Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Páll Gunnar Jó-hannsson fædd-
ist að Þinganesi í
Nesjum 9. júní 1919.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
mánudaginn 6. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhann Pálsson, f.
24.8. 1893, d. 4.10.
1971, og Ingibjörg
Pálsdóttir, f. 18.5.
1900, d. 18.12. 1970.
Systkini Gunnars
eru Svafa húsmóðir,
f. 15.9. 1924, d. 6.11.
1994, og Óskar Guðjón flug-
stjóri, f. 6.9. 1940.
Eiginkona Gunnars er Jó-
hanna Þórhallsdóttir, f. 11.11.
1921. Börn Gunnars og Jóhönnu
eru 1) Rögnvaldur, f. 1948,
kvæntur Þorbjörgu Kolbrúnu
Ásgrímsdóttur, börn þeirra eru
Vaka, Þrándur og Tinna Mar-
grét. 2) Jónína Ingibjörg, f.
1951, giftist Finnboga Bjarna-
syni sem er látinn og eru dætur
þeirra Ragnhildur Hanna, Ingi-
björg Sunna og Gunndís Ýr. 3)
Steinþór, f. 1953,
kvæntur Ingu Hlíf
Ásgrímsdóttur og
eru dætur þeirra
Saga og Brynja.
Gunnar fluttist
með foreldrum sín-
um til Hafnar í
Hornafirði tveggja
ára að aldri. Árið
1927 fór fjölskyld-
an að Hofi í Öræf-
um og átti Gunnar
þar heimili að
mestu til ársins
1947 er hann flutt-
ist ásamt Jóhönnu
til Reykjavíkur þar sem þau
stofnuðu heimili og bjuggu síð-
an, síðustu árin í Hæðargarði
35. Gunnar stundaði lengi al-
menna verkamannavinnu og
m.a. við skógrækt. Lengst starf-
aði hann hjá Burstagerðinni hf.,
sem verkstjóri. Síðustu starfs-
árin vann Gunnar sem húsvörð-
ur á Fæðingarheimili Reykja-
víkur.
Útför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku afi. Þegar við hugsum til
baka streyma fram allar góðu
minningarnar um þann yndislega
tíma sem við áttum með þér. Um-
hyggja þín og þolinmæði var ein-
stök. Aldrei minnumst við þess að
þú hafir reiðst okkur eða öðrum.
Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur
grislingana. Þú lékst við okkur,
sagðir okkur sögur og fórst með
kvæði. Það var svo notalegt að
koma í Langagerðið til þín og
ömmu.
Þegar við höfðum sett á svið leik-
rit fyrir ykkur, leikið okkur í garð-
inum eða ærslast uppi á lofti var
gott að leggja sig í sófunum. Þá
settist þú hjá okkur í stólinn þinn
og kveiktir þér í pípunni, sjálfsagt
hvíldinni feginn.
Bílskúrinn var þitt athvarf þar
sem þú smíðaðir og gerðir við alla
mögulega hluti með þínu faglega
handbragði. Það var svo spennandi
að kíkja inn í afdrepið þitt, skoða
skúffurnar og verkfærin. Þú gerðir
við allt sjálfur og smíðaðir fallega
gripi. Við ætluðum varla að trúa því
að stóru hlýju hendurnar þínar
hefðu fléttað úr hrossahárum fín-
lega tauma og gjarðir. Þessar stóru
hendur umluktu okkar litlu fingur
og hlýjuðu þegar við komum inn úr
kuldanum. Þú vildir vera viss um
að okkur væri ekki kalt.
Núna þegar við erum vaxin úr
grasi og sjálf komin með börn
kunnum við enn betur að meta það
veganesti sem þú gafst okkur út í
lífið. Við erum þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum með þér og
minningin um þig mun alltaf lifa
með okkur.
Núna ertu kominn til Guðs og
vakir yfir okkur.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vaka, Þrándur, Saga, Tinna
Margrét og Brynja.
Nú, þegar ég skrifa síðustu
kveðju til afa míns, koma margar
minningar upp í hugann. Lítil
stúlka sem kom skoppandi inn
stéttina í Langagerði 70 og afi sem
stóð með útréttan faðminn og tók á
móti henni. Í Langagerðið átti
þessi stúlka oft erindi og undi vel
hjá afa og ömmu. Alltaf hafði afi
tíma til að sitja og spjalla og þær
voru ófáar vísurnar sem hann
kenndi mér. Hann kunni fleiri vísur
en nokkur sem ég hef hitt. Þegar
ég flutti til Þorlákshafnar með for-
eldrum mínum var ég oft um helgar
hjá afa og ömmu í Langagerði og
þá kom afi á móti okkur í Kleinukot
og á sunnudegi ók hann mér á móti
mömmu og pabba.
Margar ferðir fórum við í sum-
arbústaðinn í Þrastaskógi. Þar var
auðséð hvað afi hafði mikinn áhuga
á trjárækt. En aldrei var svo mikið
að gera að hann hefði ekki tíma til
að leika við okkur barnabörnin í
„lautinni“.
Þegar langafabörnin fæddust þá
áttum við margar ánægjulegar
stundir hjá afa og ömmu sem þá
voru flutt í Hæðargarð. Afi kunni
margar sögur úr sveitinni sem
litlum langafabörnum fannst gam-
an að heyra. Hann fékk fyrir þau
leggi, völur og kjálka, sauð þau og
verkaði og sýndi Petru, Thelmu og
Gunnari hvernig leikið var með þau
í gamla daga.
Þegar við Rúnar fluttum í Vog-
ana og fórum að gera endurbætur á
húsinu okkar þá fylgdist afi vel með
vinnunni. Hann hafði mikinn áhuga
á því hvernig gengi og gaf góð ráð
við garðræktina. Hann varð fljót-
lega „eftirlitsmaður“ við bílskúrs-
bygginguna og þó að hann ætti
ekki heimangengt vegna veikinda
var hann alltaf að spyrja frétta og
hafði gaman af að fylgjast með.
Það er með sárum söknuði sem
ég kveð afa en veit að hann er á
góðum stað með Svöfu systur sinni
og fleiri ástvinum. Minningarnar
lifa og hugga þar til við hittumst á
ný.
Hanna.
Elsku besti afi, Gunnar afi, nafni
minn, afi í Langó, afi í Hæðó. Þú
varst enginn venjulegur afi, þú
varst afinn sem gat staðið á hönd-
um, varst rosalega sterkur, svo
góður og varst örugglega með
stærstu hendur í heimi. Stóru og
fallegu hendurnar þínar sem alltaf
voru tilbúnar að taka utan um
mann og halda í allar litlu hend-
urnar þegar þess þurfti. Þegar ég
talaði við þig þá fannst mér eins og
ég væri svo sérstök, þú varst svo
duglegur að finna eitthvað við okk-
ur öll sem var öðruvísi en í öðrum
og eitthvað sem var merkilegt.
Eins og þegar þú gafst okkur
krökkunum aur þá var það alltaf út
af einhverju sérstöku, einhverju
sem maður hafði gert vel eða verið
svo góður við þig og svo sagðir þú
leyndarmál og þá var maður sko
merkilegur. Það gerði okkur
örugglega gott svona litlu krökkum
að geta fundið það hjá afa að maður
var bara bestur í heimi. Svo allar
vísurnar og sögurnar sem þú kunn-
ir, það var gott að sitja hjá þér og
ömmu þegar þið rifjuðuð þær sam-
an upp. Þegar þið bjugguð í Langó
var bílskúrinn þinn heill ævintýra-
heimur, allt smádótið sem þú áttir
og Sunna systir vissi nákvæmlega
hvar allt var, ég man enn þá eftir
lyktinni í Langó. Það var oft svo
mikið fjör í Langó þegar við frænd-
systkinin vorum lítil og stundum
fengu allir að gista. Ég man ekki
mjög mikið eftir því þegar við
bjuggum á efri hæðinni hjá ykkur
en ég man það samt enn þá hvað
það var gott að geta kíkt niður til
ykkar ömmu og kúra hjá þér í
stólnum þínum, þar sem var alltaf
pláss fyrir lítið fólk. Ég gleymi því
heldur aldrei þegar ég og Sunna
stóðum í stórum poka og þú barst
okkur á bakinu á milli sumarbú-
staðanna okkar og þegar við vorum
að keppast við að telja freknurnar á
höndunum á þér. Þær eru ótal
margar minningarnar sem koma
upp í hugann núna og við erum ekki
bara að kveðja afa heldur líka rosa-
lega góðan og traustan vin. Það var
nefnilega alltaf hægt að leita til þín
og ömmu hvernig sem stóð á. Ég
fékk líka að reyna það í vetur þegar
þið stóðuð sem klettar við bakið á
mér þegar pabbi veiktist og ég
þakka ykkur það, góðu vinir mínir,
og ég á örugglega eftir að leita
áfram til ykkar beggja. Það hefur
alltaf verið erfitt að kveðja þegar
við höfum farið til Hollands eftir frí
á Íslandi en aldrei eins erfitt og nú,
það er erfitt að trúa því að þú sért
ekki lengur hjá okkur og hjá henni
ömmu þegar við komum aftur um
næstu jól. Við erum samt ofboðs-
lega þakklát fyrir það að hafa feng-
ið tíma til þess að kveðja góða vin-
inn okkar sem alltaf á stóran stað í
hjörtum okkar. Þú átt áreiðanlega
eftir að líta til með okkur og leið-
beina okkur í lífinu. Elsku amma,
mamma og allir heima, við erum
hjá ykkur í huganum hverja stund.
Bless í bili, elsku hjartans afi.
Gunndís og Kjartan, Rotterdam.
Fyrstu kynni okkar Gunnars
voru þegar hann var ráðinn til
Burstagerðarinnar, Laugavegi 96,
vorið 1955. Ég var þá að hefja mitt
hefðbundna sumarstarf í Bursta-
gerðinni. Þátt fyrir aldursmun,
tókst með okkur ágætur kunnings-
skapur. Kynni okkaráttu eftir að
eflast og rofnuðu ekki þrátt fyrir
oft langa fjarveru mína erlendis.
Eftir nám í Englandi og Noregi í
bursta- og penslagerð, sneri ég aft-
ur til starfa í Burstagerðinni haust-
ið 1959 Þá hófst farsælt samstarf
okkar Gunnars við innleiðingar
nýjunga í bursta- og penslagerð og
í kjölfarið endurnýjun vélakosts og
húsnæðis verksmiðjunnar.
Atorka Gunnars við að koma
verkunum áfram, var ódrepandi og
alltaf hélt hann sínu jafnaðargeði
hvað sem á dundi. Á fyrrihluta um-
breytingatímans urðu mannabreyt-
ingar í fyrirtækinu, Gunnar tók við
verksmiðjustjórn fyrirtækisins, en
ég hóf störf í daglegum rekstri þess
með Sigurbergi Árnasyni, föður-
bróður mínum, sem hafði tekið við
framkvæmdastjórn fyrirtækisins
að föður mínum lánum árið 1952.
Ytri aðstæður reksturs fyrir-
tækja á þessum tímum hafta og
banna innflutnings á vélum og
nauðsynlegum hráefnum og rekstr-
arvörum, gerði rekstur fyrirtækja
vægast sagt afskaplega erfiðan-
.Viðreisnarstjórnin létti þó róður
fyrirtækjareksturs til muna.
Um vorið 1966 fórum við Gunnar
í eftirminnilega ferð á vörusýningu
í Leipzig í A-Þýskalandi. Tilgangur
ferðarinnar var fyrst og fremst að
kynna okkur nýjungar á sviði
bursta- og penslagerðar og ræða
við hráefnabirgja víðsvegar í Evr-
ópu. Var förinni haldið áfram til
nokkurra af stærstu borgum í Evr-
ópu. Í þessari ógleymanlegu
þriggja vikna ferð okkar Gunnars
um Evrópu kynntist ég Gunnari á
nýjan hátt Fyrir utan að vera ein-
staklega þægilegur ferðafélagi,
hafði hann til að bera sérstakt
skopskyn og mátti oft greina gletti-
lega stríðni í tilsvörum hans, Hann
var gætinn en ákveðinn og fastur
fyrir í sínum skoðunum, en raun-
góður og sanngjarn.
Sigurbergur dró sig smátt og
smátt úr rekstri fyrirtækisins,og
þannig færðist reksturinn á mínar
hendur og Friðriks bróður míns,
sem síðan tók alfarið við rekstr-
inum haustið 1966 þegar ég hætti
störfum og hóf framhaldsnám í
Englandi. Gunnar hélt hinsvegar
áfram starfi sínu í Burstagerðinni.
Ófáar voru heimsóknir mínar til
Gunnars og Jóhönnu næstu áratug-
ina. Alltaf var ég velkominn og
andrúmið fylltist vinaþeli í minn
garð á þeirra fallega heimili.
Það er mér mikils virði að hafa
átt Gunnar sem samferðarmann og
traustan vin öll þessi ár.
Ég sendi Jóhönnu, börnum
þeirra, tengdabörnum og barna-
börnum, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur við fráfall Gunnars.
Árni Hróbjartsson.
PÁLL GUNNAR
JÓHANNSSON
Elsku besti pabbi
minn, hann Lýður er
dáinn, hann er farinn
upp til Guðs. Og ég
veit að núna er hann
engillinn minn, sem
vakir yfir mér og verndar mig. Og
hann verður alltaf hjá mér í hjart-
anu mínu. En hann er farinn frá
mér og ég á aldrei eftir að sjá hann
aftur. Út af því er mér illt í hjart-
anu mínu, og líka því að ég sakna
pabba míns svo rosalega mikið. Ég
fékk bara að hafa hann þar til ég
var níu ára, það finnst mér rosalega
leiðinlegt. Þegar ég hugsa um
pabba þá verður mér bara meira illt
í hjartanu mínu og líka maganum
og fæ tár í augun mín. Því að ég
get ekki sagt honum allt sem mig
langar að segja honum. En þá reyni
ég líka að hugsa hvað hann var allt-
af rosalega góður við mig. Hann
gerði allt fyrir mig. Við fórum í bíó,
keilu og gerðum svo margt
skemmtilegt saman. Og við sem
LÝÐUR
ÞRASTARSON
✝ Lýður Þrastar-son fæddist á
Blönduósi 14. júlí
1974. Hann lést á
heimili sínu 13. ágúst
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Bú-
staðakirkju 23.
ágúst.
ætluðum að gera svo
mikið meira skemmti-
legt þegar við hitt-
umst næst. Núna hef
ég bara myndir og
minningar eftir af
honum.
Elsku besti pabbi í
öllum heiminum. Ég
vona að þér líði vel
uppi hjá Guði. Ég
elska þig rosalega
mikið, og þú verður
alltaf hjá mér í hjart-
anu mínu. Þar ætla ég
að hugsa vel um þig
þar til ég dey og við
hittumst aftur eftir mörg ár. Og
elsku Guð, viltu passa pabba minn.
Og viltu láta ömmu minni og afa
mínum, Bebbý og Öggu líða betur
aftur.
Ég elska þig pabbi. Þinn sonur
Sólon.
Elsku hjartans Lýður minn. Ég
trúi því bara ekki að þú sért búinn
að yfirgefa þennan heim. Yfirgefa
okkur öll. Alla þá sem þykir svo
óumræðilega vænt um þig. Fjöl-
skyldu þína, son þinn, vini og alla
þá sem þú hefur snert með nær-
veru þinni á þinni alltof stuttu lífs-
tíð. Ef þú bara sæir hversu sárt þín
er saknað. Það er svo margt sem
liggur ósagt. Við bíðum ennþá eftir
að þú hringir og eigum eflaust eftir
að bíða lengi eftir því. Þá sérstak-
lega Sólon, sem saknar elsku besta
pabba síns svo sárt og hefur núna
verið skilinn eftir með risastórt
skarð í hjarta sínu, sem við Jörgen
munum auðvitað gera okkar allra
besta til að fylla með góðum og fal-
legum minningum um þig. Það eru
ótal margar minningar sem koma
upp í hugann þegar ég hugsa um
okkar kynni. Þá helst þegar við
kynntumst, þegar Sólon sonur okk-
ar fæddist og svo margar góðar
stundir sem við áttum saman. Og
ég þakka þér góðan vinskap þessi
síðustu ár þín. Það var alveg sama
hvað það var, þú varst alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd. Tala nú
ekki um ef það var eitthvað í
tengslum við tölvur, sem hefur
aldrei verið mín sérgrein. Þá leið-
beindir þú mér í gegnum allt frá
a-ö og ekkert mál. Ó, elsku hjartans
Lýður minn, ég vona svo sannar-
lega að þér líði vel í þínum nýja
heimi. Við munum halda minningu
þinni á lífi með hugsun og umtali
um þig við Sólon á hverjum degi.
Segja honum allt um þig og hversu
mikið þú elskaðir hann, og kæfa
hann í ást og umhyggju fyrir þína
hönd.
Elsku Klara, Þröstur, Bebbý og
Agga. Við Jörgen sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi ykkur og hjálpi ykkur á þess-
ari sorgarstundu.
Elsku Lýður, Guð blessi þig og
varðveiti. Og með þessum orðum
kveð ég þig með söknuði. Hvíl í
friði.
Jóna Mjöll.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is
SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98