Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 23 Í LesbókMorgun-blaðsins11. sept- ember stendur þessi klausa í viðtali Bergþóru Jónsdóttur blaðakonu við Kristin Hallsson söngvara: „… Jón (Leifs) barðist á móti nasistum, þótt hann hafi verið nasisti til að byrja með, með nasistamerki og hvaðeina. En þegar þeir leyfðu honum ekki lengur að halda tónleika, þá snerist hann svo heiftarlega gegn þeim að hann flutti til Svíþjóðar, og þar var það sem dóttir hans dó.“ Jón Leifs bjó í Þýskalandi á valdatímum nasista ásamt fjölskyldu sinni. Hann var kvæntur Annie Leifs píanóleikara og áttu þau tvær dætur. Fengu þau leyfi til að flytj- ast til Svíþjóðar árið 1944. Það bendir ekkert til „… að hann hafi verið nasisti til að byrja með, með nasistamerki og hvaðeina …“ Jón hafði engin afskipti af stjórnmál- um. Verk Jóns áttu ekki upp á pallborðið hjá nasistum, fengu hroðalega dóma þá sjaldan þau voru flutt. Mátti heita að Jón væri bannaður. Jón gerði aldrei neitt til að sveigja list sína að kröfum eða smekk valdhafa; gerði ekkert til að koma sér í mjúk- inn hjá þeim, en stóð ávallt við listræna sannfæringu sína. Þeim sem vilja kynna sér feril Jóns Leifs í ríki nasista vil ég benda á ævisögu hans eftir dr. Carl-Gunnar Åhlen. Bókin hefur komið út á ís- lensku og sænsku. Þar er ekkert að finna sem styður þá fullyrðingu að Jón hafi verið „… nasisti til að byrja með, með nasistamerki og hvað- eina …“ Þessi ummæli eru með öllu úr lausu lofti gripin og byggð á einhverjum mis- skilningi. Kennari minn við Tónlist- arháskólann í Köln var Günt- er Raphael, virt tónskáld, einkum á sviði kirkjutónlistar. Hann var einn þeirra gyðinga sem lifðu af helförina; öll valdaár nasista var hann fal- inn í Þýskalandi. Prófessor Raphael þekkti bæði Jón Leifs og Pál Ísólfs- son frá námsárum þeirra í Leipzig. Ég var viðstaddur endurfundi þeirra Jóns í Köln árið 1961, og hlýddi á þá rifja upp gamlar minningar. Ég spurði prófessor Raph- ael hvort Jón hefði verið nas- isti. Hann sagðist aldrei hafa heyrt það, enda væri það al- gjörlega óhugsandi; konu hans og dætra tveggja, sem flokkuðust sem „hálfjúðar í kvenlegg“ (Halbjuden Mutt- erseits), beið ekkert nema dauðinn, sagði hann. Af þessu má sjá að ummæli þau sem Bergþóra Jónsdóttir hefur eftir Kristni Hallssyni um Jón Leifs eru fleipur eitt. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. Athugasemd Jón Leifs Atli Heimir Sveinsson ftir hæli í m sínum ætt svar, til hefur ndur í Sví- séu flótta- st af sjúk- herra inn- segir í u að mik- m börnum a að fleiri ess vegna mdar að- og sam- nna, heil- irra sem þess að öll fái alla þá verði að rða til að sem eru í rðar. Þær rð á um- óknarferl- ssi vanda- ra en svo. erlið haft á ástand um getur áhrif. Það olmberg í n á meðal nnaðhvort kyldu. Að- ra síðar- uppgjaf- ð. Líðan foreldranna virðist því hafa mikil áhrif á börnin því þegar fullorðnir aðstandendur barnanna eru óör- uggir og bíða upp á von og óvon eft- ir hæli, er grafið undan öryggisneti barnanna. Mörg börn úr hópi hæl- isumsækjenda hafa skipt oft um skóla og búa þröngt með hópi ætt- ingja eða samlanda. Engin regla er á lífinu og erfitt fyrir þau að fá frið og ró heima. Einangrunin frá sam- félaginu er alvarlegur áhættuþáttur að mati sálfræðinga og geðlækna, eins og Holmberg bendir á í grein sinni en áður en hún varð ráðherra málaflokksins var hún forstöðu- maður sænsku Útlendingastofnun- arinnar. Batnar ekki bara við að fá hæli í Svíþjóð Göran Bodegård, yfirlæknir BUP, skilgreindi þennan áhættu- hóp fyrstur í sumar þegar hann kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar þess efnis að móðirin gegni lykilhlutverki þegar flóttabörnin missa skyndilega samband við um- heiminn á þennan hátt, en ástandið getur verið lífshættulegt. Mikil- vægt er að móðirin geti kveikt lífs- löngun barns síns að nýju og þannig getur það náð bata, eins og Bode- gård segir í samtali við Dagens Nyheter. Hann segir að málið sé alls ekki svo einfalt að börnin verði frísk ef þau og fjölskyldur þeirra bara fái hæli í Svíþjóð og sumir hafi jafnvel haldið því fram að börnin geri sér upp sjúkdóminn. Það sé hins vegar af og frá að börn liggi fyrir í marga mánuði og látist vera að deyja. „Þeir sem halda því fram hafa ekki séð þessi börn,“ segir yfirlæknirinn. Orsök veikindanna er af Bodegård talin vera sambland af afleiðingum áfalla í heimalandinu, brotalömum í umönnun barnanna og viðkvæmu upplagi þeirra barna sem verða fyr- ir sjúkdómnum. Af þeim sextán börnum sem á síðustu mánuðum hafa legið á barna- og unglingageðdeildinni, veiktist meira en helmingur áður en nokkurt svar við hælisumsókn fjöl- skyldna þeirra barst. „Það afsannar tilgátuna um að börnin verði veik þegar fjölskyldum þeirra er neitað um hæli. Og það er mikill misskiln- ingur að halda að þau verði frísk bara ef þau fá jákvætt svar við hæl- isumsókn …“ segir Bodegård. Hann leggur áherslu á að læknis- meðferð sé nauðsynleg forsenda bata, sem og umönnun fjölskyldu. Í rannsókn Bodegård er sagt frá fimm börnum undir tíu ára aldri frá fyrrum Sovétríkjum. Þrjú þeirra reyndu að fremja sjálfsmorð. Í tveimur tilvikum höfðu ættingjar þeirra verið myrtir. Meirihluti mæðranna hafði orðið fyrir ofbeldi að börnunum ásjáandi og börnin höfðu sjálf orðið fyrir ofbeldi og hótunum um að þau yrðu numin á brott. Eftir að þau komu til Svíþjóð- ar höfðu þau sýnt einkenni þung- lyndis eða átraskana, auk árásar- girni. Þessi börn hafa nú náð sér af uppgjafarsjúkdómnum og var bat- inn rakinn beint til viðbragða mæðranna við ástandinu. Mæðrun- um sem sjálfar voru þunglyndar, tókst að kveikja lífslöngun barnanna. Tekið fyrir endurteknar umsóknir til að stytta ferlið Fyrir sænska þinginu liggur frumvarp þess efnis að banna flóttafólki að sækja endurtekið um hæli eftir að það hefur fengið neit- un. Verði það að lögum, styttist ferlið, sem vegna möguleikans á að sækja endurtekið um verður stund- um óendanlegt, eins og Holmberg bendir á. Möguleikinn á endurtekn- um umsóknum var fyrir hendi fyrir undantekningartilvik, þ.e. ef ný ástæða fyrir hælisumsókn lá fyrir eftir að svar hafði borist. Nú eru endurteknar hælisumsóknir orðnar eins og hluti af hefðbundnu ferli og yfir helmingur allra sem fá neitun um hæli sækir um a.m.k. einu sinni í viðbót. Tillagan um að taka fyrir endur- teknar umsóknir hefur verið gagn- rýnd m.a. fyrir það að hún sé ómannúðleg. Hælisumsækjendum verði að gefa annað tækifæri til að sýna fram á að nauðsynlegt sé að veita þeim hæli. Umgjörðinni þurfi að breyta áður en hægt verði að stytta ferlið á þennan hátt, þ.e. bæta réttaröryggið og uppfylla það loforð að úrskurðir verði kveðnir upp í dómstól en útlendinganefnd sem hingað til hefur kveðið upp úr- skurði verði lögð niður. Þegar hæl- isumsækjendur verði öruggir um að þeir fái réttláta meðferð, muni end- urteknar umsóknir hverfa af sjálfu sér og þangað til verði möguleikinn að vera til staðar sem öryggisvent- ill, að mati gagnrýnenda tillögunn- ar. Það er yfirlýst markmið að hæl- isumsóknarferlið verði ekki lengra en sex mánuðir en flest börnin sem þjást af sjúkdómnum hafa þjáðst lengur en þann tíma. Árið 1997 var sett í sænsk lög um málefni útlend- inga að hagsmunir barna væru hafðir að leiðarljósi í öllu hælisum- sóknarferlinu og segir ráðherrann að það leiðarljós sé tekið alvarlega. Hins vegar geri hvorki sú lagagrein né barnasáttmáli SÞ ráð fyrir því að það sé nóg að vera barn til að fá dvalarleyfi í Svíþjóð. ppgjöf Reuters BÖRNIN sem greinst hafa verkstola í Svíþjóð koma frá fjölmörgum löndum. Mörg hafa upplifað margvíslegan hrylling ekki síður en for- eldrar þeirra. Myndin sýnir afganskar konur í flóttamannabúðum í Pakistan ásamt börnum sínum. ’Börnin loka sig af,hætta að tala, borða og hreyfa sig, leggjast að lokum í rúmið og þurfa sum að fá næringu í gegnum slöngu og vökva í æð. Þau virðast gefast upp og missa alla lífslöngun.‘ steingerdur@telia.is Á flótta Ný skýrsla um vöktunrjúpnastofnsins tað-festir fyrra mat Nátt-úrufræðistofnunar um ástand og þróun stofnsins og að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu á undanförnum áratugum. Fram kemur í skýrslunni að rjúpnataln- ingar vorið 2004 sýndu eina mestu hlutfallslegu uppsveiflu í rjúpn- astofninum sem mælst hefur und- anfarin 25 ár og er það í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru til friðunaraðgerða sumarið 2003. Skýrslan er unnin af Ólafi Karli Nielsen, fuglafræðingi á Nátt- úrufræðistofnun, í samstarfi sér- fræðinga á Reiknistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla Íslands, þau Jennýju Brynjarsdóttur og Kjartan G. Magnússon prófessor. Auknar lífslíkur Útreikningar sýna að algjör um- skipti urðu í lífslíkum fullorðinna rjúpna 2003 til 2004 og um 67% rjúpnanna lifðu af á milli ára, en til samanburðar má nefna að lífslíkur fugla höfðu fallið úr um 50% árið 1981 niður í um 30% á síðustu ár- um. „Þessi skýrsla undirbyggir enn frekar þessa ákvörðun sem var tekin um að hlífa rjúpnastofninum með því að heimila ekki skotveiðar úr stofninum á þriggja ára tíma- bili. Þannig sýnir skýrslan að það var brýnt að taka þessa ákvörðun á þessum tíma,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra. „Á sínum tíma ráðlögðu okkar færustu fuglafræðingar á Nátt- úrufræðistofnun að hlífa bæri rjúpunni með þessum hætti og ég hef ávallt tekið mikið mark á þeim og þeirra ráðgjöf. Við sjáum að núna er rjúpnastofninn að end- urreisa sig, en hann er samt ekki orðinn stór af því hann var búinn að vera í lágmarki svo lengi. Þann- ig að þessi skýrsla styður við þá ákvörðun sem var tekin,“ segir Siv. „Samkvæmt skilgreiningu Al- þjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) frá 2001, þá fullnægir fækkun rjúpunnar eins og hún hef- ur verið mæld á Norðausturlandi skilyrðum til að rjúpan flokkist á válista sem tegund í „yfirvofandi hættu“. Það er mat Nátt- úrufræðistofnunar að fræðilegar forsendur fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til verndar rjúpunni hafi styrkst verulega með rannsóknum og upplýs- ingaöflun síðastliðið ár,“ segir í til- kynningu frá NÍ. Í skýrslunni er fjallað um að- ferðafræðina við vöktun rjúp- unnar, birt þau gögn sem bæst hafa við frá árinu 1999, svo og ým- is eldri gögn sem ekki hafa verið birt áður. En samkvæmt upplýs- ingum frá Náttúrufræðistofnun var með skýrslunni verið að bregðast við réttmætum at- hugasemdum um tölfræðilega framsetningu og túlkun þessara upplýsinga. Lagt er til í skýrslunni að vöktunarkerfið verði styrkt með því að bæta þá þætti sem fyrir eru fremur en að hefja kerfis- bundnar mælingar á fleiri stofn- þáttum. Rjúpnastofninn styrkist á ný Morgunblaðið/Sverrir Í skýrslunni kemur fram að um 67% rjúpnanna lifðu af á milli áranna 2003–2004, sem er töluverð aukning frá árunum á undan. sé að vísu hafi verið segir að ð komast n hafi átt hafi gert að komast um rann- æðast um labríkinni f þremur m settar jasafninu. standa í um forn- holti sem ur og um en þar er st á Vest- n þar var fund að arti búin, ðinni ein- öldum Ís- ni ð ið/Eggert „FRIÐUNARVIÐHORFIN hjá Náttúrufræðistofnun eru orðin æðri nýtingarþættinum og maður heyrir það hjá mörgum skot- veiðimönnum eftir skýrsluna, að það sé keppikefli Náttúru- fræðistofnunar að rjúpnaveiðar hefjist ekki hér aftur,“ segi Sigmar B. Hauksson um skýrslu NÍ. „Nátt- úrufræðistofnun vildi friða rjúpuna í fimm ár og það kæmi okkur ekki á óvart að farið yrði fram á að frið- unin yrði framlengd í tvö ár í viðbót þannig að henni tækist að láta frið- unina ná yfir heila uppsveiflu. Að þeim tíma liðnum fer rjúpnastofn- inn að sveiflast niður á við og þá munu örugglega koma hugmyndir um að rétt sé að friða áfram á þeim rökum að stofninn sé á niðurleið. Við höfum ekki skipt um skoðun í þessu máli og munum berjast ótrauðir áfram.“ Haldinn verður fundur 16. sept- ember á vegum SKOTVÍS í Nor- ræna húsinu um málið. „Höfum ekki skipt um skoðun“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.