Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 1

Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 1
Reuters Börn í flóttamannabúðum í Darfur-héraði. Í HVERJUM mánuði deyja um 6.000 til 10.000 manns af völdum sjúkdóma og átaka í flóttamannabúðum í Darfur-héraði í Súdan, að sögn Davids Nabarros, sem stjórnar hjálp- arstarfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO). „Þessar tölur eru háar,“ sagði Nabarro. „Þær eru hærri en tölurnar sem við fengum í stríðunum á Austur-Tímor, Balkanskaga og í Írak 1991. Þær eru sambærilegar við tölurnar í Rúanda þegar ástandið þar var slæmt.“ „Á meðal hinna látnu eru mjög mörg börn,“ sagði Nabarro og bætti við að algengustu dánarorsakirnar væru niðurgangssýki vegna mengaðs vatns, hitasótt og lungnabólga. „Okkur finnst það mikið áhyggjuefni að dán- artíðnin skuli enn vera svona há hálfu ári eftir að neyðarástandið skapaðist. Starfsemi WHO og annarra stofnana hefur ekki komist á þann skrið sem við hefðum viljað. Við stöndum okkur ekki sem skyldi af einhverjum ástæð- um.“ Dánartíðnin í Darfur er þrisvar til sex sinn- um hærri en við eðlilegar aðstæður. Um 1,2 milljónir Darfur-búa hafast við í 129 flóttamannabúðum í héraðinu á svæði sem er á stærð við Frakkland. Yfir 200.000 til viðbótar hafa flúið til grannríkisins Tsjads. Dánartíðnin í Darfur-héraði í Súdan er enn há þrátt fyrir hjálparstarfið Allt að tíu þúsund deyja á mánuði Genf. AP. Hrútaber og grænir fingur Guðmundur Haukur tínir ber og sultar á hverju hausti | Daglegt líf Meira en nóg að gera Steingrímur Guðmundsson lék inn á plötu með Incredible String Band | Menning ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, hvatti í gær til íslamskrar einingar gegn Bandaríkjunum sem hann sagði stefna að algjörum yfirráðum yfir Mið-Austur- löndum. „Bandaríska herveldið ræðst á íslamska heim- inn undir því yfirskini að barist sé gegn hryðju- verkastarfsemi og notar vígorð eins og frelsi og lýðræði en úthellir blóði Íraka, Afgana og Palest- ínumanna,“ sagði Kham- enei. „Bandaríkin beita hryðjuverkum, yfirgangi og valdi í stað samningaviðræðna og sætta sig aldrei við neitt minna en algjör yfirráð yfir íslamska heiminum og Mið-Austurlönd- um.“ Hvatt til íslamskrar einingar Khamenei segir Banda- ríkin vilja drottna yfir Mið-Austurlöndum Teheran. AFP. Ali Khamenei LOKSINS stytti upp í Reykjavík eftir þrálátar rigningar og þá var ekki að sökum að spyrja, menn og málleysingjar flykktust út í sólina og sprettu úr spori. Seppi kunni sér ekki læti og ólmaðist sem ákafast í hundaólinni með til- sjónarmann sinn í eftirdragi á línuskautum. Fast á hæla þeim kom fulltrúi hjólreiðamanna og steig fák sinn kröftuglega og hafði ekki gleymt öryggishjálminum frekar en daman. Morgunblaðið/Kristinn Á fullri ferð KAÞÓLSKIR prestar í Króatíu krefjast nú þess að fá sérstakar greiðslur til að geta ráðið einkabílstjóra þar sem þeir segjast ekki geta ekið sjálfir vegna strangra laga sem sett voru til að stemma stigu við ölv- unarakstri. „Við viljum aðeins fara eftir lögunum og þess vegna ætlum við ekki að aka eftir að hafa bragðað messuvín. Við getum ekki ekið vegna þess að við þurfum að dreypa á víni, það er hluti af altarisgöngunni,“ sagði í yfirlýsingu frá prestunum. Prestarnir sögðust óska eftir sem svar- ar 870 milljónum króna á ári til að allir kaþólskir prestar í landinu, sem eru alls um 2.000, fengju bílstjóra í fimm klukku- stundir á dag. Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í ágúst, mega menn ekki aka bílum í Króatíu fari áfengismagnið í blóðinu yfir 0,05%. Prestar vilja einkabílstjóra Zagreb. AFP. ♦♦♦ Íþróttir í dag Evrópudraumur Wengers  HK og Haukum spáð sigri  Völler ánægður með Montella STOFNAÐ 1913 250. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FRÍSTUNDAHEIMILI eða skóla- dagheimili í Reykjavík verða hvorki opin lengur né þjónusta við skóla- börn aukin þótt til verkfalls grunn- skólakennara kunni að koma 20. september. Foreldrar hafa spurst talsvert fyrir hjá frístundaheimilun- um um hvort breytingar verði á starfseminni ef til verkfalls kemur, en ljóst er að svo verður ekki. Heim- ilin munu samt bjóða upp á hálfs- dagsvist eftir sem áður. Foreldrar eru áhyggjufullir og svartsýni þeirra fer dagvaxandi. „Maður hefur það á tilfinningunni að lítið hafi þokast í samkomulags- átt og kannski gerist ekkert fyrr en verkfall skellur á,“ segir Guðbrand- ur Guðmundsson, formaður For- eldra- og kennarafélags Engja- skóla. „Við höfum reynt að láta ástandið ekki hafa áhrif á starf félagsins og valda ekki óþarfa áhyggjum hjá börnum og foreldrum. Manni finnst dapurlegt að í kjaradeilum sé ekki hægt að tala saman fyrr en allt er komið á síðasta snúning,“ segir hann. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvað verður gert til að gæta barna ef til verkfalls kemur, en stjórn félagsins mun ræða það mál á fundi sínum í dag, þriðjudag. Guðbjörg Þórisdóttir, skólastjóri Breiðagerðisskóla, segir bera á ákveðnum verkfallsótta en leyfir sér að vera bjartsýn á að samningar takist. Ekki segist hún verða mjög vör við að samningastaðan hafi mik- il áhrif á kennara. Þeir einbeiti sér að starfi sínu og sinni því af kost- gæfni eins og venjulega. Dæmi er um að fyrirtæki ætli að grípa til sér- stakra aðgerða komi til verkfalls. Þannig hefur Íslandsbanki boðið starfsmönnum að koma með börnin í vinnuna þar sem haft verði ofan af fyrir þeim í umsjón starfsfólks. Fundi kennara og viðsemjenda þeirra lauk hjá sáttasemjara í gær án þess að vísbendingar kæmu fram um að samningur væri í sjónmáli. Deiluaðilar hittast aftur á fundi með sáttasemjara klukkan 11 í dag. Skóladagheimilin ein- göngu opin eftir hádegi  Þjónustan/4 Dæmi um að fyrirtæki ætli að grípa til sérstakra aðgerða komi til verkfalls  Deiluaðilar hittast á fundi með ríkissáttasemjara í dag JOHN Kerry, forsetaefni demókrata, gagn- rýndi George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir því að þingið framlengdi tíu ára bann við því að einstaklingar ættu öflug árásarvopn sem notuð eru í hernaði. Bill Clinton Bandaríkjaforseti undirritaði lög um bannið árið 1994 eftir nokkur fjölda- morð í bandarískum skólum og veitingahús- um. Bannið féll úr gildi í gær eftir að þingið neitaði að framlengja það. Bush kvaðst styðja bannið en beitti sér ekki fyrir því að repúblikanar, sem eru í meirihluta á þinginu, féllust á að framlengja það. Kerry sakaði forsetann um að setja hagsmuni byssueigenda ofar hagsmunum lögreglunnar og fórnarlamba skotárása. Umdeilt vopna- bann fellur úr gildi Washington. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.