Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞRJÁR akreinar verða fyrir beina umferð í hvora átt og tvær fyrir allar vinstri beygjur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar samkvæmt tillögum sem samþykktar voru í samgöngunefnd Reykja- víkur í gær. Sérstök áhersla verður sam- kvæmt tillögunum lögð á að tryggja al- menningsvögnum og leigubílum forgang að gatnamótunum auk þess sem hefja á und- irbúning að breytingum á Miklubraut frá Kringlumýrarbraut í austri og að Snorra- braut í vestri. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, vonar að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Strætisvagn- ar í forgang  Þrjár/15 VAL Sinfóníuhljómsveitarinnar á verkefn- um í vetur var gert að umtalsefni í greinum í Morgunblaðinu í síðustu viku. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem á sæti í verkefna- valsnefnd hljómsveitarinnar, sagði þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar að Sin- fónían mætti ekki fara of geyst í þá átt að mæta markaðssjónarmiðum. Kjartan Ólafs- son, formaður Tónskáldafélags Íslands, benti á að æskilegt væri fyrir tónlistarlífið að hún legði meiri áherslu á íslensk sinfón- ísk verk, þegar haft var samband við hann vegna málsins. Verkefnaval vekur umhugsun  Verkefnavalið/35 „ALMENN skoðun meðal Íslend- inga er að við getum ekki gerst að- ildarríki Evrópusambandsins án þess að sérstaða okkar, alveg sér- staklega að því er lýtur að sjávar- útvegi og fiskveiðiauðlindinni, verði metin og tryggð til frambúðar í að- ildarsamningi með varanlegu fyrir- komulagi. Forráðamenn Evrópu- sambandsins hafa aldrei gefið neinar vísbendingar um að sam- komulag gæti orðið um slíka skil- mála.“ Þetta segir meðal annars í skýrslu starfshóps um fiskveiðiauð- lindina, Ísland og Evrópusamband- ið, sem skipaður var af ráðuneytum utanríkis- og sjávarútvegsmála og hagsmunasamtökum í íslenskum sjávarútvegi. Það sem vegur þyngst í þessu máli er að mati skýrsluhöfunda eft- irfarandi: „Íslendingar munu ekki leggja forræði yfir auðlindum og lífsafkomu sinni í hendur annarra, hvorki í bráð né lengd, og telja að sameiginleg fiskveiðistefna Evr- ópusambandsins, sem mótuð var með aðrar þjóðir og aðrar aðstæður í huga, geti ekki átt við gagnvart Ís- landi eða Íslendingum. Íslendingar stjórna Íslandsmið- um sjálfstætt og Íslendingar munu áfram fara með fiskveiðistjórnun og stjórnun annarrar auðlindanýtingar í efnahagslögsögu Íslands. Íslendingar hafa mikilla hags- muna að gæta varðandi úthafsveið- ar og deilistofna og munu ekki af- sala sér eigin samningsforræði í þeim efnum.“ Munu ekki afsala sér eigin samnings- forræði  Yfirráðin/12 KENNARASAMBAND Íslands (KÍ) lítur á það sem „klárt verk- fallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanem- endur á þeim tímum dags sem börn hefðu annars átt að vera í skóla“. KÍ segir að allar hugmyndir í þessa veru séu til þess fallnar að auka lík- ur á að verkfall hefjist og það verði langvinnara en ella. „Kennarasam- band Íslands áskilur sér fullan rétt til þess að bregðast við hugmynd- um af þessu tagi með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru,“ segir í til- kynningu sem sambandið sendi frá sér í gær. Meðal þeirra sem eru að undir- búa daggæslu er Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar sem ætla að stofna Heilsuskóla fyrir börn starfsmanna sinna. En fleiri fyrir- tæki eru nú með slíkt á prjónunum. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að daggæsla skipulögð af stór- fyrirtækjum væri til þess fallin að draga úr áhrifum verkfalls. „Það kann að vera lagalega séð einhver munur á því hvort svona starfsemi fari fram í skólahúsnæði eða öðru húsnæði. Tilgangurinn er sá sami, að draga úr áhrifum verkfalls. Með þessu er Íslandsbanki orðinn beinn þátttakandi í þessari kjaradeilu. Við lítum á þetta sem inngrip. Ef við setjum dæmið upp þannig að öll fyrirtæki landsins gerðu þetta þá mun þrýstingur á okkar viðsemjendur hverfa. Þeir geta setið í rólegheitunum á meðan verkfallssjóðir okkar tæmast. Þetta er litið mjög alvarlegum aug- um og fer illa í félagsmenn og full- trúa annarra samtaka. Allar svona sprengjur, sem menn henda inn, stuðla að því að verkfall dragist á langinn,“ segir Eiríkur. Viðbrögð KÍ komu forsvars- mönnum Íslandsbanka í opna skjöldu og sögðust þeir ekki hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum KÍ. „Okkur sýnist KÍ vera að mis- skilja málið,“ segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri bankans. „Með þessu erum við eingöngu að tryggja börnum starfsmanna ein- hvern samastað.“ Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari sagði í gærkvöld að fulltrúar kennara og viðsemjendur hefðu lokið fimm klukkustunda löngum fundi með sáttasemjara án þess að fundurinn hefði skilað nið- urstöðu í samkomulagsátt. Næsti fundur verður haldinn síðdegis í dag, miðvikudag, auk þess sem innbyrðis fundir verða hjá deiluað- ilum. Kennarasamband Íslands átelur daggæslu fyrirtækja í verkfalli Þrýstingur á viðsemj- endur mun hverfa  Fleiri fyrirtæki/4 Morgunblaðið/Sverrir Fimm klukkustunda fundur fulltrúa kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara í gær skilaði engum árangri. SLASAÐUR skipverji af rúss- neska herskipinu Admiral Chab- anenko var sóttur á haf út um 230 mílur suðsuðaustur af Reykjavík í gær og fluttur á Landspítalann. Aðstoðarbeiðni kom frá rússneskum yfirvöldum og fékk stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar tilkynningu um hana frá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Læknir um borð í herskipinu hafði gert aðgerð á hinum slasaða en nauðsynlegt var að flytja hann á sjúkrahús. Varnarliðið var reiðubúið að senda tvær þyrlur af stað en óskaði eftir fylgdarflugvél frá Gæslunni þar sem um langa vegarlengd var að ræða. Þyrlur Varnarliðsins fóru af stað um kl. 13.50. Fokker-flugvél Gæslunnar, TF-SYN, var í gæsluflugi þegar tilkynningin barst og lenti á Reykjavík- urflugvelli til að taka eldsneyti en hélt síðan af stað til fylgdar þyrlunum kl. 15.24. Varnarliðsþyrlan lenti með hinn slasaða við Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17.50 og lenti TF-SYN á Reykjavíkurflugvelli um svipað leyti. Ljósmynd/Páll Geirdal Skipverji af rússnesku herskipi sóttur á haf út Önnur þyrla Varnarliðsins hífir slasaða sjómanninn af rússneska herskipinu Admiral Chabanenko um borð. HUGMYNDIR eru uppi um að reisa þrjár 60 metra háar íbúðabyggingar á svoköll- uðum Sjallareit á Akureyri. Þetta yrðu jafnframt hæstu íbúðarhús landsins með samtals um 150–200 íbúðir, að sögn Sig- urðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra SS Byggis, sem hyggst byggja á Sjalla- reitnum. Sigurður sagði að hugmyndir um bygginguna hefðu fengið góðan hljóm- grunn innan bæjarkerfisins. Zeppelin arki- tektar í Garðabæ unnu 10 ólíkar tillögur á Sjallareitnum, sem kynntar voru á fundi með umhverfisráði en þar kom fram ein- róma stuðningur við byggingu háhýsanna á umræddu svæði. Sigurður sagði að hug- myndin væri að þrjár neðstu hæðir hússins yrðu 3.200 fermetrar hver hæð, með bíla- kjallara, verslunarhúsnæði þar fyrir ofan og bílastæðahúsi á þriðju hæðinni. Ofan á þessar þrjár hæðir yrðu svo byggðir þrír 17 hæða turnar með íbúðum og garði á milli ofan á bílageymslu- og versl- unarhúsnæðinu og myndi nýtast íbúum hússins. Sigurður sagði að ef allar áætlanir gengju eftir yrði hægt að hefja bygginga- framkvæmdir eftir um eitt ár. Sextíu metra háir turnar? Líkan af byggingunni og 17 hæða turn- unum þremur sem hugmyndin er að byggja á Sjallareitnum á Akureyri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.