Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 9 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Peysur - Blússur Toppar Nýjar vörur daglega Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Verið velkomnar Glæsilegir rúskinns- jakkar Frábært peysuúrval Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Haustlínan frá Str. 36-56 MOSAIK Námskeiðin eru að byrja. Nokkur laus pláss. Upplýsingar hjá Beggó í síma 5513223 KÆLING getur komið í veg fyrir taugaskaða meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjartastopp, að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknar Steinars Björnssonar læknanema og Felix Vals- sonar, svæfinga- og gjörgæslulæknis. Greint er frá rannsókninni í nýjasta hefti Læknablaðsins. Í greininni segir m.a. að lengi hafi verið vitað að kæling lækkaði efnaskiptahraða í heila. Hún gæti þar af leiðandi verndað taugar gegn súrefn- isskorti. Rannsókn Steinars og Felix, sem greint er frá í Læknablaðinu, gekk m.a. út á að meta áhrif kælingar á afdrif sjúklinga. „Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að 40% sjúklinga sem voru kældir fengu góðan bata eftir hjartastopp miðað við góðan bata hjá 28% sjúklinga sem ekki voru kældir,“ segir í greininni. „Gagnstætt öðr- um rannsóknum náði þessi rannsókn til allra sem komu meðvitundarlausir inn á sjúkrahús eftir hjartastopp, óháð tegund hjartsláttaróreglu eða tímalengd frá áfalli,“ segir ennfremur. 20 sjúklingar kældir Í greininni segir frá því að 20 sjúklingar hafi verið kældir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi frá mars til desember 2002. Voru þeir kældir með köldum blæstri undir teppi og með klaka- bökstrum í nára og holhönd. Stefnt var að 32° til 34°C hitastigi. Þessir sjúklingar voru bornir sam- an við 32 sjúklinga sem ekki voru kældir sem lögðust inn eftir hjartastopp á tímabilinu janúar 2000 til mars 2002. Unnið var úr upplýsingum úr sjúkraskrám og afdrif sjúklinganna metin eftir því hvert þeir útskrifuðust, t.d. hvort þeir út- skrifuðust heim eða á langlegudeild. Tekið er fram að rannsóknin hafi fengið samþykki Vís- indasiðanefndar LSH og Persónuverndar áður en hún hófst. „Þessi rannsókn bendir til að kæling bæti ár- angur í meðferð meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjartastopp,“ segir m.a. undir lok grein- arinnar. „Það er því ályktun okkar að kæling geti hugsanlega dregið úr einkennum frá heila eftir hjartastopp hjá meðvitundarlausum sjúk- lingum án tillits til af hvaða toga hjartsláttar- óreglan er.“ Kæling getur komið í veg fyrir taugaskaða Í GÆR var undirritaður samningur um stjórnendaþjálfun fyrir for- stöðumenn ríkisstofnana, sem er samstarfsverkefni Fjármálaráðu- neytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, IMG og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Þjálfunin byggist á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal for- stöðumanna ríkisstofnana í janúar og febrúar 2004, reynslu af fyrra samstarfsverkefni um stjórn- endaþjálfun þeirra, og tekur jafn- framt mið af sambærilegri þjálfun æðstu stjórnenda í opinberum rekstri í OECD-löndum, segir í fréttatilkynningu. Þjálfunin er ætluð öllum forstöðumönnum ríkisstofn- ana. Þjálfunin í fyrsta hópnum hefst 13. október nk. og stendur í fimm mánuði. Meðal þess sem tekið verður fyrir í þjálfuninni er leiðtoga- og forystu- hlutverk stjórnenda; stefnumótun og áætlanagerð, 360° stjórnenda- mat; hlutverk stjórnenda í stjórnun breytinga; þjónustustjórnun; al- mannatengsl og ímyndaruppbygg- ing; stefnumiðuð mannauðsstjórnun. Meðal þess sem IMG Deloitte leggur áherslu á er að þjálfunin sé uppbyggð þannig að virkni þátttak- enda sé sem mest, en það er sú leið sem sérfræðingar IMG Deloitte telja að sýni bestan árangur. Hildur Elín Vignir hjá IMG, Skúli E. Þórðarson hjá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, Gunnar Björnsson hjá fjármálaráðuneytinu, Gunnar H. Kristinsson hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við undirskriftina. Stjórnendaþjálfun fyrir forstöðumenn KONUR voru 52% starfs- manna skóla á háskólastigi á Íslandi í 879 stöðugildum í mars árið 2003. Karlar voru 48% starfsmanna í 930 stöðu- gildum. Starfsmenn skólanna voru samanlagt 2.515 í 1.809 stöðu- gildum. Þá er öll yfirvinna með- talin. Starfsmönnum hefur fækkað um 16 frá árinu áður en stöðugildum fjölgað um 130. Um 44% starfsfólks eru í fullu starfi eða meira en 37% starfs- manna eru í minna en hálfu starfi. Hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla. Þetta kemur fram í samantekt Hag- stofunnar. Karlmenn eru umtalsvert fleiri í stöðum rektora, prófess- ora og dósenta. Konum í hópi rektora hefur fjölgað um eina frá fyrra ári, svo nú eru tvær konur rektorar en 11 karlar. Af 197 prófessorum eru 32 konur eða 16%, sem er sama hlutfall og árið áður. Karlar eru einnig fjölmennari í stöðum aðjúnkta og stundakennara. Konur eru hins vegar fleiri meðal lektora og í sérfræðistörfum. Starfsmenn við kennslu í ís- lenskum háskólum voru 1.715 í 1.067 stöðugildum. 16% pró- fessora konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.