Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 25
✝ Valgerður AnnaEyþórsdóttir
(Lóa) fæddist í Borg-
arnesi 2. júlí 1912.
Hún lést á líknardeild
Landakotsspítala 4.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru hjónin Eyþór
Einarsson frá Þver-
holti í Borgarfirði, f.
1863, d. 1932 og Jón-
ína Guðrún Jónsdóttir
frá Álftá á Mýrum í
Borgarfirði, f. 1876,
d. 1962. Valgerður
var yngst átta barna
þeirra hjóna. Systkini hennar voru;
Jóna Rannveig, f. 1894, d. 1972, Þór-
ey, f. 1895, d. 1987, Marta María, f.
1897, d. 1976, Guðjónía Margrét, f.
1902, d. 1970, Einar Halldór, f. 1905,
d. 1984, Sigurður, f. 1907, d. 1965 og
Haraldur Alfreð Hólm, f. 1910, d.
1980.
Valgerður var tvígift. Fyrri mað-
ur hennar var Sigurbjörn Ágúst
Einarsson bakarameistari frá
Reykjavík, f. 1909, d. 1992. Einka-
sonur þeirra var Þórir Arnar, f. á
Óðinsgötu 14 í Reykjavík 19. maí
1934, d. á St. Jósepsspítalanum í
Hafnarfirði 30. júní 1989. Hann var
Björgvin Sigurgeir Jónsson og dótt-
ir þeirra Guðbjörg Elsa. 3) Oliver,
kona hans er Lovísa Dagmar Eyj-
ólfsdóttir og dóttir þeirra er Magn-
ea Dagmar. Sonur Olivers er Viktor
Snær.
Seinni maður Valgerðar var
Ófeigur Ólafsson húsasmíðameist-
ari, frá Kimbastöðum í Skagafirði,
f. 1920, d. 1971. Einkadóttir þeirra
er Hafdís Eiríka, f. á Laufásvegi 2 í
Reykjavík, 17. ágúst 1944.
Dætur hennar eru: 1) Brynja Ósk
Pétursdóttir, maður hennar er Sig-
urður Haukur Engilbertsson og
sonur þeirra er Engilbert. Börn
Brynju eru Ari Dagur og Hafdís
Inga. 2) Guðrún Guðmundsdóttir,
sonur hennar er Kristófer Valgarð.
Fyrir átti Ófeigur soninn Gísla, f. í
Reykjavík 13. júní 1943, búsettur í
Grindavík. Kona hans er Ester
Garðarsdóttir og börn þeirra eru
Linda Björk, Garðar og Ófeigur og
barnabörnin eru tvö.
Valgerður flutti ung suður til
Reykjavíkur, starfaði við m.a sauma
og á Landakoti en sinnti lengst af
húsmóðurstörfum. 1959 settist hún
að ásamt Ófeigi manni sínum og
Hafdísi dóttur sinni á Melabraut 38
á Seltjarnarnesi, sem seinna breytt-
ist í nr. 10. Hún bjó þar til dauða-
dags, þó að á síðustu misserum
dveldi hún á sjúkrahúsum og nú síð-
ast á líknardeild Landakotsspítala.
Útför Valgerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
tvíkvæntur. Fyrri
kona hans er Valdís
Samúelsdóttir og börn
þeirra eru:
1) Valgerður Anna,
maður hennar Indriði
Jónsson og börn
þeirra, Stefán Örn og
Bryndís Ylfa. 2) Sam-
úel Ingi, kona hans er
Guðrún Gunnsteins-
dóttir og börn hans
eru a) Baldvin Arnar,
kona hans er Guðný P.
Rögnvaldsdóttir, dótt-
ir þeirra er Ísabella
Lind og eldri dóttir
Baldvins er Rebekka Ýr. b) Valdís
Rán, c) Arabella Ýr. 3) Gunnhildur
Agnes, maður hennar er Haukur
Már Sigurðarson og dætur þeirra
eru Una Lind og Elva Mjöll. 4)
Hrafnhildur Jóna, maður hennar er
Magnús Jón Kristófersson og dætur
þeirra eru Sólveig Katla og Dagný
Kára. Eldri dóttir Hrafnhildar er
Ólöf Karla.
Seinni kona Þóris Arnars er Guð-
björg S. Oliversdóttir og börn
þeirra eru: 1) Lára, maður hennar
er Teitur Guðnason og börn hennar
eru Þórir Arnar, Kristín og Lárus
Ingi. 2) Rakel, maður hennar er
Það var snemma á laugardags-
morgni að síminn vakti mig og Val-
gerður, stjúpdóttir mín, sagði mér
að Lóa amma væri búin að kveðja
þessa jarðvist, 92 ára gömul. Hún
var búin að vera mikið veik að und-
anförnu og því vel að hvíldinni kom-
in. Það kemur margt upp í huga
minn eftir 34 ára kynni mín við
hana og hennar heimili. Hún var
höfðingi heim að sækja, alltaf kaffi,
súkkulaði og kökur og svo matur á
eftir, síðan kvöldkaffi og þá var mál
að þakka fyrir sig og halda heim.
Alltaf var hringt þegar heim var
komið til að láta vita að allt hefði
gengið vel. Þegar þú áttir afmæli 2.
júlí sl., komum við, ég, Rakel og
Guðbjörg Elsa til þín og nutum
þinnar alkunnu gestrisni. Þá varstu
búin að punta þig, setja á þig
eyrnalokka og fleira skart, og mála
þig, því alltaf varstu jafnglæsileg,
fín og flott.
Ég var hrædd um að við hefðum
ofþreytt þig, en þegar ég heyrði í
þér daginn eftir sagðist þú hafa sof-
ið vel því þú hefðir haft svo gaman
af að sjá okkur sem þarna vorum.
Lóa mín, þegar ég kom til þín á
Landakot viku fyrir andlát þitt var
mér brugðið hvað þú varst mikið
veik, samt spurðir þú um alla í
kringum mig. Þú varst mjög ern og
fylgdist vel með öllu og öllum. Nú
er komið að leiðarlokum hjá okkur
og vil ég því þakka þér öll árin sem
við áttum í gegnum lífið.
Hafðu hjartans þökk fyrir, Lóa
mín.
Fjölskyldu Lóu votta ég samúð
og bið Guð að gefa þeim styrk.
Þín tengdadóttir
Guðbjörg.
Elsku amma mín. Nú hefur þú
fengið hvíldina, við vissum í hvað
stefndi hjá þér, en samt kemur
þetta manni alltaf í opna skjöldu
þegar dauðinn bankar upp á. Þú
varst búin að vera mikið veik og
það var ekki þín sterkasta hlið að
láta aðra hugsa um þig; það var
alltaf einhvern veginn þannig að þú
hugsaðir um aðra. En nú hefur þú
kvatt þessa jarðvist og ert komin í
faðminn hans pabba, þú hafðir allt-
af saknað hans og nú veit ég að
hann hefur tekið vel á móti þér.
Minningarnar hrannast alltaf upp á
stundum sem þessari, sérstaklega
þær góðu og þeirra vil ég minnast,
enda er það svo að maður getur
ekki alltaf verið sammála.
Þú varst sterk og dugleg kona,
amma mín, og þegar við komum í
heimsókn til ykkar þá varstu óðar
komin með einhverjar kræsingar á
borð; döðlukakan sem þú bakaðir
vekur sérstakar minningar því eng-
inn gat gert hana eins góða og þú.
Þú varst alltaf með tuskuna í hend-
inni til að þurrka upp ef eitthvað
helltist niður. Þú sagðir stundum
við mig að þú vildir að þú ættir eitt
lítið barn sem ég gæti hugsað um
þegar ég kæmi í heimsókn af því að
ég hafði svo gaman af börnum.
Okkur fannst alltaf gaman að koma
til þín, þó að við höfum ekki gert
mikið af því í seinni tíð. Í morgun
sagði ég Guðbjörgu Elsu að amma
Lóa væri farin til Guðs og ætlaði að
eiga heima hjá honum, þá sagði
hún: „Ó, er hún dáin; mamma,
manstu hringana, eyrnalokkana og
hálsmenin sem hún var alltaf með,“
hún man eftir því hvað þú vildir
vera fín, enda finnst henni allt
glingur vera flott.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir samfylgdina í gegnum lífið.
Elsku Hafdís mín, við vottum þér
okkar dýpstu samúð og vonum að
góður Guð styrki þig og verndi á
þessum erfiða tíma.
Mömmu og systkinum mínum og
fjölskyldum þeirra, Brynju og
fjölsk, og Guðrúnu og fjölsk. Vott-
um við einnig samúð okkar og von-
um að góður Guð styrki ykkur.
Rakel, Björgvin og
Guðbjörg Elsa.
Elsku amma, það er alltaf erfitt
að missa þann sem að manni þykir
vænt um. Það eru ekki allir svo lán-
samir að fá að kynnast langömmu
sinni og fá að hafa hana svona lengi
hjá sér. Við erum þakklátar fyrir
það, en við vorum nú samt alls ekki
tilbúnar að sleppa þér. Það var allt-
af svo gaman að koma í heimsókn
til þín, því að þú gast alltaf fengið
okkur til að hlæja. Þegar við kom-
um í heimsókn sendirðu oftast ein-
hvern út í búð að kaupa nammi.
Það var líka svo fyndið að þú varst
alltaf búin að mála á þig augabrúnir
og alltaf með stóru eyrnalokkana
og alltaf voðalega fín til fara, þó að
þú hefðir ekki átt von á neinum í
heimsókn. Við munum aldrei
gleyma því og minningin um þig
mun gleðja okkur lengi. Það var
samt rosalega gott að mamma fór
með okkur til þín á elliheimilið og
leyfði okkur að kveðja þig, því að
þá vorum við búnar að undirbúa
okkur fyrir það að þú værir að fara
frá okkur. Það var erfitt að sjá þig
svona mikið veika. Við vitum að þú
kvaldist mikið og var því kannski
bara léttir fyrir þig að fá að fara til
móts við Guð, þar sem þjáning er
ekki til. Samt vildum við ekkert
meira en að hafa þig hjá okkur
núna.
Þegar við komum til þín á elli-
heimilið í síðasta sinn hlógum við
svo mikið, því að alltaf þegar ein-
hver hjúkrunarkona var að tala við
þig þá grettirðu þig bara framan í
hana og fórst að hlæja. Reyndar
gerðirðu það alltaf þegar einhver
var að röfla í þér og þú nenntir ekki
að hlusta, þá gerðirðu þér bara lítið
fyrir og grettir þig góðlátlega fram-
an í manneskjuna.
Við munum alltaf muna eftir því
þegar við og Bryndís Ylfa tókum
einu sinni strætó einar alla leið
vestur á Melabraut til að hitta þig.
Þú varst auðvitað rosalega vel til
fara eins og alltaf, þú fékkst Guð-
rúnu til að fara og kaupa nammi
fyrir okkur og við skemmtum okk-
ur alveg rosalega vel hjá þér. Þú
varst nýbúin að sjóða hangikjöt og
gleymdir að slökkva á hellunni og
þú baðst okkur að segja ekki nein-
um frá því svo að þú yrðir ekki
send á elliheimili og við hlógum
mikið að því.
Þú varst bara svo mikill grallari.
Haltu því áfram í himnaríki, því þá
mun þér og öðrum líða vel.
Elsku amma, við elskum þig og
við munum sakna þín mikið og þú
munt alltaf vera hjá okkur í minn-
ingunni og hvíla í hjarta okkar.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(Valdimar Briem.)
Þín langömmubörn
Una Lind og Elva Mjöll.
VALGERÐUR ANNA
EYÞÓRSDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín,
INGA EYFJÖRÐ SIGURÐARDÓTTIR,
Ægisgötu 38,
Vogum,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
8. september.
Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugar-
daginn 18. september kl. 13.30.
Frank Kristinn Herlufsen.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
(Stella),
Álfhólsvegi 129,
Kópavogi,
lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 11. sept-
ember. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópa-
vogi þriðjudaginn 21. september kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Systrasjóð St. Jósefsspítala.
Árni Guðjónsson,
Kristján Jóhann Jónsson,
Dagný Kristjánsdóttir,
Snorri Hergill Kristjánsson,
Árni Kristjánsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA GUÐMUNDA JÓNSDÓTTIR,
Blikahólum 4,
Reykjavík,
áður Heiðarbraut 18,
Akranesi,
andaðist föstudaginn 10. september.
Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 16. september kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Þorbergsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR H. SIGURÐSSON
stýrimaður,
Hjallalandi 7,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 13. september.
Ólöf Þór,
Jón Þór Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Gróa Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannesson,
Gunnar Gunnarsson, Valva Árnadóttir,
Jóhanna Gunnarsdóttir, Pétur Ásgeirsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
húsasmíðameistari,
Mánabraut 9,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 8. september, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 16. september kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Umhyggju, félag til stuðnings
langveikum börnum.
Ólöf Bjarnadóttir,
Margrét Þórarinsdóttir, Frímann Ólafsson,
Þórey Þóranna Þórarinsdóttir, Hjálmar Bjarnason,
Bjarney Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jón Haraldsson,
Sóley Þórarinsdóttir, Páll Einarsson
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna skila-
frests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Minningar-
greinar