Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 25

Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 25
Barnsminnið kallar oft fram skemmtilegar myndir af tilverunni. Ég var hávær og uppátektarsöm í æsku en á meðan flestir í fjölskyld- unni kepptust við að siða mig ávarp- aði Dóra mig alltaf „ljúflingur“. Fyrir lítinn ólátabelg var þetta ómetanlegt. Ekki svo að segja að mér hafi þar með liðist hvað sem var í hennar nær- veru. Ég bar óbilandi virðingu fyrir henni. Jóni föður mínum og Dóru var sér- staklega vel til vina og lagði vinátta þeirra grunninn að nánu sambandi fjölskyldnanna. Þau töluðu saman daglega þegar því varð við komið. Bæði voru stríðin, hvort með sínu lagi. Það var sérstök list hjá föður mínum að kynda systur sína upp í líf- lega umræðu. Oftast urðu fyrir valinu stjórnmál og málefni líðandi stundar. Þau voru pólitískt á öndverðum meiði, Dóra framsókn en pabbi harð- asta íhald. Þegar föðursystur minni ofbauð skoðanir bróður síns gall við hinumegin á línunni „Ja, Nonni, að heyra í þér.“ En þau rifust aldrei. Það eru forréttindi að hafa alist upp í skjóli þessarar kynslóðar. Sög- urnar af uppvextinum í Reykjavík fyrir og eftir stríð. Skemmtilegar uppákomur urðu ljóslifandi en alvar- legur undirtónn fólst í því að við lærð- um að meta lífsgæðin í dag. Við áttum það til yngri kynslóðin að véfengja frásagnirnar. Ein sagan sem við fettum fingur út í var frá- sögnin af byggingu KR-skálans í Skálafelli. Efasemdir okkar urðu að engu jólin 2002 þegar út kom annáll framkvæmdanna í Skálafelli 1936–40. Í ljós kom að timbrið í skálann hafði verið borið upp fjallið í höndum og þau höfðu verið ómetanlegir þátttak- endur. Dóra lagði sitt til í baráttu fyrir kvenréttindum þó að hún hafi aldrei staðið í eldlínunni á því sviði. Það var ekkert sjálfsagt að stúlkur færu í menntaskóla og yrðu stúdentar í hennar ungdæmi, hvað þá að hefja háskólanám. Hún fór út úr norminu og skipaði sér í raðir þeirra kvenna sem hófu að ryðja braut kvenna til mennta og út í atvinnulífið. Lífsförunautur Dóru var Ólafur Jóhannesson, fyrrv. forsætisráð- herra. Fjölskyldan var Dóru dýr- mætust og friðhelgi heimilisins skipti hana öllu. Frú Dóra blómstraði í hlut- verki forsætisráðherrafrúar. Það trú- ir því enginn hversu mikið álag emb- ætti af þessum toga er á heimili. Frú Dóra leysti hvert verkefni af festu og öryggi. Ég var rosalega montin af föðursystur minni á þessum tíma. Hún var glæsilegur fulltrúi íslensku þjóðarinnar. Það skiptast á skin og skúrir í lífinu þannig var það líka hjá Dóru og Ólafi. Þeim varð þriggja barna auðið ásamt því að tvíburar létust í frumbernsku. Kristrún er gift Einari Pálssyni og eru synir þeirra Ólafur Jóhannes og Guðbjartur Jón sólargeislar ömmu sinnar. Einkasonurinn Guðbjartur lést rétt nítján ára, fjölskyldunni harmdauði og sér í lagi frú Dóru. Frá- fall Guðbjartar var fyrsta dauðsfallið í minni tilveru sem olli mér sorg. Yngst er Dóra en þær mæðgur héldu heimili saman á Aragötunni. Eftir fráfall föður míns treystist vinátta móður minnar og Dóru. Þær skiptust reglulega á matarboðum og þá fékk ég oft að fljóta með. Eftir að heilsu frú Dóru hrakaði hefur Dóra yngri búið mömmu sinni öruggt skjól. Hinn 3. sept sl. var mömmu boðið í mat á Aragötuna en þá kom kallið og matarboðið bíður betri tíma. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu frú Dóru Guðbjarts- dóttur. Þinn ljúflingur Jónína Guðrún Jónsdóttir. Í dag, þegar ég kveð móðursystur mína Dóru Guðbjartsdóttur hinstu kveðju leita á hugann minningar frá liðnum tíma þegar alltaf virtist vera sólskin líkt og sumarið, sem nú er senn á enda. Mjög kært var með þeim systrum móður minni og Dóru. Töl- uðust þær við nær daglega og nutum við börnin þess að frændgarðurinn var stór og samskiptin voru góð. Dóra sýndi öllu því áhuga, sem við tókum okkur fyrir hendur líkt og um hennar eigin börn væri að ræða. Allt- af var hún tilbúin að aðstoða þegar leitað var til hennar sama hvort um var að ræða að leiða heldur uppburð- arlítinn nemanda í gegnum latneska málfræði eða þýskar endursagnir. Allt sem hún hafði lært í Menntaskól- anum mundi hún og skaut okkur, sem yngri erum, ref fyrir rass með ná- kvæmni sinni og kunnáttu. Alltaf hafði hún tíma fyrir okkur þrátt fyrir annríki. Einhvern veginn datt manni aldrei í hug að spyrja um það. Örlæti hennar var mikið. Þegar ég eignaðist börn eignuðust þau ömmu Dóru, sem fylgdist með þeim þroskast og dafna og verða full- vaxta fólk. Hún fylgdist með námi þeirra og lífi fram á síðasta dag. Ég þakka fyrir að hafa átt Dóru að og fyrir hversu góð hún var mér alla tíð. Ég votta frænkum mínum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Ásta J. Claessen. Haustið er að ganga í garð, laufin farin að fölna og fjúka, fallegt og gott sumar er að kveðja. Við sjáum nýja og glæsilega kynslóð þroskast, al- búna til að takast á við tækifærin sem alls staðar bíða. Á sama tíma kveðjum við þá sem á langri ævi hafa lagt mik- ið af mörkum og voru með í að móta það sem við búum við í dag. Ein af þessum samferðamönnum er Dóra Guðbjartsdóttir sem við kveðjum í dag. Hún á að baki langan og farsælan æviferil þótt líf hennar og barátta hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún og Ólafur Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra og formað- ur Framsóknarflokksins, gengu í hjónaband árið 1941. Áður hafði hún gengið menntaveginn eins og sagt var í þá daga. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám við Háskóla Íslands. Dóra kaus að helga sig heimilinu og börnunum og vestur á Aragötu bjuggu þau sér glæsilegt heimili sem við samferðamenn og samverkamenn heimsóttum við ýmis tækifæri. Það fór ekki framhjá neinum hversu þau Ólafur voru samhent og samrýnd og Dóra stóð fast við hlið honum í þeim illviðrum sem hann þurfti að ganga í gegnum. Í þeirri orrahríð allri var ekki aðeins sótt að stefnu og störfum Ólafs Jóhannes- sonar fyrir hönd Framsóknarflokks- ins, heldur jafnframt persónu hans og heimili. Við sem þekktum Ólaf vel á þessum árum vissum hversu dýr- mætt það var fyrir hann að eiga öruggt skjól vestur á Aragötu þar sem Dóra réði ríkjum. Dóra Guðbjartsdóttir tók um langt árabil virkan þátt í félagsstarfi Fram- sóknarkvenna í Reykjavík. Hún var áhugasöm í starfseminni og lagði mikið af mörkum. Hún vildi taka þátt í starfinu og nauðsynlegum verkefn- um, en hún sagði að fjölskylduhögum sínum væri þannig farið að hún vildi sjálf ekki sækjast eftir forystuhlut- verkum. En Dóra var líka sá ráðgjafi sem Ólafur leitaði lengst og oftast til í erli stjórnmálanna. Þeir sem þekktu hana vissu að hún var einörð og hreinskiptin, hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeim hiklaust fram. Ólafur öðlaðist ekki aðeins styrk og þrek á heimilinu heldur var Dóra honum fé- lagi, samverkamaður og ráðgjafi í flestum málum. Með þeim hætti tók hún miklu virkari þátt í þjóðmálum en yfirleitt kom fram út á við. Þetta hefur vafalaust haft mikil áhrif, með- al annars á festu, hugrekki og forystu Ólafs Jóhannessonar í málefnum ís- lensku þjóðarinnar og Framsóknar- flokksins. Það var alltaf gott að leita til Dóru. Hún svaraði í símann þegar hringt var á Aragötuna og öllum var tekið með vinsemd. Við framsóknarmenn minnumst góðra starfa hennar með virðingu og þakklæti. Við Sigurjóna kveðjum góðan vin sem alltaf reynd- ist okkur vel. Við biðjum góðan Guð að styrkja dætur hennar, tengdabörn og barnabörn í sárum missi. Halldór Ásgrímsson. Frú Dóra Guðbjartsdóttir er til moldar borin í dag. Þar kveðjum við merka ágætiskonu að loknu löngu og mikilvægu ævistarfi. Dóra varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og hóf nám við Háskóla Íslands. Þar hóf einnig nám í lögfræði nýstúd- ent úr Menntaskólanum á Akureyri, Ólafur Jóhannesson frá Brúnastöð- um í Fljótum og felldu þau hugi sam- an. Ekki hófu þau hjúskap eða sam- búð strax eins og nú tíðkast heldur stóð tilhugalíf þeirra í sex ár en þau fóru ekki að búa fyrr en þau giftust 1941, en þá hafði Ólafur nýlega lokið embættisprófi. Ekki var þar auður í búi í fyrstu og lýsti Ólafur því síðar að þá áttu þau engin húsgögn önnur en einn dívan. Ólafur taldi að þau hefðu ekki verið síður hamingjusöm en unga fólkið sem hefur búskap í dag og vill ekkert nema fullbúnar glæsiíbúð- ir og innbú frá fyrsta degi. Ólafur Jóhannesson var afburða- maður og hafði traust manna þannig að hann gat valið úr störfum og vænkaðist því hagur þeirra fljótlega. Frú Dóra helgaði heimili og fjöl- skyldu krafta sína allt frá því er þau hófu búskap. Hún bjó Ólafi það skjól sem aldrei brást á hverju sem gekk, bæði á friðsömum árum hans við lög- fræðistörf, við rannsóknir og kennslu eftir að Ólafur varð prófessor og síðar í erilsömu og stundum átakamiklu stjórnmálastarfi. Ólafur var afburða- fræðimaður og enginn dregur lögvísi hans í efa. Rit Ólafs „Stjórnskipun Ís- lands“ er höfuðrit á sínu sviði og bibl- ía allra þeirra sem vilja standa að vandaðri stjórnsýslu og marktæku stjórnmálastarfi. Árið 1956 urðu þáttaskil í lífi þeirra hjóna er Ólafur hóf virka þátttöku í stjórnmálum. Hann var að mínu mati einn allra vitrasti og mikilhæfasti stjórnmálaforingi Íslendinga á síð- ustu öld. Nánasti ráðgjafi hans í vandasömu stjórnmálastarfi var frú Dóra að öðrum ólöstuðum. Hún var hreinskiptin og einörð, vinur vina sinna og mótaði sér ákveðnar skoð- anir um menn og málefni. Ólafur varð sem dómsmálaráðherra fyrir skipu- lögðum ofsóknum, heiftúðugri en dæmi eru til um íslenska stjórnmála- menn. Frú Dóra stóð þá sem enda- nær óbilandi að baki manni sínum en vafalaust hefur hún og fjölskyldan tekið þær nærri sér. Gestrisni var henni í blóð borin og oft var fjölmenni samankomið á heimili þeirra á Ara- götunni. Raunir sneiddu ekki hjá þeirra garði, en þau misstu tvö stúlkubörn og síðar uppkominn son, Guðbjart, hinn mesta efnismann, gáf- aðan og upprennandi skáld. Að leiðarlokum þakka ég frú Dóru vinsemd og hvatningu, votta dætrum hennar og fjölskyldu allri samúð mína. Við framsóknamenn fyrir norð- an kveðjum hana með virðingu og þökk. Páll Pétursson. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Dóra Guðbjartsdóttir, sem hér er kvödd í dag, gekk í Thorvaldsens- félagið 14. febrúar 1976. Hún var glæsileg, hún var vönduð, hún var hlý og félagslynd kona, sem ávallt var boðin og búin að taka þátt í þeim störfum sem henni voru falin í þágu félagsins og hún gerði það af ljúfmennsku og áhuga, enda var henni annt um velferð þess. Hún sat í stjórn félagsins frá árinu 1986 til árs- ins 1990 og auk þess átti hún sæti í ýmsum nefndum þess. Hún vann lengi sem sjálfboðaliði í verslun okkar „Thorvaldsensbazarnum“. Þar nutu hennar góðu eiginleikar sín einkar vel og var hún elskuð og virt bæði af sam- starfskonum og viðskiptavinum. Dóra lét sig ekki vanta á fundi félags- ins og mætti á þá svo lengi sem heils- an leyfði, síðustu árin í fylgd dóttur sinnar og nöfnu. Thorvaldsensfélagið á Dóru mikið að þakka og við félagskonur kveðjum nú trausta og góða samstarfskonu með þakklæti og virðingu og biðjum henni Guðs blessunar. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Thorvaldsensfélagsins, Sigríður Sigurbergsdóttir, form.  Fleiri minningargreinar um Dóru Guðbjartsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Leó E. Löve, Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Sturludóttir, Þóra Þorleifsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 25 ✝ Hjördís Odd-geirsdóttir fædd- ist á Múlastöðum í Flókadal í Borgar- firði 12. maí 1929. Hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 1. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- gerður Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 1890, d. 1974 og Odd- geir Guðmundsson bóndi, f. 1893, d. 1957. Systkini Hjör- dísar eru Hrefna Magnúsdóttir, f. 1924, Sigrún Oddgeirsdóttir, f. 1926, Guðmundur Oddgeirsson, f. 1931, d. 1954 og Skúli Oddgeirs- son, f. 1934, d. 1983. Hinn 31. júlí 1952 kvæntist Hjördís Þorvaldi Daníelssyni, frá Kollsá í Hrútafirði, flugvirkja og húsasmíðameistara hjá Loftleið- um, f. 8. júní 1920, d. 7. nóvember 1973. Börn þeirra eru: 1) Gerður G., lengst af kennari í Kaup- mannahöfn, f. 10. maí 1951, d. 10. desember 2002. Eiginmaður Gerðar er Torkil Frederiksen, ráðgjafi fræðsludeildar Karlebo- bæjar í Danmörku, f. 18. febrúar 1949. Dætur Gerðar og fyrri eig- inmanns hennar, Finns Søbjerg Nielsen matreiðslumeistara, f. 20. júlí 1944, eru a) Þóra Pia Finns- dóttir, nemandi við Dansk Design Skole í Kaupmannahöfn, f. 14. maí 1974, sambýlismaður Jesper Søe, f. 28. desember 1969, og eru börn þeirra Kaja, f. 10. september 2000 og Þorvaldur, f. 29. nóvember 2002, og b) Ida Hrönn Finnsdóttir, nemandi við Kaup- mannahafnarhá- skóla, f. 10. apríl 1979. 2) Eva G., for- stöðumaður Grasa- garðs Reykjavíkur, f. 30. apríl, gift Birni Gunnlaugssyni, til- raunastjóra Garð- yrkjuskóla ríkisins, f. 14. september 1956, börn þeirra eru Halla, nemandi við Háskóla Íslands, f. 28. desember 1983 og Hjördís, nemandi í Hagaskóla, f. 24. september 2000. 3) Herdís B., f. 10. desember 1955, d. 17. október 1989. 4) Óskar Már, við- skiptafræðingur í San Diego í Bandaríkjunum, f. 20. janúar 1962. Sonur Óskars og Valgerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa, f. 25. desember 1961, er Ævar Már, f. 19. júlí 1983. Hjördís ólst upp á Múlastöðum og lauk fullnaðarprófi frá far- skóla í sveitinni. Hún lagði ung leið sína til höfuðborgarinnar þar sem hún lauk námi í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1948 og gerðist síðar húsmóðir. Eftir lát Þorvald- ar starfaði hún sem verslunar- maður, lengst af í töskuverslun- inni Drangey við Laugaveg og stundaði rekstur gistihúss um skeið. Hjördís tók þátt í kven- félagsstarfi Laugarneskirkju og sat um tíma í sóknarnefndinni. Útför Hjördísar fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var árið 1980 að ég kynntist Hjördísi fyrst. Hún var þá ekkja og bjó í stóru raðhúsi í Fossvoginum, útivinnandi hálfan daginn og með erlenda ferðamenn í gistingu á sumrin. Hún hafði búið fjölskyldu sinni fallegt heimili þar sem allt var á sínum stað og var mér vel tekið af henni. Hjördís var Íslendingur í merg og bein en þrátt fyrir það var Norð- ur-Ameríka uppáhaldsheimsálfan hennar, einkum Kalifornía. Þar átti hún bestu stundir lífs síns og oft hvarflaði hugurinn þangað í leit að betri tíð þegar á bjátaði. Þótt hún byggi þar aðeins í nokkur ár mark- aði dvölin þar spor sem ekki máðust á langri ævi. Ferðalög til heitari landa voru hennar líf og yndi, aldrei var minnst á það að fara til Grænlands eða Færeyja, hún var hrifnari af suðlægari breiddargráðum og ferð- aðist víða um ævina bæði á meðan Þorvalds naut við og síðar. Tók hún þá gjarnan þátt í bændaferðum sem hún hafði gaman af. Hún naut þess einnig að ferðast innanlands, því að þótt hún yrði í raun borgarbarn var sveitakonan í henni aldrei langt undan. Hún kvartaði undan því hve fáar rollur sæjust úti í haga og dáð- ist að spengilegum hryssum. Varð henni þá stundum hugsað til æsku- áranna þegar hún var kúskur í vegavinnu uppi í Borgarfirði. Húsmóðurstörfin urðu hlutskipti Hjördísar eins og annarra kvenna af hennar kynslóð. Hún gerðist hús- móðir á stóru heimili þótt að ekki væri laust við að annar vettvangur hefði freistað ef það hefði staðið til boða á sínum tíma. Af skyldurækni tók hún að sér þetta hlutverk að sjá um barnauppeldi, matseld og þrifn- að af þeirri kostgæfni sem henni var eiginleg. Kjölfesta í fjármálum var hennar aðall og tók hún snemma að sér að sjá um fjármál heimilisins, er óhætt að segja að það hlutverk hafi hún rækt farsæl- lega. Hjördís var orðin fullþroska þeg- ar sjónvarpið kom til sögunnar og yfir það hafin að sitja fyrir framan skjáinn löngum stundum. Heldur var gripið í góða bók, hvort sem voru sögur eða ljóð. Við skiptumst oft á skoðunum um bókmenntir, sagnfræði og þjóðfélagsmál þegar tækifæri gafst. Leikhúsferðir voru henni einnig yndi og í mörg ár var hún með áskrift að leiksýningum sem hún sótti ásamt vinafólki sínu. Hjördís hefur verið fjarri heims- ins glaumi í allmörg ár, friðsæl á yf- irborðinu en erfitt að spá í hvað lá undir niðri. Nú er löngu ferðalagi lokið, þetta skeið á enda runnið. Ég kveð Hjördísi með orðum Einars Benediktssonar, skáldsins sem hún unni mest: Meðan landsýn höfin hylja, hamrar fjötra vatnsins æð, meðan orð ei andann dylja, eru himnadjúpin væð. Hvar sem afrek vits og vilja verndar hending minnisstæð, svo skal andvörp sálar skilja sólarvald í guða hæð. Björn Gunnlaugsson. HJÖRDÍS ODDGEIRSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.