Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 8

Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég fel þér til varðveislu þennan frægasta penna í 60 ára sögu lýðveldisins, Margrét mín, en hann notaði ég þegar ég neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Nú þegar álver ogvirkjun rísa áAusturlandi eru stjórnvöld farin að beina sjónum sínum að Norður- landi með staðsetningu fyrir næsta stóriðjukost í huga. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa mörg kunn álfyrir- tæki, m.a. Alcoa, lýst áhuga á að reisa álver á Norðurlandi. Áhugi á stóriðju virðist einnig vera fyrir hendi meðal heimamanna því flest stærri sveitarfélög á Norðurlandi ætla að taka þátt í kapphlaupinu um stað undir virkjanir og verksmiðjur. Nú síðast var sveit- arstjórn Skagafjarðar að lýsa yfir vilja sínum á að setja 180 MW Skatastaðavirkjun inn á nýtt aðal- skipulag en áður höfðu orkufyrir- tæki og sveitarfélög á Norðurlandi eystra, með fulltingi Reykvíkinga, stofnað undirbúningsfélag um vatnsaflsvirkjun í Skjálfandafljóti, 90 MW Hrafnabjargavirkjun. Að félaginu Hrafnabjörg ehf. koma Norðurorka á Akureyri, Þingeyj- arsveit, Orkuveita Reykjavíkur og Orkuveita Húsavíkur. Sömu aðil- ar, utan OR, hafa verið að undir- búa gufuaflsvirkjun við Þeista- reyki en yfirlýstur tilgangur þessara virkjunarkosta er að fram- leiða rafmagn fyrir norðlenska stóriðju. Stærsta spurningin er hins veg- ar hvort af þessum áformum verð- ur og þá hvar. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðaráðherra benti á það í samtali við Morgunblaðið um helgina að stjórnvöld hefðu ekki úrslitavald um hvar stóriðja eins og álver yrði reist. Lokaákvörðun í þeim efnum væri í höndum þeirra fjárfesta sem hugsanlega kæmu að málum. Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar setur þau skilyrði fyrir Skatastaðavirkjun að hún rísi ekki öðruvísi en að raforkan frá henni fari til atvinnusköpunar og stóriðju í Skagafirði og Húnaþingi. „Við tökum ekki í mál að virkjað verði við Skatastaði en orkan flutt eitthvað annað. Um þetta snýst málið,“ segir Ársæll Guðmunds- son, sveitarstjóri í Skagafirði og oddviti Vinstri grænna í sveitar- stjórn. Hann kannast ekki við að stefnubreyting hafi orðið í virkjun- armálum hjá sveitarstjórninni. Allt aðrar forsendur séu fyrir Skata- staðavirkjun en Villinganesvirkj- un, sem RARIK hugðist reisa og fór í gegnum mat á umhverfis- áhrifum. Skipulagsstofnun og um- hverfisráðherra féllust á fram- kvæmdina en sveitarstjórn Skagafjarðar lagðist gegn henni og frestaði því að setja þá virkjun inn á skipulag. Sótt um rannsóknarleyfi fyrir Skatastaðavirkjun Landsvirkjun kostaði á árum áður til grunnrannsókna og -hönn- unar á Skatastaðavirkjun, í sam- ráði við Orkustofnun. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið fagna áhuga Skagfirðinga. Lands- virkjun hafi hins vegar lítið aðhafst þar sem aðilar á svæðinu hafi verið hallir undir aðra kosti. Eðlilegt sé að taka þessa virkjun með í reikn- inginn þegar rætt sé um uppbygg- ingu á Norðurlandi. Svona virkj- anir séu ekki byggðar nema að hafa trygga sölu á orkunni til stór- notenda. Þorsteinn segir það einn- ig hafa heft uppbyggingu orku- mála á Norðurlandi að flutn- ingskerfið beri ekki meira við óbreyttar aðstæður. Komi til nýrr- ar virkjunar þurfi að bæta við raf- línum. Að sögn Agnars Olsen hjá Landsvirkjun var nýlega send inn umsókn til iðnaðarráðuneytisins um rannsóknarleyfi fyrir Skata- staðavirkjun, en ný raforkulög kveða á um slíkt leyfi. Agnar segir Skatastaðavirkjun áhugaverðan virkjunarkost og Landsvirkjun hafi verið með hann á teikniborð- inu til langs tíma. Stóriðjukapphlaupið er ekki bara milli sveitarfélaga því orku- fyrirtækin keppast t.d. um hver eigi að fá að virkja í Skjálfanda- fljóti. Áðurnefnt félag, Hrafna- björg, er með umsókn um virkj- unarleyfi en Landsvirkjun er einnig með umsókn í iðnaðarráðu- neytinu um rannsóknarleyfi. Þarf mikla og dýra orku Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, seg- ist telja að ef eitthvert álfyrirtæki vilji byggja álver á Norðurlandi þá geti það af hagkvæmisástæðum ekki verið mikið minna en álverið í Reyðarfirði, eða í kringum 300 þúsund tonn. Fyrir slíka verk- smiðju þurfi mikla og dýra orku og óttast Árni að stjórnvöld muni líta fyrst til stórra virkjunarkosta á borð við Jökulsá á Fjöllum. Það verði talið arðbærara en að „tína saman megavöttin yfir allt Norð- urland“. Efast Árni um að það sé raunhæft, hvorki í Skagafirði né t.d. Húsavík. Einhver ár munu líða þar til stóriðja rís á Norðurlandi og stjórnmálamenn eiga efalaust eftir að láta mikið til sín taka. Spurning er hvort Árni Finnsson hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að sveit- arstjórnarmenn séu farnir „að berja bumbur“ fyrir næstu kosn- ingar og stjórnvöld að leita ann- arra kosta ef ekkert verður af kísil- duftverksmiðju í Mývatnssveit. Fréttaskýring | Stóriðja og virkjanir Nú er það Norðurland Flest stærri sveitarfélög taka þátt í kapphlaupi um næstu stóriðjukosti Farið yfir Austari-Jökulsá við Skatastaði. Spurt um afstöðu ráðherra til Jökulsár á Fjöllum  Náttúruverndarsamtök Ís- lands hafa sent Valgerði Sverris- dóttur iðnaðarráðherra bréf og spurt um afstöðu hennar til verndunar Jökulsár á Fjöllum innan marka nýs þjóðgarðs norð- an Vatnajökuls. Tilefni fyrir- spurnarinnar eru sögð ummæli ráðherra um áhuga álfyrirtækja á að reisa nýtt álver á Norður- landi og að í ljósi þess að Lands- virkjun telji orkuöflunina erf- iðleikum bundna. bjb@mbl.is FJÖLDI gesta í Viðey hefur fækkað um tæplega tíu þúsund frá árinu 2000 þegar þeir voru nærri 27 þúsund en í fyrra voru þeir um 17 þúsund. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda gesta í Viðey sem lagt var fram í borgarráði í byrjun mánaðar- ins. Í svarinu kemur fram að tölur um gestafjölda í Viðey liggja fyrir frá árinu 1991 og byggjast þær á upplýs- ingum frá Viðeyjarferjunni. Í tölun- um kemur fram að á árunum milli 1991 og 1994 var árlegur gestafjöldi nokkuð sveiflóttur, allt frá 17 þúsund- um gesta á ári til tæplega 22 þúsunda. Frá árinu 1995 hefur gestafjöldinn í Viðey sífellt verið að aukast, þannig sóttu rúmlega 18 þúsund gestir Viðey heim árið 1995, tæplega 20 þúsund árið 1996, rúmlega 22 þúsund árið 1998, tæplega 25 þúsund árið 1999 og tæplega 27 þúsund árið 2000. Síðan þá hefur nokkuð dregið úr aðsókn- inni út í Viðey. Þannig voru gest- ir í kringum 21 þúsund árið 2001, tæplega 18 þús- und 2002 og um 17 þúsund í fyrra. „Við borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðum fram þessa fyrirspurn af því við vildum átta okkur á því hvern- ig aðsókn almennings, þ.e. bæði borg- arbúa og ferðamanna, er að eyjunni. Samkvæmt tölunum er ljóst að á und- anförnum árum hefur gestum eyj- unnar fækkað umtalsvert, þ.e. úr tæplega 27 þúsundum árið 2000 niður í um það bil 17 þúsund í fyrra. Það er nokkuð sláandi að sjá þessar tölur, því miðað við aukinn straum ferða- manna, bæði innlendra og erlendra, sem koma til Reykjavíkur ætti fjöldi gesta að aukast,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Morg- unblaðið. Spurður hvort hann hafi einhverja skýringu á því hvers vegna aðsóknin út í Viðey hafi minnkað á umliðnum árum segist Vilhjálmur ekki almenni- lega átta sig á því hvað valdi sam- drætti í aðsókn að eyjunni. „Í ljósi þessara talna er spurning hvort það sé eitthvað varðandi almenningssam- göngur við eyjuna sem þurfi kannski að betrumbæta til að gefa sem flest- um tækifæri á að heimsækja eyjuna og skoða þær miklu menningarminj- ar sem þar er að finna. Sennilega mætti einnig kynna eyjuna og ger- semar hennar betur en gert er í dag. Eins mætti huga að því hvernig að- staða ferðamanna er í eyjunni.“ Gestum í Viðey hefur fækkað síðustu árin Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.