Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra stýrði sínum síðasta ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun eftir rúm- lega þrettán ára samfellt starf sem forsætisráðherra. Hann tekur við starfi utanríkisráðherra af Hall- dóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokk- anna. Halldór tekur hins vegar við embætti forsætisráðherra. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra lætur þá af ráðherra- dómi en Sigríður Anna Þórð- ardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður um- hverfisráðherra í hennar stað. Ákveðið var á ríkisstjórnarfund- inum í gær að Halldór og Davíð myndu leysa hvor annan af eins og þeir hafa lengst af gert hingað til. „Þetta var mjög skemmtilegur fundur og góður andi á honum,“ sagði Davíð við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn. „Það er auð- vitað kátt eftir þennan langan tíma að geta lokið störfum af þessu tagi með þá tilfinningu að það sé sterk og góð sátt og samstarfsvilji innan ríkisstjórnarinnar.“ Aðspurður sagði hann að auðvit- að væri dálítil eftirsjá að forsætis- ráðherraembættinu. „Hún hlýtur þó að víkja fyrir því, sem maður er þakklátur fyrir, að hafa fengið að starfa hér svona lengi.“ Til Slóveníu í næstu viku Davíð sagði aðspurður að sitt fyrsta verk sem utanríkisráðherra yrði að skoða húsakynni ráðuneyt- isins og hitta starfsfólk þess. Ut- anríkisráðuneytið væri, ólíkt for- sætisráðuneytinu, stórt og fjölmennt ráðuneyti. Davíð greindi einnig frá því að hann myndi fara í tíu daga heim- sókn til Slóveníu eftir helgi, en for- seti Slóveníu, Janez Drnovšek, hefði boðið sér fyrir löngu. „Ég ætla að vera í vinnuheimsókn hjá honum og dvelja hjá honum í tíu daga,“ útskýrði hann. Þá upplýsti Davíð að hann myndi „fara í það sem kallað er geislavirkt joð,“ sagði hann, í októ- ber, vegna skjaldkirtiltökunnar fyrr í sumar. „Þá er ég geymdur í tvo til þrjá daga í einangruðum klefa í Landspítalanum – ég verð svo geislavirkur – og fæ svo næstu fimm daga þar á eftir ekki að sofa í sama herbergi og konan mín.“ Bætti hann því við að hann yrði því líklega aðeins slappari fyrir vikið í októbermánuði. „Svo mun ég halda áfram á nýjan leik að safna styrk.“ Flokkarnir fái að takast á Þegar Davíð var spurður hvort stjórnarsamstarfið við Framsókn- arflokkinn hefði einhvern tíma staðið tæpt sagði hann: „Ég átta mig ekki alveg á því. Það hefur sjálfsagt stundum verið þannig að menn hafi velt fyrir sér í báðum flokkum hvort þetta væri samstarf til frambúðar. Ég skal ekkert um það segja.“ Hann sagði að auðvitað hefði fjölmiðlamálið verið erfitt. „En ég hafði aldrei á tilfinning- unni, eins og sumir höfðu, að stjórnin væri að springa út af því máli. Ég held að hvorugur flokk- anna hefði viljað að svoleiðis mál yrði til stjórnarslita. Það var ekki af þeirri stærðargráðu.“ Davíð var einnig spurður hvort hann gæti nefnt hápunktana á rúmlega þrettán ára ferli sínum sem forsætisráðherra. „Ég er ekk- ert farinn að meta það. Kannski á ég ekkert að vera að meta það.“ Að síðustu var Davíð spurður hvort hann gæti gefið Halldóri Ás- grímssyni eitt hollráð, áður en hann tæki við forsætisráð- herrastólnum. „Sýna festu, stöð- ugleika og sanngirni,“ svaraði Davíð. Í samsteypustjórn þyrfti að sýna tillitssemi. „Jafnframt þurfa menn að leyfa flokkunum svolítið að takast á. Þetta eru ólíkir flokk- ar og það má ekki pirrast þó að komi smá sjónarmið upp, sem eru öðruvísi. Flokkarnir vilja gjarnan halda til haga að þetta eru ekki sömu flokkarnir. Ég er sann- færður um að Halldór, jafn- reyndur sem hann er, átti sig al- gjörlega á því. Það er engin tilviljun að hann sé búinn að vera í þessu svona lengi. Það er vegna þess að hann hefur mikla reynslu af stjórnmálum. Hann hefur nátt- úrlega setið í fleiri ríkisstjórnum en ég. Miklu fleirum.“ Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi á kjörtímabilinu í gær „Þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa hér svo lengi“ Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Oddsson sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund sem forsætisráðherra í gær og er hér ásamt Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag. ILLUGI Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, fylgir Davíð í utanríkisráðuneytið. Það sama gera þau Albert Jónsson, sem verið hef- ur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Kristján Andri Stefánsson, sem verið hefur deildarstjóri í ráðuneytinu, og Margrét Hilmisdóttir, ritari Davíðs Oddssonar. Fylgja Davíð í nýtt ráðuneyti HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sem tekur við embætti for- sætisráðherra í dag, sagði við fréttamenn eft- ir ríkisstjórnarfund í gærmorgun að hann léti af embætti utanrík- isráðherra með ákveðnum trega. Það væri þó til- hlökkunarefni að takast á við ný verkefni. Að- spurður sagði hann að sitt fyrsta verk, sem forsætis- ráðherra, yrði að koma dótinu sínu fyrir í stjórn- arráðinu „og átta mig á tilverunni hér,“ bætti hann við. „Ég ætla að fara fremur hægt af stað og undirbúa næstu daga.“ Inntur eftir því hvort einhverjar stefnu- breytingar yrðu með komu hans í forsæt- isráðuneytið sagði hann að þær yrðu sjálfsagt einhverjar þegar fram liðu stundir. „Þetta hefur gengið svo vel. Ég tel nú enga ástæðu til að gera einhverja byltingu. En auðvitað breytist eitthvað. Það breytist eitthvað í for- sætisráðuneytinu og það mun að sjálfsögðu breytast eitthvað í utanríkisráðuneytinu líka.“ Styrkur að hafa Davíð með Halldór kvaðst aðspurður ánægður með að Davíð Oddsson yrði áfram í ríkisstjórninni. „Ég er feginn því,“ sagði hann, „því við höfum starfað mjög vel saman í þessi rúmu níu ár. Ég er viss um að við munum gera það áfram. Ég hefði talið það slæmt ef Davíð Oddsson hefði farið úr ríkisstjórninni. Ég tel að það styrki hana mjög mikið að hann verði áfram. Og ég hlusta ekkert á þær kenningar að fyrr- verandi forsætisráðherra geti ekki tekið að sér annað hlutverk í ríkisstjórn. Davíð Odds- son verður að sjálfsögðu áfram í forystu ís- lenskra stjórnmála sem formaður stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, með gífurlega reynslu og það er mikill styrkur fyrir rík- isstjórnina og mig líka að hafa hann með.“ Ætlar að fara hægt af stað og undirbúa næstu daga Halldór Ásgrímsson SIV Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir ríkisstjórnarfund í gær, að það væri auðvit- að mjög sérstök tilfinning að láta af ráðherradómi. „Hér er mjög gott starfsfólk sem mér hefur gengið mjög vel að vinna með í gegn- um þennan tíma,“ sagði Siv, en hún var að pakka niður í ráðuneyt- inu þegar Morgunblaðið náði tali af henni. Siv varð umhverfisráðherra í maí 1999. Hún mun láta af því emb- ætti á ríkisráðsfundi eftir hádegi í dag. Sigríður Anna Þórð- ardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður umhverfisráðherra í hennar stað. Siv segist stolt af þeim tíma sem hún hafi gegnt embættinu. Mörg verkefni í umhverfismálum hafi orðið að veruleika. Hún ítrekar þó að hún hefði kosið að vera áfram ráðherra. Þrátt fyrir það líti hún fram á veginn. „Ég mun snúa mér af fullum krafti að störfum á Al- þingi. Það er mjög góður starfsvettvangur og mörg verkefni þar sem þarf að vinna líka.“ Hún minnir líka á að fyrirhugaðar séu breytingar á ríkisstjórninni u.þ.b. ári fyrir næstu þingkosningar. „Þannig að það eru mörg tækifæri fram undan.“ Siv birti á vef sínum, siv.is, í gær lista yfir verkefni í umhverf- ismálum sem orðið hefðu að veruleika í ráðherratíð sinni. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið að til dæmis hefði miklum árangri verið náð varðandi þjóðgarða og náttúruvernd. Hún nefnir einnig fleiri verkefni, s.s. samþykkt íslenska ákvæðisins í Kyoto-bókuninni og þá ákvörðun að takmarka losun geislavirkra efna í hafið frá Sellafield. Þá hefði olía úr flaki El Grillo verið hreinsuð árið 2001. „Það hefur líka náðst góður árangur í jafnréttismálum hér í ráðuneytinu,“ útskýrir hún, „en á þessum tíma hefur okkur tekist að nær tvöfalda hlutfall kvenna í nefndum og ráðum. Ég hef lagt mikla áherslu á það. Og núna eru konur í fyrsta skipti hér í ráðu- neytinu frá upphafi í meirihluta í yfirstjórninni.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra Morgunblaðið/Árni Torfason Siv Friðleifsdóttir lætur af embætti umhverfisráðherra í dag og sat því sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær. Tækifæri framundan GERT er ráð fyrir því að Jón Sveinsson lögmaður taki við formennsku í einkavæð- ingarnefnd. Kom þetta fram í máli Hall- dórs Ásgrímssonar, verðandi forsætisráð- herra, er hann ræddi við fréttamenn eftir rík- isstjórnarfund í gær. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsæt- isráðuneytinu, hefur gegnt formennsku í nefndinni frá því í febr- úar 2002. Hann kvaðst, í samtali við Morg- unblaðið í gær, gera ráð fyrir því að láta af formennsku á næsta fundi nefndarinnar, sem líklega yrði haldinn í næstu viku. Á þeim fundi tæki Jón jafnframt við foryst- unni. Síminn stærsta verkefnið Halldór sagði í samtali við fréttamenn í gær að Jón hefði starfað mjög lengi í einkavæðingarnefnd. Því væri eðlilegt að hann yrði formaður. „Hann hefur reynsl- una til þess. Og það er mikilvægt að sömu menn haldi þessu að verulegu leyti áfram vegna þess að það er ekki svo mikið eftir í þessu; það er eftir að ljúka þessu fyrst og fremst með Símann. Það er stærsta verk- efnið sem eftir er,“ sagði hann. Aðspurður sagði Halldór að sala Símans hefði ekki verið sett á ís, eins og það var orðað. „Við erum fyrst og fremst að bíða eftir hentugu tækifæri og gera okkur grein fyrir því hvernig best er að fara í það [...] Ég held að það sé mál sem við þurfum að reyna að flýta – að selja að minnsta kosti einhvern hluta af Símanum. Ég mun reyna að setja eins mikinn kraft í þetta á næst- unni og mögulegt er,“ sagði hann. Jón Sveinsson formaður einkavæðing- arnefndar Jón Sveinsson HALLDÓR Ásgrímsson, verð- andi forsætisráðherra, segir ekki búið að ganga frá því hver verði ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, eftir að Ólafur Davíðsson lætur þar af störfum 1. nóvember nk. Ólafur verður þá sendiherra í Þýskalandi, að því er Davíð Odds- son forsætisráðherra upplýsti í gær. „Ég er lítið farinn að hugsa um það,“ sagði Halldór spurður um nýjan ráðuneytisstjóra. Hann sagði að það biði hans hins vegar að taka á því. „Ég þarf að fara í það næstu daga að átta mig á því hvernig verður farið í þetta. Ég þarf á því að halda að fá mjög góð- an einstakling til þeirra verka.“ Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður Halldórs, mun fylgja honum í forsætisráðuneytið. Það sama gerir ritari hans, Helga Þórarinsdóttir. Auk þess mun Bergdís Ellertsdóttir sendi- herra taka til starfa í ráðuneyt- inu. Ólafur Davíðsson verður sendiherra Enn óvíst um ráðuneytisstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.