Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 28
MINNINGAR
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sveinn VíðirFriðgeirsson
skipstjóri fæddist í
Háteigi við Stöðvar-
fjörð 13. júlí 1932.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Garð-
vangi 6. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Friðgeir Þorsteins-
son frá Óseyri við
Stöðvarfjörð og Elsa
Jóna Sveinsdóttir
frá Bæjarstöðum við
Stöðvarfjörð. Systk-
ini Víðis eru Örn,
Þórólfur, Guðríður, Björn og Guð-
jón sem er látinn.
Víðir kvæntist Nönnu Ingólfs-
dóttur 24. desember 1953. Þau
hófu búskap á Stöðvarfirði og
á Eiðum. Hann stundaði nám í
skipstjórnarfræðum í Neskaup-
stað veturinn 1958–1959 og út-
skrifaðist með skipstjórnarrétt-
indi frá Sjómannaskólanum í
Reykjavík árið 1964. Hann hóf
snemma að taka þátt í öllum hefð-
bundnum störfum til lands og
sjávar og stundaði sjómennsku
með föður sínum og bræðrum frá
unga aldri. Víðir starfaði við sjáv-
arútveg og tengd störf alla sína
starfsævi, sem háseti, stýrimaður,
skipstjóri og útgerðarmaður.
Hann var vinsæll og fengsæll
skipstjóri. Síðustu árin rak hann
eigið fyrirtæki ásamt konu sinni
Nönnu. Víðir hafði lifandi áhuga á
þjóðmálum og stjórnmálum. Hann
hafði brennandi áhuga á íþrótt-
um, stangveiði, bridge og ferða-
lögum og sinnti þessum áhuga-
málum af alkunnri eljusemi og
krafti.
Útför Víðis fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði.
bjuggu síðar á Fá-
skrúðsfirði, í Reykja-
vík, Keflavík og
Garði. Börn þeirra
eru: 1) Þröstur Ingólf-
ur, sambýliskona Sig-
urlaug Hrund Svav-
arsdóttir. Börn Þrast-
ar eru Svavar Berg-
dal, Víðir Ingólfur,
Sigrún Birta og Óli
Stefán. Stjúpdætur
hans eru Anna María
og Petra María. 2)
Friðgeir Fjalar, sonur
hans er Hjörvar. 3)
Bjarnþór Elís, börn
hans eru Ómar Örn og Sif. 4) Elsa
Kristín, sem er látin.
Víðir ólst upp í foreldrahúsum
á Stöðvarfirði og stundaði nám á
Stöðvarfirði og við Alþýðuskólann
Það er mánudagur, þungbúið veð-
ur, drungi yfir öllu eins og næstu dag-
ana. Það var eitthvað sem hvíldi
þungt á þér þennan eftirmiðdag. Þér
var mikið í mun að segja okkur
mömmu eitthvað, þú margreyndir að
koma því frá þér en því miður brast
röddin og ég fann vonbrigði þín þegar
við skildum þig ekki. Þetta sat í mér.
Seinna mun ég kannski komast að
raun um hvað lá þér svo þungt á
hjarta. Ég var ekki fyrr kominn heim
um kvöldið þegar síminn hringdi. Nú
var komið að leiðarlokum, reyndar
svo stutt eftir að við náðum ekki suð-
ur í tæka tíð til að kveðja.
Stóri skellurinn kom fyrir fjórum
árum. Höggið var miskunnarlaust og
óvægið, byrðin var þér þung í skauti.
Vonbrigðin og sorgin voru mikil og
mér fannst þú miklum órétti beittur.
Samt sýndirðu undraverðan styrk og
æðruleysi meðan minnsti kraftur var
enn til staðar. Á þessu síðasta kvöldi
starfsævinnar var fótunum kippt
undan þér og öllum framtíðaráform-
um. Morgundagurinn átti að vera
upphaf nýs tíma. Ný og glæsileg íbúð,
húsbíllinn klár og endurbættur – nú
skyldi ferðast og farið í veiði. En
skjótt skipast veður í lofti. Allt
breyttist á einni nóttu. Nú er barátt-
unni lokið. Í hjarta mínu geymi ég
hlýjar og bjartar minningar. Þú varst
góður pabbi, stór og sterkur, alltaf til
staðar með útrétta hjálparhönd, bið-
lund verkmannsins lítil yfir óloknum
verkum, ekkert mátti bíða morguns.
Tilhlökkunin þegar þú komst heim
eftir langa útiveru á sjónum, allar
ferðirnar á völlinn, sumarbústaður-
inn við Meðalfellsvatn, ferðir í Húsa-
fell og austur á Stöðvarfjörð, til Dan-
merkur og suður til Kanaríeyja … Á
allar þessar perlur glóir nú í fjöru-
borði minninganna um góðan föður
sem ég sakna sárt.
Bjarnþór.
Ég á eftir að sakna þín svo mikið,
elsku afi minn. Það er svo sárt að þú
skulir vera farinn. Minningarnar sem
ég á með þér úr æsku eru svo marg-
ar.
Þú varst fyrsti leikfélaginn sem ég
eignaðist. Það fyrsta sem ég man eft-
ir í lífi mínu eru stundirnar í pössun
hjá þér og ömmu. Ferðalögin okkar
saman, austur á Ekru, uppí Húsafell
og sérstaklega til Kanaríeyja þar sem
ég og þú lékum okkur að því að leita
uppi kakkalakka og köngulær og fara
svo í kapp hver væri á undan að
kremja þær.
Og þar sem þú varst sjómaður kom
auðvitað að því að yngsta barnabarn-
ið vildi verða það líka. Níu ára gamall
grátbað ég um að vera tekinn með á
sjóinn og þú varðst við því.
Þetta reyndist vera upphaf míns
sjómannaferils og jafnframt endirinn
þar sem við vorum ekki komnir meira
en í tíu mínútna fjarlægð frá Grinda-
víkurhöfn þegar þú þurftir að kalla í
ömmu í talstöðina til að biðja hana um
að koma að sækja mig í Hafnir þar
sem ég grét og ældi til skiptis af sjó-
veiki.
Þegar þú svo hættir á sjónum og
byrjaðir að smíða kom það ekki á
óvart hver var fyrstur til að suða um
vinnu. Eftir að hafa eytt mörgum
stundum í bílskúrnum í Hraunholtinu
með þér við að smíða var það sann-
kallaður draumur þegar þú leyfðir
mér að koma að vinna á verkstæðinu.
Það hefur örugglega ekki verið auð-
velt að hafa mig í vinnu. 12 ára gamall
og vildi gera allt en sérstaklega þó að
keyra lyftarann. Þegar þú lést það
eftir mér endaði það reyndar oft með
því að gafflarnir stungust inní vegg
eða rafmagnstaflan hrundi niður við
að verða á vegi mínum.
Ég man að það var bara eitt sem
komst að í huga mér þegar ég horfði á
þig með kaffibollann í vinstri hönd,
naglabyssuna í hægri og vindilinn á
milli tannanna: Ég ætla að verða
einsog afi.
Það var hræðilegt að horfa á svona
vinnusaman og dugmikinn mann
liggja veikan á hjúkrunarheimili síð-
ustu árin. Þú vildir ferðast og hamast
en varst þess í stað bundinn við hjóla-
stól. Ég vona að þar sem þú ert núna
þá líði þér betur. Ég vona líka að við
hittumst einhvern tímann aftur,
elsku afi minn. Ég skal passa ömmu
fyrir þig á meðan.
Ég vil það, Guð, að þú geymir afa
minn vel, því að hann á allt það besta
skilið.
Ómar Örn.
Ég vil byrja á því að þakka Guði
fyrir allt gott fólk í lífi mínu. Ein af
þeim persónum er Víðir, eiginmaður
Nönnu, eldri systur minnar, en þau
bæði áttu stóru hlutverki að gegna í
bernsku og æsku og gáfu mér mikinn
stuðning og kærleika. Það tengdust
með okkur hjartans bönd, sem verða
ekki rofin. Einstaka væntumþykju
hef ég alltaf borið til þeirra, því þau
hafa gert líf mitt svo mikið ríkara.
Víðir og Nanna giftu sig ung og
stofnuðu bú á Stöðvarfirði og þar
mynduðu þau fallegt og hlýtt heimili
með börnunum sínum fjórum. Á með-
an foreldrar mínir og fjölskylda
bjuggu enn á Stöðvarfirði, vildi ég
helst alltaf vera nálægt Nönnu og
Víði, og lét þau reyndar aldrei í friði.
Þau voru svo fín, skemmtileg, góð og
nærgætin og mér fannst þau líka svo
falleg og spennandi í alla staði. Ég
vissi ekki af neinu kvikmynda-pari,
sem maður var farinn að fylgjast
með, svo glæsilegu. Foreldrar mínir
og við yngri systkinin fluttum til
Siglufjarðar 1954, og það var erfitt að
skiljast frá Nönnu og Víði. Gleðilegt
var, að mér var síðan leyft að vera hjá
þeim tvö sumur í sveit, sumur sem
voru barmafull af gleði, sól, fegurð og
hamingju. Mér leið vel og ég kynntist
hamingjuríku hjónabandi sem var
ánægja að upplifa. Það var eitthvað
ekta og gott sem þau áttu og er svo
eftirsóknarvert fyrir flesta.
Þetta voru auðvitað Guðs gjafir
eins og öll fallegu og vel gerðu börnin
þeirra, þau Þröstur, Fjalar, Bjarnþór
og Elsa Kristín.
Víðir og Nanna önnuðust mig sem
bestu foreldrar, systkin og vinir, og
leyfðu mér að njóta lífsins með þeim.
Ég minnist þess að hafa skrifað
Nönnu og Víði bréf og trúað þeim fyr-
ir leyndarmálum mínum. Ég fann að
þeim gat ég treyst og ég vissi að þau
skildu mig og myndu aldrei gera lítið
úr mér og ég fann að hér var um
gagnkvæma væntumþykju og virð-
ingu að ræða.
Nú er Víðir horfinn á undan okkur
til Guðs, en hann lifir áfram með okk-
ur í hjörtum okkar og anda. Ég mun
reyna að halda minningu hans lifandi
með því að iðka það sem hann kenndi
mér. Víðir var gleðiboði og lét sig
varða náungann. Þar sem hann var,
þar var hlýtt og notalegt. Hann hafði
lag á að skapa gott andrúmsloft í
kringum sig, þar sem öllum gat liðið
vel, en við vitum að sums staðar er
kalt. Víðir var skemmtilegur og fynd-
inn, hann kom manni til að brosa og
létti manni í lund. Hann var einnig
frábærlega vel að sér, var hlýr og
nærgætinn og hafði sérstaka per-
sónutöfra.
Elsku Víðir.
Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir
hlýjar endurminningar. Þú og Nanna
eruð alltaf í hjarta mínu.
Elsku Nanna mín, Þröstur, Fjalar
og Bjarnþór.
Guð gefi ykkur styrk og huggun í
sorg og söknuði, og verndi ykkur og
blessi alla tíð.
Megi Víðis góðu kostir verða okkur
öllum til eftirbreytni og gleði.
Guðbjörg Ólöf Björns-
dóttir-Larsson.
SVEINN VÍÐIR
FRIÐGEIRSSON
Fleiri minningargreinar
um Svein Víði Friðgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Ey-
steinn Björnsson, Hjálmar Árnason.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
VALGERÐUR ANNA EYÞÓRSDÓTTIR,
(Lóa),
Melabraut 10,
Seltjarnarnesi,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala laugar-
daginn 4. september sl., verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. september kl. 15.00.
Hafdís Eiríka Ófeigsdóttir
og aðstandendur.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
(Dúru),
Kirkjuvegi 11,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust
hana af alúð og hlýju í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Jón A. Valdimarsson,
Bjarni Valtýsson, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir, Viðar Pétursson,
Ásdís Jónsdóttir Schultz, Donald Schultz,
Guðbjörg Jónsdóttir, Þórður Ragnarsson,
Dröfn Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GUÐMUNDA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Akralandi 3,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti,
laugardaginn 11. september.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 20. september nk. kl. 13.30.
Sigríður Sigurðardóttir,
Erla Jónsdóttir Stensby,
Hilmar Jónsson, Helga Guðjónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Sigurjón Einarsson,
Guðmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL GUNNAR JÓHANNSSON,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
sem lést á hjartadeild Landspítalans mánu-
daginn 6. september, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. september
kl. 15.00.
Jóhanna Þórhallsdóttir,
Rögnvaldur Gunnarsson, Þorbjörg Kolbrún Ásgrímsdóttir,
Jónína Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Steinþór Gunnarsson, Inga Hlíf Ásgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
BJARKI HAFÞÓR VILHJÁLMSSON,
Íshússtíg 5,
Keflavík,
lést fimmtudaginn 9. september.
Vilhjálmur H. Snorrason, Anna Björg Þorbergsdóttir,
Gígja Rafnsdóttir, Jón Olgeir Ingvarsson,
Ágúst Vilhjálmsson, Gyða Björk Jóhannsdóttir,
og frændsystkini,
Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir
og aðrir aðstandendur.