Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 44

Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DRENGUR, sem var ásamt hópi leikskólabarna á göngu um skrúðgarð- inn í Hveragerði í liðinni viku, fann 13 ónotuð 22 kalibera riffilskot sem lágu við bakka Varmár. Að sögn Sesselju Ólafsdóttur, leik- skólastjóra Undra- lands, voru börnin látin tína í poka ým- islegt til að nota við föndur í vetur. Drengurinn tók skot- in og setti þau í pok- ann sinn og fór með þau aftur á leikskól- ann þar sem leik- skólakennarar ráku augun í þau. Lögreglan á Sel- fossi segir að engin skýring hafi fengist á því hvers vegna skot- in voru á þessum stað. Hún biður þá sem geta veitt upplýsingar um þessi skot að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Þá eru þeir sem hafa skotvopn og skotfæri í fórum sínum hvattir til að geyma þau á öruggum stað eins og lög kveða á um. Barn fann riffilskot við bakka Varmár Lögreglan hefur skotin í vörslu sinni og rannsakar tildrög þess að þau voru skilin eftir við ána. Setti skotin í föndurpoka Morgunblaðið/Sigurður Jónsson NIÐURSTÖÐUR rannsókna og þróunar fyrirtækisins Lyfjaþróunar á nýjum nefúða gegn mígreni gefa tilefni til að ætla að nefúði, sem slær á mígrenikast einum til tveimur mín- útum eftir innúðun, geti verið kom- inn á markað eftir um það bil þrjú ár. Sveinbjörn Gizurarson, fram- kvæmdastjóri Lyfjaþróunar, segir að fyrirtækið hafi verið að rannsaka mígreninefúðann frá lyfjafyrirtæk- inu GlaxoSmithKline (GSK) í nokk- urn tíma, en gallinn við þann nefúða, sé sá að hann virki ekki nógu hratt og örugglega. „Við tókum þennan nefúða sem GSK hefur verið að búa til og bætt- um út í hann efnum, sem við höfum verið að þróa. Rannsóknir okkar sýna að við náum fram sömu hegðun á endurbætta nefúðanum og ef um stungulyf væri að ræða. Engu fyr- irtæki hefur tekist það áður.“ Svein- björn segir að Lyfjaþróun hafi þar með stórbætt lyfið frá GSK og þar af leiðandi meðferð við mígreniköstum. „Þetta er stór áfangi,“ segir hann ennfremur. Lyfið hefur verið prófað á heilbrigðum einstaklingum, eins og venja er í fyrsta fasa lyfjaþróunar- ferlis, að sögn Sveinbjörns, en næstu skref felast í því að prófa lyfið á mígrenisjúklingum. „Við ætlum að fara á fullt yfir á næsta fasa og erum að vonast til þess að koma lyfinu í skráningarferlið eftir um það bil tvö ár.“ Óánægðir með framboðið Sveinbjörn upplýsir að í nýrri al- þjóðlegri skýrslu um mígreni komi fram að 80% mígrenisjúklinga séu óánægð með þá meðferð sem nú sé í boði gegn mígreni. Hann útskýrir í því sambandi að í fyrsta lagi sé hægt að taka inn töflur, í öðru lagi sé hægt að fá sprautu og í þriðja lagi sé hægt að fá nefúða. Af þessu sé sprautu- lyfið það eina sem virki strax gegn mígreninu, en einungis sé hægt að fá það á sjúkrahúsum. „Við vildum hins vegar gera eitthvað alveg nýtt sem uppfyllti kröfur markaðarins,“ út- skýrir hann. „Því höfum við reynt að búa til lyfjaform sem sjúklingurinn getur tekið inn sjálfur og slær strax á verkinn.“ Hann segir að önnur fyrirtæki í sama geira og Lyfjaþróun hafi ekki náð sama árangri í þessum efnum. „Ef við lítum til annarra fyrirtækja, sem eru að vinna innan sama geira, kemur í ljós að eitt fyrirtæki, skráð á Nasdaq, sendi út fréttatilkynningu fyrir ári þar sem það reyndi að end- urbæta sama mígrenilyf. Rannsókn- ir okkar sýna að við erum með níu sinnum öflugra lyf en það og sautján sinnum öflugra en GSK.“ Nefúði gegn mígreni gefur mjög góða raun RANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni Sæmunds- son RE liggur þessa dagana við Faxaskála í Reykjavíkurhöfn þar sem það fær andlits- lyftingu í formi nýrrar málningar. Vafa- laust verður Bjarni því enn glæsilegri þegar hann leggur upp í næsta leiðangur. Morgunblaðið/Kristinn Bjarni fær andlitslyftingu STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra, SSNV, hefur óskað eftir formlegum fundi með Valgerði Sverris- dóttur iðnaðarráðherra til að ræða við hana um byggða- og atvinnumál á svæðinu, m.a. virkjun fallvatna. Á nýlegu ársþingi SSNV var samþykkt ályktun þess efnis að brýnt væri að koma á fót iðnaði á Norðurlandi vestra sem nýtti orku fallvatna á svæðinu. Skoraði ársþing- ið á stjórnvöld að hefja nú þegar leit að hentugum iðjukosti fyrir Norðurland vestra í samvinnu við sveitarfélög á svæð- inu. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, er formaður SSNV. Hann segir við Morgunblaðið að aukinn þrýstingur sé á það á svæðinu, Skagafirði og Húnaþingi, að virkjanir eins og Blönduvirkjun og möguleg Skatastaðavirkjun verði notaðar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Ársæll segist vilja ræða við iðnaðarráðherra aug- liti til auglitis í stað þess að munnhöggvast í fjölmiðlum. Í Morgunblaðinu á laugardag sagði Valgerður Sverrisdóttir um vilja sveitarstjórnar Skagafjarðar, að setja Skatastaðavirkjun á aðalskipulag, að „batnandi mönnum væri best að lifa“. Sagði hún Skagfirðinga til þessa ekki hafa sýnt áhuga á virkjunarkostum fyrir stór- iðju. „Ég heyri að iðnaðarráðherra er að hugsa til Norðurlands vestra og við viljum setjast niður með Valgerði og ræða málin,“ segir Ársæll. Einnig spurt um Jökulsá á Fjöllum Fleiri vilja ná athygli iðnaðarráðherra því Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Valgerði bréf og spurt um afstöðu hennar til verndunar Jökulsár á Fjöllum innan marka nýs þjóðgarðs norðan Vatna- jökuls. Tilefni fyrirspurnarinnar er sagt um- mæli ráðherra um áhuga álfyrirtækja á að reisa nýtt álver á Norðurlandi og að Landsvirkjun telji orkuöflunina erfiðleik- um bundna, bæði hvað varðar kostnað og afhendingartíma á orkunni. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra  Fréttaskýring/8 Vilja fund með ráðherra um byggða- og atvinnumál „ÉG er nú stundum að monta mig af því að vera líklega eini fjallkóngurinn sem er langamma,“ segir Valgerður Lárusdóttir, bóndi á Fremri- Brekku í Saurbæ í Dalasýslu, sem mun stýra sínum 25. leitum í Brekkudal í Saurbæ um næstu helgi. Valgerður segir að litið hafi verið á það sem sjálfsagðan hlut að hún tæki við þessu hlutverki af föður sínum þegar hún tók við búskap. Hún segist þó alltaf hafa kallað sig fjallkóng frekar en fjalldrottningu. „Ég titla mig nú alltaf bónda, ef ég er spurð um starfsheiti og hef alla tíð gert. Ég hef aldrei verið húsmóðir – enda er ég það ekki í raun og veru.“ Valgerður segir óvíst hversu lengi hún og eiginmaður hennar haldi áfram að reka bú- ið að Fremri-Brekku. „Við erum búin að fækka fénu og höfum gert þetta viðráðan- legra fyrir okkur, þar sem við erum bara tvö eftir. En ég hef bara svo gaman af kindum, þess vegna held ég áfram búskapnum. Svo held ég líka að þessi sveit hljóti að vera sú fallegasta á landinu.“ /10 Valgerður Lárusdóttir „Líklega eini fjallkóngur- inn sem er langamma“ GERT er ráð fyrir miklu slagviðri á landinu á miðvikudag og fimmtu- dag með hvassri austanátt og rign- ingu. Samkvæmt nýjustu spám fer að hvessa fyrir alvöru sunnanlands annað kvöld og gæti vindhraði orð- ið um og yfir 20 m/sek. aðfaranótt fimmtudags. Veðrið gengur norður og austur yfir landið á fimmtudag og fer að lægja á föstudag. Spáð stormi Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.