Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 29 ✝ Hallgrímur GísliFærseth skipstjóri fæddist á Siglufirði 5. ágúst 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. septem- ber síðastliðinn. Hall- grímur var yngstur fjórtán barna hjón- anna Ágústu Pálínu Færseth, f. 6. ágúst 1897, d. 18. júlí 1979 og Einars Færseth, f. 15. jan. 1890, d. 27. nóvember 1955. Systk- ini Hallgríms eru í ald- ursröð Björgvin Vikt- or, f. 1916, d. 1995, Óli Jóhann, f. 1917, d. 1939, Edvard Jóhannes, f. 1919, d. 1984, Þóra Lilja, f. 1921, Elín, f. 1923, Kristín Sigríður, f. 1924, d. 1997, Einar Andreas, f. 1925, Andreas Christian, f. 1926, Jóhandine Amelia, f. 1927, Svava, f. 1929, d. 1932, Árnína Guðbjörg, f. 1930, Svafar, f. 1932, Óskar, f. 1933, d. 1933. Hallgrímur kvæntist 3. septem- ber 1960 Jónu Sigríði Benónýsdótt- ur, f. 3. september 1934, d. 20. júlí 1984, dóttir hjónanna Sigríðar Katrínar Sigurðardóttir, f. 26. maí, d. 28. júní 1979 og Benóný Friðriks- sonar frá Gröf í Vestmannaeyjum, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972. Hall- grímur og Jóna eignuðust átta eru Kolbrún Jóna, f. 1. desember 1993 og Baldur Ýmir, f. 24. nóvem- ber 1997. Dóttir hans úr fyrri sam- búð er Birgitta Ýr, f. 28 júní 1985. 6) Sigríður Katrín, f. 7. júlí 1966, maki Guðjón Ólafsson, f. 2. júní 1965. Börn þeirra eru Albert Óskar, f. 24. mars 1992 og Ágústa Pálína, f. 18. janúar 2000. Dóttir Sigríðar Katr- ínar er Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 9. september 1984. 7) Hallgrímur Gísli, f. 28. apríl 1969, maki Gréta Lind Árnadóttir, f. 15. janúar 1964. Sonur þeirra er Björgvin Viktor, f. 5. mars 1996. Stjúpdóttir Sandra Kristín Jónsdóttir, f. 8. desember 1985. 8) Andrea Olga, f. 6. október 1975, maki Pálína Guðrún Braga- dóttir, f. 22. apríl 1974. Stjúpsonur Jakob Þór Bergþórsson, f. 31. maí 1994. Sambýliskona Hallgríms er Óla Björk Halldórsdóttir, f. 13. júní 1943. Dóttir hennar er Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 9. janúar 1974, maki Sæþór Einarsson, f. 31. maí 1975. Hallgrímur fór ungur til sjós. Hann var háseti hjá tengdaföður sínum Binna í Gröf á Gullborginni í nokkur ár. Hallgrímur lauk skip- stjórnarpófi frá Skipstjóra- og stýrimannaskólanum árið 1966. Hann var skipstjóri hjá útgerðar- félaginu Miðnesi í Sandgerði árum saman. Árið 1975 hóf hann útgerð á bátnum Binna í Gröf ásamt Kjartani Sigurðssyni vélstjóra. Árið 1987 hætti hann til sjós og síðustu árin vann hann hjá Netaverkstæði Suð- urnesja. Útför Hallgríms fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. börn. Þau eru: 1) Ben- óný Friðrik, f. 17. feb 1955, d. 31. mars 1999, maki Stella Jónsdóttir, f. 31. júlí 1955, d. 24. jan 1998. Synir þeirra eru: a) Jón Gísli, f. 22. ágúst 1975, maki Ann- ika Geirsdóttir, f. 28. desember 1971. Börn þeirra eru Geir, f. 23. nóvember 1996 og Helga Stella, f. 11. september 2002. b) Hafþór, f. 19. mars 1979, maki Arnar Þór Viðarsson, f. 22. jan- úar 1980 c) Sævar, f. 22. nóvember 1985. d) Óðinn, f. 4. september 1990. 2) Ágústa Pálína, f. 16. desember 1957, maki Davíð Eiríksson, f. 17. ágúst 1957. 3) Óskar Andreas, f. 11. nóvember 1958, maki Ásdís Guð- brandsdóttir, f. 8. maí 1961. Börn þeirra eru a) Guðbrandur Óskar, f. 20. maí 1978, d. 21. maí 1978, b) Sylvía Þóra, f. 6. september 1981. Börn hennar eru Sædís Ósk, f. 7. september 1998 og Benóný Einar, f. 11. september 2002. c) Andrea Dögg, f. 28. nóvember 1986. d) Ósk- ar Andreas, f. 29. janúar 1994. 4) Óskírður, f. 19. júlí 1962, d. 8 ágúst 1963. 5) Björgvin Viktor, f. 27. júlí 1964, maki Tinna Björk Baldurs- dóttir, f. 18. mars 1969. Börn þeirra Haustið kom fyrr en ég átti von á í líf mitt og hreif þig frá mér. Fyrir ári greindist þú með illvígan sjúkdóm, sem að lokum bar þig ofurliði, þrátt fyrir mikinn baráttuvilja og lífslöng- un. Þú kvartaðir ekki og varst þakk- látur fyrir það, sem fyrir þig var gert. Margs er að minnast frá ótalmörg- um ferðum okkar innanlands og utan. Minningarnar munu lifa í hjarta mínu. Sumarbústaðurinn þinn í Gríms- nesi var aðaláhugamál þitt síðastliðin níu ár. Þú varst stöðugt með hugann við hann, vetur, sumar, vor og haust, og ófáar ferðir fórum við til að líta eft- ir að allt væri í lagi yfir veturinn. Vorið og sumarið voru þinn tími, þá var bjartur dagur allan sólarhringinn. Þú rifjaðir stundum upp minningar frá æskuárunum á Siglufirði, er þú fékkst að vaka fram eftir og sjá sólina síga í sæinn og koma síðan upp aftur. Þú fékkst aldrei nógu langan tíma í bústaðnum að þínu mati og hefðir vilj- að gróðursetja enn fleiri tré og hlúa enn betur að gróðrinum þínum. Liðið sumar dvöldum við eins mikið þar og heilsa þín leyfði. Þú áttir langa og stranga starfsævi á sjónum. Mönnum ber saman um að þú hafir verið duglegur sjómaður og fengsæll skipstjóri. Stundum nefndirðu að þú hefðir viljað vera meira heima hjá konu og börnum, en hefðir þurft að vinna fyrir þér og þínum. Það var aðalsmerki þitt að sjá vel fyrir fjölskyldunni. Að leiðarlokum þakka ég samfylgd- ina og votta aðstandendum samúð mína og bið þeim blessunar Guðs. Minningin um góðan dreng lifir. Óla Björk Halldórsdóttir. Elsku Halli frændi, já Halli frændi eins og ég hef alltaf kallað þig alveg frá því ég man eftir mér. Ég kveð þig með þakklæti í huga, þakklæti að hafa verið tengdur þér. Ég vil þakka þér fyrir að hafa í gegnum árin gefið mér og fjölskyldu minni af þér sjálfum, fyrir að hafa haft jákvæð áhrif á barn- æsku mína og unglingsár. Fyrir alla þá væntumþykju sem þú gafst af þér mér til handa alla tíð, ég tel mig betri mann fyrir vikið. Hugur minn hefur síðustu daga leitað til þeirrar dagsferðar sem við fórum saman fyrir ekki svo löngu upp í bústaðinn þinn, þar sem þú undir hag þínum einna best. Sá dagur verð- ur þegar fram líða stundir, sennilega einn eftirminnilegasti dagur ævi minnar, þar sem við keyrðum saman austur, helltum upp á kaffi og röbb- uðum svolítið saman, áttum fínan dag upp í Grímsbæ. Einnig sækja á mig þær minningar þegar Óskar og ég fengum að fara á sjóinn með þér á m/b Víði þegar við vorum smástrákar, drullusjóveikir og þú að stumra yfir okkur þegar færi gafst til þess, og þau voru sko ófá skiptin sem við fórum á sjóinn með þér. Fullt af minningum um þig og þínar velgjörðir mér og mínum til handa, mun ég varðveita og geyma í hjarta mínu um ókomna framtíð. Það var alla tíð gott að eiga þig að sem fyrirmynd og ég trúi að hvar sem þú ert, sértu hjá góðum á góðum stað. Megi góður Guð varðveita sálu þína um alla framtíð og veita Ólu þinni, börnum þínum og öðrum ástvinum styrk í sorg sinni og trega. Mikill er missir þeirra. John S. Berry. Okkur langar að minnast látins fé- laga, Hallgríms Færseth, nokkrum orðum. Við gleymum því ekki hve vel hann tók á móti okkur þegar við flutt- um í fjöleignahúsið á Vallarbraut 6 í Njarðvík. Við höfðum þá selt húsið okkar í Keflavík og keypt íbúð í þessu húsi. Hallgrímur var einn af þeim fyrstu sem keyptu íbúð í húsinu og einn af stofnendum húsfélagsins sem stofnað var 7. maí 1997. Lét hann sig málefni húsfélagsins miklu varða og bar ávallt hag íbúanna mjög fyrir brjósti. Hann var líka mjög vel liðinn í húsinu enda einstaklega ljúfur í allri framkomu. Hann átti sínar þungbæru stundir en alltaf var stutt í brosið. Vallarbraut 6 er fjöleignahús í eigu eldri borgara. Flestir eigendanna höfðu áður átt ein- býlishús og því vanir að ráða sínum málum sjálfir án afskipta annarra. Lyndiseinkunnir Hallgríms komu sér vel í þessu umhverfi. Við höfum um skeið fylgst með hetjulegri baráttu Hallgríms við illvígan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli og fyllst að- dáun á því æðruleysi sem hann hefur sýnt á þessum erfiðu stundum. Við vitum að við tölum fyrir hönd annarra í húsfélaginu þegar við þökkum sam- fylgdina og vottum Ólu, börnum hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hallgríms Gísla Færseth. Elísabet Vigfúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson. HALLGRÍMUR GÍSLI FÆRSETH  Fleiri minningargreinar um Hall- grím Gísla Færseth bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Svanhvít og Jóhann, Þórunn og Axel. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR, Skriðustekk 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. september kl. 13.30. Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir, Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Már Árnason, Valdís Axfjörð, ömmubörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tendamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRDÍSAR KATARÍNUSDÓTTUR, Vesturgötu 111, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar á Sjúkrahúsi Akraness. Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir, Gylfi Reynir Guðmundsson, Hannesína Ásgeirsdóttir, Björgvin Þorleifsson, Sólveig Ásgeirsdóttir, Robert Hausler, Guðrún Ásgeirsdóttir, Einar Haraldsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Gunnar Guðlaugsson, Gunnfríður Sigurðardóttir, Bragi Valdimarsson, Jón B. Ólafsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar og mágs, GUÐMUNDAR EIRÍKSSONAR frá Þingeyri Engihjalla 3 Kópavogi. Virðingin sem þið sýnduð minningu hans gleymist ekki. Jónína Eiríksdóttir, Sigurður Kristjánsson, Katrín Eiríksdóttir, Magnús Yngvason, Þórey Eiríksdóttir, Lúðvík Emil Kaaber, Jón Eiríksson, Karen Marie Jensen, Kári Eiríksson, Eiríkur Eiríksson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, GUNNARS G. SCHRAM prófessors, Frostaskjóli 5. Elísa St. Jónsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Bjarni Daníelsson, Jón Gunnar Schram, Laufey Böðvarsdóttir, Kári Guðmundur Schram, Íris Huld Einarsdóttir, Þóra Björk Schram, Gunnar Rafn Birgisson, Kristján Schram, Elizabeth J. Nunberg, Margrét G. Schram, Helgi Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför okkar ástkæru, ÓLAFAR JÓNU BJÖRNSDÓTTUR, Ásvallagötu 65, sem andaðist laugardaginn 4. september, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00. Stjúpbörn og systkinabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.