Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ YFIR 70 FALLA í ÍRAK Að minnsta kosti 73 biðu bana í sprengjutilræðum og bardögum í Írak í gær, þar af 47 þegar bíl- sprengja sprakk nálægt lögreglu- stöð í Bagdad. Samtök Abus Muss- abs al-Zarqawis, sem eru talin tengjast al-Qaeda, lýstu tilræðinu í Bagdad á hendur sér. Ráðherraskiptin í dag Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun eftir rúmlega þrettán ára samfellt starf sem for- sætisráðherra. Hann tekur við starfi utanríkisráðherra af Halldóri Ás- grímssyni, formanni Framsóknar- flokksins, á ríkisráðsfundi í dag. Skólaárið lengt í 180 daga Skólaárið í framhaldsskólum verður lengt í 180 daga á ári og ein- ingum í framhaldsskólum fækkað úr 140 í 111, ef tillögur höfunda nýrrar skýrslu um breytta námsskipan til stúdentsprófs verða að veruleika. Eykur líkur á verkfalli Kennarasamband Íslands segist líta á það sem klárt verkfallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags sem börn hefðu annars átt að vera í skóla. Efnavopnum beitt í Darfur? Þýska dagblaðið Die Welt segir að Sýrlendingar hafi beitt efnavopnum í tilraunaskyni gegn óvopnuðu fólki í Darfur-héraði í Súdan í júní og orðið tugum manna að bana. Olíunotkun stóreykst í Kína Olíuinnflutningurinn í Kína jókst um tæp 40% á fyrstu átta mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Aukin olíunotkun Kínverja stuðlaði að mikilli hækkun á olíu- verði á heimsmarkaði á árinu. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl „MÉR þykir afskaplega vænt um að fá svona einhuga tilnefningu og met það mikils að vera treyst til þess að halda utan um þetta virðulega og þýðingarmikla hlutverk,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en Rannveig var tilnefnd samhljóða sem forsetaefni Norðurlandaráðs á fundi Íslands- deildar ráðsins í gær. Á fundinum var einnig ákveðið að tilnefna Jónínu Bjartmarz sem varaforsetaefni starfsárið 2005. Formlega verður kosið í embættin á þingi Norður- landaráðs í Stokkhólmi 1.–3. nóvem- ber nk., en Ísland fer með forsæti Norðurlandaráðs á næsta ári. „En þetta er ekki aðeins stór stund fyrir mig því þetta er líka stór stund fyrir jafnaðarmenn, því við jafnaðarmenn á Íslandi höfum aldrei áður farið með embætti forseta í Norðurlandaráði. Mér er sýnt mikið traust og það verður mjög ánægjulegt að taka við svona stóru embætti undir svona góð- um og jákvæðum kringumstæð- um.“ Rannveig hefur verið þátttakandi í Norðurlandaráði síðan 1991 með ör- stuttum hléum. Á þeim tíma hefur hún m.a. sinnt formennsku í menn- ingarnefnd Norðurlandaráðs. Hún er núna formaður í stjórn menning- arsjóðsins á vegum Norðurlanda- ráðs og á sæti í forsætisnefnd ráðs- ins. Rannveig Guðmundsdóttir tilnefnd sem forsetaefni Norðurlandaráðs Sýnt mikið traust Rannveig Guðmundsdóttir BEIN, óbein og afleidd áhrif stanga- veiði á Íslandi, bæði innlendra og er- lendra veiðimanna, eru áætluð 7,8 til 9,1 milljarður króna á ári. Þar af eru bein áhrif af veiði talin nema um 1,7 til 2,1 milljarði en óbein og afleidd áhrif eru talin nema 6,1 til 7 milljörðum á ári. Þá er talið að lax- og silungsveiði styðji við bakið á 1.000 til 1.200 störf- um í landbúnaði og öðrum geirum á ári. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í skýrslu sem hagfræðistofnun Há- skóla Íslands og Veiðimálastofnun hafa unnið að beiðni Landssambands veiðifélaga um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiði og líffræðilega stöðu auðlindarinnar. Einhver mesta auðlind sem við eigum Óðinn Sigþórsson, formaður sam- bandsins, afhenti Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra fyrsta eintak skýrslunnar á fundi með blaðamönn- um í gær og sagði Guðni við það tæki- færi að það væri gríðarlega þýðing- armikið að fá fram niðurstöður um efnahagsstærðir vegna stangaveiði. „Auðvitað er efnahagsstærðin kannski enn þá stærri en maður gerði sér vonir um. [-] Ég hef lengi gert mér grein fyrir því að veiðin, laxveiðiárnar og vötnin eru einhver mesta auðlind sem við eigum Íslendingar og þurfum að standa vörð um. Þau hafa mikla þýðingu í náttúru okkar lands, hafa mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn í heild og búsetuna og hafa enn meiri þýðingu fyrir það að við eigum mikla aðdáendur þessa lands sem eru veiði- menn um allan heim,“ sagði ráðherra. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að úttektin gefi til kynna að stangaveiðin leggi mun meira til þjóðarbúsins en áður hafi verið ætlað. Bein, óbein og afleidd áhrif stangaveiði innlendra og erlendra veiðimanna eru áætluð á bilinu 7,8–9,1 milljarður kr. á ári. Þar af er gert ráð fyrir að sölu- og leigu- tekjur veiðifélaganna séu á bilinu 868–961 milljón kr. og að viðbótar- tekjur leigutaka séu á bilinu 173–228 milljónir kr. á ári. Útgjöld innlendra veiðimanna til neyslu á innlendri vöru eða þjónustu eru metin á bilinu 501– 543 milljónir kr. á ári og útgjöld er- lendra stangveiðimanna á bilinu 201– 403 milljónir kr. Samtals eru því beinu áhrifin talin vera á bilinu 1,7– 2,1 milljarðar kr. á ári. Óbein og af- leidd áhrif eru talin vera 6,1–7 millj- arðar kr. á ári. „Af þessum niðurstöð- um má ráða að tekjur veiðifélaga og leigutaka séu aðeins lítill hluti af þeim efnahagslegu umsvifum sem lax- og silungsveiði á stöng á Íslandi hafa í för með sér, eða um 13%,“ segir í skýrslunni. Morgunblaðið/Einar Falur Stangaveiðin skilar mun meiru en talið var „NIÐURSTÖÐUR skýrslunnar komu okkur aðeins á óvart. Í fyrsta lagi eru beinu tekjuáhrifin nokkuð meiri en við höfðum gert okkur í hugarlund,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiði- félaga. „Í öðru lagi eru það óbeinu áhrifin. Menn höfðu kannski talið að óbeinu tekjuáhrifin af laxveiðum í heild sinni væru eitthvað í kringum 3,5 milljarðar að verðmæti en þarna erum við að tala um helmingi hærri tölur. Í þriðja lagi kom það okkur á óvart hversu hátt hlutfall tekjur af laxveiði eru af atvinnutekjum í land- búnaði á einstök- um landsvæð- um.“ Óðinn segir veiðina tvímæla- laust styðja við búsetu í dreifbýl- inu. „Þarna er verið að tala um að greinin standi að baki allt að þúsundum starfa í dreifbýli þannig að það er engin spurning.“ Spurður um mögulega vaxtar- brodda í greininni segir Óðinn að þótt laxveiðiauðlindir séu að mestu fullnýttar séu sóknarfæri á ein- stökum svæðum. „Það má segja að þótt við séum langt komnir með að fullnýta þessa auðlind þá eru nokkur tækifæri enn þá. Í silungsveiðinni sjáum við hins vegar geysileg sókn- arfæri. Við erum að sjá að útlend- ingar eru að uppgötva þessa afþrey- ingu á Íslandi – jafnframt því sem við Íslendingar eru mjög duglegir við að stunda silungsveiði – og við eigum eftir að sjá aukningu í því að útlendingar nýti sér silungsveiðina,“ segir Óðinn. Verðmæti laxveiða kom á óvart Óðinn Sigþórsson RAUÐI kross Íslands hefur svarað neyðarbeiðni Alþjóða Rauða kross- ins og sent eina milljón króna til Beslan. Einnig hefur verið farið fram á það við félagið að það útveg- aði sérfræðing í áfallahjálp til starfa í Beslan og verið er að kanna mögu- leika á því. Að auki er í undirbúningi að veita þeim sem urðu fyrir líkamstjóni sjúkraþjálfun og heimahlynningu, starfrækja félagsmiðstöð fyrir ung- menni í Beslan og greiða fyrir dvöl á heilsuhæli fyrir fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Um tvö þúsund manns hafa hringt í söfnunarsíma Rauða krossins og gefið 1.000 krónur til hjálparstarfs- ins. Auk þess gaf Og Vodafone hálfa milljón króna sem talið er að séu tekjur af SMS skeytasendingum fólks sem hvatti vini og kunningja til þess að setja kerti í glugga til að minnast fórnarlambanna í Beslan. RKÍ sendir eina milljón til Beslan EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur ákært fjóra menn fyrir brot á útvarpslögum með því að hafa selt aðgang að læstum útsendingum nokkurra er- lendra sjónvarpsstöðva í gegnum einkahlutafélag þeirra. Eru þeir sakaðir um að hafa veitt 1.650 að- ilum í Reykjanesbæ aðgang að sjón- varpsstöðvunum, allt frá árinu 2000. Meðal þeirra sjónvarpsstöðva sem um ræðir í málinu eru Sky One, Cartoon Network, Fox Kids o.fl. Krafist er refsingar yfir ákærðu og upptöku á 8 myndlyklum og fleiri tækjum sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Norð- urljós hf. krefjast 290 milljóna króna greiðslu úr hendi ákærðu. Krafðir um 290 milljónir kr. HÆSTIRÉTTUR stefnir að því að skila dómsmálaráðherra umsögn- um um hæfi og hæfni umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara í þessari viku. Ráðherra óskaði eftir því að Hæstiréttur skilaði umsögn- um til sín fyrir 10. september en var tjáð af dóminum að ólíklegt mætti teljast að hægt yrði að verða við þeirri ósk. Verið er að skrifa umsagnir og er stefnt að því að skila þeim í vikunni sem áður gat. Sjö umsækjendur eru um dóm- arastöðuna. Samkvæmt lögum um dómstóla skal dómsmálaráðherra, áður en hann skipar hæstarétt- ardómara, leita umsagnar dómsins um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna starfinu. Skila líklega um- sögnum í vikunni Í dag Sigmund 8 Bréf 24 Viðskipti 11 Minningar 25/28 Úr verinu 12 Dagbók 32/34 Erlent 13 Staður og stund 34 Höfuðborgin 15 Listir 35/37 Akureyri 16 Af listum 37 Suðurnes 17 Fólk 38/41 Daglegt líf 18/19 Bíó 38/41 Umræðan 20/24 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 Viðhorf 24 Staksteinar 43 * * *                                  ! " #             $         %&' ( )***                           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.