Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 23 Pútín bendir á að spillingin í stjórnkerfinu geri árásir hermdar- verkamanna auðveldari. Og spilling í röðum rússneskra hermanna í Tétsníu sé meðal þess sem geri nokkur þúsund uppreisnarmönnum þar kleift að standa uppi í hárinu á um 70.000 manna herliði Moskvu- stjórnarinnar í héraðinu. Hermenn- irnir eru oft fúsir að selja á laun bæði vopn sín og annan búnað hæstbjóðendum. Skýr skil í stjórnarskránni Bent er á að í stjórnarskrá Rúss- lands sé skýrt kveðið á um aðskiln- að valdþáttanna þriggja, löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- valds í samræmi við vestrænar hefðir en nú sé því skipulagi ef til vill ógnað. Tillögur Pútíns líkist helst því að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði tekið sér vald til að tilnefna sjálfur ríkis- stjóra í Kaliforníu og öðrum sam- bandsríkjum eftir árásirnar 11. september 2001. Menn geta reynt að ímynda sér hvort það hefði tekist þrátt fyrir óttann vestra við hermd- arverkamenn, fyrst eftir árásirnar. „Hryðjuverkin eru yfirskin,“ seg- ir einn af gagnrýnendum Pútíns, Júrí Korgonjúk sem starfar hjá óháðri hugveitu í Moskvu. „Mark- mið hans er að ná sjálfur fullum tökum á öllu valdakerfinu.“ Tals- menn flokka sem vilja koma á vest- rænum lýðræðishefðum eru einnig hvassyrtir. „Forsetinn er að fjar- lægja rétt borgaranna til að velja sjálfir fulltrúa sína,“ segir í yfirlýs- ingu Jabloko-flokksins. „Með þessu er verið að fjarlægja leifarnar af því sem kemur í veg fyrir að einn vald- þáttur verði öðrum sterkari og tryggir að allt vald safnist ekki á hendur eins manns.“ Aðrir benda á að erfitt sé að sjá hverju tillögurnar muni breyta gagnvart hryðjuverka- hættunni. Nú þegar hafi Pútín æðstu völd yfir öllum embættis- mönnum og stofnunum sem fást við öryggismál. Tillögurnar um að hann tilnefni sjálfur héraðsstjóra geti bent til þess að forsetinn viti í reynd ekki hvað hann eigi að gera. Hann sé ráðþrota. Draumurinn um öryggi Ekki er talið að Pútín muni reyn- ast erfitt að koma tillögum sínum í gegnum þingið enda hafa flokkar, hollir honum, þar traustan meiri- hluta. Er ekki óhugsandi að hug- myndirnar verði að lögum þegar fyrir árslok. Talið er að ótti almenn- ings í Rússlandi við hryðjuverk og upplausn eftir atburðina skelfilegu í Beslan á dögunum valdi því einnig að mikill meirihluti kjósenda styðji enn forsetann. Þeir vilji gefa honum tækifæri til að finna lausn. Hefðin fyrir öflugu miðstjórnar- valdi er sterk í stærsta landi heims og margir telja í vonleysi sínu úti- lokað að nota vestrænar stjórnun- araðferðir í Rússlandi. Þar eru tug- milljónir manna af öðru þjóðerni en rússnesku, margar þjóðirnar og þjóðarbrotin tala sín eigin tungu- mál og hafa aðra trú en Rússar, hvarvetna er nábúakrytur sem oft á sér langar, sögulegar rætur. Hætt- an á sundrungu sambandsríkisins með lítt fyrirsjáanlegum afleiðing- um er raunveruleg, þrátt fyrir batn- andi efnahag síðustu árin og aukið einstaklingsfrelsi á sumum sviðum. Viðvaranir Pútíns um að hermdar- verkamenn vilji koma á ringulreið í von um að landið klofni finna því víða hljómgrunn í landi þar sem arf- ur alræðisins er svo miklu sterkari en vestrænar hugmyndir um frelsi og lýðræði. Öryggi er nú efst í hug- um flestra. Helstu heimildir: The Los Angeles Times, The Economist, International Herald Trib- une, AP. um héraðsstjóra með því að skipta landinu öllu í sjö umdæmi undir stjórn embættismanna sem hann skipaði sjálfur. Eiga þeir m.a. að reyna að hindra spillingu sem víða er einn mikilvægasti hemillinn á framfarir. inn tæki í þá átt að byggja upp píra- mídakerfi þar sem forseti réði öllu myndi gera leikinn auðveldari fyrir raunverulegan valdahrotta sem gæti tekið við af honum. Bolaði burt óþægum héraðsstjórum Pútín er fyrrverandi liðsmaður öryggislögreglu kommúnista- stjórnarinnar, KGB, og hefur oft talað með eftirsjá um þá röð og reglu sem ríkti í landinu undir flokkseinræðinu. Hann hefur á for- setaferlinum verið duglegur við að auka völd sín og tókst fljótlega að bola burt þeim fáu héraðsstjórum sem ekki vildu makka rétt. Hann dró auk þess þegar árið 2000, er hann tók við völdum, mjög úr völd- Forseti Rússlands, VladímírV. Pútín, er ómyrkur ímáli og segir að ekkerthafi áunnist í baráttunni gegn hryðjuverkum í Rússlandi. „Fyrst og fremst hefur okkur mis- tekist að útrýma orsökum hryðju- verkanna,“ segir hann og leggur til að völd alríkisstjórnarinnar í Moskvu verði aukin. Kom þetta fram á sér- stökum bráða- fundi sem hann hélt á mánudag með 500 æðstu embættismönn- um hinna 89 hér- aða og sjálfs- stjórnarlýðvelda landsins. Skoð- anir eru skiptar um hugmyndir hans. Sumir segja að þær séu ekkert annað en tilraun til að nýta sér óttann við hryðjuverk til að styrkja sig í sessi og koma aft- ur á einræði í Rússlandi. Stuðnings- menn Pútíns fullyrða hins vegar að óhjákvæmilegt sé að stokka upp stjórnsýsluna ef menn ætli að auka öryggi almennings. Forsetinn vill m.a. fá vald til að tilnefna sjálfur héraðsstjóra og verði tillaga hans aðeins lögð fyrir þing hvers héraðs, ekki borin undir atkvæði almennings. Einnig vill hann afnema einmenningskjör- dæmin í kosningum til neðri deildar alríkisþingsins, dúmunnar svo- nefndu. Myndi það merkja að litlir flokkar hefðu enga möguleika á þingsætum. Vladímír Ryzhkov, einn af fáum stjórnarandstæðing- um í dúmunni, sagði að næsta dúma yrði „einfaldlega sýndar-dúma, þar verða aðeins strengjabrúður af flokkslistunum og hún mun ekki hafa neinn myndugleika“. Samþykkja héraðsstjórar breytingarnar? Ryzhkov sagði beinum orðum að Pútín væri að notfæra sér með ósvífnum hætti í valdabaráttu harmleikinn í Beslan í Suður-Rúss- landi þar sem á fjórða hundrað manns lét lífið, nær helmingur þeirra börn. Efasemdir eru auk þess um að forsetanum takist and- spyrnulaust að fá öll héruðin til að samþykkja allar breytingarnar. Sum sjálfsstjórnarlýðveldin hafa nú mikið sjálfræði. Nefna má sem dæmi Tatarstan sem ræður yfir miklum olíulindum en tengsl lýð- veldisins við Kreml eru tilgreind í sérstökum samningi. Ekki er víst að þar taki héraðsstjórinn því þegj- andi að missa réttinn til að láta eig- in þjóð velja. En á Pútín sér málsbætur í aug- um einhverra umbótasinna? Lílja Sjevtsova, stjórnmálarýnir sem starfar hjá Carnegie-hugveitunni í Moskvu, segir að hvað sem líði gagnrýni á forsetann standi frjáls- lyndir Rússar frammi fyrir erfiðum vanda: Þar sem lýðræðisflokkar í vestrænum skilningi séu svo veikir í rússnesku stjórnmálalífi verði menn að horfast í augu við að mis- takist Pútín gæti tekið við einhver sem yrði „mun harðskeyttari, mun æstari þjóðernissinni“. Sjevstsova segir að sú ákvörðun Pútíns að tilnefna sjálfur héraðs- stjóra byggðist að nokkru leyti á skiljanlegum og réttlætanlegum áhyggjum. Ef efnt yrði til beinna kosninga í héruðunum á næstu ár- um myndi stjórnin í Kreml ekki geta komið í veg fyrir að sums stað- ar kæmust til valda „raunverulegir skuggabaldrar, fólk með glæpafer- il“. En vissulega væri hneigðin til að hafa stjórn á öllu ráðandi í Kreml. Vandinn væri sá fyrir Pútín að ef hann safnaði of miklum völdum á eigin hendi myndi hann einnig verða skotskífan ef eitthvað færi úr- skeiðis. Og hvert skref sem forset- Fréttaskýring | Tillögur Pútíns Rússlandsforseta um aukið vald Moskvustjórnarinnar vegna hryðjuverkaógnarinnar eru sagðar grafa undan lýðræðinu, segir í grein Krist- jáns Jónssonar, en margir Rússar vilja gefa Pútín tækifæri í von um aukið öryggi. Allt vald til Kremlar? Reuters Konur sem misstu ættingja í Beslan kljást við verði og heimta að fá að tala við héraðsforseta N-Ossetíu. Pútín Rússlandsforseti vill nú fá vald til að tilnefna sjálfur æðstu menn héraðanna og lýðveldanna 89 í Rússlandi. kjon@mbl.is ’Vandinn væri sá fyrirPútín að ef hann safn- aði of miklum völdum á eigin hendur myndi hann einnig verða skotskífan ef eitthvað færi úrskeiðis. ‘ Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Thoroddsen rifust aldrei og töluðu jafnan kurteislega hvor við annan. Mikið hefur verið rætt og ritað um heift og hatur þeirra í milli en Geir aftók með öllu að svo væri. Sagði að sér væri ekki illa við nokkurn mann og væri feginn því! Um hefnigirni sagði hann: „Ég mundi aldrei bregða fæti fyrir þá sem hefðu unnið gegn mér þó að ég hefði tækifæri til þess. Slíkt verkar inn á við og maður gerir sjálfum sér meiri óleik en þeim.““ Í kafla Jóns Orms Halldórssonar um Gunnar Thoroddsen er sam- skiptum Gunnars og Geirs ekki lýst, en þar segir að „fá efnisatriði [bendi] þó til að nokkuð, sem Gunnar sagði eða gerði í janúar 1980, hafi ráðið úr- slitum um tilraunir Geirs Hallgríms- sonar til stjórnarmyndunar“. Jón Ormur segir að margir samflokks- manna Gunnars hafi brugðist við stjórnarmyndun hans af mikilli heift og bætir við: „Um þau efni ræddi Gunnar sjaldnar en menn myndu ætla og aldrei með stóryrðum.“ Hann segir að þrátt fyrir erfitt sam- starf innan ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen hafi sumt mælt með því að samstarfi yrði haldið áfram eftir kosningar, en samstarfsmenn hans greini á um hvort hugur Gunnars hafi staðið til þess. Í ævisögu Stein- gríms Hermannssonar kemur fram að hann telji að Gunnar hafi viljað ljúka kjörtímabilinu og hætta síðan í stjórnmálum. Jón Ormur vitnar hins vegar til bréfs til sín frá Svavari Gestssyni þar sem segir: „Heilsu- hraustur hefði Gunnar boðið fram haustið 1982 og hann hefði sigrað. Pólitískur vilji hans var skýr og óbugaður en heilsan brast.“ Dálítið þvermóðskufullur, en það hafa fleiri verið Í kafla Jónínu um Geir vísar hún í samtal, sem hún átti við hann, og vitnar í áður óbirt ummæli hans um Davíð Oddsson: „Geir Hallgrímsson var afdráttarlaus í skoðunum og yf- irleitt ekki með málalengingar í per- sónulegum samskiptum. Í undirbún- ingi kosningabaráttunnar fyrir borgarstjórnarkosningar árið 1982 barst umtal um efsta mann listans í tal á fámennum fundi í Valhöll. „Þetta er bara nöldur!“ sagði Geir. „Davíð er leiðtogi og hann á að styðja. Ég hef haft dálítið saman við hann að sælda og finnst því meira til hans koma sem ég kynnist honum betur, hann er skarpgreindur og á auðvelt með að greina aðalatriði í hverju máli. Hann er kannski dálítið þvermóðskufullur stundum en það hafa nú fleiri verið!““ Davíð varð borgarstjóri eftir kosningarnar. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um Davíð Oddsson, sem í dag lætur af embætti forsætisráðherra eftir að hafa gegnt því í 4.886 daga og sest í stól utanrík- isráðherra, í bókinni. Þar er fjallað um stjórnarsamstarfið við Fram- sóknarflokkinn. „Þegar Davíð Odds- son myndaði ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum vorið 1995 höfðu samskipti flokkanna tveggja slípast mjög,“ skrifar Styrmir. „Það, sem úrslitum hefur ráðið um gott sam- starf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks frá vorinu 1995 í öllum meginatriðum, er þó fyrst og fremst meiri samstaða um málefni en áður var. Framsóknarflokkurinn er ekki lengur að gæta viðskiptahagsmuna samvinnuhreyfingarinnar sem lengi var mikill ásteytingarsteinn í sam- starfi þessara tveggja flokka. Þá hef- ur trúnaður og traust skapast á milli forystumanna þeirra á þeim tæpa áratug sem þeir hafa starfað saman. Davíð Oddsson er drengskaparmað- ur, sagði Halldór Ásgrímsson við nánustu samstarfsmenn sína þegar mest gekk á vorið 2004 í tengslum við fjölmiðlalögin og fór þó ekki á milli mála að mjög reyndi á samstarf flokkanna á þeim tíma. Sjálfstæðis- flokkurinn kom vel út úr þingkosn- ingunum 1999 en Framsóknarflokk- urinn gekk veikur frá þeim kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þó enga kröfu um breytt hlut- föll innan ríkisstjórnarinnar og því hefur Halldór Ásgrímsson ekki gleymt.“ oddsen llað í köfl- g fæst til áttum á Thorodd- s. forsætis- 4 og aftur r utanrík- ars. Í frá- ns Gissur- ð upp að u í stjórn- teingríms aka sæti í Ólafs, Ei- hann og ð Gunnars ramsókn- agi á laun sínu með a úr Sjálf- fur: „„Ég u að fylgj- fur Stein- ur spurði veg fyrir heilsa, en essi hnífa- ætir Hann- Ólafur hafi kaupin“. var mest forsætis- 8 og hafði 3 ár á tím- í Reykja- laut Sjálf- ustu hans mesta, sem lýðveldis- aelsdóttir hann hafi allalausan l 1978 og ð sé „mál hann risið ur 1980 til em mest“. m: „Mikil al margra u ekki séð um heilt. ingsmenn horoddsen astur fyr- nhlutverk ksins að sætta ólík fráleitt að sundrung- eim ásetn- okkinn. Gunnar Magnússon ið 1975. umana ds, eits þeirra erra MIKLAR efasemdir eru ríkjandi meðal ráðamanna á Vesturlöndum vegna þeirra ráðstafana sem Valdímír V. Pútín Rússlands- forseti hefur boðað til að efla varn- ir gegn hryðjuverkum. Er bent á að forsetinn virðist einbeita sér að því að styrkja völd Moskvustjórn- arinnar og virðist enn ætla að herða tökin á kostnað lýðræðis og frelsis. Minna fari fyrir raunhæf- um tillögum um að efla öryggi gagnvart hryðjuverkum. Pútín hefur á undanförnum mánuðum sætt vaxandi gagnrýni fyrir einræðishneigð sem kemur meðal annars fram í því að sjón- varpsstöðvar hafa verið múl- bundnar og mega í reynd ekki gagnrýna gerðir hans. Einkum er hart tekið á þeim sem segja að harðlínustefna forsetans í mál- efnum Tétsníu sé blindgata sem ýti undir hryðjuverk. Sjónvarp er lang-mikilvægasti fréttamiðillinn í landinu og eru stærstu stöðvarnar algerlega und- ir handarjaðri forsetans eða ná- inna stuðningsmanna hans. Blöðin hafa einnig sætt auknum þrýstingi og segja sumir heimildarmenn að ástandið sé farið að minna mjög á tíma Sovétríkjanna gömlu. Richard Armitage, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við lettneska embættismenn á ferð sinni um nokkur Evrópu- ríki. Armitage viðurkenndi að hann hefði ekki lesið tillögurnar í heild en sagði: „Mér sýnist að herra Pútín hafi lýst því yfir að hann vildi fremur tilnefna héraðs- stjóra en að þeir væru kosnir af al- menningi. Og mér finnst þetta ekki vera í samræmi við þá leið sem við vonuðum að Rússar myndu feta – það er að segja, í átt til opnara og lýðræðislegra sam- félags.“ Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hvatti í gær Pútín til að virða lýðræði og mannréttindi. „Að sjálfsögðu er um að ræða rússneskt innanlandsmál,“ sagði Emma Udwin, talsmaður Chris Pattens, sem fer með samskipti stjórnarinnar við erlend ríki. „En ég vil aðeins segja að allir sem standa andspænis því að fást við illmennsku hryðjuverkamanna samtímans verða jafnframt að virða lýðræði og mannréttindi,“ sagði Udwin. Hún bætti því við að framkvæmdastjórnin fylgdist vandlega með þróun mála í Rúss- landi. Efasemdir á Vesturlöndum Richard Armitage

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.