna hvernig lífið og við-
horf hafa breyst á síðustu áratugum.
Líka verða sýndar auglýsingar frá
öðrum löndum.
Dagskrárgerðin sem fer fram
tengist öll að sjálfsögðu auglýs-
ingum. Til dæmis fjalla kynnar um
helstu nýju auglýsingarnar, rætt
verður um auglýsingar sem komast í
fréttir, skoðaðar auglýsingar sem
eru fyndnar, sorglegar og umdeild-
ar. Loks verður þáttur tileinkaður
gerð auglýsinga.
Það er nokkur kaldhæðni að það
vandamál sem stöðin þarf að kljást
við er að það eru engar auglýsingar
á henni. Auðvitað eru fullt af auglýs-
ingum sýnt en það borgar enginn
fyrir þær. Til dæmis þegar hugvits-
samlegar auglýsingar frá Ikea víðs
vegar að úr heiminum eru sýndar
borgar sænski húsgagnarisinn ekki
fyrir þær.
Þetta þýðir að stöðin þarf að þéna
peninga á annan hátt. Það hefur hún
gert með ýmsum leikjum sem áhorf-
endur geta tekið þátt í með því að
hringja eða senda SMS-skilaboð fyr-
ir eitt pund. Líka verður stöðin með
þætti þar sem áhorfendur kjósa um
hvaða auglýsing fari næst í loftið og
greiða fyrir atkvæðið, líkt og á tón-
listarsjónvarpsstöðvum.
Sjónvarp | The
Advert Channel hefur
göngu sína í Bretlandi
Ekkert
nema aug-
lýsingar
Broslegar tilraunir tveggja
ungra manna til að sannfæra er-
lendan bargest um yfirburði Ís-
lendinga í auglýsingum, sem
Gott fólk gerði fyrir Thule, hafa
vakið athygli víða um heim.
www.theadvertchannel.tv
ROKKSVEITIN Franz Ferdinand
frá Glasgow hreppti hin virtu Merc-
ury-verðlaun fyrir samnefnda
frumraun sína en verðlaunin voru
veitt við hátíðlega athöfn í Bret-
landi á þriðjudagskvöld. Hljóm-
sveitin keppti við listamenn á borð
við The Streets og Joss Stone og
hafði betur og hreppti fyrir það
verðlaunafé sem nemur 2,6 millj-
ónum króna.
Verðlaunin eru veitt fyrir bestu
plötu ársins gerða af bresku eða
írsku tónlistarfólki. Nefnd skipuð
sérfræðingum úr bransanum,
blaðamönnum og tónlistarfólki vel-
ur verðlaunahafann og er sagt að
verðlaunin launi frumleika og sköp-
unarkraft frekar en sölutölur.
Alex Kapranos, leiðtogi Franz
Ferdinand, sagði við áhorfendur í
athöfninni, sem fram fór í miðborg
Lundúna, að þeim væri mikill heið-
ur sýndur. „Þetta gerist á ári þar
sem við höfum verið umkringdir
frábærum hljómsveitum. Allir aðrir
verðskulda þetta frekar en við.
Þetta sýnir að góð tónlist ræður
ríkjum í Bretlandi og að við lifum á
góðum tímum,“ sagði hann og bætti
við að sigur hljómsveitarinnar tákn-
aði „endi á því hræðilega skeiði sem
við höfum gengið í gengum með
framleidda popptónlist.“
Alex sagði síðar við fréttamenn
að hann vildi nota peningana til að
koma á fætur félagsmiðstöð í Glas-
gow, sem hjálpi ungu fólki að feta
sig í tónlistarbransanum.
Einn dómari Mercury-verð-
launanna, Ian Parkinsons, sagði að
hljómsveitin væri undir áhrifum frá
fortíðinni en tónlistin hljómi samt
eins og frá árinu 2004.
Fengu líka verðlaun GQ
Þetta voru önnur verðlaun Franz
Ferdinand á einu kvöldi því fyrr um
kvöldið var hljómsveitin heiðruð
fyrir að vera besta hljómsveit ársins
á verðlaunahátíð tímaritsins GQ.
Hljómsveitin steig á svið á hátíð-
inni líkt og nokkrir aðrir er til-
nefndir voru, Amy Winehouse, Ty,
Jamelia, Belle & Sebastian, The
Zutons og Basement Jaxx.
Tónlist | Hin virtu Mercury-
verðlaun afhent í Bretlandi
Franz Ferd-
inand hreppti
hnossið
Reuters
Nick McCarthy, Paul Thomson,
Robert Hardy og Alex Kapranos
voru þakklátir fyrir verðlaunin.
Kumar kemst í hann krappan.