Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 12

Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR GJALDEYRISTEKJUR af erlend- um ferðamönnum fyrstu 6 mánuði ársins námu tæpum 14,9 milljörðum króna, en voru tæplega 13,9 millj- arðar á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Aukning- in á milli ára er því um 1 milljarður í krónum talið eða 11,3%. Fargjaldatekjur á fyrri helmingi þessa árs voru tæpir 5,5 milljarðar og er það nánast sama tala og í fyrra. Neysla erlendra ferðamanna hér á landi jókst hins vegar töluvert miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2003. Keyptu erlendir ferðamenn vörur og þjónustu fyrir tæpa 9,4 milljarða á fyrri hluta ársins, en fyrir rúma 8,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Fleiri ferðir en styttri Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir í tilkynningu frá Ferðamála- ráði ánægjulegt að erlendir gestir séu að kaupa hér vörur og þjónustu fyrir um 1 milljarði meira en árið áð- ur. Erlendum gestum hafi fjölgað um 15% og eyðsla þeirra aukist um 11,3% en þróunin sé sú að ferðum fjölgar en þær styttist, sem leiði til styttri dvalar og þar með minni eyðslu hvers gests á dvalarstað. Í upplýsingum Seðlabankans kemur einnig fram að ferðaútgjöld Íslendinga erlendis hafi numið rúm- um 21,7 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins, en hafi verið rúmir 17,2 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur því um 4,5 milljörðum króna á milli ára. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum aukast Morgunblaðið/RAX Milljarður Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á fyrri helmingi ársins eru um milljarði meiri en á sama tíma í fyrra. ● BRESK samkeppnisyfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir kaup Baugs Group á bresku skart- gripakeðjunni Goldsmiths. Baugur keypti ásamt Kaldbaki hf., Feng hf. og Bank of Scotland meirihluta í Goldsmiths í maí sl. fyrir 14,4 millj- arða króna í samstarfi við stjórn- endur félagsins. Kaup á Goldsmiths samþykkt ● BAUGUR hefur selt allan hlut sinn í skosku verslanakeðjunni House of Fraser, en félagið átti 10,1% hlut í fé- laginu. Á sama tíma seldi skoski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter hluti sína í félaginu en söluverð hluta Baugs og Hunter var samtals 55,6 milljónir punda, eða 113 pens hver hlutur. Hlutur Baugs hefur því selst á nálægt 27 milljónir punda og hagn- aður af sölunni má ætla að sé á bilinu 10–11 milljónir punda eða 1,3–1,4 milljarðar króna. Kaupandi hlutanna er Dresdner Kleinwort Wasserstein, breskur fjár- festingarbanki í eigu Dresdner-bank- ans þýska. Bréf House of Fraser lækkuðu um rúm 9% í kauphöllinni í London í gær. Talsmaður Baugs í Lundúnum seg- ir ástæðu sölunnar þá að verið sé að innleysa góðan hagnað af góðri fjár- festingu. Þetta hafi verið mjög góð fjárfesting. Baugur hyggist nú ein- beita sér að félögum sem það eigi ráðandi hlut í og minnka óbeinar fjár- festingar. Baugur selur hlut sinn í House of Fraser ● Microsoft-ráðstefna verður haldin á vegum Microsoft á Íslandi og hefst hún miðvikudaginn 15. september. Fjöldi erlendra og innlendra fyrirles- ara fjallar um upplýsingatækni jafnt fyrir stjórnendur fyrirtækja, tækni- menn og forritara. Dagskrá og skrán- ing er á www.microsoft.is Á MORGUN ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                         !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0     '  !  "# 1'#2  . & '"% '#'!   3. " 3'( 4 5"($ 3 6  $ 74 / " 8("  )'%( )#" *9 :" 4 "" ;</! -& -9'% "" '" -' 1'# -'"% -:'  -'.   / 6  /$ ="# =6## "#.   " > "" '  " 7.$ .. 2-:(!#  ! " #$  (  !'% ?6  *"% 9. & '"% =: : >6## "# 1'# & '"% -9    $!            2    2    2 2 2   2  2  2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2  !6 "#  6   $!    2     2  2  2 2 2  2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2  @ AB @ AB @ AB 2 @ AB @  AB @ AB @  AB @ 2  AB 2 @  AB 2 2 @ 2 AB @ 2 AB 2 2 @ 2AB 2 2 2 2 2 2 2 @ 2AB 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 @ AB 3! '%    %# " = '( 9 ' %# C ) -' $ $ $ $ $ $   $  $ $ 2  $  2   $  2 $ 2 $ 2 $ 2  2 $ 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 $                    2        2   2 2                       2   2           2   2       >    9 D5 $ $ =3$ E /#"'  '%        2  2    2  2 2  2  2  2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2  VERIÐ er að klára hvernig staðið verður að fjármögnun kaupa Norð- urljósa hf. á 34,99% hlut CVC á Ís- landi ehf. í Og Vodafone hf., að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki vilja tjá sig frekar um það á þessu stigi hvernig að fjár- mögnuninni verður staðið. Bjarni Þorvarðarson, stjórnarfor- maður Og Vodafone, og fram- kvæmdastjóri CVC, segir að haldinn verði hluthafafundur í félaginu fljót- lega. Norðurljós hafi nú þegar óskað eftir því að fundurinn verði haldinn. Norðurljós keyptu liðlega 1,2 millj- óna hluti í Og Vodafone síðastliðinn föstudag á genginu 4,2. Kaupverðið var því um 5,1 milljarður króna. Lokaverð hlutabréfa Og Vodafone í Kauphöll Íslands í gær var 4,0 krónur á hlut, og hækkaði það um 12% frá lokaverðinu síðastliðinn föstudag, en þá var það 3,57. Fjármögnun kaupanna í Og Vodafone á lokastigi LANDSFRAMLEIÐSLA er talin hafa aukist um 6,4% að raungildi á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama fjórðung árið áður. Segir Hagstofan að þetta sé mun meiri hagvöxtur en verið hafi á und- anförnum ársfjórðungum. Hagstofan segir, að hagvöxturinn á 2. ársfjórðungi hafi líkt og á 1. árs- fjórðungi einkennst af miklum vexti í einkaneyslu og fjárfestingu. Einka- neysla hafi nú vaxið um 6,5% sem sé litlu minni vöxtur en var á 1. árs- fjórðungi. Sem fyrr megi rekja meg- inhluta þessa vaxtar til kaupa á inn- fluttri neysluvöru og til útgjalda erlendis. Mikil aukning hafi verið í fjárfestingu á 2. ársfjórðungi eða 21%. Samneyslan jókst um 2,2% og segir Hagstofan, að það sé hægari vöxtur en verið hafi undanfarin ár þegar vöxturinn var 3–4%. Mikill vöxtur einkaneyslu og fjár- festingar á 2. ársfjórðungi leiddi til 8,7% aukningar þjóðarútgjalda, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar. Innflutningur jókst um 12,9%, og þar vógu fjárfestingarvörur þungt, og útflutningur jókst um 7,4%. Útlutningsvöxtur ánægjulegur Greiningardeild Íslandsbanka segir að vöxtur útflutnings sé ánægjulegur. „Um er að ræða 7,4% vöxt en ekki hefur mælst meiri vöxt- ur í útflutningi í um tvö ár. Lítill sem enginn vöxtur hefur verið í útflutn- ingi síðustu misserin og ytri skilyrði fyrirtækja í greininni á margan hátt erfið. Í því ljósi er afar ánægjulegt að sjá þennan vöxt núna,“ segir í Morgunkorni greiningardeildar Ís- landsbanka. Morgunblaðið/Steinunn Framkvæmt á fullu Fyrsta skóflustunga að Fjarðaáli í Reyðarfirði. Landsframleiðsla upp um 6,4%             !    " #  $ $$ $$$ $ $ $$ MEÐ nýjum samningi SPRON við norska afsláttarklúbbinn Hotel Ex- press getur SPRON tryggt viðskipta- vinum sínum 50% afslátt af hótelgist- ingu í 135 löndum. Viðskiptavinir SPRON greiða 2.600 króna árgjald fyrir alþjóðlegt afsláttarkort Hótel Express, en handhafar Fyrirtækja- korta og Platínukorta hjá SPRON fá kortið ókeypis. Aðrir en viðskiptavinir SPRON geta fengið kortið í gegnum umboð Hotel Express International fyrir 14.900 kr. á ári. Meðlimir í afsláttarklúbbnum eru 3,5 milljónir um víða veröld og er hægt að velja úr tveggja til fimm stjörnu hótelum. Þar á meðal eru hót- elkeðjur eins og Sheraton, Golden Tulip, Hilton, Radisson og fleiri. Hér á landi eru 25 hótel í samstarfi við Hotel Express International og bjóða þau eins og önnur samstarfshótel fastan 50% afslátt gegn framvísun kortsins. „Ástæðan fyrir því að við göngum til samninga við Hotel Express er sú að með því getum við boðið viðskipta- vinum okkar þau fríðindi sem þessi klúbbur felur í sér,“ sagði Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, í samtali við Morgunblaðið. „Fyrir okk- ur vakir auðvitað það að bjóða við- skiptavinum okkar meiri verðmæti við að eiga viðskipti við SPRON í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á markaðnum.“ Talsmenn SPRON sögðu á blaða- mannafundi þegar nýja afsláttarkort- ið var kynnt, að ekki væri um það að ræða að SPRON ætlaði sér að nið- urgreiða kortið, en Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs SPRON, sagði að afla þyrfti viðskipta í þúsundatali til að þau stæðu undir sér. SPRON kynnir nýtt afsláttarkort Morgunblaðið/Árni Sæberg ; %F -GH   A A =-? I J     A A K K  ,+J   A A )J ; !    A A LK?J IM 8"!    A A ● VIÐSKIPTI í Kauphöllinni námu um 9,5 milljörðum króna í gær. Mest voru viðskiptin með bréf KB banka, eða fyrir um 730 milljónir króna. Úr- valsvísitalan hækkaði í gær um 0,87% og er nú 3.558,68 stig. Erlendar vísitölur hækkuðu flestar í gær. Var RTS vísitalan rússneska sú eina í Evrópu sem lækkaði. Mest verslað með bréf KB banka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.