Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 11

Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 11 SKREIÐARVINNSLA á Íslandi er ekki í hættu vegna nýrra heilbrigðisreglna Evrópusambandsins (ESB) enda munu íslensk stjórnvöld ekki gangast undir reglur sem hindra aldagamlar hefðir í matvæla- vinnslu. Undanfarið hefur verið nokkur umræða í Noregi um hvort að skreiðarverkun kunni að vera í hættu sökum nýrrar reglugerðar ESB. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir í samtali við Stiklur að hann telji ástæðulaust að hafa áhyggjur að því að endurskoðuð matvælalöggjöf Evrópusambandsins muni herða að skreiðarverkun hér á landi. „Umræða um nýjar heilbrigðisreglur Evrópusam- bandsins í Noregi virðist við fyrstu sýn vera nokkuð úr samhengi við efni reglugerðarinnar. Við erum að skoða þessa reglugerð nánar, en hún er fyrst og fremst safn eldri reglna á þessu sviði. Ég tel afar ólík- legt að reglugerðin hafi áhrif á skreiðarverkun hér á landi, enda eru í henni sérstök ákvæði um undanþág- ur fyrir hefðbundnar verkunaraðferðir. Ef svo ólík- lega vill til að gerðar yrðu athugasemdir við skreið- arverkun þá er ljóst að það kæmi ekki til greina að íslensk stjórnvöld gangist undir reglur frá ESB sem banna hefðbundnar verkunaraðferðir sem eiga sér aldalanga sögu hér á landi,“ segir Grétar Mar. Ný reglugerð ESB samansafn eldri reglna „Evrópusambandið samþykkti endurskoðaða mat- vælalöggjöf í apríl síðastliðnum. Nýja reglugerðin tekur fyrst og fremst saman eldri reglur á þessu sviði. Stjórnvöld í EFTA-ríkjunum eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um hvort taka eigi upp þessar nýju reglur í EES-samninginn. Í þeim viðræðum er meðal annars tekin afstaða til þess hvort nauðsynlegt er að aðlaga reglugerðina sérstökum aðstæðum í EFTA-ríkjunum. Því er ekki hægt að segja til um hvort og þá hvenær endurskoðuð matvælalöggjöf Evrópusambandsins muni taka gildi hér á landi. Verðmæti skreiðarútflutnings 284 milljónir króna Hér á landi er aðeins borðuð ein tegund skreiðar, þ.e. harðfiskur, en öll önnur skreið er framleidd til út- flutnings. Verðmæti skreiðarútflutnings Íslendinga nam um 284 milljónum króna á síðasta ári. Mest er flutt út til ríkja í vestanverðri Afríku en eitthvað til Ítalíu,“ segir í fréttabréfinu. Skreiðarvinnsla ekki í hættu vegna ESB Morgunblaðið/Ómar GENGIÐ hefur verið frá samningi um kaup Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf. á nóta- og togveiðiskipinu Júpíter II FD-235 ásamt veiðarfær- um af P/F Driftin í Færeyjum. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands að kaupverð sé trúnaðarmál. Skipið verður afhent félaginu innan skamms. Ekki er alveg ljóst til hvaða veiða verður haldið, en líklegast er þó að kolmunni verði fyrir valinu, verði veiðin farin að glæðast. Magnús Helgason, framkvæmdastjóri HÞ, segir að margt geti þó breytzt á skömmu tíma og gefi norsk-íslenzka síldin sig innan lögsögunnar eða í Síldarsmugunni verði að sjálfsögðu farið á þær veiðar. Hinn færeyski Júpíter var smíðað- ur árið 1978. Hann er með sjó- kælitanka um borð og ber alls um 1.560 tonn. Hraðfrystistöðin hefur um árabil gert út nótaskipið Júpíter ÞH, sem er 47 ára um þessar mundir. Magnús segir að hitt skip félagsins, Þorsteinn, verði á síld í haust, en þar er flakað og fryst um borð. Þessi kaup muni styrkja rekstur félagsins og gera því kleift að gera meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem það hafi yfir að ráða. Nýr Júpíter til Þórs- hafnar Leysir af hólmi nærri 50 ára skip með sama nafni VILHELM Þorsteinsson EA hefur nú lokið fyrsta síldveiðitúr haustsins og var í gær bú- inn að taka um 1.150 tonn af stórri síld á Hal- anum. Hann var þá á leið til Akureyrar með 530 til 540 tonn af flökum og 150 tonn af síld í bræðslu, sem flokkaðist frá við vinnsluna. Birkir Hreinsson, stýrimaður, var nokkuð sáttur við gang mála í gær. Sagði að veiðin hefði dugað ágætlega fyrir vinnsluna, en af- köstin eru um 120 til 140 tonn af flökum á sólarhring. Hann sagði að síldin væri mjög stór, 350 til 400 grömm, en hún væri fremur horuð og töluvert af átu í henni. Vilhelm hefur verið drjúgur við síldveið- arnar á þessu ári. Í janúar var farinn einn túr sem skilaði um 1.000 tonnum upp úr sjó. Í sumar veiddu skipverjar 17.000 tonn af norsk-íslenzku síldinni og gerði það gæfu- muninn að aflanum var skipað um borð í flutningaskip á miðunum. Nú eru skipverjar búnir að taka 1.150 tonn af íslenzku sum- argotssíldinni og gera þeir ráð fyrir að vera að síldveiðum til áramóta. Tvö önnur frystiskip eru nú komin á Hal- ann, Guðmundur VE og Hákon EA. Jóna Eðvalds SF kom kom við á Halanum á föstu- daginn og tók eitt hal. Hún kom með 180 tonn af síld til Hafnar í Hornafirði í gær- morgun og er þetta fyrsta síldina sem landað er á vertíðinni. Fram kemur á fréttavefnum Horni.is. að þetta er stór og falleg síld sem hafi fengist í einu kasti með flottrollinu á Halanum. Halldór Jónasson skipstjóri segir að þeir hafi stoppað í sex tíma á miðunum og aðeins tekið þetta eina hal en þá hafi verið komin bræla. Jóna Eðvalds lenti í vitlausu veðri fyrir sunnan landið og spilltist aflinn verulega. Vilhelm með 540 tonn af flökum ÚR VERINU SIR John Bourn, ríkisendurskoðandi Bret- lands og gestaprófessor við London School of Economics, flytur fyrirlestra á morg- unmálþingi, um opin- bera stjórnun og stjórn- sýsluumbætur í Bret- landi. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 16. september, á Grand- hóteli í Reykjavík. Bretland hefur staðið framarlega í þeirri hreyfingu umbóta í op- inberri stjórnsýslu sem staðið hefur í á annan áratug á Vesturlöndum. Mörg nýmæli sem voru þróuð þar hafa verið tekin upp í öðr- um löndum. Meðal þess sem Bourn fjallar um er: hvað merkir vönduð opinber stjórn- un í Bretlandi og hvaða aðferðum beita stofnanir þar í stefnumótun, markmiðs- setningu og mati á árangri? Hvernig er tryggð ábyrgð stofnana og stjórnenda í Bretlandi. Loks mun Sir John Bourn fjalla um þau umbótamál sem efst eru á baugi í Bretlandi um þessar mundir, einkum í heilbrigðis- og menntakerfi. Tími mun gefast til fyrirspurna og um- ræðna. Sir John Bourn hefur verið ríkisend- urskoðandi Bretlands frá árinu 1988. Hann hefur sem slíkur staðið að útgáfu fjölda skýrslna til breska þingsins um árangur og skilvirkni hins opinbera í Bretlandi, hjá ráðuneytum og opinberum stofnunum. Sir John Bourn er með doktorspróf frá Lond- on School of Economics í hagfræði. Hann er með víðtæka starfsreynslu innan breskra stjórnkerfisins, m.a. í fjármála- ráðuneyti og varnarmálaráðuneyti. Auk þess að vera gestaprófessor hjá London School of Economics, er hann eftirsóttur fyrirlesari og heldur árlega fjölda fyrir- lestra víða um heim. Málþingið fer fram á ensku, er opið öllu áhugafólki um stjórnsýslu meðan rými leyfir og er aðgangur ókeypis. Málþings- stjóri verður Páll Skúlason háskólarektor. Húsið er opnað kl. átta en dagskráin hefst upp úr hálfníu og lýkur um kl. 10.30. Ræðir opin- bera stjórnun og stjórn- sýsluumbæt- ur í Bretlandi Sir John Bourn FRAMKVÆMDIR við byggingu starfs- mannaþorps Fjarðaáls-Alcoa á Reyðarfirði ganga vel. Þorpið, sem er um 1 km utan við þéttbýlið á Reyðarfirði, mun hýsa um eða yfir 1.800 manns sem koma til með að vinna við byggingu álversins. Það rís á 14 hekturum lands, með stækkunarmöguleika upp í 17 hektara. Fyrstu húsin í þorpinu eru að rísa þessa dagana, en áætlað er að fyrsti áfangi þorpsins, vinnubúðir fyrir 100 manns, verði tilbúinn snemma í vetur. Síðar í vetur á að vera komin aðstaða fyrir 250 manns, fyrri hluta sumars 2005 fyrir 800 manns og 1.200 manns síðari hluta sumars 2005. Búið á að vera að byggja upp fyrir 1.500 starfsmenn á fyrri hluta árs 2006 og 1.800 manns þegar liðið er á sumarið 2006. Frá þeim tíma og fram á árið 2007 verð- ur þorpið stækkað ef þörf er á, en fyrir árslok 2007 verða búðirnar tæmdar og fjarlægðar. Bechtel ásamt undirverktökum reisir starfsmannaþorpið, en fyrirtækið Compass Group mun reka vinnubúðirnar og sjá um alla þjónustu í þeim. Framkvæmdir við vinnubúðir vegna álvers á Reyðarfirði komnar á skrið Fyrstu húsin rísa í starfsmannaþorpi Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Umsvif á Reyðarfirði: Bygging 1.800 manna vinnubúða vegna smíði álvers í fullum gangi. GÓÐ veiði hefur verið á Nesveið- um Laxár í Aðaldal nú í haust. „Ég hef verið hér við leiðsögn í ellefu ár og man ekki eftir öðru eins. Við erum að fá upp í 14 laxa á dag og marga stóra. Ég þakka þetta því að nú eru menn að sleppa laxi um alla Laxá og auk þess er aðeins veitt á flugu í allri ánni. ,“ sagði Árni Pétur Hilm- arsson, leiðsögumaður og stað- arhaldari í Árnesi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Alls hafa veiðst um 350 laxar á Nesveiðunum og á tíunda hundr- að í Laxá allri. Fyrir tveimur dögum veiddist stærsti laxinn af Nesveiðunum í sumar, u.þ.b. 22 punda 104 cm hængur sem tók Collie Dog-túpu á Beygjunni í Knútsstaðalandi. Veiðimaðurinn var Jón Benediktsson sem sagði í samtali við Morgunblaðið að lax- inn færi uppstoppaður upp á vegg. Alls hafa tíu laxar á bilinu 100 til 104 cm veiðst. Hefð er fyr- ir því á Nesveiðum að bóka í ensku pundum og því eru hærri tölur í veiðibók þar heldur en ef íslensk kg væru notuð. Lax Jóns er því skráður þar 25 libs. Mok í Víðidal Um helgina voru komnir yfir 1.600 laxar úr Víðidalsá og um- skiptin frá síðasta sumri alger, en þá veiddust aðeins 588 laxar. Þetta er mesta veiði sem náðst hefur úr ánni síðan metveiði varð sumarið 1988, en þá veiddust 2.018 laxar að sögn Ragnars Gunnlaugssonar á Bakka. Dæmi um mokveiðina er maður sem veiddi 36 laxa á eina stöng á tveimur dögum fyrir skemmstu. Veiði lýkur hinn 19. september, en lokahollið er bleikjusinnað og veiðir ævinlega lítið af laxi. Veið- in á silungasvæðinu hefur einnig verið með ágætum, alls um 900 fiskar, mest sjóbleikja, en einnig slangur af sjóbirtingi og 28 laxar. Vatnsdalsá líka fín Alls hafa 700 laxar veiðst á laxasvæði Vatnsdalsár og 170 til viðbótar á silungasvæði árinnar, auk þess sem fleygt er að einhver holl hafi gleymt að skrá talsvert af laxi. Þetta er því fast að 900 laxa veiði og miklu meira en í fyrra, en veitt er til 25. sept- ember. Lægri tala en í Víðidal og Miðfirði stingur í stúf, en að sögn Péturs Péturssonar eru fyrir því ýmsar ástæður og ein þeirra sé ekki minna af laxi, það sé fiskur í haugum í ánni. Dæmi um veiðina að undanförnu má nefna að þrír félagar voru komnir saman með 19 laxa eftir tvo daga af þremur og voru margir stórir. Ævintýri á silungasvæði Veiðimenn sem voru á sil- ungasvæði Miðfjarðarár um helgina duttu í lukkupottinn. Það var ekki nóg með að þeir veiddu um 54 vænar sjóbleikjur, heldur glöddu þá sjö laxar að auki, sem flestir voru grálúsugir. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Jón Benediktsson með stórlaxinn. Stórlaxaveisla á Nesveiðunum STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skipað fulltrúa Bif- hjólasamtaka lýðveldisins, Snigl- anna, í Umferðarráð. Var Dagrún Jónsdóttir tilnefnd til setu í ráðinu af hálfu Sniglanna en varamaður henn- ar er James Alexandersson. Fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu að Sniglarnir hafi í gegnum tíðina unnið ötullega að fræðslu og áróðri í því skyni að fækka slysum og óhöppum þar sem bifhjólafólk kemur við sögu. Þetta starf hafi skilað sér í mikilli fækkun bifhjólaslysa. Á undanförnum árum hafi bifhjólaslysum fækkað hér á landi þrátt fyrir að bifhjólum hafi fjölgað sem og þeim dögum sem þau eru skráð. Árið 1992 voru skráð 113 bifhjólaslys, en árið 2001 var talan komin niður í 61. Þrátt fyrir ofangreinda þróun láti að meðaltali þrír bifhjólamenn lífið í umferðarslysum á hverju ári. Það sem af sé árinu hafi 16 manns látist í umferðinni, þar af tveir bifhjóla- menn. Snigill skipaður í Umferð- arráð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.