Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nei, ég hef ekkert skipt um skoðun, það stendur bara skýrum stöfum í leiðbeiningunum með stólnum, að aðild komi ekki til greina. Komi til verkfallsgrunnskólakenn-ara næstkomandi mánudag verður það í ní- unda sinn sem eitt eða fleiri félög kennara leggja niður störf í verkfalli um lengri eða skemmri tíma. Innan Kennarasambands Íslands, KÍ, eru sjö félög kennara: Félag grunn- skólakennara, Skóla- stjórafélag Íslands, Félag leikskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í fram- haldsskólum, Félag tón- listarskólakennara og Fé- lag kennara á eftirlaunum. Félögin annast kjara- samninga fyrir félagsmenn sína nema eftirlaunakennara. Samningar Félags grunnskóla- kennara og Félags skólastjórn- enda voru lausir í vor og standa þessi félög nú í kjaraviðræðum. Einnig eru samningar Félags leikskólakennara lausir og í lok mánaðar renna út samningar Fé- lags tónlistarskólakennara. Félag framhaldsskólakennara verður með lausa samninga 30. nóvem- ber. Verkfallsvopni kennara fyrst beitt 1977 Kennarar fóru fyrst í verkfall árið 1977 eftir að opinberir starfs- menn höfðu fengið verkfallsrétt en félög þeirra, Samband ís- lenskra barnakennara og Lands- samband framhaldsskólakennara áttu þá aðild að BSRB og tóku þátt í verkfallinu. Innan Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara var þá stór hópur framhalds- skólakennara en hluti þeirra var innan BHM. Útskrift skólanna um vorið var með eðlilegum hætti og ekki talið að áhrif verkfallsins hafi verið mikil á starf nemenda. Næsta verkfall kennara var ár- ið 1984 og stóð í 26 daga. Þá höfðu Samband ísl. barnakennara og Landssamband framhaldsskóla- kennara sameinast innan KÍ og áttu samtökin aðild að BSRB sem boðaði til verkfallsins. Kennara- félögin gengu úr sambandinu skömmu eftir að verkfallinu lauk. Skólastarfi var þá bjargað með aukinni kennslu í fríum og breyttu skipulagi í skólum. Tapaðar kennslustundir unnar upp í páskafríi Hið íslenska kennarafélag, HÍK, var í verkfalli í hálfan mán- uð í mars 1987. Náði það til flestra framhaldsskóla nema Verzlunar- skóla Íslands. Kennsla truflaðist einnig nokkuð í efstu bekkjum grunnskóla. Þegar skólastarf hófst að loknu verkfallinu var kennt á laugardögum, páskafríið stytt og kennt á sumardaginn fyrsta. Með þessu tókst að hafa próf að mestu með hefðbundnum hætti. Í fjórða sinn var verkfall meðal kennara þegar félagsmenn HÍK áttu þátt í verkfalli árið 1989. Stóð það í 42 daga. Að loknu verkfall- inu var kennt í flestum skólum í nokkra daga og síðan hófust próf. Víða var vetrareinkunn látin gilda sem lokaeinkunn. Fimmta kennaraverkfallið var árið 1995 og stóð í um það bil sex vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Í það skipti fóru grunnskólakenn- arar og framhaldsskólakennarar saman í verkfall.. Þá fóru grunnskólakennarar einir og sér í verkfall árið 1997 og stóð það í einn dag, 27. október. Grunnskólar voru þá komnir yfir á ábyrgð sveitarfélaganna. Þá höfðu samningaviðræður staðið mjög lengi og menn deilt hart. Samið var að lokum svo til ein- göngu um taxtahækkanir en ekki var hreyft við breytingum á vinnutíma sem sveitarfélögin höfðu þá lagt áherslu á. Átta vikna verkfall í árslok 2000 Félagsmenn í Félagi fram- haldsskólakennara voru átta vik- ur í verkfalli, frá 7. nóvember 2000 til 7. janúar 2001. Áttunda verkfall meðal kenn- ara var síðan síðla árs 2001 þegar Félag tónlistarkennara fór í verk- fall sem stóð í um það bil fimm vikur. Verkfallið sem nú er yfirvofandi er því hið níunda sem einstakir hópar eða félög kennara efna til. Það mun ná til um fjögur þúsund kennara og skólastjórnenda. Grunnskólanemar sem útskrifast eiga í vor hafa trúlega lent í verk- falli einu sinni áður, þ.e. árið 1997. Miðar hægt í kjaraviðræðum þrátt fyrir stíf fundahöld Samningar kennarafélaganna runnu út 31. mars síðastliðinn og fóru nokkrar viðræður fram í vor og fram á sumar. Þegar leið að sumarfríum komust deilendur að samkomulagi um að fresta við- ræðum þar til í ágúst og hafa þær staðið yfir síðan. Allmargir fundir hafa verið haldnir, bæði formlegir milli samningsaðila og óformlegir fundir og sérhópar hafa hist til að huga að einstökum atriðum hugs- anlegra kjarasamninga. Fram hefur komið að mikill tími í viðræðunum hafi farið í rökræð- ur um túlkun síðasta samnings og hafa kennarar m.a. viljað endur- skoða verkstjórnarvald skóla- stjóra. Síðdegis í gær hafði árangur þó enn látið á sér standa. Fréttaskýring | Verkföll kennarafélaga Átta sinnum í verkföllum Lengsta verkfallið til þessa stóð í átta vikur frá 7. nóvember 2000 Líf og fjör er iðulega í frímínútunum. Tel okkur ekki hafa mis- beitt verkfallsvopninu  Þetta er eina löglega aðferðin til að þrýsta á í kjaraviðræðum og ég tel ekki að við höfum mis- beitt henni á nokkurn hátt, sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, þegar hann var spurður milli funda í gær hvort kennarar hefðu farið oft í verkfall á liðnum árum. Hann bendir á að fyrstu samningarnir hafi runnið út í lok mars og lítið hafi miðað í við- ræðum í nærri hálft ár. Þessi leið sé því óhjákvæmileg. joto@mbl.is Á MORGUN verða liðin sextíu ár frá því B-17G sprengjuflugvél bandaríska flughersins, Fljúgandi virki, brotlenti ofarlega í norðan- verðum Eyjafjallajökli. Af því til- efni var Steven A. Memovich, sigl- ingafræðingur vélarinnar, staddur hér á landi nýverið og slóst hann í för með beltaflokki Hjálparsveitar skáta í Reykjavík á slysstaðinn þar sem vélin brotlenti 16. september 1944 í aftakaveðri og ísingu. Tíu manna áhöfnin slapp nánast ómeidd frá brennandi flakinu og leitaði vars við klett á jöklinum og síðar í flakinu eftir að eldar slokkn- uðu. Eftir tveggja daga vist í flakinu, sem fennti nánast í kaf, lögðu þeir af stað niður af jöklinum, bundnir saman með línu úr fallhlífum. Stev- en stjórnaði ferðinni niður sprung- inn jökulinn og snarbratt kletta- belti Smjörgiljanna. Á láglendinu tók kalsöm ferð yfir Markarfljótið við að bænum Fljótsdal sem er innsti bærinn í Fljótshlíð. Ljósmynd/Árni Alfreðsson Steven A. Memovich á Eyjafjalla- jökli ásamt Terri, dóttur sinni, þar sem Fljúgandi virkið brotlenti 16. september 1944. Slysstaður heimsóttur að nýju UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að af- greiðsla úthlutunarnefndar Launa- sjóðs rithöfunda á umsóknum um starfslaun úr sjóðnum árið 2003 hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera verði til undirbúnings slíkra ákvarð- ana. Kröfurnar, sem umboðsmaður nefn- ir, eru þær að nefndin geti, ef eftir því er leitað af hálfu eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis, gert grein fyrir því hvað einkum hafi ráðið nið- urstöðu hennar um hverja umsókn. Meðal þess sem umboðsmaður komst að var að engar upplýsingar lágu fyrir hjá nefndinni um mat á umsækjend- um. Hefur umboðsmaður beint þeim til- mælum til nefndarinnar að framvegis verði við afgreiðslu umsókna og ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum tek- ið mið af sjónarmiðum sem hann setur fram í áliti. Einstaklingur, sem sótti um starfs- laun úr Launasjóði rithöfunda árið 2003, kvartaði til umboðsmanns yfir synjun stjórnar listamannalauna á um- sókn hans. Beindist athugun umboðs- manns að því hvort synjunin hefði byggst á málefnalegum sjónarmiðum og hvort gætt hefði verið jafnræðis við mat umsókna og ákvörðun um úthlut- un úr sjóðnum umrætt ár. Fram kemur m.a. í áliti umboðs- manns, að vinnugögn úthlutunar- nefndar Launasjóðs rithöfunda vegna úthlutunar 2003 hefðu aðeins að geyma nöfn umsækjenda og kennitöl- ur þeirra og merkingu í viðeigandi reit hvort umsókn viðkomandi væri hafnað eða hún samþykkt og eftir atvikum hver lengd starfslaunatímans skyldi vera. Engar frekari upplýsingar um mat á umsóknunum eða grundvöll niður- stöðu nefndarinnar væri þar að finna og ekki lægju fyrir frekari gögn um störf nefndarinnar. Ekki gerð grein fyrir mati úthlutunarnefndar Þá hefðu stjórnvöld í skýringum til hans ekki getað gert neina grein fyrir mati úthlutunarnefndarinnar á um- sókn þess sem kvartaði eða þeim atrið- um og sjónarmiðum sem sérstaklega réðu afstöðu nefndarinnar í tilviki hans. Tók umboðsmaður fram að þau gögn, sem fyrir lægju um umrædda úthlutun, gerðu það að verkum að hon- um væri ómögulegt að meta hvort synjun stjórnar listamannalauna á um- sókninni í febrúar 2003 hefði byggst á málefnalegum sjónarmiðum og hvort gætt hefði verið jafnræðis við mat um- sókna og ákvörðun úthlutunarnefndar Launasjóðs rithöfunda um úthlutun úr sjóðnum það ár. Gæti hann því ekki tekið kvörtunina til frekari athugunar. Athugasemd gerð við úthlutun úr Launasjóði rithöfunda Engar upplýs- ingar um mat á umsækjendum SAMKVÆMT upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á breytingu á reglugerð um úthlutun listamanna- launa, þar sem taka á tillit til at- hugasemda umboðsmanns Alþingis í meðfylgjandi áliti. Hafa breyting- arnar verið gerðar í samráði við samtök listamanna og umboðsmann og verða birtar á næstu dögum. Í áliti umboðsmanns kemur ein- mitt fram í svari ráðuneytisins að það telji rétt að setja skýrari reglur um úthlutun úr sjóðum sem lög um listamannalaun fjalla um. Nið- urstaða um frekari reglusetningu verði fengin áður en úthlutun lista- mannalauna fyrir árið 2005 fari fram. Breytt reglu- gerð á leiðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.