Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 40
Það má segja að þetta sé fyrir milli-göngu ræðismannsins BjörgólfsThors Björgólfssonar. Þetta hefurstaðið til lengi en við höfum þurft að fresta þessu í tvígang, tímasetningin ekki hentað fyrr en nú,“ segir Jakob Magnússon, talsmaður Stuðmanna, um þrenna tónleika sem Stuðmenn halda í Sankti Pétursborg í Rússlandi nk. föstudag, laugardag og sunnu- dag. Upptökur fyrir Stuðmannamynd Tónleikar Stuðmanna í þessari sögufrægu borg í austri, sem kennd hefur verið bæði við Lenín og Stalín, verða gerólíkir. Fyrstu tónleikarnir verða hreinræktaðir djass- tónleikar, aðrir tónleikarnir verða teknir upp í sjónvarpssal og að lokum mun svo sveitin halda þessa hefðbundnu Stuðmanna- tónleika á sunnudag. Tónleikarnir verða haldnir í tengslum við íslenska menning- ardaga sem standa yfir í Pétursborg um það leyti. Undanfarið hafa Stuðmenn verið að vinna að gerð kvikmyndarinnar Í takt við tímann og er nú tökum og vinnslu á myndinni að mestu lokið. Aðeins er eftir að skjóta nokk- ur útiatriði sem verða skotin í Pétursborg. „Við erum búnir að taka öll inniatriði sem eiga að gerast þar í Pétursborg og eigum bara eftir að taka útiatriðin,“ segir Jakob. Það vekur athygli að nú loksins, þegar fé- lagar Rússar fá að upplifa Stuðmenn á sviði, þá verði um djasstónleika að ræða. „Já, eins einkennilega og það hljómar þá verða fyrstu tónleikar Stuðmanna í Rúss- landi djasstónleikar. Við erum búin að æfa upp djassskotna dagskrá þar sem við njót- um aðstoðar tveggja djassleikara, Helga Svavars Helgason ásláttarleikara og Davíðs Þórs Jónssonar saxófón- og hljómborðsleik- ara. Auk þess höfum við tvær dansmeyjar með okkur, auk tækniliðs. Þetta er 15 manna hópur í allt. Við leikum í Jazz Phil- harmonic Hall, einu frægasta djasshúsi Pét- ursborgar. Opnum djasshátíð sem þar mun standa yfir í nokkra daga.“ En hvað kemur til að Rússar vilja hafa Stuðmenn í djassgeggjaragírnum? „Egill Ólafsson hafði áður farið til Rúss- lands og sló þá í gegn sem djasssöngvari með Tríói Björns Thoroddsens. Hann lofaði að snúa einhvern tímann aftur og efnir það loforð núna. Við Stuðmenn tökum þessa áskorun alvarlega. Við skiptum prógramm- inu í tvennt; tökum djassskotið efni sem aðrir meðlimir í bandinu hafa komið nálægt, Egill og Ásgeir með Birni Thoroddsen og Þursunum og það sem Ragnhildur hefur flutt áður opinberlega, einnig lög af mínum sólóplötum og kembum ull nýja. Nokkur Stuðmannalögin, sem standa næst djass- inum, fylgja svo með. Þá tökum við lög úr nýju myndinni sem eiga sér sum hver afr- ískar rætur.“ Á laugardeginum ætla Stuðmenn að taka upp síðasta myndskeiðið fyrir kvikmyndina en munu síðan að sögn Jakobs leika í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir rússneska sjón- varpsstöð í heila klukkustund. Tileinkað minningu Péturs Á sunnudagskvöldið verða svo haldnir „ekta“ Stuðmannatónleikar á þekktum tón- leikastað í Pétursborg The Red Club. Jakob segist engan veginn geta gert sér í hugarlund hverjar viðtökurnar verða. En miðað við hversu vel þeir Egill og Ásgeir féllu í kramið er þeir léku þarna með Birni Thoroddsen þá virðist áhuginn á íslenskri tónlist vera talsverður. Stuðmenn fljúga til Pétursborgar á morgun, fimmtudag. „Okkur finnst það einkennileg tilviljun að við séum að svífa í loftfari til Pétursborgar sama dag og Pétur vinur okkar Kristjánsson verður borinn til grafar í Grafarvogi. Við höfum því ákveðið að tileinka honum djass- tónleikana í Jazz Philharmonic Hall í Sankti Pétursborg enda var hann einkasonur eins frægasta djassgeggjara og hljómsveit- arstjóra Íslandssögunnar. Hann verður því okkar Sankti-Pétur í þessari ferð.“ Tónlist | Stuðmenn spila í fyrsta sinn í Rússlandi Sannkallaðir djass- geggjarar í Pétursborg Morgunblaðið/Þorkell Hinir alíslensku Stuðmenn ætla að bræða djass fyrir músíkþyrstan Pétursborgarlýðinn. skarpi@mbl.is 40 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . rs r l f s t ri t J s. Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. Sló rækilega í gegn í USA Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 14 ára. Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . s rs r l f t ri t J . FRAMHALD AF BANDARÍSKUM „INDÍ“ BÍÓDÖGUM Ken Park Sýnd kl. 8 og 10. Before sunset Sýnd kl. 6 og 8. Coffe and Cigarettes Sýnd kl. 10.10. Super Size Me Sýnd kl. 6. Saved! Sýnd kl. 10.  S.V. Mbl.  ROGER ALBERT S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV  H.I. Mbl.  Ó.Ó.H. DV  Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl.  D.V . Ó.H.T. Rás 2  Kvikmyndir.com  Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s LAGIÐ „Guiding Light“ með Singa- pore Sling er á „Hot List“ í nýjasta hefti hins virta tónlistartímarits Rolling Stone. Í hverju blaði velja blaðamenn tímaritsins fimm hluti sem þeir telja heitasta hverju sinni og kemst lagið á listann að þessu sinni. Lagið er af nýrri plötu sveit- arinnar, Life Is Killing My Rock ’N’ Roll, sem kom út í gær í Bandaríkj- unum og hefur sala farið mjög vel af stað, að sögn Einars Þórs Krist- jánssonar gítarleikara. Í síðustu viku var byrjað að keyra útvarps- spilun á plötunni vestra og var Singapore Sling í áttunda sæti yfir þær hljómsveitir, sem bætt var mest við á spilunarlista háskóla- útvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Að sögn Einars slá þeir þar „mörgum stórum indí-böndum“ við og eru ánægðir með það. Hljómsveitin hyggur á tónleika- ferðalag á næstunni til Bandaríkj- anna til að fylgja plötunni eftir. Morgunblaðið/Þorkell Strákarnir í Singapore Sling eru heitir í Bandaríkjunum. Tónlist | Life Is Killing My Rock ’N’ Roll komin út í Bandaríkjunum Rolling Stone mælir með Singa- pore Sling KVIKMYNDIR Myndbönd Sakleysingjarnir (The Dreamers)  Leikstjóri Bernardo Bertolucci. Aðal- hlutverk Michael Pitt, Eva Green, Louis Garrel. Bandarísk/bresk/frönsk/ítölsk 2003. (110 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Myndform VHS/DVD. NÝJASTA mynd ítalska meist- arans Bertoluccis er nostalgísk í meira lagi. Hún er óður til tíma- skeiðs ekki svo alls fyrir löngu þegar dásamleg og heilbrigð – reyndar misjafnlega heilbrigð – forvitni grasseraði meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Blómabörn hafa þau verið kölluð; 68-kynslóðin og byltingarbörn líka. Eitt er víst að á þessum tíma – á árunum fyrir og eftir 1970 – voru vestræn ung- menni í byltingar- hug, ekki hvað síst í Austur-Evr- ópu og í Frakk- landi. Sakleysingj- arnir gerist í París og fjallar um þrjú ung- menni, háskóla- nema sem upplifa og taka beinan og óbeinan þátt í stúdentaóeirðunum. Matthew er bandarískur skiptinemi sem fyrir sameiginlegan áhuga á kvik- myndasögunni kynnist systkinun- um Isabelle og Theo. Þau þrjú, uppfull af forvitni og tilraunagleði, verða afar náin á skömmum tíma en um leið fer Matthew að finnast systkinin sýna hvort öðru heldur of mikil blíðuhót. Sjálfur var Bertolucci í blóma um það leyti sem myndin á að ger- ast, gerði þá sínar bestu og djörf- ustu myndir, eins og Il Conform- ista og Ultimo tango a Parigi. Sakleysingjarnir kemst ekki í hóp bestu mynda Bertoluccis en hún er fallegur og viðeigandi óður til skemmtilegra tíma. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Öld for- vitninnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.