Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 4
HÓPUR erlendra blaðamanna var viðstaddur ásamt utanrík-
isráðherra Íslands og sendiherra Íslands í París er 22 tonna
ísjaki var hífður upp úr Jökulsárlóni í gær og í frystigám.
Fyrirtækið Ístak sá um að ná jakanum úr lóninu og flytja
hann til Reykjavíkur og ber því vissulega nafn með rentu.
Jakinn á nú langt ferðalag fyrir höndum en hann mun
verða til sýnis fyrir utan vísindahöllina Palais de la Découv-
erte í París í tengslum við viðamikla Íslandskynningu sem
hefst þar í borg 27. september nk. Leið ísjakans lá frá Breiða-
merkurlóni á athafnasvæði Eimskips. Þaðan verður hann
fluttur 16. september áleiðis til Rotterdam í Hollandi og það-
an á vörubíl til Parísar. Áætlað er að ferðalagið taki enda
sama dag og sýningin hefst í París. Ísjakinn mun standa við
vísindahöllina til 3. október en frá þeim degi er framtíð hans
óráðin.
Fyrsti áfangi tókst vel
„Ísinn er farinn af stað og þetta tókst mjög vel, miklu betur
en við þorðum að vona,“ sagði Sigríður Snævarr, sendiherra í
París, í samtali við Morgunblaðið í gær. Jakinn var sérvalinn
til verkefnisins og þurfti aðeins að „snyrta“ hann til áður en
hægt var að setja hann á flutningabílinn.
Meginmarkmið Íslandskynningarinnar er að efla ímynd Ís-
lands í Frakklandi með því að kynna íslenska menningu, sér-
þekkingu og atvinnulíf. Kynningin verður undir yfirskriftinni
Islande, de glace & de feu, eða Ísland, ísinn og eldurinn. Því er
vel við hæfi að ísjaki, upprunninn á Íslandi, sé hafður til sýnis
til að vekja athygli á viðburðinum. „Það er þó ekki ísjakinn
sem slíkur sem er í aðalhlutverki, heldur hugvitið sem notað
er til flutninganna sem og samtakamátturinn sem felst í því
að flytja hann alla þessa leið,“ segir Sigríður og bendir á að
Ísland sé eina sjálfstæða ríkið í Evrópu þar sem finna megi ís-
jaka og geti tekist á við það verkefni að flytja þá milli landa.
Ísjakinn verður til sýnis við aðalinngang vísindahallarinnar
og mun hann smám saman bráðna eftir því sem líður á sýn-
inguna. Talið er að hann muni bráðna um 10% á fyrstu þrem-
ur dögum. „Það verður því heilmikið eftir af honum. Stærðin
út af fyrir sig er reyndar ekki aðalatriðið heldur sú upplifun
að geta snert ísjaka í miðri París.“
Sigríður segir að Íslandskynningin verði auglýst mjög vel í
París. Blaðamenn sem hingað komu til að fylgjast með upp-
hafi ferðar ísjakans voru að hennar sögn ánægðir með uppá-
tækið og heillaðir af Íslandi. „Við eigum von á því að þetta
veki mjög mikla athygli því ísjaki hefur aldrei áður verið
fluttur til Parísar.“
Sigríður segir að jakinn sé nokkurs konar samnefnari um
þann samtakamátt sem að baki Íslandskynningunni liggur, en
hún er unnin í nánu samstarfi íslenskra og franskra ráðu-
neyta. „Frakkarnir segja íslenska listamenn sérstaka vegna
þess að hugarorkan, náttúruorkan og sköpunarkraftur fara
saman, segja að þeir taki sína sköpun úr krafti náttúrunnar,“
segir Sigríður um viðhorf Frakka til íslenskrar listar.
Sigríður segir að enn sé óvíst hvað verði um ísjakann eða
það sem að eftir af honum verður að Íslandskynningunni lok-
inni. Hún er þess þó fullviss að eftirspurn eftir jakanum verð-
ur mikil.
Stórt hlutverk bíður 22 tonna ísjaka úr Jökulsárlóni en hann er á leið til Parísar
Táknrænn fyrir hugvit og nána samvinnu
Morgunblaðið/RAX
Sigríður Snævarr sendiherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fylgdust með flutningunum.
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HARRY Harrysson stangaveiði-
maður veiddi í síðustu viku gríð-
arstóra hrygnu í Arnarhólshyl í
Hofsá í Vopnafirði.
Harry sagði í samtali við Morg-
unblaðið að laxinn hefði verið 23,5
pund, veginn 11,8 kg. Þetta var
100 cm hrygna, belgmikil og
hrikaleg.
Þetta er stærsti vegni lax úr ís-
lenskri laxveiðiá það sem af er
sumri, en í júlí var 23 punda
hrygna vegin lifandi í háf á bökk-
um Norðurár og síðan sleppt.
Ekkert verður fullyrt um raun-
verulega þyngd nokkurra um og
rétt yfir eins metra langa hænga
sem veiðst hafa, m.a. í Vatnsdalsá
og á Nessvæðum Laxár í Aðaldal
og verið sleppt. Hofsárlaxinn er
því metlax sumarsins til þessa.
Á myndinni er Harry með lax-
inn í fanginu, en hrygnan stóra
tók hálfrar tommu langa rauða
Frances-túpuflugu.
Sá stærsti í sumar til þessa
FRÍSTUNDAHEIMILI eða skóladagheimili
í Reykjavík verða hvorki opin lengur né þjón-
usta við skólabörn aukin, þótt til verkfalls
grunnskólakennara kunni að koma 20. sept-
ember. Foreldrar hafa spurst talsvert fyrir
hjá frístundaheimilunum hvort breytingar
verði á starfseminni, ef til verkfalls kemur,
en ljóst er að svo verður ekki. Heimilin munu
samt bjóða upp á hálfsdagsvist eftir sem áð-
ur.
Björn Finnsson er forsvarsmaður frí-
stundaheimilanna í Fellahverfi og segir fyrir
liggja lögfræðiálit frá Reykjavíkurborg þar
sem tekin séu af öll tvímæli í þessum efnum.
„Það gengur ekki að aðrir gangi í störf kenn-
ara, en við munum hins vegar hafa sömu not
af skólahúsnæði og verið hefur, því aðrir
starfsmenn, en kennarar verða ekki í verk-
falli. Við munum því sem áður hafa fullan að-
gang að íþróttasal, eldhúsi, tölvusal eða
kennslustofum eftir atvikum.“
Guðbrandur Guðmundsson, formaður for-
eldra- og kennarafélags Engjaskóla, segir
foreldra áhyggjufulla og svartsýni þeirra fari
dagvaxandi. „Maður hefur það á tilfinning-
unni að lítið hafi þokast í samkomulagsátt og
kannski gerist ekkert fyrr en verkfall skellur
á. Við höfum reynt að láta ástandið ekki hafa
áhrif á starf félagsins og valda ekki óþarfa
áhyggjum hjá börnum og foreldrum. Manni
finnst dapurlegt að í kjaradeilum sé ekki
hægt að tala saman fyrr en allt er komið á
síðasta snúning,“ segir hann. Ekki hefur ver-
ið tekin afstaða til þess hvað verður gert til
að gæta barna ef til verkfalls kemur, en
stjórn félagsins mun ræða það mál á fundi
sínum í dag, þriðjudag. „Við höfum vonað að
ekki kæmi til verkfalls en allir eru að verða æ
svartsýnni. Ég óttast að verkfallið kunni að
verða langt, því eftir því sem mér heyrist ber
mikið í milli meðal deiluaðila.“
Leyfir sér að vera bjartsýn
Guðbjörg Þórisdóttir, skólastjóri Breiða-
gerðisskóla, segir starfslið sitt ekki undirlagt
af neinum verkfallsótta þótt stutt sé í yfirvof-
andi verkfall.
„Það ber á ákveðnum verkfallsótta en engu
að síður finnst mér kennarar hér við skólann
aðskilja kjarabaráttu sína frá faglegu skóla-
starfi á aðdáunarverðan hátt,“ segir Guð-
björg. „Ég ætla þó að leyfa mér að vera
bjartsýn á að samningar takist og einbeiti
mér að daglegum störfum með starfsgleði og
tilhlökkun að leiðarljósi. Kennarar hér halda
kjarabaráttunni mjög vel utan við skólastarf-
ið. Í hreinskilni sagt verð ég ekki mjög vör
við að samningastaðan hafi mikil áhrif á
kennara. Þeir einbeita sér að starfi sínu og
sinna því af kostgæfni eins og venjulega. Sú
staðreynd liggur fyrir að verkfall hefur verið
boðað ef ekki nást
samningar. Innst inni vonast kennarar eftir
samningum, því þeir vilja ekki verkfall þótt
þeir vilji bætt kjör. Það er mikið vinnuálag á
þeim og þeir skila bæði mikilvægu og góðu
starfi. Ég vildi gjarnan að dregið yrði úr
vinnuálagi á þeim með því að kennsluskylda
yrði minnkuð en vægi stjórnunar og sam-
vinnu aukið.“
Dæmi er um að fyrirtæki ætli að grípa til
sérstakra aðgerða komi til verkfalls. Þannig
hefur Íslandsbanki boðið starfsmönnum að
koma með börnin í vinnuna þar sem haft
verði ofan af fyrir þeim í umsjón starfsfólks.
Skólabörn geta ekki farið í frístundaheimilin fyrr en eftir hádegi
Þjónustan verður ekki aukin
KARLMAÐUR, sem ákærður er fyrir
innflutning á 325 grömmum af kókaíni til
landsins 2. desember sl. ásamt félaga sín-
um, játar innflutning á þeim 165 grömm-
um sem fundust á honum í Leifsstöð, en
neitar því að smyglið hafi átt sér stað í
ágóðaskyni. Honum var birt ákæra í gær.
Ákærði kveðst hafa staðið einn að inn-
flutningnum en ekki hefði verið um sam-
vinnu milli hans og meðákærða að ræða.
Játning hans var á sömu lund og með-
ákærða sem játaði sinn hlut er málið var
þingfest fyrir tæpum mánuði.
Við komuna frá Amsterdam 2. desem-
ber sl. voru mennirnir báðir í íþróttagöll-
um sem voru kirfilega merktir Íslandi og
með íslenskum fána en þeir tengdust báð-
ir hnefaleikafélögum. Við skoðun kom í
ljós að þeir höfðu báðir falið smokka með
kókaíni í endaþarmi.
Mennirnir eru, auk fíkniefnasmyglsins,
ákærðir fyrir tollalagabrot með því að
hafa flutt með sér vörur ætlaðar til iðk-
unar hnefaleika en framvísað lægri reikn-
ingi en raunverulegum.
Játar kók-
aínsmygl