Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 12
Fréttir í tölvupósti
ÚR VERINU
12 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
– kraftur til flín!
VI‹
GERUM
GOTT
BETRA
KB ÍBÚ‹ALÁN
LÆKKUM Í 4,2%
FASTA VEXTI
AFTURVIRKIR
Námskei›i› er ætla› fyrirtækjum sem vilja styrkja og efla
samband vi› umbo›smenn sína, auk fleirra fyrirtækja sem
eru a› hefja samstarf vi› umbo›smenn erlendis. Námskei›i›
fer fram í vinnuhópi (workshop) og er flátttökufjöldi
takmarka›ur vi› 8-12. Mikilvægt er a› skrá flátttöku sem
fyrst, frestur til fless rennur út 17. september.
Lei›beinandi er Robert Taylor sem hefur fljálfa› starfsfólk
evrópskra útflutningsfyrirtækja um árabil, me›al annars
hefur hann unni› me› hátt í tuttugu íslenskum fyrirtækjum.
fiátttakendum á námskei›inu mun gefast kostur á a› hitta
breskan umbo›smann me› ví›tæka reynslu af samstarfi
vi› fyrirtæki í alfljó›avi›skiptum.
Námskei›i› ver›ur haldi› í London 3. og 4. nóvember
kl. 9.00 - 17.00, bá›a dagana. Námskei›sgjald er 40.000 kr.
innifalinn matur og kaffiveitingar. Ef tveir mæta frá sama
fyrirtæki er flátttökukostna›ur 60.000 kr. Fer›alög og gisting
eru ekki innifalin.
Skráning flátttöku fer fram í síma 511 4000 e›a me› flví a›
senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
umboðsmenn
Viltu bæta samstarf flitt vi› umbo›smenn? Ertu
a› leita a› n‡jum umbo›smanni e›a dreifia›ila?
Útflutningsrá› stendur fyrir tveggja daga
námskei›i í byrjun nóvember um leit, val og
samstarf vi› umbo›smenn og dreifia›ila.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Samstarf við
M
IX
A
•
fí
t
•
0
2
8
9
4
London, 3.-4. nóvember
Til bókaútgefenda:
BÓKATÍÐINDI 2004
Skilafrestur vegna kynningar og
auglýsinga í Bókatíðindum 2004
er til 12. október nk.
Ritinu verður sem fyrr dreift
á öll heimili á Íslandi
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda,
Barónsstíg 5, sími 511 8020.
Netfang: baekur@mmedia.is
————————————— ◆◆◆ —————————————
Frestur til að leggja fram
bækur vegna Íslensku
bókmenntaverðlaunanna 2004
er til 18. október nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
STARFSHÓPUR á vegum ráðu-
neyta utanríkis- og sjávarútvegs-
mála og hagsmunasamtaka í sjávar-
útvegi telur hugmyndir brezka
Íhaldsflokksins um að endurheimta
yfirráðin yfir bresku fiskveiðilögsög-
unni langsóttar. Hópurinn bendir
einnig á að íslensk stjórnvöld hafa
jafnan lagt mesta áherslu á nokkur
meginatriði í málflutningi á alþjóð-
legum vettvangi um sjávarútvegs-
mál. Þar vega þyngst yfirráð Íslend-
inga yfir eigin auðlindum. Þetta
kemur fram í skýrslu starfshópsins
um fiskveiðiauðlindina, Ísland og
Evrópusambandið, sem nýkomin er
út.
Fara í bága við
hagsmuni okkar
Í skýrslunni eru þau meginsjón-
armið rakin sem fulltrúar ríkis-
stjórnar Íslands hafa jafnan lagt
mesta áherslu á varðandi tengsl við
aðrar þjóðir, þ. á m. Evrópusam-
bandið. „Skiptar skoðanir eru reynd-
ar um það hvort og þá hvernig
tryggja mætti réttindi og hagsmuni
Íslendinga ef ákvörðun yrði tekin um
að Ísland gerist aðili að Evrópusam-
bandinu. Ýmsir þættir sameiginlegr-
ar fiskveiðistefnu Evrópusambands-
ins fara í bága við hagsmuni og
réttindi Íslendinga. Fiskveiðistefna
Evrópusambandsins hefur reyndar
tekið breytingum og er í þróun, og
stækkunarferli Evrópusambandsins
hefur einnig áhrif á stöðu Íslands.
Almenn skoðun meðal Íslendinga er
að við getum ekki gerst aðildarríki
Evrópusambandsins án þess að sér-
staða okkar, alveg sérstaklega að því
er lýtur að sjávarútvegi og fiskveiði-
auðlindinni, verði metin og tryggð til
frambúðar í aðildarsamningi með
varanlegu fyrirkomulagi. Forráða-
menn Evrópusambandsins hafa
aldrei gefið neinar vísbendingar um
að samkomulag gæti orðið um slíka
skilmála. Samt sem áður er mikil-
vægt að Íslendingar fylgist vel með á
þessu sviði, meðal annars með stöð-
ugri könnun og viðræðum.“
Ekki í hendur annarra
Í kaflanum um afstöðu Íslendinga
til fiskveiðistjórnunar, segir meðal
annars svo: „Íslendingar munu ekki
leggja forræði yfir auðlindum og lífs-
afkomu sinni í hendur annarra,
hvorki í bráð né lengd, og telja að
sameiginleg fiskveiðistefna Evrópu-
sambandsins, sem mótuð var með
aðrar þjóðir og aðrar aðstæður í
huga, geti ekki átt við gagnvart Ís-
landi eða Íslendingum.
Íslendingar stjórna Íslandsmiðum
sjálfstætt og Íslendingar munu
áfram fara með fiskveiðistjórnun og
stjórnun annarrar auðlindanýtingar
í efnahagslögsögu Íslands. Íslend-
ingar hafa mikilla hagsmuna að gæta
varðandi úthafsveiðar og deilistofna
og munu ekki afsala sér eigin samn-
ingsforræði í þeim efnum.
Endurheimta yfirráðin?
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru
að ráðandi hluta í eigu Íslendinga.“
Breski Íhaldsflokkurinn hefur á und-
anförnum mánuðum gefið til kynna
að „ný ríkisstjórn Íhaldsflokksins
muni semja um að Bretar endur-
heimti yfirráðarétt yfir breskri lög-
sögu. Umboð Evrópusambandsins
til að setja reglur í sjávarútvegi verð-
ur ekki takmarkað nema með breyt-
ingum á sáttmálum þess. Jafnvel þó
stjórnarskrárfrumvarpið hljóti ekki
staðfestingu er ljóst að stofnanir
ESB hafa einar vald til að setja regl-
ur um vernd auðlinda hafsins, nema í
sérstökum undantekningartilvikum
þar sem brýna nauðsyn ber til að-
gerða einstakra ríkja og þá undir
þeim skilyrðum sem Evrópusam-
bandið viðurkennir. Af þessu leiðir
að ríkisstjórn íhaldsmanna gæti ekki
endurheimt vald til stjórnar fisk-
veiða eða takmörkunar aðgangs að
breskri lögsögu nema með samþykki
annarra aðildarríkja, öðruvísi en að
ganga úr Evrópusambandinu. Þegar
haft er í huga að sjávarútvegsstefna
ESB grundvallast meðal annars á
þörfinni til að skipta hlutdeild í sam-
eiginlegum fiskstofnum og stjórna
veiðunum er erfitt að sjá fyrir sér að
krafa frá Bretum fái hljómgrunn í
þeim ríkjum ESB sem veiða úr fisk-
stofnum sem halda sig að miklu leyti
innan breskrar lögsögu. Bresk
stjórnvöld gerðu ekki athugasemdir
við tillögur í frumvarpinu um að
setja fiskveiðistjórnun undir algert
valdsvið Evrópusambandsins, enda
leit hún svo á að aðeins væri um að
ræða staðfestingu á því ástandi sem
hefði ríkt allt frá ársbyrjun 1979.
Þessi afstaða var gagnrýnd af ýms-
um samtökum í sjávarútvegi og
skoska þjóðarflokknum, sem halda
því fram að tillagan geri Bretum
ómögulegt að draga sig út úr sjáv-
arútvegsstefnunni síðar.
„Langsótt leið“
Engin ástæða er til að efast um
einlægan ásetning Íhaldsflokksins í
þá veru að endurheimta yfirráð yfir
breskri lögsögu úr höndum Evrópu-
sambandsins. Á hinn bóginn er ljóst
að erfitt verður að ná fram þeim
markmiðum með samningum og
spurningin er sú hversu mikið Bret-
ar yrðu tilbúnir að leggja undir. Í
fljótu bragði virðast vera tvær leiðir
fyrir Breta að endurheimta yfirráða-
réttinn yfir lögsögunni. Önnur er sú
að breyta frumrétti ESB. Sú leið
væri þvert á þróun Evrópusam-
bandsins og þyrfti staðfestingu í öll-
um þjóðþingum aðildarríkjanna.
Hún virðist því langsótt. Hin leiðin
er að yfirráðaréttur Breta yfir lög-
sögunni verði tryggður með afleiddri
löggjöf. Hér yrði einnig á brattann
að sækja, m.a. vegna þess að önnur
aðildarríki yrðu að samþykkja þá
löggjöf – löggjöf sem þýddi að þau
yrðu að sjá á bak veiðimöguleikum í
breskri lögsögu,“ segir í skýrslunni.
Yfirráðin ekki í
annarra hendur
Skýrsla opinbers
starfshóps hafnar
aðild að ESB að
óbreyttu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sjávarútvegur Ísland og Evrópusambandið eiga ekki samleið í sjávar-
útvegsmálum eins og staðan er í dag, að mati opinbers starfshóps.
FISKISTOFA svipti 10 báta leyfi til
veiða í atvinnuskyni á ágústmánuði
sl. Fimm skip voru svipt leyfi vegna
afla umfram aflaheimildir. Þau voru
Þórdís BA og Gísli Rúnar GK og
gildir leyfissvipting þeirra þangað til
aflamarksstaða þeirra hefur verið
lagfærð. Aðalvík SH missti leyfið í
tvær vikur og Hólmar SU og Ólafur
ST fengu leyfið að nýju þegar afla-
marksstaða þeirra var lagfærð.
Þá voru þrjú skip, Hrefna ÍS,
Pegron SH og Bára ÍS svipt veiði-
leyfi í tvær vikur vegna vanskila á
afladagbókarfrumriti. Jafnframt
voru Gunna ÍS og Palli Tomm EA
svipt veiðileyfi í tvær vikur þar sem
bátunum hafði verið haldið til veiða
án þess að hafa um borð virkan bún-
að sjálfvirka tilkynningakerfisins.
10 skip svipt
í ágúst
♦♦♦