Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 36

Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DANSVERK Sveinbjargar Þórhalls- dóttur og Margrétar Söru Guðjóns- dóttur fjallar um það að gera hugar- heim sýnandans sýnilegan, kryfja sýningarferlið og komast að því hver sýnandinn er. Verkið hefst á því að Sveinbjörg skiptir um stellingar/ pósur á palli miðsviðs. Margrét Sara í gulum tjullkjól í Marlyn Monroe-stíl fer afturábak brú yfir sviðið. Hún hneigir sig klökk fyrir áhorfendum og þakkar hrósið. Stöllurnar hlykkj- ast hvor um aðra á sviðinu og syngja á víxl þekkt stef úr amerísku ástar- poppi. Boltanum er kastað til áhorf- enda og þeir spurðir álits og krafðir svara um hvernig þær hafi staðið sig í verkinu: „Hvernig fannst ykkur ég vera?“ Danskafli í verkinu var kynnt- ur og dansstíll beggja sýndur á hráan ófægðan máta. Með því að kasta bolt- anum til áhorfenda og spyrja þá álits taka höfundar ráðin í sínar hendur og verða stjórnendur í gagnrýni á eigið verk. Dansverkið var á margan hátt athyglisvert og vel framkvæmt. Inni- haldið, taugaspennan sem fylgir því að verða eða verða ekki samþykktur fyrir list sína komst með ágætum til skila. Þeim tókst að gera tilfinninga- líðan sýnendanna sýnilega á skond- inn máta. Hvort líðan sýnenda eða höfunda listaverka almennt sé at- hyglisverð og til þess fallin að semja heilu listaverkin um tel ég þó hæpið. Metropolitan Verkið er ádeila á kvennablöð samtímans. Kona á besta aldri með hrúgu af tímaritum sér við hlið herm- ir eftir líkamsæfingamyndum úr tískutímariti. Hún les upphátt „sál- fræðimat“ á svefnstellingum karla sem eiga að segja konum allt um per- sónuleika þeirra. Cameron Corbett dansar undir og fer í gegnum ólíkar svefnstellingar. Farið er yfir „pick up“-línur sem gott á að vera að hafa í handraðanum. Jóhann Freyr dansar undir. Kynlífsráðleggingar eru lesn- ar undir flæðandi dúett Cameron og Jóhanns Freys þar sem reifað er mikilvægi þess að prófa framandi stellingar en umfram allt muna að vera maður sjálfur. Verkið var ekki einungis fyndið heldur lýsti á einfald- an máta þeim tvískinnung og ranghugmyndum sem „kvennablöð“ samtímans eru stútfull af. Hugmynd- in að verkinu var einföld og vel unn- in. Hreyfingarnar mjúkar og flæð- andi og skilaboðin grátbrosleg og skýr. Græna verkið Hvítur ferhyrndur dúkur er á gólf- inu. Glösum með neongrænum vökva er stillt upp allt í kring. Þrír hvít- klæddir dansarar koma sér fyrir á stólum undir hvítri skærri lýsingu. Dansararnir hreyfa höfuðin með snöggum litlum og vélrænum hreyf- ingum sem minntu á skordýr. Tón- listin var vélræn eins og hreyfing- arnar. Verkið fjallar um sköpunar- kraft mannskepnunnar án tillits til afleiðinga eða útkomu. Það sem máli skiptir er andartakið þegar sköpunin á sér stað. Dansararnir herða á hreyfingunum, veltast um á dúknum og sprengja hylki með grænum lit sem þeir bera innanklæða. Þeir drekka vökvann úr glösunum og spýta út úr sér og áfram litast dúk- urinn. Lítið samband var á milli dansaranna nema þegar þeir kreistu vökvann hver út úr öðrum. Verkið hafði yfir sér allsérstakan blæ gjörn- ings og dans. Vélræn tónlistin varð þreytandi þegar til lengdar lét en annars var verkið myndrænt í græn- um og hvítum einfaldleikanum. ManWoman Í ManWoMan, verki Ólafar og Ismo-Pekka, er dásemd þess að vera öðruvísi lofuð. Þar heiðra höfundar fjölbreytni mannlegrar tilveru. Sum- ir vita ekki eða er sama hvort þeir eru karlkyns eða kvenkyns en eitt er víst að það þarf allar gerðir í lifandi heimi. Höfundarnir/dansararnir birt- ust áhorfendum klæddir fjörlegum búningum, hvítum samfestingum með skrautlegu mynstri. Kúlur hengu utan á mjöðmum þeirra og á mjóbaki upprúllaðir efnisstrangar. Í þessu 50 mínútna verki sýndu dans- ararnir meðal annars þekktar kven- kyns og karlkynspósur, rúlluðu út efnisströngunum og táknuðu kyn- færi. Strútar, pumpur klæddar bleiku dönsuðu um sviðið. Í lokin vöfðu dansararnir sig saman á svið- inu, opnuðu pokana á mjöðmunum og slepptu kúlunum út. Það var gleði og gáski í verkinu og búningarnir gáfu því fígúrutívt yfir- bragð. Verkið fór vel af stað og hreyfingar og hugmyndir þess voru áhugaverðar. Kóríografían krefst töluverðrar hreyfifærni og voru 50 mínútur full mikið af því góða fyrir dansarana sem erfiðuðu á köflum og kom það niður á dansinum. Í seinni hluta verksins var sem dansararnir væru að fylla upp í langdregna tón- listina og teygðist verkið óþarflega. Samvafningur dansaranna undir lok verksins var fallega myndrænn, táknandi samruna kynjanna. Eins var endirinn vel til fundinn, þar sem kúlurnar sem gátu táknað sæði var sleppt úr pokunum. Það var margt gott í dansverkinu þó dansinn sé akkilesarhæll þess. Reykjavík Dance Festival á heiður skilið fyrir framtakið. Hátíðin skilaði að þessu sinni bæði vönduðum og metnaðargjörnum dansverkum. Dansverkum sem flest vöktu upp spurningar og voru áhugaverð. Lilja Ívarsdóttir Hvernig var ég? LISTDANS Borgarleikhúsið Nútímadanshátíð 2004 3.–11. september LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA? Eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Mar- gréti Söru Guðjónsdóttur. Tónlist: David G. Kiers. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Hildur Hafstein. Dansarar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Margrét Sara Guðjóns- dóttir. METROPOLITAN eftir Cameron Corbett. Tónlist: A.C. Jobim, V. De Moreas, G. Jaques, H. Barbosa, J. Ben, S. Neto, O. Castro- neves, N. Mendonca. Lýsing: Kári Gísla- son. Dansarar: Inga María Valdimars- dóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Cam- eron Corbett. GRÆNA VERKIÐ eftir Jóhann Frey Björgvinsson. Listrænn ráðunautur: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Bernard Parmegiani de natura sonorum og Helgi Hauksson. Lýsing: Kári Gísla- son. Leikmynd og búningar: Jóhann Björgvinsson og Filippia Elísdóttir. Dans- arar: Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Steve Lorenz. ManWoMan eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Leikmynd/búningar: Marja Uusitalo. Lýs- ing: Jukka Huitila. Förðun: Ásta Hafthórs- dóttir. Dansarar: Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heikinheimo. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA „G l imrand i ! F rábær uppsetn ing , óg leyman legar senur og tón l i s t in er f rábær . . .að e i l í fu . “ -S te fán Hi lmarsson söngvar i - CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 16/9 kl 20, Fö 17/9 kl 20 Su 19/9 kl 20, Fi 23/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝNINGAR Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun.19. sept. kl. 19.30 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. VETRARVERTÍÐ Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands 2004–05 gekk í garð í fyrradag fyrir fullu húsi. Hlustendur reyndust öllu blandaðri hópur en al- gengast er, enda verkefnavalið að þessu sinni samsettara en á klass- ískari tónleikum – kvikmyndatónlist frá gullöld Hollywoods, íslenzk þjóð- lög, brezk postrómantík, hinn vand- flokkanlegi Jón Leifs, Breiðvangs- söngleikir og þýzk síðrómantík á breiðtjaldi tónaljóðsins. Mesta eftir- væntingu vakti eftir viðbrögðum að dæma hin ört rísandi íslenzka söng- leikastjarna Maríus Sverrisson sem kvað hafa gert það gott á leikhúsfjöl- um í Þýzkalandi að undanförnu. Var honum tekið með kostum og kynjum. Í fljótu bragði hefði mátt ætla að úr skrautlegum samtíningi kvöldsins yrði í bezta falli svæsin súpa, ef ekki vita sundurlaus. En burtséð frá ljóð- rænt angurværri íslenzkri þjóðlaga- þrennu Jóns Þórarinssonar, er hann útsetti sérstaklega fyrir þetta tilefni skv. kynningu söngvarans, féll samt flest hvert furðuvel að öðru. Ekki sízt fyrir seiðandi kvikmyndamúsík Erichs Korngolds við Hróa hött (1938), tápmikla hljómsveitarfantasíu Malcolm Arnolds um skozka drykkjusvolann Tam O’Shanter (1955) og sinfóníska adrenalíns- sprengju Richards Strauss um háð- og gálgafuglinn Ugluspegil frá 1894 er setti lokapunktinn. Í því samhengi stóðu söngleikjalög eins og Kyndarasöngurinn úr „Tit- anic“ eftir Maury Yeston, Broadway Baby eftir Stephen Sondheim úr „Follies“ og Somewhere úr „West Side Story“ eftir Leonard Bernstein, sem tekið var textans vegna í stað Makka hnífs í tilefni nýliðinna hörm- unga í Beslan, ekki eins mikið út úr og ella. Né heldur gamalkunnur Berl- ínarslagari Leonellos Casucci, Schön- er Gigolo í prýðilegri orkestrun SÍ- sellistans Hrafnkels Orra Egilssonar, eða Björn að baki Kára úr Sögu- sinfóníu Jóns Leifs, einn af fáum gamansömum hljómsveitarþáttum þessa sérstæða tónskálds. Þótt einsöngvaranum tækist sýnu bezt upp í síðasta laginu, Úti ert þú við eyjar blár, virtust Þrír man- söngvar Jóns Þórarinssonar (tveir hinir fyrri voru Blástjarnan og Sökn- uður) í mínum eyrum eiga betur við klassískan bel canto söngvara en söngleiksstíl Maríusar Sverrissonar, er þurfti að auki að sæta frekar lit- daufri hljóðmögnun, a.m.k. fyrir hlé. Hins vegar var hann á algerum heimavelli í Titanic, og vakti einnig mikla hrifningu í lögum Sondheims og Bernsteins. Sinfóníuhljómsveitin var í merki- lega hressu formi þegar í fyrsta atriði kvöldsins, þá Erroll Flynn sveif létti- lega á grænum sokkabuxum um Skír- isskógarlimið í óskarsverðlauna- tónlist Korngolds. Þótt agnarögn kynni stundum að skorta upp á rak- vélablaðsnákvæmnina í síhryn- breyttum Birni á Mörk, varð fersk og frumleg orkestrun Malcolms engu minna en eitilspræk, og Rumon Gamba og hljómsveit allra lands- manna gerðust gersamlega ósigrandi í vaskri og víðfeðmri túlkun þeirra á 110 ára gömlu snilldarverki Richards Strauss, sem enn heldur fullu æsku- fjöri í góðra manna höndum. Sitt af hverju tagi TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Korngold, Jón Þórarinsson (frumfl.), Yeston, Arnold, Jón Leifs, Casucci, Sondheim, Bernstein og R. Strauss. Einsöngvari: Maríus Sverrisson. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 9. september kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.