Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Davíð Oddsson, fráfarandiforsætisráðherra, ritarfyrsta kaflann í bókinnium Hannes Hafstein,
fyrsta ráðherrann, og rekur ævi
hans með megináherslu á þau tíu ár,
sem hann lét mest að sér kveða í
stjórnmálum, en lýsir einnig kveð-
skap hans og þeim tóni bjartsýni,
sem Hannes sló. „Það er örugglega
fádæmi, hugsanlega einsdæmi, að
skáld, sem rúmlega tvítugur yrkir af
lífs og sálarkröftum bjartsýni og
baráttukraft í undirokaða þjóð sína,
skuli í blóma lífsins fá það hlutverk
að leiða hana inn í nýjan tíma,“ skrif-
ar Davíð.
Hannes var tvívegis ráðherra Ís-
lands, fyrst frá 1904 til 1909 og síðan
frá 1912 til 1914. Þannig gerir Davíð
upp pólitískan feril hans:
„En kannski var það hans mesta
afrek að hann þaggaði íslensku og
erlendu efasemdaraddirnar niður og
slökkti stærstu úrtölubálin,“ skrifar
forsætisráðherra. „Þegar hann
hvarf af sviðinu var vafalaust orðið
að Ísland gæti staðið á eigin fótum.
Heimastjórn, sjálfsstjórn og sjálf-
stæði voru ekki lengur óraunsæir
draumórar. Landið gat búið þjóð-
inni, sem það byggir, lífvænleg skil-
yrði. Þjóð, sem átti kost á öðrum eins
formanni á skútuna þegar hún
áræddi loks að leggja á djúpið, gat
ekki verið alls varnað. Hún hlaut,
þrátt fyrir sex alda vosbúð, að eygja
von. Sú von og sá draumur byrjaði í
upphafi tuttugustu aldarinnar að
breytast í veruleika. Þá stóð Hannes
Hafstein í stafni. Það var þjóðar-
gæfa.“
Ásgeir Ásgeirsson var forsætis-
ráðherra 1932 til 1934, en forseti var
hann 1952 til 1968. Anna Ólafsdóttir
Björnsson skrifar um hann og segir
að þótt forsætisráðherratíð hans hafi
ekki verið löng hafi hún skilið eftir
sig spor. Nefnir hún sérstaklega
kjördæmabreytinguna og segir að
með henni hafi verið stigið skref í átt
til nútímans vegna þess að þar hafi
aukið vægi vaxandi byggðar í
Reykjavík verið endurspeglað. Þá
hafi hann setið í valdastóli við erfiðar
aðstæður á tímum kreppunnar, en
við henni brást hann meðal annars
með stofnun Kreppulánasjóðs.
Tímarnir tveir
Hermann Jónasson varð forsætis-
ráðherra 1934 og sat til 1942. Hann
leiddi síðan vinstri stjórnina, sem
komst til valda 1956 og sat til 1958. Í
báðum stjórnum hans gekk mikið á.
Hann var við völd þegar Bretar
gengu á land í Reykjavík 10. maí
1940 og í kafla Tryggva Gíslasonar
er vitnað til orða Hermanns þá:
„Eins og á stendur óska ég, að ís-
lenska þjóðin skoði hina bresku her-
menn, sem komnir eru til Íslands,
sem gesti og samkvæmt því sýni
þeim eins og öðrum gestum fulla
kurteisi í hvívetna.“ Þegar Hermann
var forsætisráðherra að nýju 1956,
fjórtán árum eftir að hann hafði látið
af embætti, var önnur staða. Eitt
helsta loforð stjórnarinnar hafði ver-
ið að Bandaríkjaher færi úr landi. Af
því varð þó ekki og bjuggu að baki
bæði efnahagslegar ástæður og við-
sjár í heimsmálum, ekki síst innrásin
í Ungverjaland 1956 og Súesdeilan.
Guðni Th. Jóhannesson skrifar
um Bjarna Benediktsson og nýtir
þar aðgang, sem hann hefur haft af
skjalasöfnum erlendis. Þegar Bjarni
var utanríkisráðherra á síðari hluta
fimmta áratugarins vann hann að því
að tryggja öryggi Íslands.
„Frá árslokum 1948 og fram að
stofnun Atlantshafsbandalagsins í
apríl 1949 vann Bjarni Benediktsson
manna mest að því að tryggja aðild
Íslands að því,“ skrifar Guðni og
vitnar síðan í minnisblað úr skjala-
safni Atlantshafsbandalagsins: „Var
gjarnan sagt í þeim herbúðum að
hann hefði komið Íslandi í NATO
nær einn síns liðs.“
Að bregðast rétt við því sem
ekki verður ráðið við
Atbeini Bjarna skipti miklu um
það að í maí 1951 undirritaði hann
varnarsamning við Bandaríkin og
bandarískt herlið kom á ný til Ís-
Stjórn Gunnars Thoro
Um ýmsa atburði er fjal
um nokkurra höfunda og
dæmis sýn úr nokkrum
stjórnarmyndun Gunnars
sen 1980 og stjórnartíð han
Ólafur Jóhannesson var
ráðherra frá 1971 til 1974
frá 1978 til 1979. Ólafur var
isráðherra í stjórn Gunna
sögn Hannesar Hólmstein
arsonar um Ólaf er rifjað
hann hafi ekki sóst eftir setu
inni, en orðið við ósk St
Hermannssonar um að ta
henni. Þegar æskuvinur Ó
ríkur Pálsson, heimsækir
spyr hneykslaður um tilboð
um að mynda stjórn með F
arflokki og Alþýðubandala
um stjórn undir forsæti
stuðningi nokkurra manna
stæðisflokki svaraði Ólafu
hef ekki fengið með þessu
ast,“ sagði hann. „Hér hef
grímur að unnið.“ Eiríku
hvort ekki mætti koma í
þetta. „Ekki mun því að h
ekki líst mér alls kostar á þe
kaup,“ svaraði Ólafur.“ Bæ
es Hólmsteinn því við að Ó
reynst sannspár um „hnífak
Reis hæst er mótlætið v
Geir Hallgrímsson var
ráðherra frá 1974 til 1978
áður verið borgarstjóri í 13
um mikilla framkvæmda í
vík. Í kosningunum 1974 hl
stæðisflokkurinn undir foru
42,7% fylgi, sem var það m
flokkurinn hafði fengið á
tímanum. Jónína Mich
skrifar um Geir og segir að
búið við samfelldan áfa
stjórnmálaferil frá 1954 ti
unnið glæsta sigra, en það
manna að ef til vill hafi h
hæst sem stjórnmálamaðu
1983 þegar mótlætið var se
Hún lýsir þessum tímum
reiði greip um sig meða
sjálfstæðismanna sem gátu
fyrir sér að gróa myndi
Þess var krafist að stuðni
ríkisstjórnar Gunnars Th
yrðu reknir úr flokknum.
Geir Hallgrímsson var fa
ir. Hann taldi það megin
formanns Sjálfstæðisflokk
halda flokknum saman og s
sjónarmið. Þótti þess utan f
menn legðust á árina með s
aröflum annarra flokka í þe
ingi að kljúfa Sjálfstæðisflo
Geir Hallgrímsson og
lands. Í kaflanum kemur þó fram að
Bjarna hafi fundist það „ill nauðsyn
frekar en fagnaðarefni að Ísland
væri svo vanburða í samfélagi þjóð-
anna að leita þyrfti til Bandaríkj-
anna um hervernd. Hann sagði eitt
sinn í góðra vina hópi: „Ísland getur
aldrei talist fullkomlega sjálfstætt
ríki fyrr nema það setji á stofn eigið
varnarlið, jafnvel þótt það væri að-
eins til málamynda.““ Þetta hafði
Penfield sendiherra eftir honum í
greinargerð til utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í nóvember 1961.
Bjarni gerði lítið úr þegar því var
haldið fram að einstaklingar hefðu
afgerandi áhrif á söguna og sagði í
útvarpsávarpi á gamlárskvöld 1965
að hann teldi hitt frekar réttara, sem
ýmsir áhrifamenn hefðu viðurkennt
„að þeir hafi litlu eða engu ráðið um
meginrás atburðanna. Gæfumuninn
hafi gert hvort þeir brugðust rétt við
því sem þeir réðu ekki við“.
Bjarni var forsætisráðherra í for-
föllum Ólafs Thors í lok árs 1961 og
sat síðan frá 1963 til dauðadags 10.
júlí 1970. Í kafla Birgis Ísleifs Gunn-
arssonar seðlabankastjóra um Jó-
hann Hafstein, sem var forsætisráð-
herra 1970 til 1971, er fjallað um
atburði dagsins eftir að Bjarni
brann inni á Þingvöllum ásamt Sig-
ríði Björnsdóttur, konu sinni, og
Benedikt Vilmundarsyni, dóttursyni
þeirra. Birgir Ísleifur hefur fengið
aðgang að gögnum Jóhanns í fórum
Péturs Kr. Hafstein, sonar hans, og
styðst við minnisblað Jóhanns þar
sem lýst er fundi í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins þann dag: „Fundar-
menn voru eðlilega slegnir eftir hina
válegu atburði næturinnar. Jóhann
lagði strax til á þessum fundi að ráð-
herrum flokksins yrði fengið umboð
til þess að leita samkomulags við Al-
þýðuflokkinn um þingrof og kosn-
ingar um haustið. Jóhann lét þess
jafnframt getið að hann hefði látið
það uppi við samráðherra sína að
hugur hans stæði ekki til þess að
taka að sér formennsku flokksins
þegar að því kæmi og vildi ekki, eins
og komið væri, gefa kost á sér til
þess. Af þessum orðum má ráða að
Jóhann hafi ekki haft í huga að taka
við formennsku þegar Bjarni Bene-
diktsson léti af henni. Jóhann hafði
ávallt litið á sig sem náinn sam-
starfsmann Bjarna og hafði í huga
að láta af varaformennsku um leið
og hann léti af forystu. Þótt Jóhann
væri sjö árum yngri leit hann þannig
á að þeir væru af sömu kynslóð. Nú
höfðu hins vegar örlögin gripið í
taumana og undan ábyrgðinni var
ekki vikist.“
Morgunblaðið/Ólafur K. M
Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen á stjórnmálafundi ári
Við stjórnartau
Í bókinni Forsætisráðherrar Ísland
sem kom út í gær í ritstjórn Ólafs Te
Guðnasonar, rekja 24 höfundar feril þ
24 manna, sem setið hafa í stóli ráðhe
Íslands og forsætisráðherra.
ARFLEIFÐ DAVÍÐS ODDSSONAR
FORSÆTISRÁÐHERRA
Davíð Oddsson lætur í dag afembætti forsætisráðherra.Hann hefur setið lengur í því
embætti en nokkur annar í hundrað
ára sögu Stjórnarráðs Íslands, eða í
þrettán ár og rúma fjóra mánuði. Er
þá sama hvort horft er til samfelldrar
eða samanlagðrar setu á forsætisráð-
herrastóli.
Forsætisráðherratíð Davíðs Odds-
sonar hefur verið tímabil gífurlegra
breytinga í íslenzku þjóðlífi. Þeir, sem
t.d. fluttu til útlanda í upphafi þessa
tímabils og sneru aftur áratug síðar,
hafa gjarnan á orði að það hafi verið
eins og að koma í annað land. Efna-
hagslífið hefur tekið stakkaskiptum,
hagsæld er með því mesta sem gerist,
hagvöxtur hefur undanfarin ár verið
nánast samfelldur og meiri en í flest-
um löndum sem við berum okkur sam-
an við, almenningur hefur notið meiri
kaupmáttaraukningar en flestar vest-
rænar þjóðir þekkja. Efnahagslífið
hefur verið leyst úr viðjum ríkis-
rekstrar og sífelldra afskipta stjórn-
málamanna. Íslendingar setja nú í
vaxandi mæli traust sitt á einstak-
lingsframtakið – og einstaklingarnir
hafa staðið undir því trausti; æ fleiri
nota starfskrafta sína, hugvit og
frumkvæði til að skapa eitthvað nýtt,
búa í haginn fyrir fjölskyldu sína,
komast í álnir.
Í upphafi forsætisráðherratíðar
Davíðs Oddssonar skiptu stjórnmála-
menn sér af gengis- og vaxtaákvörð-
unum, brugðust við efnahagsvanda
með sértækum aðgerðum, ráku um-
fangsmikið millifærslusjóðakerfi til að
hjálpa atvinnuvegunum – mörg sjáv-
arútvegsfyrirtæki voru þá t.d. á fram-
færi skattgreiðenda. Þessu var breytt
á fyrstu árunum. Efnahagslífinu hefur
nú verið búinn almennur rammi, sem
vissulega gerir meiri kröfur til fyrir-
tækjanna um ábyrgan rekstur, en
skapar þeim um leið skilyrði, sem eru
meðal þess hagfelldasta sem gerist.
Ísland er nú ofarlega á flestum listum,
þar sem samkeppnishæfni ríkja er
borin saman. Þar á lækkun skatta fyr-
irtækja líka talsverðan þátt.
Snemma á forsætisráðherraferli
Davíðs Oddssonar var frelsi í fjár-
magnsflutningum stóraukið, m.a.
samfara aðild Íslands að samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið. Marg-
vísleg löggjöf hefur fylgt í kjölfarið,
sem aukið hefur athafnafrelsi og svig-
rúm einstaklinga og fyrirtækja. Hún
hefur bæði skapað forsendur fyrir er-
lendum fjárfestingum á Íslandi og vel
heppnaðri útrás margra íslenzkra fyr-
irtækja. Stefna ríkisstjórna Davíðs
Oddssonar um erlenda fjárfestingu í
uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi
virkjun fallvatnanna hefur þó opnað
nýjar átakalínur milli þeirra, sem
áfram vilja halda að nýta vatnsorkuna
og hinna, sem telja að nóg sé komið og
fremur beri að láta víðerni landsins
ósnortin.
Með stórfelldri einkavæðingu ríkis-
fyrirtækja hefur enn dregið úr ríkisaf-
skiptum og samkeppni hefur víða far-
ið vaxandi. Þetta á við í fjármála-
geiranum, í samgöngum, bygginga- og
verktakastarfsemi og ýmsum fram-
leiðslugreinum. Dregið hefur verið úr
stuðningi við landbúnaðinn í formi
ríkisstyrkja og tollverndar, þótt sjálf-
sagt þyki mörgum að betur megi gera.
Samhliða umbótum í hagstjórn og
auknu frjálsræði í efnahagsmálum
hefur stöðugleiki í efnahagsmálum
aukizt. Tímar óðaverðbólgu eru liðnir,
reglulegar gengisfellingar til að laga
stöðu útflutningsatvinnuveganna
heyra sömuleiðis til liðinni tíð. Um leið
og velmegun almennings hefur vaxið
hefur þannig orðið auðveldara að
skipuleggja fjármál jafnt heimila og
fyrirtækja og gera áætlanir fram í
tímann.
Á mörgum öðrum sviðum hefur
stefna ríkisstjórna Davíðs Oddssonar
skilað landsmönnum miklum hagsbót-
um. Háskólamenntun í landinu er til
dæmis gjörbreytt frá því sem var fyrir
hálfum öðrum áratug; stendur miklu
fleirum til boða og eflir menningu og
samfélag víða um land. Ýmsum helztu
menningarstofnunum landsins hefur
verið gert ýmislegt til góða og er þá
skemmst að minnast endurgerðar
Þjóðminjasafnsins og Þjóðmenning-
arhússins. Ýmsum réttindamálum
borgaranna hefur fleygt fram; staða
samkynhneigðra er til að mynda allt
önnur en fyrir fimmtán árum og staða
borgaranna gagnvart ríkisvaldinu
hefur verið styrkt með breytingum á
dómstólakerfinu, stjórnsýslulögum og
upplýsingalögum.
Þegar frá líður verður Davíðs Odds-
sonar væntanlega fyrst og fremst
minnzt fyrir hinar gríðarlegu umbæt-
ur í efnahagsmálum, sem fram hafa
farið í forsætisráðherratíð hans og
þann grundvöll að löngu framfara-
skeiði þjóðarinnar, sem þannig hefur
verið lagður. Hann hefur sjálfur stað-
ið fyrir því að færa völd frá stjórn-
málamönnum til atvinnulífsins. Hann
hefur hins vegar líka áttað sig á því að
þau völd getur þurft að takmarka þeg-
ar þau eru komin í hendur kaupsýslu-
manna, rétt eins og það þykir sjálf-
sagt að takmarka völd stjórnmála-
manna með margvíslegri lagasetn-
ingu.
Ástæða er til að rifja hér upp það
sem Davíð sagði á síðasta aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins: „Aukið frelsi
sem við höfum barizt fyrir að koma á á
undanförnum áratug, má aldrei vera
frelsi hinna fáu á kostnað hinna
mörgu. Frelsið er ekki frelsi örfárra
auðmanna til að tryggja sterka stöðu
sína á markaði með eignarhaldi á fjöl-
miðlum á kostnað trúverðugleika
þeirra. Og frelsið er ekki frelsi auð-
hringa til að hneppa stjórnmálaflokka
í gíslingu í krafti fjölmiðlavalds síns
og peninga.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
hafa alla tíð barizt fyrir auknu við-
skiptafrelsi. Um leið og þeir hafa gætt
þess að sátt þarf að vera á milli al-
mennings og viðskiptalífsins og þjóðin
hefur getað treyst því að viðskipta-
frelsinu fylgdu skýrar leikreglur, sem
m.a. tryggðu að almenningur yrði ekki
ofurseldur valdi einhverra örfárra
fyrirtækja.“
Í þessum orðum felst bæði lýsing á
mikilvægasta árangri Davíðs Odds-
sonar við stjórn landsins undanfarin
þrettán ár og grundvöllurinn fyrir
áframhaldandi afskiptum hans af ís-
lenzkum stjórnmálum. Í því verkefni
er óhætt að fullyrða að hann nýtur
stuðnings þjóðarinnar.