Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tónlist Prikið | Jóhann Gunnarsson og Arnar Þór Gíslason halda tónleika í kvöld. Leikin verð- ur frumsamin tónlist, meðal annars á heimatilbúin hljóðfæri. Ýmir | Söngtónleikar með Gunnari Guð- björnssyni tenórsöngvara og Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Ís- lensk, sænsk og ítölsk lög og aríur. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 12, handavinna kl. 9– 16.30, heilsugæsla kl. 10.30, smíði kl. 13– 16.30, spil kl. 13.30, keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Brids og vist kl. 13– 16.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9, blöðin, rabb og kaffi á könnunni. Sam- verustund, línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30, pútt á Ásvöllum kl. 15 til 16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11 þáttur um málefni eldri borgara á RÚV. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudanskennslan fellur niður í kvöld en verður nk. mánudagskvöld. Þeir sem eiga eftir að greiða fargjald fyrir Haustlitaferð 18. sept. greiði fyrir hádegi í dag á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf | Vinnustofur opn- ar kl. 9–16.30 m.a. tréútskurður og almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing, á morgun kl. 13 byrjar myndlist. Gjábakki, félagsstarf | Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 boccia og glerlistahópur, kl. 13 gler- listahópur, kl. 17 bobb. Hraunbær 105 | Kl. 9–16.30 handavinna – bútasaumur, kl. 9–12 útskurður. kl. 10–15 fótaaðgerð, kl. 9–16.30 hárgreiðsla, kl. 11– 11.30 banki, kl. 13 brids. Miðvikud. 22. sept. verður farin Þórsmerkurferð. Leiðsögum. Hólmfríður Gíslad. Þátttakendur hafi með sér nesti. Verð 3.600. Brottför kl. 10. Skráning í s. 587 2888. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa. Samverustund kl. 10.30. Hárgreiðslustofa og fótaaðagerðarstofa opnar. Jóga kl. 9 til 12, opin vinnustofa frá kl. 9. Samverustund kl. 10.30, myndlistarnámskeið kl. 15, kaffi- veitingar, blöð liggja frammi. Hárgreiðslu– og fótaaðgerðarstofur opnar. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun fimmtu- dag 16. sept. Keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1, | Opin vinnustofa kl. 9–16, kl. 11.30–12.45, hádegismatur, kl. 13–13.30. Bankaþjónusta fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 14. Félagsvist kaffi verðlaun. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, handmennt almenn kl. 9 - 16, fótaað- gerðastofan kl. 10, kóræfing kl. 13, versl- unarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 alla miðvikudaga. Orgelleikur, hugleiðing, fyr- irbænastund. Léttur málsverður eftir stundina. Bústaðakirkja | Vetrarstarf aldraðra í Bú- staðakirkju hefst miðvikudaginn 22. sept með haustferð. Farið verður frá kirkjunni kl. 13. Nánari upplýsingar og skráning er hjá kirkjuvörðum í síma 553 8500 fyrir 20. september. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12 alla miðvikudaga í Grafarvogskirkju. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjölskyldu- samveran hefst með léttri máltíð, „súpa og brauð“ á kostnaðarverði 18–20. Kl. 19 er biblíulestur og mun Vörður Leví Trausta- son tala til okkar um „Hverjir verða fyrir freistingu“ og „Hvernig stenst ég freist- inguna?“ Einnig er starf fyrir börn á aldr- inum 5–17 ára. Kristniboðssambandið | Samkoma mið- vikudag 15. september kl. 20 að Háaleit- isbraut 58. „Að auðsýna miskunn“, Lúk 10,25–37. Ræðumaður Kjartan Jónsson. Einsöngur Helga Magnúsdóttir. Kaffi eftir samkomuna. Laugarneskirkja | Mömmumorgunn kl. 10. Nýjar mömmur alltaf velkomnar með börn- in sín. Kl. 10.30 Gönguhópurinn sólarmegin leggur upp frá kirkjudyrum. Kl. 14.10–15.30. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 16.15 TTT-fundur (5.–7. bekkur). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl. 14.30. Skráning í síma 511 1560. Kór Nes- kirkju, æfing kl. 19. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Upplýsingar í síma 896 8192. Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta stund í erli dags- ins til að öðlast innri ró og frið. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Súpa og brauð í safn- aðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Op- ið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin á vikulegar samverur í safn- aðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Fyrirlestrar Norræna húsið | Johannes de Jong flytur opinn fyrirlestur um kristilegan grundvöll stjórnmálaflokka klukkan 12.15 Hótel Örk | ITC samtökin standa fyrir fræðslukvöldi fyrir þá er starfa í stjórnum og nefndum félaga. Fræðsla hefst kl. 20.00. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert æst/ur og óþolinmóð/ur í dag. Reyndu að sýna samstarfsmönnum þín- um þolinmæði þó þeir vinni allt of hægt fyrir þinn smekk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag. Þá gæti óvænt daður komið þér á óvart. Foreldrar ættu hins vegar að gæta vel að börnum sínum því það er óvenju mikil hætta á slysum í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir tekið upp á því að sýna of mikla hreinskilni í samræðum í dag. Þetta á sérstaklega við um samræður þínar við foreldra þína og aðra í fjölskyldunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er óvenjumikil hætta á óhöppum í dag og því ættirðu að fara sérlega var- lega í umferðinni hvort sem þú ert ak- andi, gangandi eða á hjóli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir dottið niður á nýja leið til að afla fjár í dag. Þetta gæti orðið til þess að þú sleppir fram af þér beislinu í eyðsluseminni. Reyndu að standast freistingarnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér hættir til fljótfærni í orðum og gerð- um í dag. Þú þarft á tilbreytingu að halda til að fá útrás fyrir alla orkuna sem ólgar í þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir komist að einhverju óvæntu eða séð eitthvað í algerlega nýju ljósi í dag. Líttu á þetta sem tækifæri til að læra eitthvað mikilvægt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það eru mestar líkur á því að samskipti þín við vini þína gangi eitthvað brösug- lega í dag. Þú gætir eftir sem áður hitt óvenjulegan og áhugaverðan ein- stakling. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert ekki í skapi til að láta segja þér fyrir verkum í dag og því er hætt við að samskipti þín við yfirmenn þína og full- trúa yfirvalda gangi illa. Reyndu að halda aftur af þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag. Líttu á þetta sem spennandi tækifæri til að auka þroska þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir fengið óvænta gjöf í dag eða þá að einhver gerir þér óvæntan greiða. Mundu að með því að þiggja það sem þér er boðið gefurðu öðrum tækifæri til að sýna örlæti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig mun líklega langa mest til að hreyta ónotum í einhvern í dag. Þú ættir þó að hugsa þig tvisvar um áður en þú gerir það. Annars mun sennilega enda með því að þú þurfir að biðjast afsökunar. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru þrautseig og eiga mjög auðvelt með að einbeita sér. Margt nýtt og spennandi mun koma inn í líf þeirra á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar býður til hádegistónleika alla fimmtudaga í september í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magn- ússon á píanó koma fram á þriðju hádegistónleikunum sem haldnir verða á morgun í sal tónlistarskólans í Kirkjulundi 11. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og eru um hálftíma að lengd. Á efnisskrá tónleikanna eru ljóð eftir Mendelsohn og Atla Heimi Sveinsson og Þrjú núm- er í íslenskum búningi eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við menningar- og safna- nefnd Garðabæjar. Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn Magnússon. Ljóðrænir hádegistónleikar í Garðabæ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 kæti, 4 hæðum, 7 garm, 8 hagnaður, 9 álít, 11 væna, 13 baun, 14 morkin, 15 þungi, 17 heiti, 20 illgjörn, 22 lýkur, 23 áþekkum, 24 geil, 25 ákveð. Lóðrétt | 1 áfjáð, 2 örðug, 3 ekki gott, 4 skraf, 5 streymir áfram, 6 vatna- fiskur, 10 ólyfjan, 12 óhljóð, 13 bókstafur, 15 karldýr, 16 hrotta, 18 ílát, 19 skólagangan, 20 and- vari, 21 sundfugl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 spikfeita, 8 sækir, 9 dolla, 10 lóu, 11 merka, 13 rómur, 15 hests, 18 signa, 21 orm, 22 spónn, 23 álfur, 24 sparnaður. Lóðrétt | 2 pukur, 3 karla, 4 eldur, 5 túlum, 6 ósum, 7 saur, 12 kot, 14 óði, 15 hæsi, 16 skólp, 17 sonur, 18 smána, 19 giftu, 20 aura.  HM í einmenningi. Norður ♠KG5 ♥KD743 A/NS ♦G ♣10982 Vestur Austur ♠Á97 ♠1083 ♥ÁG82 ♥65 ♦974 ♦10832 ♣K73 ♣DG54 Suður ♠D642 ♥109 ♦ÁKD65 ♣Á6 Vestur Norður Austur Suður Mohan El Ahmady Forrester Zia – – Pass 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass Zia Mahmood varð í 10. sæti í Ver- ona (af 52 keppendum), sem er góður árangur miðað við þau spil sem birtust með honum í mótsblaði keppninnar. Í þætti gærdagsins sáum við hann dobla bút sem vannst og hér klúðrar hann illa einföldu grandgeimi. Vestur kom út á smáan tígul og gosi blinds átti fyrsta slaginn. Spaðinn fell- ur 3–3, svo það virðist hrein handa- vinna að taka níu slagi: þrjá á spaða, fimm á tígul og einn á laufás. Zia spil- aði spaðakóng í öðrum slag og vestur dúkkaði. Minni spámenn hefðu spilað spaðagosa næst, en Zia fer ekki troðn- ar slóðir og hann spilaði litlum spaða á drottninguna. Það hafði afdrifaríkar afleiðingar. Vestur drap með spaðaás og skipti yfir í smátt lauf. Zia varð að taka gosa aust- urs með ás og var nú inni heima í síð- asta sinn. Ef hann tekur alla tíglana þvingast blindur illilega þegar fimmta tíglinum er spilað. Blindur á þá hæsta spaða, KD í hjarta og valdið í laufinu – 1092. Zia áttaði sig auðvitað á þessu og tók því ekki nema tvo tígulslagi og reyndi að gera út á hjartað. En það dugði ekki til. Vestur dúkkaði og þegar Zia spilaði sér út á laufi tók vörnin þar tvo slagi og spilaði blindum inn á tíuna. Vestur fékk þannig tvo. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á „Staður og stund“ undir „Fólkið“ á mbl.is. Meira á mbl.is Hlutavelta | Þessar stúlkur héldu tombólu til styrktar Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og söfnuðu þær 6.500 kr. Þær heita Ásta Rún Guð- mundsdóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir. Á myndina vantar Sig- ríði. Hlutavelta | Þessar tvær ungu dömur héldu tombólu laugardaginn 28. ágúst sl. til styrktar Rauða krossi Íslands. Tombólan var haldin fyrir utan versl- unina 11/11 á Hvolsvelli og söfnuðust 1.600 kr. Þær heita Hervör Þórhalls- dóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Fréttasíminn 904 1100 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.