Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tveir dagar til stefnu!
Það má enginn missa af
þjóðargjöfinni á fimmtudag!
Skráðu þig strax í netklúbbinn á
icelandexpress.is
Ferðaþjónusta Iceland Express,
Sími 5 500 600, icelandexpress.is
EKKI AUKIN ÞJÓNUSTA
Skóladagheimili í Reykjavík munu
ekki hafa opið lengur eða auka þjón-
ustu við skólabörn þótt til verkfalls
grunnskólakennara komi hinn 20.
september. Foreldrar eru áhyggju-
fullir og svartsýni þeirra eykst með
degi hverjum.
Pútín herðir tökin
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
kynnti í gær breytingar á stjórn-
kerfinu og fela þær í sér að tök mið-
stjórnarvaldsins í Kreml verða hert.
Forsetinn sagði þetta nauðsynlegt
til að efla hryðjuverkavarnir.
Vilja fund með ráðherra
Stjórn Sambands sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra hefur óskað eftir
fundi með Valgerði Sverrisdóttur
iðnaðarráðherra til að ræða byggða-
og atvinnumál á svæðinu, m.a. virkj-
anir eins og Skatastaðavirkjun.
Há dánartíðni í Darfur
Á hverjum mánuði deyja um 6.000
til 10.000 manns af völdum sjúk-
dóma og átaka í Darfur-héraði í Súd-
an, að sögn Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í gær. Dánartíðnin
þar er allt að sex sinnum hærri en
við eðlilegar aðstæður.
Y f i r l i t
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
auglýsingablaðið Vestnorden
arts & crafts 2004.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
„ÞAÐ segir sig nú sjálft að menn
væru ekki að halda kaupstefnu á
borð við þessa nítján ár í röð nema
hún skilaði ferðaþjónustunni ein-
hverju,“ segir Magnús Oddsson
ferðamálastjóri, en hin árlega vest-
norræna kaupstefna var sett í Borg-
arleikhúsinu í gær. Kaupstefnan er
að þessu sinni haldin í Laugardals-
höllinni og lýkur henni á morgun.
„Það er ljóst að hér fá menn tæki-
færi til að kynna í sameiningu þetta
norðursvæði fyrir hugsanlegum
kaupendum. Við sjáum að verulegur
vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á
Íslandi á undanförnum árum, jafnvel
umfram það sem er að gerast að
meðaltali í heiminum, og það er ljóst
að þessi kaupstefna á sinn þátt í því,
ásamt auðvitað öðru. En kaupstefnan
myndi ekki skila neinu ein og sér ef
söluaðilar væru ekki að bjóða vöru og
þjónustu sem félli markaðnum í geð.
En þess má geta að kaupstefnan hef-
ur einnig átt sinn þátt í að auka fag-
mennsku í vinnubrögðum og bæta
söluferlið hjá ferðaþjónustuaðilum
þar sem þeir verða ávallt að vera til-
búnir með sitt framboð fyrir komandi
sumar í september ár hvert.“
Efla þarf menningartengda
ferðaþjónustu
Julia Pars, upplýsingafulltrúi
ferðamálaráðs Grænlands, er ein
þeirra sem oft hefur sótt vestnor-
rænu kaupstefnuna auk þess að taka
þátt í skipulagningu stefnunnar þeg-
ar hún var haldin á Grænlandi. Að-
spurð segir Pars þátttökuna í kaup-
stefnunni gífurlega mikilvæga fyrir
grænlenska ferðaþjónustu. „Því hér
höfum við möguleika á að komast í
samband við hugsanlega kaupendur.
Það er ekki síst mikilvægt fyrir
Grænland sökum þess að grænlensk
stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á
ferðaþjónustuna á síðustu árum og
gripið til ýmissa aðgerða til að fjölga
þeim ferðamönnum er leggja leið
sína til Grænlands.“ Spurð hverjar
séu helstu áherslurnar í grænlenskri
ferðaþjónustu segir Pars þærfyrst og
fremst vera á þá sérstæðu náttúru
sem Grænland hefur upp á að bjóða,
en á síðustu árum hefur aukin
áhersla verið lögð á menningar-
tengda ferðaþjónustu. „Við verðum
alltaf æ betur vör við að ferðamenn
hafa meiri áhuga á að upplifa það
sem hefur með menningu landsins að
gera. Þannig að ein aðaláskorunin
sem við stöndum frammi fyrir í dag
er að efla menningartengda ferða-
þjónustu.“
Kaupstefnan eykur fagmennsku
Morgunblaðið/Golli
Allt var á fullu í gær við uppsetningu vestnorrænu kaupstefnunnar sem hefst í Laugardalshöll í dag.
RÚMLEGA fertugur karlmaður
hefur verið dæmdur í þriggja mán-
aða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir
að hafa áreitt unglingsstúlku og
unga konu með tíðum símtölum þar
sem hann viðhafði „klámfengið og
kynferðislegt tal“ eins og segir í
dómnum.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi manninn fyrir að hafa frá 20.
september 2002 til 4. janúar 2003
sært blygðunarsemi 14–15 ára gam-
allar unglingsstúlku. Maðurinn við-
hafði kynferðislegt og klámfengið tal
í flestum þeim 89 símtölum sem
stúlkan svaraði. Í einni viku í mars
2003 hringdi maðurinn átta símtöl í
rúmlega tvítuga stúlku og hélt upp-
teknum hætti, viðhafði kynferðislegt
og klámfengið tal. Maðurinn játaði
brot sín.
Hafði áður hlotið dóm
Við ákvörðun refsingar tók Ingv-
eldur Einarsdóttir héraðsdómari
m.a. tillit til þess að maðurinn hafði
áður verið dæmdur fyrir kynferðis-
brot. Árið 1998 hlaut hann tólf mán-
aða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot
gegn tveimur stúlkum. Önnur var
átta ára þegar brotið var framið en
brotin gegn hinni stúlkunni áttu sér
stað tvisvar til þrisvar á ári á sex ára
tímabili þegar stúlkan var sex til tólf
ára gömul.
Sigríður Friðjónsdóttir sótti málið
fyrir hönd ríkissaksóknara en Brynj-
ólfur Eyvindsson hdl. var til varnar.
Fangelsi fyrir kynferðisbrot
Áreitti unga stúlku
með símtölum
EVRÓPSKUR fjárfestir hefur ósk-
að eftir formlegum viðræðum við
bæjaryfirvöld á Akureyri um að
reisa álþynnuverksmiðju sem yrði
allt að þrisvar sinnum stærri en sú
sem japanska fyrirtækið Japan
Capacitor Industrial hafði í hyggju
að reisa en hætti við í byrjun ársins.
Verði af framkvæmdum má ætla að
um 150 ný störf kynnu að skapast við
verksmiðjuna.
„Við fórum dálítið langt með þess-
ar viðræður fyrr á árinu við japanska
fyrirtækið en þegar slitnaði upp úr
þeim höfðum við samband við flest
fyrirtæki í þessari grein. Þetta er í
raun lítill heimur og framleiðendur
ekki mjög margir,“ segir Magnús
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Hann segir menn hafa fundið fyrir
áhuga. Tiltekið fyrirtæki í Evrópu
hafi síðan sent fyrirspurnir og sýnt
áhuga og hafi nú óskað eftir form-
legum viðræðum og segir Magnús að
þessar viðræður verði hafnar sem
fyrst. Evrópska fyrirtækið sé að
horfa á heldur stærri verksmiðju en
japanska fyrirtækið hafði áform um
að reisa.
Magnús segir aðstæður á Akur-
eyri henta þessari framleiðslu vel.
„Þeir þurfa talsvert af rafmagni og
hreinu vatni til kælingar og gera
kröfu um aðgengi að vel menntuðu
og stöðugt vinnuafli þannig að þetta
passaði vel við það sem við höfum
reynt að markaðssetja.“
Eins og nafnið gefur til kynna eru
álþynnur framleiddar úr áli. Þær eru
settar í sýruböð, vafðar upp í vafn-
inga og renna í gegnum verksmiðj-
una líkt og í stórri prentsmiðju.
Þynnurnar eru notaðar í svonefnda
rafeindaþétta, sem eru í öllum raf-
magnsvörum. Þær eru svipaðar við-
komu og álpappír en eilítið þykkari
og stífari.
Viðræður um að reisa
álþynnuverksmiðju
Verksmiðjan stærri en sú sem Japanir höfðu áform um
GRUNUR er um íkveikju og
skemmdarverk við íbúðarhús á
bænum Brekku í Hvalfirði í gær-
morgun. Einn maður var í húsinu
þegar eldurinn kom upp og hringdi
hann í lögreglu. Hann slapp
ómeiddur, en skemmdir urðu tölu-
verðar.
Fólk á bænum Bjarteyjarsandi,
sem er þar skammt frá, kom fljót-
lega á brunastað og aðstoðaði við
slökkvistarf.
Eldurinn kom upp í bílskúr á
neðri hæð hússins og barst í bifreið
sem brann til kaldra kola.
Lögreglan í Borgarnesi og
Slökkvilið Akraness fóru á vett-
vang ásamt sjúkraflutningamönn-
um frá Akranesi. Reykskemmdir
urðu á efri hæð hússins, auk þess
sem rúður sprungu. Enginn hefur
verið handtekinn vegna brunans,
en málið er í rannsókn lögregl-
unnar.
Grunur er
um íkveikju
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 22
Úr verinu 11 Viðhorf 24
Viðskipti 12 Minningar 24/29
Erlent 13/14 Dagbók 32/34
Höfuðborgin 16 Listir 36/39
Akureyri 16 Af listum 37
Austurland 17 Fólk 38/41
Landið 17 Bíó 38/41
Daglegt líf 18/19 Ljósvakar 42
Umræðan 20/21 Veður 43
Bréf 21 Staksteinar 43
* * *